Alþýðublaðið - 22.05.1990, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 22.05.1990, Qupperneq 6
6 SMÁFRÉTTIR Þriðjudagur 22. maí 1990 Þýskir þingmenn um sameiningarmálin: Skylda að slyðja bræður sína Þessa dagana eru staddir hér á landi tveir þýskir þingmenn, þeir Reinard Schorlemer og Dr. Otto Wulff, prófessor. Hing- að koma þeir til að ræða við ís- lenska stjórnmálamenn og kynna þróun mála í Þýska- landi. Þeir eru báðir þingmenn kristilegra demókrata en það er einmitt flokkur Kohls kansl- ara. A blaðamannafundi sem hald- inn var í gær lögðu þeir mikla áherslu á að sameining þýsku ríkj- anna fæli í sér vilja til aö vinna með öllum Evrópubúum en ekki gegn neinum. Þeir hafa báðir veriö mikið í hinu fyrrverandi Austur-Þýska- landi og orðið vitni að því hvernig frelsishugsjónin hefur komið upp á yfirborðið þrátt fyrir fjögurra áratuga kúgun. Þeir sögðu V-Þjóð- verja álíta það skyldu sína að hjálpa bræörum sinum í austur- hlutanum til að njóta þess sem þeir sjálfir hafa notið síðustu ára- tugi. Fyrsta skrefið í þá átt telja þeir vera gildistöku v-þýska marksins í A-Þýskalandi. Þannig skapist möguleiki fyrir öra þróun bæði á hinu fjárhagslega sviði sem því félagslega. Þeir Schorlemer og Wulff telja félagslegu markmiðin ekki síður mikilvæg en hin fjárhagslegu. Þeir vísa þeim hugmyndum að Vest- ur-Þjóðverjar séu að kaupa upp arðbærustu eignirnar í austurhlut- anum algerlega á bug, það sé stað- ið vörð um að slíkt gerist ekki. Hér væri um sameiningu að ræða en ekki útsölu á Austur-Þýskalandi. Þannig sé það t.d. að Austur-Þjóð- verjar hafi forkaupsrétt á húsnæði i Austur-Þýskalandi. Ymsir hafa þóst sjá fyrir aukna verðbólgu samfara sameining- unni en þingmennirnir sögðu aö þar sem efnahagsuppbyggingin yröi ekki fjármögnuö með seðla- prentun heldur með efnahagsaf- gangi Vestur-Þýskalands væri þessari hættu afstýrt. Mikiö kapp yrði lagt á aöhald í peningamálum og að fjárfestingin kæmi frá einka- aöilum en ekki ríkinu. Rík áhersla er lögð á að samein- ingin fari fram með fullu samþykki allra þjóða. Enginn þurfi að hræð- ast sameinað Þýskaland. Það verði fyrst og fremst evrópskt og góður nágranni allra þjóða. Þeir telja einsýnt aö Þýskaland verði áfram i NATO enda hafi sag- an sýnt að hlutlaust Þýskaland raski valdajafnvæginu í álfunni. Þeir benda á að í upphafi hafi NATO ekki síður haft stjórnmála- legt hlutverk en hernaðarlegt og hugsanlegt sé að með breyttum aðstæðum í heimsmálunum auk- ist þetta stjórnmálalega hlutverk. Nú þegar sé farið að ræða endur- skipulagningu samtakanna. Vera í NATO skapi stjórnmálalegt sam- band við Vestur-Evrópu og því vilji Þjóðverjar ekki tapa. Afstaða Austur-Þjóðverja í þessu máli sé sú að þeir vilji fara varlega í sakirnar. Það þýði ekki að þeir séu mótfalln- ir því að ganga í NATO heldur óski þeir að tillit sé tekið til Sovét- manna. Þýskalandi sé enginn akk- ur í því að klekkja á Sovétmönn- um, þvert á móti vilji þeir taka þátt í þeirri uppbyggingu sem þar stendur fyrir dyrum. Vandamálin framundan eru þó ekki auðleysanleg. Nú eru um 400.000 sovéskir hermenn í A-Þýskalandi. Brottflutningur þeirra getur reynst erfiður þar sem Sovétríkin sjálf eru ekki í stakk búin til að taka við þeim. Þar vantar húsnæði, atvinnu og fé- lagslega þjónustu fyrir þennan stóra hóp manna. Þeir