Alþýðublaðið - 18.05.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.05.1990, Blaðsíða 3
Ingibjörg Ágústsdóttir Isafirdi: Ljúka framkvæmdum við grunnskóla og iþróttahús „Viö höfum tekiö þátt í meirihlutasamstarfi og það hefur gengið mjög vel. Meö okkur í meirihlutasamstarfinu hafa ver- iö Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið," sagöi Ingi- björg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi á ísafirði sem skipar efsta sæti A-listans i komandi sveitarstjórnarkosningum. Alþýðublaðið spurði lnt>ibjöri>u því næst hvernit> kosnint>arnar legð- ust í hana. „Ég held að enginn geti spáð í það hvernig kosningarnar fara á ísafirði núna. Það hafa bæst við tvö fram- boð frá síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum. Það er l-listinn og Kvenna- listinn og það gerir það að verkum að erfiðara er að spá um hvernig kosningarnar fara en ella. Alþýðuflokkurinn er núna með þrjá fulltrúa í bæjarstjórn. Við von- umst til að okkur takist að halda þriðja manninum en vissulega getur það reynst erfitt." — A hvaða mál leggið þið mesta áherslu í þessari kosn- ingabaráttu? „Þar er nú fyrst og fremst að Ijúka framkvæmdum við grunnskóla og íþróttahús. Þá teljum við það vera forgangsverkefni að hér verði byggt öldrunarheimili á næsta kjörtíma- bili. I stórum dráttum má segja að við leggjum mikla áherslu á að efla hér á Isafirði fiskvinnslu og útgerð til aö reyna að fjölga fólki svo að hægt sé að standa undir þeim fram- kvæmdum sem gera þarf. Þá skiptir ákaflega miklu máli að fjármálin séu í góðu lagi og við höfum tekiö mjög á þeim, sérstaklega við gerð síðustu fjárhagsáætlunar. — Hefur fyrirhuguð ganga- gerð á Vestfjörðum haft áhrif á kosningabaráttuna? „Nei, fyrirhuguð gangagerð hefur ekkert komið inn í kosningabarátt- una hjá okkur. Það eru að sjálfsögðu allir mjög ánægðir með að þetta skuli standa til og þau munu valda heilmikilum breytingum hérna hjá okkur." Ingíbjörg Ágústsdóttir. — Hafa orðið miklar breyting- ar á framboðslista ykkar? „Já, ég skipaði þriðja sæti fram- boðslista Alþýðuflokksins við síð- ustu sveitarstjórnarkosningar og náði kjöri. Kristján Jónasson sem hefur setið í bæjarstjórn í tólf ár og skipaði fyrsta sætið síðast hefur ákveðið að hætta en sá sem skipaöi annað sætið síðast, Halldór Guðmundsson, er fluttur úr bænum. Það er því mikið um nýtt fólk á list- anum hjá okkur. Kúnar Víðisson kennari skipar nú annaö sætið hjá okkur en Pétur Sigurðsson forseti Alþýðusambands Vestfjarða er í þriðja sætinu,'' sagði Ingibjörg að lokum. Sex efstu á frambodslistum á ísafirði A-listi Aiþýðuflokkur 1. Ingibjörg Agústsdóttir 2. Rúnar Vífilsson 3. Pétur Sigurðsson 4. Karítas Pálsdóttir 5. Óðinn Svan Geirsson 6. María Valsdóttir B-listi Framsóknarflokkur 1. Kristinn Jón Jónsson 2. Einar Hreinsson 3. Guðríður Sigurðardóttir 4. Magnús Reynir Guð- mundss. 