Alþýðublaðið - 18.05.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.05.1990, Blaðsíða 4
 Magnús Gudmundsson Seyöisfiröi: Númer eitt að fella 16 ára meirihluta „Númer eitt hjá okkur er aö fella meirihlutann sem er búinn aö sitja að völdum í 16 ár samfellt. Framsókn og íhaldið hafa setiö hér aö kötlunum allan þann tíma og tími til kominn aö þeir fari frá," segir Magnús Guömundsson á Seyðisfiröi sem skipar efsta sæti nýs bæjarmálafélags sem nefnir sig Tinda, fé- lag jafnaöar- og vinstrimanna. ,,Núna hefur Framsóknarflokkur- inn þrjá fulltrúa, íhaldiö er meö tvo, viö Alþýöuflokksmenn meö tvo, Al- þýöubandalagiö einn og listi sem kallaöi sig alþýöubandalagsfólk og óháða er með einn. Nú hefur veriö stofnaö nýtt félagsem heitir Tindar, félag jafnaðar- og vinstrimanna, en aö því standa Alþýöuflokkurinn og Alýðubandalagsframboðin tvö sem buöu fram síðast og bjóöa nú fram saman T-listann. Framboðum hefur því fækkað hér á Seyðisíirði úr fimm í þrjú.“ — Hver eru brýnustu verkefni baejarfélagsins? „Langstærsta tnáliö sem ný bæj- arstjórn mun standa frammi fyrir eru atvinnumálin en það verður aö koma einhverju viti í þau. í kjölfar gjaldþrota eru nú 100 manns á at- vinnuleysisskrá og þannig hefur ástandið veriö í fjóra mánuði. Þaö hefur engin fiskvinnsla veriö hér í lundi frá áramótum." — Hver eru ykkar helstu bar- áttumál? „Þaö er m.a. aö ganga frá skipu- lagi bæjarins og inn í það fléttast aö Magnús Guömundsson. fá endanlega samþykkt og frá geng- ið hættumat frá Almannavörnum, því hluti byggðarinnar er á snjó- flóðasvæöi og þaö er ekki hægt að ganga frá skipulagi þar nema aö hættumat liggi fyrir. Svo menn viti hvaöa svæöi teljist í hættu og eins hvaö gera megi til aö koma í veg fyr- ir hana. Kaupstaöurinn veröur 100 ára ár- iö 1995 og ýmis frágangur og upp- bygging fyrir afmæliö byggir á því aö skipulagið sé fyrir hendi og hvar á aö koma hlutunum fyrir. Viö ætlum aö Ijúka viö íþróttahús- iö sem hefur veriö byrjaö á. Þaö er búiö aö ákveöa að klára heilsu- gæslustöð þannig aö þaö veröur ekkert undan því vikist hverjir svo sem taka viö. Þaö þarf aö gera helj- arátak í að leggja gangstéttir hérna í bænum. Gatnagerðin sjálf er í nokkuð góöu lagi en þaö vantar til- íinnanlega gangstéttir. Þaö þarf aö koma betri skipan á ýmsa þætti félagsmálastarfs bæjar- ins. Halda þarf áfram uppbyggingu félagslegra íbúöa og íbúöa fyrir aldraöra sem byrjað er á.“ — Hvaöa árangri bindur þú vonir við að listinn nái i kosning- unum? „Viö erum töluvert bjartsýn á aö okkur takist aö ná fimm mönnum inn og þar meö meirihluta. Mér líst mjög vel á samstarf okkar sem Sex effstu á frambodslistum á Seyðisffirði T-listi Tindar (Jafnadar- og vinstri menn) 1. Magnús Guðmundsson 2. Sigrún Ólafsdóttir 3. Margrét Gunnlaugsdóttir 4. Hallsteinn Friðþjófsson 5. Pétur Böðvarsson 6. Hermann V. Guðmundsson B-listi Framsóknarflokkur 1. Jónas Hallgrímsson 2. Sigurður Jónsson 3. Kristjana Bergþórsdóttir 4. Jóhann P. Hansson 5. Bjarghildur Einarsdóttir 6. Anna Karlsdóttir D-listi Sjálfstæðisflokkur 1. Theódór Blöndal 2. Arnbjörg Sveinsdóttir 3. Sigfinnur Mikaelsson 4. Davíð Ómar Gunnarsson 5. María Ólafsdóttir 6. Sveinbjörn Orri Jóhanns- son stöndum að listanum. Sameiningar- vinnan fór fram á til að gera mjög stuttum tíma og okkur hefur tekist aö ná vel saman um öll helstu mál- efni. Þessir flokkar hafa átt nokkuö góða samvinnu i minnihlutanum á þessu kjörtímabili. Guömundur Þ. Svavarsson Eskifiröi Miklar stórframkvæmdir á síðasta kjörtímabili Guðmundur Þ. Svavarsson. „Það er Ijóst að það verður að sýna aðhald í fjármálum bæj- arins á komandi árum en