Alþýðublaðið - 28.06.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.06.1989, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 28. júní 1989 MPÍÐMMÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreif ingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Steen Johanson Sigurður Jónsson Filmur og prent, Ármúla 38 Blaóaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Askriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. HVERNIG VILJUM VIO ÍSLAND 21. ALDARINNAR? Islensk stjórnmálaumræðaeinkennist oft af míklum reyk en litlum eldi; upphlaupum og fjölmiðlahasaren minna af raun- hæfum aðgerðum til að bæta þjóðfélagið og styrkja gerð þess. Dæmin eru óendanleg. Á dögum áhrifamikilla fjöl- miðla, sem misgóðir fréttamenn stjórna, er nauðsynlegt og áríðandi að stjórnmálamenn láti ekki miðlana leiða sig í ógöngur, heldur haldi sínum kúrs. íslenskt þjóðfélag er óþrjótandi uppspretta verkefna; hérernánast allt ógert þrátt fyrir há lífsgæði á yfirborði þjóðfélagsins. Stjórnvöld þurfa á markvissan hátt að takast á við hið mikla félagslega óréttlæti sem ríkir á íslandi. Skattsvik verður að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Aðgerðir fjármálaráð- herra að undanförnu til að innheimta söluskatt hafa verið umdeildar en þær hafa skilað árangri; í fyrstu viku aðgerð- anna innheimtust 205 milljónir krónaen í vikunni áðuren að- gerðirnar hófust innheimtust aðeins 48 milljónir króna. Á landinu öllu var í fyrstu viku aðgerðanna lokað hjá 198 fyrir- tækjum. Nú hafa 142 fyrirtæki verið opnuð á ný vegna þess að þau hafa greitt söluskattsskuldir sínar að fullu. Þetta er óumdeilanlegur árangur hjá fjármálaráðherra. Það verður að taka skattsvik og undanbrögð við skattheimtu hörðum tök- um ef koma á í veg fyrir stórfellda skerðingu á tekjuleiðum ríkisins. v I öðru lagi þarf að endurskoða útgjaldaliði ríkissjóðs frá grunni. Komaþarf tafarlaust í veg fyrir sjálfvirkni i útgjöldum ríkissjóðs. Þar ber hæst þörfina á að breyta sjálfvirkum út- gjöldum til landbúnaðarmálaog endurskipuleggjaíslenskan landbúnað frá grunni og samræma þessa atvinnugrein þörf- um landsmanna, þörfum neytendaen ekki framleiðendanna eins og hingað til. Endurskipuleggja þarf sjávarútveginn, stórminnka allar fjárfestingar, samhæfa og samnýta fram- leiðslutækin, vinna markvisst að markaösmálum og endur- skoða kvótakerfið. Huga þarf að íslenskum iðnaði og gera hann samkeppnisfæran við erlenda framleiðslu. Losa þarf um innflutningshömlur á neysluvörum og lækka vöruverð til neytenda með aukinni samkeppni. Það þarf að gera stórátak í mengunarvörnum og náttúruvernd; þar hefur iðnaðarráð- herra þegar gert stórvirki með hugmyndum sínum um eyð- ingu brotamálma og áldósa, en betur má ef duga skal. Við þurfum að rjúfa umsvifalaust þann vítahring að auga gróður- eyðingu með niðurgreiðslu á kindakjöti; það verður að fækka fjárstofni landsmanna í takt við endurskipulagningu landbúnaðarins. Að sjálfsögöu verður að hafa efst á blaði að slíkarvíðtækar umbreytingar á islenskum atvinnuvegum eru tilflutningar á fólki og viðamiklar umbreytingar á lífi og hög- um manna. Þess vegna þarf ríkið að huga þegar í stað að und- irbúningi að umfangsmiklu endurmenntunarkerfi og stuðla að nýjum atvinnutækifærum þegar fyrri störf hverfa vegna endurskipulagningar á atvinnuvegunum. Ráðamenn íslands í dag og í nánustu framtíð verða að stemma stigu við þeirri óheillaþróun sem hefur verið hér undanfarin þrjátíu ár. