Alþýðublaðið - 11.05.1990, Side 1

Alþýðublaðið - 11.05.1990, Side 1
MMBUBLtBIB Sveitarst|órnar- kosningarnar I Norðurlandskjördæmi eystra eru umfjöllunarefni á næstu fjórum síðum. Alþýðublaðinu í dag er dreift í hús í þéttbýlisstöðum í kjördæminu. Á þessum kosn- ingasíðum eru kynntir framboðslistar á helstu þétt- býlisstöðum, greint frá úrslitum síðustu kosninga og því sem hæst ber í kosningabaráttunni. Komin er hefð á það að Oláfsfirðingar hafi milli tveggja lista að velja í bæjarstjórnarkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með völdin undanfarin fjögur ár eftir sigur í síð- ustu kosningum með sjö atkvæða mun. I.nginn treystir sér til að segja fyrir um hvað gerast kunni í ár. Á Olafsfirði eru atvinnuhorfar sagðar allgóðar um þessar mundir eftir að Hlutafjársjóður og Atvinnutryggingasjóður lögðu fí í at- vinnufyrirtæki á staðnum ásamt heimamönnum. A-flokkarnir sameinast á Dalvík í þessum kosningum og bjóða fram N-lista. Engu að síður fjolgar framboðslistum um einn frá síðustu kosningum. Við bætist F-listi frjálslyndra. bessar breytingar á framboösmálum skapa óneitanlega óvissu og hleypa aukinni spennu í kosningarnar. Líkt og fyrir fjórum árum virðast kosningarnar á Akureyri ætla að snúast að verulegu leyti um atvinnumál. Framboðs- listar eru meö fleira móti aö þessu sinni. Kjósendum gefst kostur á að velja milli sex lista því auk hinna hefðbundnu fjögurra framboða, býöur Kvennalistinn fram og Þjóðar- flokkurinn Itefur einnig bæst í hóp þeirra sem vilja eignast fulltrúa í bæjarstjórninni. Ofugt við það sem gerist á Dalvík og Akureyri. fækkar fram- boðslistum á Húsavík. Óháö framboð fékk þar einn mann kjörinn í síöustu kosningum en nú kom enginn slíkur listi fram. Atvinnumál setja svip á kosningabaráttu Húsvíkinga og atvinnlíf þar ber glögg merki um samdráttinn sem orðiö hefur í höfuðatvinnugreinum landsbyggöarinnar, sjávarút- vegi og landbúnaði, á undanförnum árum. Framsóknarflokkurinn hefur í undanffirnum kosningum verið fremstur meöal jafningja í hópi stjórnmálaafla á Rauf- arhöfn. Ekki er stór munur á fylgi flokkanna sem fengið hafa einn hreppsnefndarmann liver nema Framsóknar- flokkurinn sem fengiö hefur flest atkvæði og tvo menn kjörna. I kosningunum fyrir fjórum árum var talsverö harka í kosn- ingum á Þórshöfn en nú bregöur hins vegar svo við aö Þórs- hafnarbúar fá ekki að fara á kjörstað. Einungis einn listi kom fram og verður hann sjálfkjörinn. í vissum fámennari sveitarfélögum veröur þó ekki kosið 2(>. maí þvi að ósk hreppsnefndanna í þessum hreppum hefur félagsmálaráðuneytið ákveðiö að kosningar í eftirtöldum hreppum í kjördæminu verði 9. júní. Skriöuhreppur Oxnadalshreppur Hálshreppur Bárödælahreppur Reykdælahreppur Öxarfjarðarhreppur Prestjólahreppur Svalbarðshreppur um hugsanlega sameiningu hreppanna þriggja innan Akur- eyrar, fer fram jafnhliða sveitarstjórnarkosningum. Niður- stöðurnar eru ekki bindandi en ef hreppsnefndum hrepp- anna þriggja þykir niðurstöðurnar gefa tilefni til getur farið svo að íbúum hreppanna gefist færi á aö taka ákvörðun um sameiningu í atkvæðagreiöslu á næsta kjörtímabiii. Hrepp- arnir þrír sem hér um ræöir Hrafnagilshreppur, Saurbæjar- hreppur og Ongulsstaöahreppur, liafa um langt skeið haft talsverða samvinnu á mörgum sviðum og reka m.a. hrepp- skrifstofu í sameiningu. „Vona að kjósendur meti störf okkar" Gísli Bragi Hjartarson, bœjarfulltrúi á Akureyri, í viötali viö Alþýöublaöiö. Alþýðuflokkurinn vann stórsigur á Akureyri í bæjarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Fram að þeim tíma hafði Alþýðuflokkurinn lengst af haft einn fulltrúa í bæjarstjórninni en þegar kosn- inganóttin 1986 var liðin undir morgun var orðiö Ijóst að flokkurinn hafði ekki aðeins bætt við sig einum fulltrúa heldur tveimur. Annar þessara nýju bæjarstjórnarfulltrúa Alþýðuflokksins var Gísli Bragi Hjartarson, múrarameistari, sem nú, skipar efsta sæti á lista Alþýðuflokksins til bæjarstjórnar- kosninga. En heldur hann að sigurnóttin frá því fyrir fjórum árum endurtaki sig og Alþýðuflokkurinn haldi sínum þremur fulltrúum? — Við veröum bara að vona aö kjósendur meti stfirf okkar í þessu meirihlutasam- starfi og minnist þess tíma þegar núverandi meirihluti tók við og ástandsins eins og það var þá. Við berum engan kinnroöa fyrir störf okkar á þessu tímabili, síður en svo. Núverandi meirihluti er gagnrýndur fyrir það at- vinnuleysi sem er á Akur- eyri. Og svo vill til ad fyrir fjórum árum gagnrýnduð þið þáverandi bæjar- stjórnarmeirihluta fyrir nokkurn veginn það sama. — Fyrir fjórum árum var viövarandi atvinnuleysi