Alþýðublaðið - 23.06.1989, Page 4

Alþýðublaðið - 23.06.1989, Page 4
4 Föstudagur 23. júní 1989 UMFÍ os skátar; GÖNGUDAGUR FJÖLSKYLDUNNAR Um næstu helgi, laugardag 24. og sunnudag 25. júní, gangast Ung- mennafélag íslands og Bandalag is- lenskra skáta fyrir „Göngudegi fjölskyldunnar". Göngudagur fjölskyldunnar hef- ur verið árviss viðburður hjá ung- mennafélögunum frá árinu 1979. Frá árinu 1987 hefur tekist góð samvinna milli UMFÍ og Bandalags íslenskra skáta um göngudaginn og framkvæmd hans tekist vonum framar. Framkvæmd göngudagsins er því í höndum ungmennafélaga og skátafélaga á hverjum stað. Lands- samtökin sjá um sameiginlegan undirbúning, kynningu ásamt við- urkenningu fyrir þátttöku í göng- unni. Á síðastliðnu ári tóku um 2—3000 manns þátt í Göngudegi fjölskyldunnar. Þátttakan hefur farið sívaxandi frá ári til árs og hef- ur margur maðurinn hafið fastar gönguferðir í framhaldi af Göngu- deginum. Almennt eru gönguferðir á bilinu tveir til sjö tímar. Slíkt verð- ur auglýst sérstaklega á viðkom- andi stöðum. Kappkostað er að vanda valið á leiðsögumönnum sem þekkja vel staðhætti. Þannig er reynt að gera gönguna sem forvitnilegasta þar sem Iýst er örnefnum, helstu kenni- leitum og merkilegum atburðum sem tengjast svæðinu. Mörg félög hafa tengt ýmsar uppákomur Göngudeginum eins og grillveislur, fjölskylduleiki og annað skemmti- legt. Göngudagurinn er því víða um land orðinn sannkallaður útivistar- dagur fjölskyldunnar. Frá Göngudeginum í fyrra i Ólafsfirði. Ný íslensk iönframleiðsla: SJÁVAR- NASL Nú er komin á markaðinn ný ís- lensk snakktegund, sjávarnasl svo- kallað. Það er framleitt af fyrirtæk- inu Fiskmar hf á Ólafsfirði í sam- vinnu við Iðntæknistofnun, sem jafnframt er hluthafi í fyrirtækinu. Snakk þetta er framleitt úr fyrsta flokks fiski, og er því óvenjuhollt af slíku sælgæti að vera. Bragðið minnir á hefðbundið snakk en þó er nokkur fiskkeimur af því. Fyrst um sinn er það ætlað einungis fyrir heimamarkað en stefnt er að út- flutningi í framtíðinni. Pokinn af sjávarnasli mun kosta um 120 kr. út úr búð. ■ ' Sumarveðrið ’89 — ekki lakari júní en í fyrra, en: REGNHLÍFAR GÓÐ SÖLUVARA Sólarleysið verðurþess valdandi að sala á árstíðarvörum dregst saman eða frestast — meira að gera hjá ferðaskrifstofunum — en er nú loks að rœtast úr veðri? Fólk kvartar undan veðrinu þessa dagana. Eftir firna erfiðan vetur finnst fólki væntanlega tími til kominn að fá blítt og hlýtt veð- ur. Áreiðanlega munu íbúar suð- vesturhorns landsins ekkert yfir sig kátir með veðrið þessa dagana, en Norðlendingar og Austfirðing- ar hafa verið heppnari. En nú er að verða góð breyting sagði Magnús Jónsson veðurfræðingur okkur í gær, norðanátt væntanleg með sól í heiði fyrir íbúa suðvest- urhornsins. En júníveðrið er ekkert svo slæmt, ekki miðað við júní í fyrra og júní 1986, segir Trausti Jóns- son, veðurfræðingur. Hann sagði að hitastig hefði verið allgott hér syðra og úrkoman ekki óvenju- lega mikil. „Regnhlífar seldust vel fyrir 17. júní", sagði Guðríður kaupmaður Sigurðardóttir í Regnhlífabúð- inni. Það var greinilegt að höfuð- borgarbúar voru að undirbúa sig fyrir enn einn þjóðhátíðardag í úrhelli. Regnhlifar eru reyndar minna notaðar hér á landi