Alþýðublaðið - 28.06.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.06.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. júní 1989 3 FRÉTTASKÝRING Mótmœlin gegn herœfingunum: Fámennur hópur eða þeir hugrökkustu? Herstöðvarsinnar fagna því hversu fáir tóku þátt — og það gamla geng- ið. Herstöðvarandstœðingar segja þátttökuna góða í Ijósiþess að fólkið átti á hœttu handtöku og dóm. Heræfingum Varnarliðsins lýkur í dag og þá væntanlega líka aðgerðum Heimavarnarliðs- ins. Skiptar skoðanir eru um þátttökuna og árangurinn af mótmælaaðgerðunum; her- stöðvarsinnar telja þær sýna að herstöðvar- andstæðingar séu fámennir, óvirkir og að mestu sama fólkið og fyrir 15—20 árum. Liðs- menn heimavarnarliðsins eru hins vegar ánægðir og ætla að halda ótrauðir áfram. Aðgerðir þessar gefa til- efni til að skoða umfang andstöðunnar við NATO og Keflavíkurstöði na. í rannsókn Ólafs Þ. Harðar- sonar vorið og sumarið 1983 voru 53% aðspurðra meðmæltir áframhaldandi veru íslands í NATO, sem þá samsvaraði um 81.600 manns 20 ára og eldri, 13% voru andvígir (um 20.000 manns) en 34% höfðu enga skoðun á þessu (um 52.400 manns). Yfir 50.000 taldir andvigir stöðinni Um leið voru 54% afger- andi eða frekar hlynntir Keflavíkurstöðinni, 30% afgerandi eða frekar and- vígir henni en 15% töldu hana ekki skipta máli. At- hyglisvert þótti að 14% þeirra sem voru hlynntir NATO-aðild voru andvígir stöðinni. Um 13% heildar- innar eða sem svarar um 20.000 manns voru andvíg- ir hvoru tveggja. Andstað- an reyndist sterkust meðal yngra fólks (24—39 ára), meðal þeirra sem höfðu lengstu skólagönguna og meðal stuðningsmanna Al- þýðubandalags og Kvenna- lista. Ólafur endurtók rann- sókn sína 1987 og brá þá svo við að stuðningur við Keflavíkurstöðina hafði minnkað úr 54% í 41%, hlutfall andvígra hafði aukist lítillega eða úr 30% í 33%, en hlutfall þeirra sem töldu stöðina ekki skipta máli hafði aukist úr 15% í 26%. Útifundurinn fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna. Myndin var tekin þegar fundurinn stóð sem hæst. Voru um 200 manns á fund- inum, eins og t.d. Þjóðvilj- inn segir, eða um 500 manns eins og Soffía Sig- urðardóttir taldi? A-mynd/E.ÓI. Miðað við fólksfjölda á hverjum tíma hafði stuðn- ingsmönnum herstöðvar- innar þá fækkað úr um 83.000 manns i um 66.000 manns, andstæðingum hafði fjölgað úr um 46.000 í um 53.000 og þeim sem töldu stöðina ekki skipta máli hafði fjölgað úr um 23.000 í um 42.000 eða nær tvöfaldast. Þessi mikla breyting í átt að meiri herstöðvarand- stöðu átti sér auðvitað sín- ar skýringar. 1987 höfðu ríkt talsverðar deilur vegna hvalamálsins, Rain- bow-málsins og fleiri slíkra mála. Þessar deilur, eins og þorskastríðin á sinum tíma, urðu til þess að vind- ar tóku að blása, tíma- bundið, á móti NATO og herstöðinni. Háværar kröfur risu upp um endur- skoðun varnarsamningsins og upptöku „aronskunn- ar“ í meira mæli en áður. Yfir 80.000 á móti heræfingunum..._________ Og íslendingar eru í grundvallaratriðum á allt öðru máli en meginlínan segir til um hjá NATO. Drjúgur meirihluti þjóðar- innar er þannig hlynntur hugmyndinni um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norðúrlöndunum, drjúgur meirihluti hefur verið fylgjandi gjaldtöku af hernum, friðarhreyfing- arnar í heiminum eru yfir- leitt taldar spor í rétta átt og flest okkar virðast tilbú- in til að taka varnarsamn- inginn til alvarlegrar. endurskoðunar ef hags- munir okkar og NATO/Bandaríkjanna stangast á. Þegar umræðan um her- æfingarnar var sem mest í vor gerði SKÁÍS könnun fyrir Stöð 2 og kom þá í ljós að 48,8% voru andvíg- ir æfingunum, 24,5% hlynntir þeim, en 26,8% gáfu ekki ákveðna afstöðu. Þetta samsvarar því að ná- lægt 82.000 manns 18 ára eða eldri hafi verið andvíg- ir heræfingunum. Að vísu var þá talað um að æfing- arnar hæfust á sjálfum þjóðhátiðardegi íslands og það jók mikið á and- stöðuna og má reikna með að