5. Fylkir Agústson 6. Sigrún Venharðsdóttir D-listi Sjálfstæðisflokkur 1. Ólafur Helgi Kjartansson 2. Hans Georg Bæringsson 3. Helga Sigmundsdóttir 4. Einar Garðar Hjaltason 5. Kristján Kristjánsson 6. Pétur H. R. Sigurðsson G-listi Alþýðubandalag 1. Bryndís G. Friðgeirsdóttir 2. Smári Haraldsson' 3. Hulda Leifsdóttir 4. Rögnvaldur Þ. Óskarsson 5. Elísabet Gunnlaugsdóttir 6. Herdís M. Hubner í-listi Sjálfstæðs framboðs 1. Haraldur I.índal Haralds- son 2. Kolbrún Halldórsdóttir 3. Kristján G. Jóakimsson 4. Guðmudur Agnarsson 5. Björn Hermannsson 6. Kristín Hálfdánsdóttir V-listi Kvennalisti 1. Ágústa Gísladóttir 2. Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir 3. Sigríður J. Ragnar 4. Hrönn Benónýsdóttir 5. Katrín Jónsdóttir 6. Jónína Emilsdóttir Rikjandi mjög vaxandi bjartsýni „Viö alþýðuflokksmenn erum með tvo fulltrúa núna í bæjar- stjórn, Framsóknarflokkurinn meö tvo og Sjálfstæðisflokkur- inn hefur þrjá fulltrúa. Meirihlutinn hefur veriö í höndum fram- sóknar- og sjálfstæðismanna. Þaö eru aðeins þessir þrír aðilar sem bjóöa fram hér á Patreksfirði," segir Björn Gíslason sem skipar efsta sæti á lista Alýöuflokksins á Patreksfiröi. Sex effstu á fframboðslistum á Patreksfirði A-listi D-listi Alþýduflokkur Sjáifstæðisflokkur 1. Björn Gíslason 1. Stefán Skarphéðinsson 2. Guðfinnur Pálsson 2. Gísli Ólafsson 3. Kristín Björnsdóttir 3. Helga Bjarnadóttir 4. Gunnar Gunnarsson 4. Ingveldur Hjartardóttir 5. Guðný Pálsdóttir 5. Gísli Þór Þorgeirsson 6. Ragnar Fjelsteð B-listi Framsóknarflokkur 1. Sigurður Skagfjörð Ingimarsson 2. Dröfn Árnadóttir 3. Sigurður Viggósson 4. Magnús S. Gunnarsson 5. Sigurður Ingi Guðmundsson 6. Rósa Bachmann 6. Ólafur Örn Ólafsson Björn Gíslason Patreksfirdi — Hver eru stærstu málin hjá ykkur? „Það eru atvinnumálin. Við erum að ná okkur eftir það áfall þegar Hraðfrystihús Patreksfjarðar för á hausinn en það kom mjög illa viö at- vinnulífið á staönum en í kjölfar gjaldþrotsins voru skip seld héðan af staðnum. Það hefur því veriö að- almálið að vinna að uppbygginu at- vinnumálanna aftur." — Hvernig standa þá atvinnu- málin núna? „Það er ríkjandi mjög vaxandi bjartsýni. Þetta er þó ekki í höfn en það hafa náðst ákveðnir áfangar í uppbyggingu atvinnulífsins. I því skyni hefur hre'ppurinn lagt fram 30 milljónir í hlutafé til að byggja upp atvinnulífið. Það hefur leitt til þess að skuldastaða bæjarins er orðin mjög þung og menn verða aö fara varlega í framkvæmdir á næst-- unni." — Hvað með önnur mál? „Hvað önnur mál varöar er nauö- synlegt að Ijúka skólabyggingunni sem hefur verið mjög lengi í bygg- ingu. Við erum í vandræöum með öldr- unarmálin. Það er mjög brýnt aö koma upp þjónustuíbúöum fyrir Björn Sigurbjörsson. aldraða. Viö stefnum aö því að koma þessu máli áfram. Umhverfis- málin eru líka ofarlega á blaði og átaks er þörf í sorphirðumálum." — Eru þið jafnaðarmann á Pat- reksfirði bjartsýnir á komandi kosningar? „Ég er mjög bjartsýnn. Ég