Schorlemer og Wulff spá því að í framtíðinni verði samskipti austurs og vesturs ekki helsta vandamálið, heldur það ójafnvægi sem skapast hefur milli norðurhvels og suðurhvels jarðarinnar. Það sé það vandamál sem erfiðast verði að leysa. Þeir segja að ekki sé rétt að túlka tap kristilegra demókrata í nýafstöðnum þingkosningum sem andstöðu gegn sameiningunni. Aftur á móti sé ágreiningur um í hvað eyða eigi þeim fjármunum sem til hennar fara. RAÐAUGLÝSINGAR Starfslaun Ríkisútvarpsins til höfunda útvarps- og sjónvarpsefnis Ríkisútvarpiö auglýsir starfslaun til höfundar eöa höfunda, til að vinna aö verkum til frumflutnings í Ríkisútvarpinu, hljóðvarpi eða sjónvarpi. Starfs- launum geta fylgt ókeypis afnot af íbúö Ríkisút- varpsins í Skjaldarvík í Eyjafirði. Starfslaun eru veitt til 6 mánaöa hiö lengsta og fylgja þau mánaðarlaunum skv. 5. þrepi 143. Ifl. í kjarasamningum Bandalags háskólamanna og fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Umsóknum ásamt greinargerð um fyrirhuguð við- fangsefni skal skilað til skrifstofu útvarpsstjóra, Efstaleiti 1, Reykjavík, fyrir 1. júní nk. Þar eru enn- fremur veittar nánari upplýsingar um starfslaunin. jffor RÍKISÚTVARPIÐ m Fjórðungssjúkrahúsiö á Akureyri Staða meinatæknis við Rannsóknadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. september 1990 til eins árs. Allar nánari upplýsingar veitir yfirmeinatæknir. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra fyrir 28. maí nk. Læknaritara vantartil sumarafleysinga á Fæðinga- og kvensjúkdómadeild. Upplýsingar veitir læknafulltrúi. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. Menntamálaráðuneytið Lausar stöður Við íþróttakennaraskóla íslands, eru lausar tvær stöður íþróttakennara. Æskilegar kennslugreinar: Sund, leikfimi og knatt- leikir. Umsóknarfrestur er til 15. júní 1990. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri. Kosningaskýrslur 1874—1987 Alþingiskosningar frá 1874. Sveitarstjórnarkosningar frá 1930. Forsetakjör og þjóðaratkvæðagreiðslur. Tvö bindi — 1.160 bls. Verð 4.800 kr. með vsk. Omissandi fyrir spámenn og spekúlanta um kosn- ingaúrslit. Hagstofan — Skuggasundi 3 — 150 Reykjavík Afgreiðsla bóka í síma 609860. W Oskum eftir blaðberum í eftirtalin hverfi Fossvogur A-löndin, B-löndin, E-löndin. Seljahverfi, Breiðholti S-sel, T-sel, V-sel, L-sel, M-sel. Vesturbær Kvisthagi, Fornhagi, Hjarðarhagi, Hofsvallagata, Fálkagata, Lynghagi, Starhagi, Grímshagi. Þeir sem hafa áhuga á þessum hverfum, vinsam- legast hafi samband við afgreiðslu Alþýðublaðsins í síma 681866. Breyting á skipulagi „Óla Run tún" Útivist Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 8. maí sl. breytingu á skipulagi svæðis milli Ásbrautar, Brekkuhvamms og Lindarhvamms (Óla Run tún). Samkvæmt gildandi skipulagsáætlunum var gert ráð fyrir íbúðabyggð (u.þ.b. 18 íbúðir) á þessu svæði. Tillaga að nýju skipulagi gerir ráð fyrir skipulögðum leiksvæðum, gróðurreitum og sleðabrekkum. Tillagan er til sýnis og kynningar á skrifstofu bæjar- verkfræðings á Strandgötu 6, frá föstudeginum 18. maí 1990. Hafnarfirði, 17. maí 1990. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. Ungir jafnaðarmenn Tryggjum Bjarna P. í borgarstjórn. Félag ungra jafnaðarmanna Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.