hún hafi minnkað eftir að dögum var hnikað til og þátttakendum í æfingun- um fækkað. Engu að síður verður þetta að teljast verulega hátt hlutfall andstæðinga heræfinganna, tveir af hverjum þrentur sem af- stöðu tóku voru á móti þeim. En þótt yfir 80 þúsund manns hafi verið á móti æfingunum og yfir 50 þús- und nranns teljist andvígir herstöðinni tóku aðeins 60—70 manns þátt í að- gerðum Heimavarnarliðs- ins þegar mest var um að vera og um 200 manns tóku samkvæmt Þjóðviljanum þátt í mótmælum í ágætis- veðri fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna vegna æf- inganna. Og Alþýðu- bandalagsfélagið í Reykja- vík þurfti meira að segja að hætta við sérstaka ferð suður á þess vegum vegna ónógrar þátttöku. Þelta verður að teljast virkni á mjög lágu plani. Hinn pólitiski still og Birna Þórðar Sérstaklega í Ijósi þess að fyrir 15—20 árum og svo í kringum þorskastríð- in fengust nokkur þúsund manns til að fara í Kefla- víkurgönguna, t.d. 1976, en þá létu Suðurnesjamenn sig ekki muna um að loka beinlínis herstöðinni vegna herskipa Breta. Ólafur Þ. Harðarson taldi i samtali við Alþýðu- blaðið að ekki væri rétt- mætt að draga ályktanir um afstöðuna til varnar- liðsins út l'rá þátttökunni í mótmælunum. „Þátttakan var vissulega ekki mikil, en það er breytilegt frá einum tíma til annars hvort menn eru tilbúnir til að taka þátt í slikum mótmælaaðgerð- unt. Þannig má vera að nú sé ríkjandi allt annar pólit- ískur still én á síðasta ára- tug. Það eitt að mótmælin voru ekki kröftug leiðir ekki til þeirrar ályktunar að menn hafi verið sáttir við þessar æfingar." Herstöðvarsinnar eru að vonum ánægðir með hvað mótmælin voru í raun fá- menn. Þessa ánægju mátti sjá tekna saman í Stak- steinum Morgunblaðsins í gær: „Það sem vakti sér- staka athygli í sambandi við þessi mótmæli var hve fámenn þau voru og að þar komu enn einu sinni santan þeir, sem hafa verið fremst- ir í baráttunni gegn Banda- ríkjunum allt frá því að Víetnamstríðið var háð fyrir 15 til 20árunr. Bendir ekkert til þess að þessi hóp- ur hafi endurnýjast. Þvert á móti minnkar hann jafnt og þétt. “ Þetta sjónarhorn var í raun undirstrikað í ljós- vakamiðlunum, sem kepptust við að sýna Birnu Þórðardóttur kljást við lögregluþjóna, meðan lítið sást til annarra. Fólk sem óttaðist ekki handtðku og dóm Liðsmenn Heimavarn- Að vonum vöktu athygli framganga Birnu Þórðar- dó.ttur og harkaleg við- brögð lögregluþjóna gagn- vart henni. I fréttum Ijós- vakamiðlanna sást litið til annarra. Enda hafa ýmsir ályktað að mótmælendur séu fámennur hópur, af- gangur af stærri hópi sem mótmælti fyrir 15—20 ár- um. Mynd/Jim Smart. arliðsins eru hins vegar langt í frá óánægðir nteð þátttökuna. Soffía Sigurð- ardóttir sagði í samtali við Alþýðublaðið, aðspurð um útifundinn, að frásagnir um að þar hel'ðu aðeins verið um 200 manns væru hreinlega rangar. „Ég er vön slíkum fundum og hef ekki lagt i vana minn að Ijúga til um þátttökuna eða fegra stöðuna. Ég taldi fólkið á þessum útifundi fyrir utan sendiráðið og þar voru um 500 manns.“ Og Soffia var ánægð með þátttökuna og árang- urinn af aðgerðunum á Suðurnesjum. „Okkur tókst að gera það sem til stóð. Við sýndunt fram á umgengnisrétt okkar um landið og okkur tókst að sýna frarn á að herliðið gæti ekki vaðið hér um með heræfingar, enda tókst okkur að trufla þess- ar æfingar talsvert. í heild áætla ég að um 100 manns hafi tekið þátt í þessum að- gerðum Heimavarnarliðs- ins, í tveimur fjöldaað- gerðum og í gönguferðum lítilla hópa. Þetta er góður árangur, því við verðum að Iíta til þess, að aðgerðirnar fóru frarn undir banni sem átti að framfylgja. Við er- um að tala um fólk sem var reiðubúið til að mæta því að vera handtekið og að mæta fyrir dóm. Það er vitaskuld alvarlegt fyrir fólk að komast 3 sakaskrá, nú þegar þarf að framvísa sakavottorði æ oftar,“ sagði Soffía.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.