Alþýðublaðið - 07.05.1990, Qupperneq 1
JUfflMMB
Sveitarstjórnar-
kosningarnar
Suðurlandi er umfjöllunarefni þessa aukablaðs Al-
þýðubiaðsins og er blaðinu af því tilefni dreift í hús
í þéttbýlisstöðum í kjördæminu. í blaðinu er fjallað
um þéttbýlisstaði í kjördæminu, framboðsiistar
kynntir, greint frá úrslitum sveitarstjórnarkosning-
anna fyrir fjórum árum og sagt frá helstu kosning-
baráttumálum.
Þorlákshöfn____________________________
Ölfushreppur nær yfir býsna mikið landssvæði og þeir íbú-
ar sem búa fjærst Þorlákshöfn eiga að sumu leyti meiri
samleið með íbúum Selfoss eða Hveragerðis en Þorláks-
hafnar. Sérstaðan hefur gert það að verkum að íbúar sveit-
arinnar bjóða fram sérstakan lista til að tryggja áhrif sín i
hreppsnefndinni.
Selfoss________________________________
Á Selfossi gerðust þau tíðindi fyrir þessar kosningar að
A-flokkarnir og Kvennalistinn sameinuðust um framboðs-
lista. Þessi sameining á trúlega eftir að hafa áhrif á úrslit
kosninganna því að ef lagt er saman fylgi listanna þriggja
í síðustu kosningum, þá slagar það hátt upp í að nægja fyrir
fimm bæjarfulltrúum í stað þeirra þriggja sem flokkarnir
fengu. Hinn sameinaði K-listi gæti því e.t.v. átt möguleika
á hreinum meirihluta í bæjarstjórn Selfoss. Fjárhagur Sel-
fossbæjar telst afar traustur og samkvæmt skýrslum Sam- •
bands íslenskra sveitarfélaga hefur bærinn lægstan fjá>
magnskostnað allra bæjarfélaga á landinu.
Eyrarbakki_____________________________
Framboðslistum á Eyrarbakka fækkar um einn frá síðustu
kosningum. Þá voru þrír listar í boði en aðeins tveir nú.
Listi almennra hreppsbúa hefur hins vegar traustan meiri-
hluta, íimm af sjö fulltrúum í hreppsnefnd og ekki talið lík-
legt að stjórnarskipti séu fram undan á Eyrarbakka.
Hveragerði_____________________________
í Hveragerði virðist sem sú hefð sé að skapast að tveir list-
ar séu boðnir fram. Sjálfstæðismenn bjóða fram lista í eigin
nafni en hinir flokkarnir sameinast um einn lista. Fram að
þessu hafa sjálfstæðismenn haft betur í þessu einvígi og í
síðustu kosningum unnu þeir lítillega á.
Stokkseyri_____________________________
Á Stokkseyri stóð til að fækka framboðum í tvö en samein-
ingartilraunir mistókust. Sú breyting varð þó á að Alþýðu-
flokksmenn sem í síðustu kosningum buðu fram í sam-
vinnu við Framsóknarflokkinn bjóða nú fram í samstarfi
við Alþýðubandalagið. A-flokkarnir og framsóknarmenn
hafa starfað saman í sveitarstjórn.
Hella__________________________________
Hella hefur löngum talist vera höfuðvígi Sjálfstæðisflokks-
ins á Suöurlandi og E-listi sjálfstæðismanna og óháðra fékk
fjóra af fimm hreppsnefndarmönnum í síðustu kosningum.
Nú gæti hins vegar dregið til tíðinda í Rangárvallahreppi
eins og sveitarfélagið heitir, þvi nú er komið fram klofn-
ingsframboð undir forystu fyrrum formanns kjördæmis-
ráðs Sjálfstæðisflokksins. Talið er víst að nýja framboðiö
muni fá mann kjörinn en fái það tvo þýðir það að líkindum
fall meirihlutans.
Hvolsvöllur____________________________
Tveir listar eru í framboði í Hvolhreppi og má segja að
komin sé á sveitarstjórnarpólitík en þetta er í þriðja sinn
sem listar eru boðnir fram. Þarna eru það Áhugamenn um
málefni Hvolhrepps sem bítast um völdin viö Sjálfstæöis-
menn og aðra frjálslynda. Fram að þessu hafa áhugamenn-
irnir haft betur og þrjá fulltrúa af fimm í hreppsnefnd
Vík____________________________________
Talsverð óvissa ríkir um niðurstöður kosninga í Mýrdals-
hreppi. Ástæðan er sú að það framboð sem fékk mest fylgi
í síðustu sveitarstjórnarkosningum er ekki lengur til stað-
ar. Stærsti flokkurinn sem sagt hættur í pólitík. Nú bjóöa
fram Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur og menn
bíða spenntir eftir aö sjá hvor hafi betur. Atvinnumálin eru
mál málanna austur í Vík og frambjóðendur á einu máli
um að bæði þurfi að treysta þann atvinnurekstur sem er
fyrir hendi og eins að byggja upp atvinnu til viðbótar.
