Alþýðublaðið - 18.05.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.05.1990, Blaðsíða 2
Þorvaldur Skaptason Skagaströnd: Munum berjast eins og Ijón Alþýðubandalaginu. Okkar mark- mið er aö halda þeim meirihluta áfram. Baráttan hefur snúist hjá Sjálfstæðisflokknum um að fella fulltrúa Aþýðuflokksins. Þeir eru að reyna að ná þremur mönnum inn og við sem höfum veriö með minnst at- kvæðamagnið á bak viö okkar full- trúa eru náttúrlega í mestu fallhætt- unni. Það munaði ekki nema ellefu atkvæðum síðast að þriðji maður Sjálfstæöisflokksins felidi okkar full- trúa. Nú hefur orðið klofningur í rööum Sjálfstæöismanna og þeir bjóða fram á tveimur listum." — Ert þú bjartsýnn á úrslitin? „Ég er hvorki bjartsýnn né svart- sýnn. Við munum berjast eins og Ijón. Annars er mjög erfitt að spá í stöðuna vegna þessa nýja framboös sem er komið fram. Sá sem skipar fyrsta sæti nýja framboðsins var síð- ast þriðji maður á lista Sjálfstæðis- flokksins en náði þá ekki kjöri. Hann ætlar því nú að freista þess að komast í hreppsnefndina með nýju framboði. Ég er á þeirri skoðun að of mikil pólitík í bæjarmálunum hafi spillt fyrir. Menn eru of pólitískir og þaö hefur verið til bölvunar og ills hjá Þorvaldur Skaftason lenti í efsta sæti í prófkjöri Alþyðu- flokksins á Skagaströnd og skipar nú fyrsta sæti lista flokks- ins á staðnum. Okkur tókst að ná símssambandi við Þorvald þar sem hann var á sjó út af Langanesi. Við byrjuðum á því aö spyrja hann hvernig staða flokkanna væri á Skagaströnd. „Við alþýöuflokksmenn fengum Þorvaldur Skaptason. einn mann kjörinn í síðustu sveitar- stjórnarkosningum, Axel Hall- grímsson, en hann hefur reyndar sagt sig úr flokknum eftir að hafa falliö í prófkjöri. Auk hans sitja nú í hreppsnefndinni tveir frá Sjálfstæð- isflokki, einn frá Framsóknarflokki og einn frá Alþýðubandalaginu.'’ — Hver eru mikilvægustu mál- efni Skagastrandar og hvað leggið þið mesta áherslu á? „Hafnarmálin eru okkar mesta hagsmunamál. Þá þurfum við að stækka leikskólann sem er oröinn of lítill. Við erum reyndar byrjaðir á því og þurfum að klára hann. Við er- um að fara að leggja gangstéttir og það þarf að gera endurbætur á vatn- sveitunni. Það er af nógu að taka en lítið til að taka af.“ — Hverjir mynda meirihluta á Skagaströnd? „Við höfum verið í meirihlutasam- starfi með Framsóknarflokknum og Sex efstu á framboðslistum á Skagaströnd A-listi Alþýðuflokkur 1. Þorvaldur Skaftason 2. Gunnar H. Stefánsson 3. Guðmunda Sigurbrands- dóttir 4. Dóra Sveinbjörnsdóttir 5. Jóhanna Bára Jónsdóttir 6. Kristín Kristmundsdóttir B-listi F ramsóknarf lokkur 1. Magnús B. Jónsson 2. Sigríður Gestsdóttir 3. Guðjón Guðjónsson 4. Kristín Hrönn Arnadóttir 5. Sigrún Guðmundsdóttir 6. Einar H. Arason D-listi Sjálfstæðisflokkur 1. Adolf J. Bentsen 2. Elín H. Njálsdóttir 3. Kári S. Lárusson 4. Steinunn Steinþórsdóttir 5. Þórey Jónsdóttir 6. Björn Ingi Oskarsson G-listi Alþýðubandaiag 1. Ingbjörg Kristinsdóttir 2. Björgvin Karlsson 3. Súsanna Þórhallsdóttir 4. Eðvarð Hallgrímsson 5. Guðný Björnsdóttir 6. Þór Arason H-listi Framfarasinnaðra kjósenda 1. Sveinn S. Ingólfsson 2. Páll Leó Jónsson 3. Steindór Haraldsson 4. Sveinn Ingi Grímsson 5. Þorgeir H. Jónsson 6. Pálfríður B. Bjarnadóttir okkur. Það er slæmt þegar fulltrúur í hreppsnefnd geta varla talast við vegna þessa," sagði Þorvaldur að