Alþýðublaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 2
Urslit 1986 Akureyri: Trúlegt viröist að einhverj- ar breytingar verði á skipan bæjarstjórnar á Akureyri í kosningunum 26. maí. Alls eru sex listar boðnir fram, fleiri en nokkursstaðar ann- arsstaöar að Reykjavík einni undanskilinni. Kvennalistinn býöur nú fram til bæjarstjórn- ar á Akureyri í fyrsta sinn, en Kvennaframboðiö átti hins vegar tvo bæjarfulltrúa 1982—86. Þjóðarflokkurinn býður einnig fram á Akureyri en almennt mun talið meira en vafasamt að hann fái mann kjörinn. Núverandi bæjarstjórnar- meirihluti er skipaður fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokks og þremur fulltrúum Alþýðu- flokks en í minnihlutanum eru Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag með tvo fulltrúa hvor ílokkur. Úrslit síðustu kosninga ollu tals- ur vilja aftur ___í bæjarstjórn verðu umróti í bæjarstjórn- inni. Sjálfstæðisflokkurinn var þá eini flokkurinn sem hélt óbreyttri fulltrúatölu. Al- þýðuflokkurinn vann stórsig- ur og bætti við sig tveim full- trúum. Þar munaði þó aðeins 20 atkvæðum. Það er nokkuð viðtekin þumalputtaregla að lands- málapólitík hafi þeim mun meiri áhrif á úrslit bæjar- stjórnarkosninga sem bæjar- félagið er stærra. Standist þetta virðist e.t.v. mega gera ráð fyrir að A-flokkarnir báð- ir tapi fylgi en Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur vinni á. Flestir viröast auk þess þeirrar skoðunar að Kvennalistinn muni fá full- trúa í bæjarstjórn. Þó ætti að verða að teljast fremur ósennilegt að núverandi meirihluti falli. Öllu meiri harka er í kosn- ingabaráttunni á Akureyri en víða annars staðar, enda bæj- arfélagið í stærra lagi og það lang stærsta utan suðvestur- hornsins. Atvinnuástandið setur mjög mark sitt á kosn- ingabaráttuna. Á Akureyri hafa að undanförnu verið um 300 til 350 manns á atvinnu- leysisskrá og fulltrúar minni- hlutans gagnrýna þetta ástand. Að þessu leyti er útlit kosningabaráttunnar ekki ólíkt því sem var fyrir fjórum árum, þegar Alþýðubanda- lag og Framsóknarflokkur, sem þá stýrðu bæjarfélaginu ásamt fulltrúum Kvenna- framboðs, máttu þola harða gagnrýni núverandi meiri- hlutaflokka vegna atvinnu- ástandsins. Ýmislegt hefur þó gerst í at- vinnumálum Akureyringa á þessu tímabili. Á þessu kjör- tímabili hefur verið lögð mik- il áhersla á byggingafram- kvæmdir, m.a. félagslegar íbúðabyggingar og þessar framkvæmdir Hafa vissulega skapað atvinnu og m.a. Ieitt til þess að fjöldi iðnaðar- manna sem yfirgefið haföi Akureyri í atvinnuleit, sneri heim. Á móti kemur að ullar- iðnaðurinn, sem áratugum saman hefur verið stór at- vinnugrein á Akureyri, hefur átt í sívaxandi erfiðleikum og þar hefur þurft að fækka fólki verulega. A-Alþýduflokkur 1.544 atkv. 24,7% 3 fulltr. B-Framsóknarflokkur 1.522 atkv. 24,4% 2 fulltr. D-Sjálfstæðisflokkur 2.504 atkv. 35,2% 4 fulltr. G-A lþýðubandalag 1.406 atkv. 19,8% 2 fulltr. M-Flokkur mannsins 129 atkv. 1,8% 0 fulltr. Kjörnir bæjarfulltrúar 1986 Af A-lista: Freyr Ófeigs- son, Gísli Bragi Hjartarson og Áslaug Einarsdóttir. Af B-lista: Sigurður Jó- hannesson og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Af D-lista: Gunnar Ragn- ars, Sigurður J. Sigurðs- son, Bergljót Rafnar og Björn Jósef Arnviðarson. Af G-lista: Sigríður Stef- ánsdóttir og Heimir Ingi- marsson. í kosningunum 1986 urðu þær breytingar aö Kvennafratnboðið sem átti tvo fulltrúa í bæjar* stjórn ákvað að bjóða ekki fram. í staðinn bælt't Alþýðuflokkurinn viö tveim fulltrúum og þýöubandalagiö en Framsóknarflokk tapaði einum. Meirihlutasamst milli Sjálfstæðisfh Alþýðuflokks. A-listi Alþýduflokkur 1. Gísli Bragi Hjartarson 2. Hulda Eggertsdóttir 3. Bjarni Kristjánsson 4. Hanna Björk Jóhannesdóttir 5. Sigurður Oddsson 6. Edda Bolladóttir B-listi Framsóknarflokkur 1. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir 2. Þórarinn E. Sveinsson 3. Jakob Björnsson 4. Kolbrún Þormóðsdóttir 5. Sigfríður Þorsteinsdóttir 6. Þorsteinn Sigurðsson D-listi Sjálfstædisflokkur 1. Sigurður J. Sigurðsson 2. Björn Jósef Arnviðarson 3. Birna Sigurbjörnsdóttir 4. Jón Kr. Sólnes 5. Valgeröur Hrólfsdóttir 6. Hólmsteinn Hólmsteinsson G-listi Alþýðubandalag 1. Sigríður Stefánsdóttir 2. Heimir Ingimarsson 3. Sigrún Sveinbjörnsdóttir 4. Þröstur Ásmundsson 5. Elín Kjartansdóttir 6. Guðlaug Hermannsdóttir V-listi Kvennalisti 1. Valgerður Magnúsdóttir 2. Sigurborg Daðadóttir 3. Lára Ellingsen 4. Hólmfriður Jónsdóttir 5. Gunnhildur Bragadóttir 6. Halldóra Haraldsdóttir Þ-listi Þjóðarflokkur 1. Valdimar Pétursson 2. Oktavía Jóhannesdóttir 3. Anna Kristveig Arnardóttir 4. Tryggvi Marinósson 5. Benedikt Sigurðarson 6. Kolbeinn Atlason Akureyringar horfa nú margir hverjir vonaraugum til væntanlegs álvers, sem e.t.v. verður valinn staður við Eyjafjörð og myndi að sjálf- sögðu bæta almennt atvinnu- ástand til mikilla muna. Um þetta eru þó skoöanir nokkuð skiptar. Kvennalistakonur leggjast t.d. eindregið gegn álveri, fyrst og fremst á þeim forsendum að það skapi ekki atvinnu fyrir konur, sem þó séu fjölmennari á atvinnu- leysisskrá. Afstaða Alþýöu- bandalagsins hefur hins veg- ar breyst nokkuð á undan- förnum árum og í staö and- stöðu við álver leggja Al- þýðubandalagsmenn nú áherslu á að ákveðin skilyrði verði að uppfylla, svo sem varðandi þjóöahagslega arð- semi og umhverfisvernd. Eitt virðist óhætt að full- yröa. Kosninganóttin getur orðið býsna spennandi á Ak- ureyri. Úrslit 1986 F-Framfarasinnaðir kjósendur 175 atkv. 70% 4 fulltr. H-Óháðir og frjálslynd- ir 75 atkv. 30% 1 fulltr. Kjörin í sveitarstjórn 1986 Af F-lista: Jóhann A. Jónsson, Jónas S. Jó- hannsson, Ragnhildur Karlsdóttir og Þórunn Þorsteinsdóttir. Af H-lista: Árni Kristins- son. í kosningunum 1986 urðu nokkar breytingar á framboðum og þar af leið- andi úrslitum. 1982 buðu Óháðir fram H-lista og fengu 2 menn, Samtök óháðra buðu fram 1-lista og fengu einn mann og Framfarsinnar fengu tvo menn kjörna af þáverandi J-lista. Þórshöfn: Hart barist síðast en sjálfkjörið nú F-Iisti Framfarasinnaðir 1. Jóhann A.Jónsson 2. Jónas Jóhannsson 3. Hilmar Þór Hilmarsson 4. Þuríður Vilhjálmsdóttir 5. Ragnhildur Karlsdóttir Hreppsnefndin á Þórs- höfn verður sjálfkjörin að þessu sinni, þar sem einungis einn listi kom fram áður en framboðsfrestur rann út. Það er F-listi framfarasinnaðra kjósenda, sem raunar hafði traustan meirihluta, fjóra hreppsnefndarmenn af fimm, á síðasta kjörtímabili, en fær nú alla fimm. Þrátt fyrir að framboðs- frestur framlengist sjálfkrafa um tvo sólarhringa þegar að- eins einn listi kemur fram, fór svo aörir sáu ekki ástæðu til að leggja fram lista og F-list- inn verður því sjálfkjörinn. Töluvert harður kosninga- slagur var á Þórshöfn fyrir síð- ustu sveitarstjórnarkosning- ar. Þá var ágreiningur um hvernig reka skyldi togara staðarins, Stakfellið. Fram- farasinnaðir kjósendur höfðu sigur í kosningunum en máttu engu að síður sætta sig við að Stakfellið væri um tíma gert út sem frystitogari. Nú hefur sveitarfélagið hins vegar yfirtekið hlut kaupfé- lagsins í útgerðinni og ætlun- in er að Stakfellið fullvinni aflann um borð á sumrin en landi fiski til vinnslu á vet- urna þegar lítill afli berst frá bátaflotanum. Atvinnuástand er allgott á Þórshöfn um þessar mundir og eftir þá fyrirgreiðslu sem í vetur fékkst úr Hlutafjársjóði og Atvinnutryggingarsjóði, telja menn bjartari tíma fram- undan. íliHSl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.