Vestmannaeyjar_________________________
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meirihluta sínum í Vest-
mannaeyjum í síðustu kosningum pg sjálfstæðismenn
stefna nú að því að vinna hann aftur. í síöustu kosningum
munaði afar litlu og munu flestir sammála um að allt geti
gerst. í Vestmannaeyjum er hefð fyrir því að vinstri flokk-
arnir stjórni saman þegar þeir hafa meirihluta. Samstjórnir
Sjálfstæðisflokks og annarra eru sjaldséðar.
Hjólabátarnir sem notaðir eru í Vík í Myrdal, eru allt að þvi jafnvigir til sjós og lands. Þeim er einfaldlega ekið út á sjó og þar taka
skrúfublöðin við af hjólunum. Bátarnir eru notaðir bæði til fiskiróðra og þjónustu viö feröamenn og eru óneitanlega sniðug lausn
á hafnleysinu.
Sveitahrepparnir:
Listaframboðum f jölgar
Listaframboðum fjölgar
í sveitahreppum. Fyrir fá-
einum áratugum hefði það
sjálfsagt þótt tíðindum
sæta að boðnir væru fram
Þstar við „venjulegar”
hreppsnefndarkosningar
en með hverju kjörtímabii-
inu sem líður fjölgar lista-
framboðunum og að sama
skapi fækkar þeim sveit-
arféiögmu þar sem kosið
er upp á gamlan móð með
því að rita á kjörseðiiinn
nöfn þeirra sem kjósand-
inn vill að skipi hrepps-
nefndina.
Auk þeirra sunnlensku
sveitarfélaga sem fjallað er
um sérstaklega í þessu auka-
blaði, eru listar boðnir fram á
allmörgum stöðum. í Bisk-
upstungnahreppi eru núna
þrír listar og er það raunar
óbreytt frá því í síðustu kosn-
„ör IHÖTT AÐ BJÓÐA
FRAM IÞRENNU LAG!"
segir Steingrímur Ingvarsson bæjarfulltrúi á Selfossi um sam-
eiginlegt framboð K-anna þriggja, sem svo eru kölluð. K-in
þrjú standa fyrir konur, komma og krata, en Alþýðuflokkur,
Alþýðubandalag og Kvennalisti sameinast nú um að bjóða
fram á Selfossi.
Steingrímur, sem setið hefur í bæjarstjórninni í 12 ár sem
fulltrúi Alþýðuflokksins og skipar nú annað sæti á sameigin-
lega listanum, segir í viðtali við Alþýðublaðið að hann telji lík-
legt að K-listinn fái a.m.k. fjóra fulltrúa og sá fimmti sé í aug-
sýn.
ingum. í Hrunamannahreppi
eru tveir listar. Það er líka
óbreytt frá 1986.
Breyting verður hins vegar
á í Hraungerðishreppi, þar
sem fallið var frá listakosn-
ingum síðast. Nú eru þar tveir
listar í boði og munu þeir
vera svipaðs eðlis og listar
sem þarna voru í kjöri 1982.
í Grímsneshreppi verða þrír
listar í kjöri að þessu sinni,
jafnmargir og voru í síðustu
kosningum.
í einu sveitarfélagi sunnan-
lands er kosningum í raun
þegar lokið. Þetta er Skaftár-
hreppur sem er nýtt sveitarfé-
lag til orðið við samruna
fimm hreppa austan Mýr-
dalssands. Þarna kemur að-
eins fram einn listi og verður
hann því sjálfkjörinn. Engu
að síður má segja að kosning-
ar hafi farið fram, því skipan
listans réðist í prófkjöri þar
sem íbúar gömlu hreppanna
kusu sína menn í ákveðin
sæti eftir fyrirfram ákveðn-
í tveimur sveitarfélögum
í Suðurlandskjördæmi
koma að þessu sinni fram
framboðslistar með færri
nöfnum en kjósa á. I
Grímsneshreppi koma nú
fram þrír listar en aðeins
einn þeirra er í fullri
lengd, þ.e. skipaður fimm
aðaimönnum og jafnmörg-
um til vara. Annar listi er
einungis skipaður vara-
mönnum og á þeim þriðja
eru einungis 3 nöfn.
um reglum. Nýja hrepps-
nefndin er þannig eins konar
samstarfsnefnd gömlu hrepp-
anna fimm.
Svipað þessu er uppi á ten-
ingnum í Biskupstungna-
hreppi. þar er einungis að
finna þrjú nöfn á einum fram-
boðslistanum. Þetta er listi
Lýðræðissinna og tveir af
þrem frambjóðendum eru
íeðgar. Það má nefna til við-
bótar að þessi listi hefur væg-
ast sagt takmarkaða mögu-
leika til að ná meirihluta í
sveitarstjórn, jafnvel þótt
fylgi skorti ekki, því þar sitja
sjö manns.
Stuttir listar