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að auðlindir íslands og náttúra, menntunarstig landsmanna og starfsgeta á öllum sviðum eru næg trygging fyrirfarsælu lífi landsmannaáíslandi ef rétt erámálum hald- ið. En það þarf pólitískan kjark og vilja til að þora að knýja á um þær breytingar sem eru óumflýjanlegar. Það er skammt í nýja öld. Það er orðið í fyllsta máta tímabært að undirbúa jarðveginn og tryggja réttlæti, jöfnuð og lífsgæði á íslandi 21. aldarinnar. OWHUR SJONARMIÐ TÍMINN birti skondna frétt í gær sem eflaust má telja ti! sjónar- miöa landsbyggðarinnar. Tveir hrútar réðust á bíl í Eyjafirði og hlutust talsverðar skemmdir af árásinni. Dýrasálfræðingar hefðu ef til vill um málið að segja að dýr- unum þætti nóg til koma um vél- menninguna og væru nú í uppreisn- arhug. En grípum niður í frétt Timans: „Grétar Pálsson, sparisjóðstjóri á Arskógssandi í Eyjafirði, trúði varla sínum eigin augum er hann leit út um eldhúsgluggann lieima hjá sér fyrir skömmu og sá hvar tveir hrútar voru að eyðileggja bíl- inn hans. Grétar sagði í samtali við Tímann, að tveir veturgamlir hrút- ar hefðu sloppið út úr girðingu hjá bónda í sveitinni á miðvikudaginn og fengið sér göngutúr um plássið. Þegar þeir komu að húsinu hans gerðu þeir sér lítið fyrir og réðust á bílinn, sem stóð fyrir utan. Þeir renndu í aðra hurðina nokkrum sinnum og nudduðu sér utan í hlið- ina, svo Grétar sagði að slórsæi á bílnum. Hann sagðist hafa hlaupið út og smalað sökudólgunum inn í bílskúr og lokað þá þar inni.“ Síðar í fréttinni segir að bíleig- andinn gefi þá skýringu á árás hrút- anna, að þeir hafi eflaust séð spegil- mynd sína í lakkinu á bílnum og ráðist að bifreiðinni. Það er því hyggilegast að þvo ekki bíla sína né bóna þegar ekið er um landsbyggð- ina ef skýring sparisjóðsstjórans á Árskógssandi reynist rétt. MORGUNBLAÐIÐ og Þjóðviljinn eru nú komin í hár sam- an í leiðaraskrifum — sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. En það nýstárlega í deilunni er að Morgunblaðið hælir verkalýðs- hreyfingunni en Þjóðviljinn hirtir hanaog Þjóðviljinn hefur landbún- aðarmafíuna til skýjanna en Mogg- inn ræðst til atlögu gegn hagsmuna- aðilum bændastéttarinnar. Það er ekki nema von að menn séu orðnir ruglaðir í flokkapólitík- inni þessa dagana. Ritstjóri Þjóð- viljans heldur áfram þessum sér- kennilegu deiluskrifum í blaði sínu í gær. Þar segir Árni Bergmann rit- stjóri meðal annars um Morgun- blaðið og landbúnaðarstefnuna: Arni: Nýr talsmaður landbúnaðar- mafiunnar? „I skrifum Þjóðviljans um land- búnaðarmál og kjör hefur að sjálf- sögðu veriö gengið út frá því, að breytinga er þörf. Við höfum ekki ætlað okkur þá dul að draga upp breytingar í smáatriðum — en vissulega höfum við samúð einmitt með þeim ráðstöfunum fjármuna sem koma framleiðendum, bænd- um sjálfum, til góða, en láta þá ekki rýrna á göngunni löngu milli milli- liða. Við höfum hinsvegar gagnrýnt Morgunblaðið fyrir að gefast upp við að ræða nauðsynlegar áfanga- breytingar á „úreltri landbúnaðar- stefnu" — sem Sjálfstæðisflokkur- inn ber reyndar mjög drjúgan hlut ábyrgðar á — og faðma í staðinn fagnaðarerindi innflutningsins. Sá boðskapur sýnist bæði einfaldur og freistandi — ekki síst vegna þess, að þar með væri póltískri ábyrgð á þróun sem varðar lífsstarf þúsunda og tuga þúsunda manna varpað yfir á hina „ósýnilegu hönd“ markað- arins, og þeim mun minni hætta á að flokkurinn stóri tapi atkvæðum á því að svíkja opinskátt sína bænd- ur og annað dreifbýlisfólk. En boð- skapurinn er reyndar hvorki skýr né einfaldnr — ekki einu sinni i út- reikningi á hugsanlegum gróða þeirra launamanna sem Morgun- blaðið þykist nú allt í einu farið að verja fyrir „milliliðum". Þar um má m.a. vísa í grein um „landbúnað og innflulning" sem birtist nýlega í Stefni, málgagni ungra sjálfstæðis- manna. Þar er með reikningskúnst fengið út, að hægt væri að „spara ríkissjóði og neytendum allt að 9 milljörðum króna með einu penna- striki yfir núgildandi innflutnings- banni“ (á landbúnaðarvöru). En um leið er á það minnt, að þessi upphæð „er þó ekki nema tæp 5% af heildarlaunum í landinu“ — og þá er eftir, eins og greinarhöfundur tekur fram, að reikna út á móti, hve marga milljarða það kostar að leysa þann vanda sem annar eins „upp- skurður“ (eða rothögg) á íslenskum landbúnaði krefst og greinarhöf- undur kallar „tímabundnar aðlög- unarbætur" í 10—15 ár. Hin póli- tíska spurning er þessi: Hve mikið eru menn tilbúnir til að lcggja á bændur og dreifbýlisfólk landsins til að ná fram neyslukjarabót sem verður töluvert innan við fyrrnefnd 5% af heildarlaunum í landinu?