finn ekki annað en að við höfum meðbyr og geri mér vonir um einhverja fylg- isaukningu. Þaö er því til mikils að vinna að ná því að veröa stærsti flokkurinn. íhaldið var stærst síöast en nú ríkir talsverö óeining hjá þeim svo við erum hóflega bjartsýnir á góða útkomu Alþýðuflokksins hérna á Patreksfirði," sagði Björn að lokum. Olafur Þór Benediktsson Bolungarvík: Öflugt atvinnulif forsenda velferðar Ólafur Þór Benediktsson skipar efsta sæti A-listans á Bol- ungarvík, lista jafnaðarmanna og frjálslyndra. Alþýðublaðið hafði samband við Ólaf og byrjaði á því að spyrja hann hver hefði veriö hin pólitíska staða í Bolungarvík eftir síöustu sveit- arstjórnarkosningar. „Alþýöuflokkurinn fékk við þær kosningar einn mann kjörinn, G-list- inn fékk tvo menn, H-listi óháðra fékk einn mann og D-Iisti sjalfstæð- ismanna fékk þrjá menn. Alþýðu- flokkurinn hefur verið í meirihluta- samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Samstarfiö hefur gengið mjög vel að því er best ég veit. Valdimar L. Gíslason hefur verið fulltrúi Alþýðuflokksins í bæjar- stjórninni og áöur í hreppsnefnd- inni. Hann dregur sig nú í hlé eftir að hafa verið fulltrúi Alþýðuflokks- ins í sveitarstjórn í 5 kjörtímabil." — Hvaða mál setjið þið á odd- inn fyrir þessar kosningar? „Við setjum á oddinn atvinnumál- in, æskulýðsstarfsemi, umhverfis- og samgöngumál og málefni aldr- aðra og fatlaðra. Atvinnumál okkar Bolvíkinga eru alltaf í brennidepli, því forsendan fyrir velferð bæjarins og íbúa þess byggist á því að hér sé rekin þrótt- mikil atvinnustarfsemi. Komandi bæjarstjórn veröur líka að knýja á um aö fjárveitingarvaldiö standi við gefin loforð um fjármagn í byggingu brimvarnargarðs sem er okkur mikil nauðsyn. Þá er brýnt að viðbyggingu við grunnskólann Ijúki svo skjótt sem kostur er því nú búa nemendur og Ólafur Þor Benediktsson. starfsfólk skólans við þröngar og erfiðar aöstæður. Við höfum verðið gagnrýndir af minnihlutanum vegna fjármálanna en það er útilokaö að standa í stór- um framkvæmdum án þess að skuldir aukist eitthvað. Ég er bjartsýnn fyrir hönd listans því við jafnaðarmenn höfum staðiö fyrir góðum málum og munum gera það áfram. Jafnaðarstefnan er fyrst og fremst mannúðarstefna og viö látum velferð fólksins sitja í fyrir- rúmi," sagöi Olafur að lokum. Sex effstu á framboðslistum í Bolungarvík A-listl Alþýðuflokkur 1. Olafur Þór Benediktsson 2. Magnús Ólafs Hansson 3. Martha Sveinbjörnsdóttir 4. Sigríður L. Gestsdóttir 5. Svarvar Geir Ævarsson 6. Krístín Sæmundsdóttir D-listi Sjálfstæðisflokkur 1. Ólafur Kristjánsson 2. Anna G. Edvardsdóttir 3. Ágúst Oddsson 4. Þóra Hallsdóttir 5. Sölvi Rúnar Sóibergsson 6. Hálfdán Óskarsson F-listi Samstödu, samtaka um bæjarmál 1. Kristinn H. Gunnarsson 2. Jón Guðbjartsson 3. Valdemar Guðmundsson 4. Helga Jónsdóttir 5. Anna Björgmundsdóttir 6. KetiII Elíasson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.