á Ak- ureyri en ekki í nágranna- byggðunum. Akureyri skar sig úr sveitarfélögunum hér. Það var líka sláandi aö hér var byggingariðnaöur í rúst. Við álitum þá aö bæjarfélagiö gæti komi inn í þettaUeyst vandann eða a.m.k. létt undir með því að hefja byggingu fé- lagslegra íbúða. Þetta gerð- um viö og leystum þann at- vinnuvanda sem þá var hér. Það sem hefur gerst síðan, er þaö að störfum hjá Sam- bandinu og síðar Álafossi hef- ur fækkað um líklega milli þrjú og fjögur hundruð. Það má þannig segja að í stað þess vanda sem við leystum hafi okkur bæst nýr í staðinn. Hvaða áform hafið þið um að leysa þann atvinnu- vanda sem nú er fyrir hendi? — Þettíi höfum við reynt að leysa með ýmsu móti. Við höfum t.d. stutt mjög við Út- gerðarfélagiö með þvi að kaupa hingaö bæði skip og kvóta. Þaö má hins vegar koma fram að við erum mjög óánægö með það hve ríkis- valdiö, sem ásamt okkur er aöaleigandi slippstöðvarinn- ar, hefur sýnl vanda þess fyr- irtækis lítinn skilning. Hvað sjáið þið einkum fyrir ykkur að þið getið gert til að skapa aukna at- vinnu á næsta kjörtíma- bili? — Þaö er ekkert leyndar- mál að við horfum svolítiö til þess aö hér komi álver á Eyja- fjarðarsvæðið. Það er reynd- ar þaö eina sem gæti breytt atvinnuástandinu hér með nokkuö skjótum hætti. Ég sé líka fyrir mér tals- verða atvinnuaukningu í kringum Háskólann hér ef hann fær að vaxa og dafna. Skilyrði fyrir því er auðvitað að það veröi stutt við hann af fullri einurð, — ekki meö hangandi hendi eins og yfir- völd gera nú. Ef t.d. veröur hægt aö koma sjávarútvegs- brautinni af stað af fullum krafti, þá kallar það á rann- sóknir og starfsemi kringum þær. Þaö hefði strax ákveöin margfeldisáhrif sem fljótt sæjust á vinnumarkaönum. Hvað hyggjast Akureyr- ingar fyrir að öðru leyti á næsta kjörtímabili? Sérðu fyrir að Akureyri muni taka einhverjum breyting- um á næstu fjórum árum? Við segjum nú kratarnir hérna að við viljum gera góð- an bæ betri. I þessu sambandi bendum við á það að skoð- anakannanir hafa sýnt að það eru Akureyringar sem allra manna helst vilja búa áfram heima hjá sér. Það þýð- ir i sjálfu sér ekki að ekki þurfi að gera neitt. Viö þurf- um t.d. aö gera ýmislegt í um- hverfismálum, þótt mikið hafi þegar verið gert og bær- inn aldrei litið betur út en hann gerði sl. sumar. Við þurfum að ganga frá miöbænum. Það er byrjað að vinna í því eftir samkeppni sem við héldum fyrir stuttu um torgiö og hjarta bæjarins. Þetta er u.þ.b. tveggja ára verkefni. Við viljum líka leggja áherslu á opin svæði í nýrri hverfum. Við Akureyr- ingar höfum líka stundað mikla trjárækt og henni verð- ur haldiö áfram. Núverandi meirihluti hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa einungis opn- að um 20 dagheimilispláss á kjörtímabilinu. Það verður að taka tillit til þess að annars vegar tókum. við í notkun tuttugu pláss, hins vegar studdum við frjáls samtök sem settu á stofn dag- heimili. Þetta var Hvíta- sunnusöfnuðurinn og olli að vísu miklum deilum, en við álitum hins vegar rétt að gera þetta. Þetta dagheimili er op- iö öllum. Þessu til viðbótar eru svo hafnar fratnkvæmdir við eitt dagheimili. Spurningin er alltaf þessi: I hvað eiga peningarnir að fara. Við höfum látið gríðar- legt fé í upppstokkun á öldr- unarpakkanum öllum. Á þvi sviði hefur orðið gjörbreyt- ing. Það er auövitaö hægt að segja að við heföum átt að fara hægar þar og setja meira i dagvistir, en okkur fannst þörfin brýnni í öldrunarmál- um. Við viljum líka kanna þann kost að greiöa þeim foreldr- um sem geta verið heima hjá ungum börnum. Þaö skal að vísu játast að þetta fellur ekki alveg í kramiö hjá sérfræö- ingunum, sem telja börnin betur kominn einhversstaðar annarsstaðar en heima hjá sér. Eruð þið í Alþýðuflokkn- um ánægð með samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og má kannski reikna með áframhaldandi samstarfi þessara flokka eftir kosn- ingar? — Milli þessara flokka var gerður málefnasamningur eftir síðustu kosningar og viö hann heíur verið staðið af hálfu beggja aöila. Aö því leyti höfum við ekkert yfir þessu samstarfi aö kvarta. Viö töldum á sínum tíma að þessi málefnasamningur væri mjög í okkar anda. Sem dæmi um þaö get ég nefnt þær félagslegu íbúðabygg- ingar sem ég minntist á áðan og raunar fleira sem hefur ekki beinlínis verið á stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins. Hvernig meirihluti veröur myndaður eftir kosningar, er svo auövitað allt annaö mál og ræðst m.a. af úrslitum kosninganna. Og viö göng- um til þessara kosninga með óbundnar hendur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.