en víða erlendis, enda þola þær illa rok eins og hér tíðkast ásamt hinu fræga lárétta regni okkar. Kaupmenn láta margir hverjir illa af sölu á sumarvörunni fram til þessa. í vikunni hófst sumarút- sala á garðhúsgögnum í Hag- kaupi, boðinn var 50% afsláttur og varan tók heldur betur kipp að sögn Þorsteins Pálssonar, sölu- stjóra Hagkaups. Einar Bridde, innkaupastjóri í Miklagarði sagði að salan á sumarfatnaði, svala- húsgögnum og öðrum varningi tengdum árstíðinni, hefði farið hægt af stað, en væri nú greinilega að lifna. I leiðindaveðrinu hugsa menn til annarra landa, þar sem sólin skín óaflátanlega daginn langan. Karl Sigurhjartarson í Ferðaskrif- stofunni Polaris sagði að markað- urinn hefði tekið fjörkipp að undanförnu. Erfitt væri að segja til um hvaða áhrif veðrið hefði í því sambandi, en örugglega ætti það sinn þátt. I tilefni 10 ára heimastjórnar á Grænlandi: Fjaoraskúfar og fiskiklær í tilefni af 10 ára afmæli heimastjórnar á Grænlandi nú í júní veröur opnuö i Þjóðminjasafni íslands i dag kl. 17:15 far- andsýningin „Fjaðraskúfar og fiskiklær“. Sýningin er komin hingað á vegum Norrænu stofnunarinnar í Nuuk á Grænlandi í samvinnu við Þjóðminjasafnið, Norrænahúsið og Græn- landssjóðinn. Þessi sýning, sem á eftir að fara um öll Norðurlöndin, fjallar um menningu inúíta og indíána og er sett upp hér í tengslum við nám- skeið í „shamanisma" á vegum Norrænu leiklistarnefndarinnar (NTK), og munu fjölmargir merkir gestir koma til landsins í tilefni þess. Meðal þeirra má nefna indíánasöngkonuna Buffy Sainte- Marie, sem mun syngja við opnun- ina í Þjóðminjasafninu. Áður en sýningin opnar á föstu- daginn verður kvikmyndin Koyaanisqatsi eftir Godfrey Reggio sýnd í Háskólabíói kl. 15:30. Þetta er heimildamynd um Hopi-indíán- ana og þeirra heimssýn, en þeir álita að með hinu háþróaða tæknisam- félagi sé heimurinn að fara úr bönd- unum. Kvikmyndasýningin er opin al- menningi og er aðgangur ókeypis. Myndin verður aðeins sýnd einu sinni hér á landi og eru kvikmynda- áhugamenn því hvattir til að nota þetta einstæða tækifæri. Sýningin í Þjóðminjasafninu verður opin út ágúst og aðgangur er ókeypis. Heiðurskonur á Selfossi Kvennalistakonur á Selfossi héldu upp á kvenréttindadaginn með því að heiðra tvær konur, Guð- rúnu Eiríksdóttur Ijósmóður og Stefaníu Gissurardóttur fv. pró- fastsfrú. Guðrún var ljósmóðir í héraðinu í hálfa öld og tók á móti um 1.200 börnum, meðal annars tók hún á móti elsta barni Stefaníu. Myndin var tekin af þeim Guð- rúnu og Stefaníu í hófi sem var haldið á Hótel Selfossi til heiðurs konunum tveimur og með þeim á myndinni er dóttir Stefaníu. Knattspyrna # i Þjóð- leikhúsinu Knattspyrnan er ekki bara það sem maður sér á leikvellin- um. Hvað er að gerast í hugarheimi fótboltamanna, fyrir leik, inni á vellinum — og eftir leikinn? Nú gerist það á laugardags- og sunnudagskvöld að knattspyrnulið treður upp í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn. Færeyskir íþróttamenn og leikarar hafa tekið höndum saman um uppfærslu FRAMÁ, en það leikrit kafar djúpt í sálarlíf knatt- spyrnumannanna. Leikritið er upp- haflega sænskt, en var þýtt yfir á færeysku úr dönsku.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.