Alþýðublaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 3
Ólafsfjördur: Síðast munaði sjö atkvæðum Úrslit 1986 D-Sjálfstæðisflokkur 359 atkv. 50,5% 4 fulltr. H-Vinstri menn 352 atkv. 49,5% 3 fulltr. Kjörnir bæjarfulltrúar 1986 Af D-lista: Birna Frið- geirsdóttir, Sigurður Björnsson, Óskar Þór Sig- urbjörnsson og Þorsteinn Asgeirsson. Af H-lista: Ármann Þórö- arson, Björn Valur Gísla- son og Ágúst Sigurlaugs- son. I kosningunum 1980 urðu þær breytingar að Sjálfstæðisflokkurinn vann naumlega meirihlut- ann af Vinstri mönnum. Takið eftir að aðeins mun- aði 7 atkvæðum á listun- um. Sjálfstæðismenn hafa ráðið lögum og lofum í bæjarstjórn- inni í Ólafsfirði síðustu fjörg- ur ár eftir sjö atkvæða sigur í kosningunum 1986. Hefð er komin á það að andstæðing- ar Sjálfstæðismanna samein- ist um einn framboðslista og þegar kom að bæjarstjórnar- kosningum fyrir fjórum ár- um, höfðu þeir haft meiri- hluta í þrjú kjörtímabil í röð. Sá meirihluti féll naumlega í kosningunum. Aðeins mun- aði 7 atkvæðum á listunum og hefur sennilega aldrei munað jafn mjóu. Heimildar- menn okkar í Ólafsfiröi treystu sér ekki til að spá neinu um það hvort talning atkvæða kynni að verða álíka spennandi nú og fyrir fjórum árum, né hver úrslitin kunni að verða. Atvinnuástand mun á landsbyggðinni óvíða betra en í Olafsfirði um þessar mundir og hefur batnað tals- vert á síðustu árum. Fólki fjölgar aftur í Ólafsfirði eftir nokkurt fækkunarskeið og fólksfjöldinn nálgast nú 1200 en var kominn niður í 1140 þegar fæst var. Utgerð og fiskvinnsla eru undirstöðuatvinnuvegir i Ól- afsfirði eins og flestum kaup- stöðum á landsbyggðinni og rétt eins og annarsstaöar hafði fastgengisstefnan víö- tæk áhrif á afkomu sjávarút- vegsfyrirtækjanna þar. Þegar Atvinnutryggingasjóður og síðar Hlutafjársjóður komu til sögunnar, beittu bæjaryfir- völd sér fyrir því að sameina frystihúsin tvö á staðnum til aö þau yrðu lánshæf. Rækjuverksmiðja hefur líka verið starfrækt á Ólafs- firði síðustu tvö til þrjú árin og skapaö taisveröa atvinnu og vegiö upp á móti áhrifum þeirra kvótaskerðingar sem Ólafsfiröingar hafa orðiö fyr- ir. D-listi Sjálfstædisflokkur 1. Óskar Þór Sigurbjörnsson 2. Kristín Trampe 3. Sigurður Björnsson 4. Þorsteinn Ásgeirsson 5. Guörún Jónsdóttir 6. Haukur Sigurðsson H-listi Vinstri menn og óháðir 1. Björn Valur Gíslason 2. Jónína Óskarsdóttir 3. Guðrbjörn Arngrímsson 4. Þuríður Ástvaldsdóttir 5. Þórhildur Þorsteinsdóttir 6. Sigríður Rut Pálsdóttir Úrslit 1986 B-Framsóknarflokkur 271 atkv. 33,5% 2 fulltr. D-Sjálfstæðisflokkur og óháðir 337 atkv. 41,7% 3 fulltr. G-Alþýðubandalag og aðrir vinstri menn 200 atkv. 24,8% 2 fulltr. Kjörnir bæjarfulltrúar 1986 Af B-lista: Guðlaug Björnsdóttir og Valdimar Bragason. Af D-lista: Trausti Þor- steinsson, Ólafur B. Thor- oddsen og Ásdís Gunnars- dóttir. Af G-lista: Svanfríöur Jónasdóttir og Jón Gunn- arsson í kosningunum 1986 urðu