það þýðir ekki þaö að allar fram- kvæmdir verði lagðar af. Við teljum að með skynsamlegum vinnubrögðum megi ná fram flestum þeim stefnumálum sem Alþýöuflokkurinn leggur fram núna," sagði Guðmundur Þ. Svavarsson efsti maður á lista Alþýðuflokksins á Eskifirði í samtali við blaðið. — Hver hafa verid ykkar stærstu mál á Eskifirði? „Stærsta málið er það aö styrkja fjárhagsstöðuna því við höfum staö- ið í miklum stórframkvæmdum á síðasta kjörtímabili. Við vorum meö miklar framkvæmdir við vatnsveit- una sem hafa kostað okkur 32 millj- ónir á síöustu þremur árum. Þá gerðum viö nýja smábátahöfn, end- urbyggðum löndunarbryggjuna, sem var stórframkvæmd líka. Síðan lukum við við dvalarheimili aldr- aðra og við höfum verið með stór- átak í byggingu félagslegra íbúða. Þá erum viö komnir með nýtt aðal- skipulag svo ég telji upp flest stór- verkefnin. Síðan koma alltaf til ein- hverjar framkvæmdir í götum, gangstéttum og því um líku." — Hvaða verkefni eru fram- undan? „Það er náttúrlega ýmislegt. Ég get nefnt t.d. í íþrótta- og æskulýös- málum, þá stefnum við aö frekari uppbyggingu í Oddsskaröi. Nú, viö erum með stórt viðhald á íþrótta- húsinu sem við stefnum að því aö Ijúka. í málefnum aldraðra legg ég áherslu á að efla tómstundastarf aldraðra og byggingu þjónustu- íbúða fyrir þann aldurshóp. Við er- um búnir að skipleggja svæöi undir slíkt. í hafnarmálum stefnum við aö því að lengja stálþil fyrir neðan frysti- húsið og auka þannig viðleguna og eins að klára smábátahöfnina, þ.e. ganga frá i kringum hana og snyrta svæðið. En í umhverfismálum stefnum viö að því að koma öllum holræsum út fyrir stórstraumsfjöru.. Sorphirðu- málin hafa veriö í ólestri en viö stefnum á að lagfæra þau. í gatnagerð komum við til með að leggja meiri áherslu á aö lagfæra eldri götur bæjarins og ganga betur frá þeim. Þá ætlum viö að halda áfram að leggja bundiö slitlag á nýrri götur eftir efnum og ástæö- um." — Hvernig er staðan í bæjar- stjórninni núna? „Bæjarstjórnin sem núna situr saman stendur af tveimur fulltrúum af E-lista óháöra, Framsóknarflokk- urinn hefur tvo fulltrúa, Alþýöu- bandalagiö einn, Sjálfstæðisflokkur- inn einn og Alþýðuflokkurinn einn. E-listinn ásamt Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum mynda saman meirihluta. E-listinn býður ekki fram núna." — Er harka í kosningabarátt- unni á Eskifirði? „Ekki finnst mér þaö. Þaö hefur alla vega ekki boriö mikiö á því enn- þá. Ég er nokkuð bjartsýnn á kosn- ingarnar framundan. Mér finnst aö Alþýðuflokkurinn og stefnumál hans eigi góðan hljómgrunn meöal bæjarbúa. E-listinn sem var óánægjulisti býöur ekki fram núna og maður veit ekki nákvæmlega hvað þaö fólk gerir sem kaus hann síðast. Viö teljum okkur eiga ágæta Sex effstu á fframboðslistum á Eslcifirði A-listi Alþýðuflokkur 1. Guðmundur Þ. Svavarsson 2. Ásbjörn Guðjónsson 3. Bjarnrún K. Haraldsdóttir 4. Benedikt J. Hilmarsson 5. Jón Trusti Guðjónsson 6. Aðalheiður Dóra Sigurðar- dóttir B-listi Framsóknarflokkur 1. Gísli Benediktsson 2. Sigurður Hólm Freysson 3. Jón Ingi Einarsson 4. Friðgerður Maríasdóttir 5. Þorbergur N. Hauksson 6. Guðni Þór Elísson D-listi Sjálfstædisflokkur 1. Skúli Sigurðsson 2. Hansína Halldórsdóttir 3. Hrafnkell A. Jónsson 4. Andrés Elísson 5. Úlfar Sigurðsson 6. Guðrún Karlsdóttir G-listi Alþýðubandalag 1. Hjalti Sigurðsson 2. Guðrún Margrét Óladóttir 3. Elís Andrésson 4. Ásgeir Hilmar Jónsson 5. Jórunn Bjarnadóttir 6. Bragi Þórhallson möguleika að ná tveimur mönn- um,“ sagði Guðmundur að lokum og var bjartsýnn á úrslit kosning- anna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.