“ Eftir þessa lesningu spyrja ef- laust margir: Eru Þjóðviljinn og Tíminn að renna saman í eina sæng? EINN MEÐ KAFFINU Kvikmyndaframleiðandinn átti strangan samningafund ineð rithöfundinum varðandi kaup á kvikmyndaréttinum að einni af skáldsögum rithöf- undarins. Rithöfundurinn setti upp hátt verð sem fram- leiðandinn reyndi að prúta niður. „Hugsaðu þér,“ sagði fram- leiðandinn, „milljónir manna geta séð myndina meðan mun færri hafa lesið bókina. Hugs- aðu um framlag þitt til listar- innarl" Rithöfundurinn: „Munur- inn á okkur er sá, að þú hugsar bara um listina en ég hugsa bara um peningana!“ DAGATAL Af listgagnrýni í málgagni bœnda Eg rakst á Tímann í gær. Það er orðið dálítið langt síðan ég sá málgagn bændastéttarinnar siðast, svo ég fletti blaðinu vel og las sumt en annað að sjálfsögðu ekki. Það er nú alltof langt mál að skýra frá því hér hvað ég las ekki. Það er mun fljótlegra að segja frá því sem ég las. Ég er nefnilega og verð að vera kjarnyrtur og án málalenginga eins og ritstjórinn er alltaf að brýna fyrir mér. Ég er þá vanur að segja á móti; af hverju eruð þið blaðamennirnir ekki án málalenginga? Maður les varla frétt nema hún sé hálf síða eða jafnvel heil að lengd. En ég held reyndar að ég hafi nú tamið mér að vera stuttorður og kjarnyrtur. Segja allt í nokkrum setningum. Jafnvel örfáuin orðum. Eða einu orði. Barasta einu. Já. Hvar var ég nú? Jú — ég var að segja frá þvi að ég hefði rekist á Timann. Það var reyndar í Bændahöllinni. Dálítið fyndið nafn, Bændahöllin. Hefur ein- hver hugleitt það? Á sama tíma og landbúnaður er að fara fanivold til flykkjast bændur á mölina og reisa stórhýsi. Og kalla Bænda- höll. Fara bændur og hallir yfir- leitt saman? Hafa menn nokkurn tímann séð bændur ganga um hallir? Hvernig er Bændahöllin kynnt erlendis? The Farmers’ Palace? Böndernes Slott? En það var sem sagt Tíminn. Ég fletti Tímanum og las sumt en sleppti öðru. En svo ég verði kjarnyrtur, eins og ritstjórinn er alltaf að biðja mig um, þá kem ég strax að kjarnanum: Ég las ieik- Iistargagnrýni um Hver er hrædd- ur við Virginíu Woolf? Það var nokkuð fræðandi lestur. Fyrst sagði krítíkerinn, að þetta lcikrit hefði öruggiega verið svo- líiið vont, af því að einhver annar leikstjóri hefði sett það upp, en hans ekki getið vegna þess að miklar deilur hefðu komið upp meðal aðstandenda sýningarinn- ar og annar leikstjóri tekið við sýningunni og sá fyrri strikaður út úr leikskrá sem hefði verið hið versta mál því það væri svo mikið eftir í uppsetningunni af verklagi fyrri leikstjóra. Síðan sagði gagnrýnandinn að þessi uppsetning væri nokkuð góð en samt ekki eins góð og upp- setning sem hann hefði séð í Dan- mörku, því þar hefði Ghita Nörby leikið prófessorsfrúna sídrukknu og hún hefði verið miklu léttari og skemmtilegri en íslenska leikkon- an sem þó hefði verið alveg ágæt þannig lagað út af fyrir sig en meira svona natúralistísk en ekki realistísk eins og Ghita í Danmörku. Að lokum sagði leiklistarkrít- íker Tímans að þetta væri kannski allt tóm della hjá sér, vegna þess að hann hefði séð umrætt leikrit þegar hann var ungur í Þjóðleik- húsinu, svona 1962 eða svo, og þá hefðu verið voða góðir leikarar og uppsetningin alveg ógleymanleg, vegna þess að þá var hann svo ungur og óspilltur, og enn óþreytt- ur á íslensku leiklistarlífi og skynfærin alveg ómenguð — en það væri nú eitthvað annað núna, og þess vegna kannski ekkert að marka það sem hann væri nú að skrifa og örugglega og eflaust væri þetta þannig og þess vegna væri þessi uppsetning á stykkinu sem hann væri nú aö skrifa um ábyggilega miklu betri en hann skrifaði um. Eða þannig. Ég veit sannarlega ekki hvað ritstjórinn hefði sagt ef ég hefði skrifað svona pistil. Pass?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.