lokum við Alþýöublaðið. Björn Sigurbjörnsson Saudarkróki: Okkar gullnáma er ódýrt heitt vatn „Við trúum því og treystum að menn verði sanngjarnir og taki tillit til þess starfs sem viö í Alþýðuf lokknum höf um unnið að í meirihlutanum og í bæjarstjórninni. Við leggjum óhræddir spilin á borðið gagnvart kjósendum og treystum á góða kosn- ingu," sagði Björn Sigurbjörnsson bæjarfulltrui á Sauðárkróki sem skipar áfram efsta sæti lista Alþýðuflokksins á staðnum. „Nú sitja i bæjarstjórn Sauðár- kröks þrír sjálfstæðismenn, þrír framsóknarmenn, einn frá Alþýðu- bandalaginu, einn frá K-lista sem eru óháðir auk mín en ég er bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins. Alþýðu- flokkur, Sjálfstæðisflokkur og óháð- ir mynda meirihluta hér á staðn- um." — Bjóða fram sömu aðilar og síðast? „Reyndar hefur eitt framboð dott- ið út sem bauð fram árið 1986 undir bókstafnum N sem stóð fyrir Nýtt afl. Önnur framboð halda sér." — Hver eru ykkar helstu áherslumál fyrir komandi kosn- ingar? „Við leggum megin áherslu á at- vinnumálin. Við höfum unnið mikið starf á síðasta kjörtímabili til að halda uppi atvinnu, m.a. með gífur- legum lántökum til að koma á fót út- gerðarfélagi og halda uppi starfsemi Steinullarverksmiðjunnar. Þá þarf að gera stórátak í umhverfismálum. I sambandi við menntamálin þá vilj- um við leggja okkur fram um það að bóknámshúsið rísi. Hvað varðar grunnskólann þá er nauðsynlegt aö efla hann og búa betur kennslu- gögnum. I hafnarmálunum viljum viö halda áfram á sömu braut og fylgt hefur verið á þessu kjörtímabili. Við byggðum m.a. smábátahöfn og það er búið að gera líkantilraunir um hvernig standa beri að uppbyggingu hafnarmannvirkja hér á Króknum. Við viljum einnig standa vörð um hitaveituna sem er okkur gullnáma en heitt vatn hér á Sauðárkróki er mjög ódýrt." — Er Sauðárkrókur vaxandi bæjarfélag? „Hann er það, það hefur orðið hér veruleg fólksfjölgun á síðustu árum og fjölgunin hér hefur verið um og yfir meðaltalsfólksfjölgun í landinu. Við erum með 2507 íbúa núna. Þau eru vandfundin bæjarfélögin á landsbyggðinni sem hafa stækkað jafn mikið og fjólksfjölgun verið jafn ör og raunin hefur orðið á hjá okkur. Ég vil að loknum nota tækifærið til að hvetja íbúa Sauðárkróks til að notfæra sér atkvæðisrétt sinn og veita okkur Alþýðuflokksmönnum brautargengi í kosningunum," sagði Björn Sigurbjörnsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Sauðárkróki í stuttu rabbi við Alþýö Sex efstu ó framboðslistum á Sauðárkróki A-listi Alþýduflokkur 1. Björn Sigurbjörnsson 2. Pétur Valdimarsson 3. Eva Sigurðardóttir 4. Friðrik Jónsson 5. Helga Hannesdóttir 6. María G. Ólafsdóttir B-listi Framsóknarflokkur 1. Stefán L. Haraldsson 2. Viggó Jónsson 3. Herdís Sæmundsdóttir 4. Gunnar Bragi Sveinsson 5. Magnús Sigfússon 6. Einar Gíslason D-listi Sjálfstæðisflokkur 1. Knútur Aadnegaard 2. Steinunn Hjartardóttir 3. Björn Björnsson 4. Gísli Halldórsson 5. Sólveig Jónasdóttir 6. Arni Egilsson G-Iisti Alþýðubandalag 1. Anna K. Gunnarsdóttir 2. Ólafur Arnbjörnsson 3. Karl Bjarnason 4. Guðbjörg Guðmundsdóttir 5. Skúli Jóhannsson 6. Kristbjörn Bjarnarson K-listi Óháðra 1. Hilmir Jóhannesson 2. Björgvin Guðmundsson 3. Brynjar Pálsson 4. Steinunn Erla Friðþjófs- dóttir 5. Sigríður Aradóttir 6. Kári Valgarðsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.