verulegar breyting- ar. Alþýðuflokkurinn sem 1982 náði einum manni í bæjarstjórn, bauð nú ekki fram undir eigin nafni. Framsóknarflokkurinn fékk fjóra menn kjörna 1982 og þar með hreinan meirihluta en tapaði nú tveimur fulltrúum. Sjálf- stæðisflokkur bætti við sig tveim fulltrúum og Al- þýðubandalag einum. Rétt er að taka fram að 1982 voru hrein flokka- framboð. Meirihlutasamstarf er milli Sjálfstæðisflokks og óháðra og Alþýðubanda- lags og annarra vinstri manna. Dalvíkingar fjarlægjast flokkslínurnar nokkuð í þess- um kosningum. Að þessu sinni eru fjórir listar í boði og hefur fjölgað um einn frá því síðast en enginn þeirra hreinn flokkslisti. í síðustu kosningum tapaði Framsókn- arflokkurinn helmingi bæjar- stjórnarfulltrúa sinna og lenti í stjórnarandstöðu eftir að hafa haft hreinan meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þá. þrjá menn og Alþýðubanda-' lagið tvo. Nú sameinast A-flokkarnir svokölluðu um að bjóða fram lista Jafnaðarmannafélags Dalvikur en hinir flokkarnir sem átt hafa fulltrúa í bæjar- stjórn útvíkka báðir framboð sín. Framsóknarmenn bjóða fram með vinstri mönnum en sjálfstæðismenn með óháð- um. Alþýðuflokkurinn bauð ekki fram í síðustu kosning- um en átti þar áður einn full- trúa í bæjarstjórninni. Nýtt framboð bætist við frá því í síðustu kosningum. Það eru Frjálslyndir sem bjóða fram F-lista. Eins og oft vill verða í minni og meðalstórum bæj- arfélögum virðist ekki mikiö um raunveruleg ágreinings- efni innan bæjarstjórnar á Dalvík. Reynslan sýnir að þótt nokkuð sé um áherslu- mismun fyrir kosningar eru menn samstíga í öllum meg- inatriðum þegar á hólminn er komið og í þeim tilvikum sem ágreiningur kemur upp, þurfa flokkslínur ekki endi- lega að ráða úrslitum um það hvaða afstöðu menn taka. Eftir því sem næst verður komist munu menn á Dalvík ekki almennt hafa trú á því að Frjálslyndir fái mann kjör- inn í bæjarstjórnina. Að því er hinum listunum viðkemur virðast flestir á þeirri skoðun að kosningin geti orðið jöfn og spennandi. Listarnir þrír séu hver um sig nokkuð ör- uggir um tvo fulltrúa og stór spurning hver þeirra muni ná þriðja manni og verða þar með stærsti flokkur í bæjar- stjórn. N-listi Jafnaðarmannafélag Dalvíkur 1. Jón K. Gunnarsson 2. Símon J. Ellertsson 3. Þóra Rósa Geirsdóttir 4. Halldór S. Guðmundsson 5. Olafur Árnason 6. Helga Matthíasdóttir H-listi Framsóknarfélag og vinstri menn 1. Valdimar Bragason 2. Guðlaug Björnsdóttir 3. Rafn Arinbjörnsson 4. Einar Arngrímsson 5. Inga Ingimarsdóttir 6. Símon Páll Steinsson D-listi Sjálfstæðismenn og óháðir 1. Trausti Þorsteinsson 2. Svanhildur Árnadóttir 3. Gunnar Aðalbjörnsson 4. Hjördís Jónsdóttir 5. Arnar Símonarson 6. Oskar Oskarsson F-listi Frjálslyndir 1. Haukur Snorrason 2. Snorri Snorrason 3. Ósk Finnsdóttir 4. Sigurður Haraldsson 5. Sigurvin Jónsson 6. Anton Gunnlaugsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.