Alþýðublaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 2
2 INNLENDAR FRÉTTIR Miðvikudagur 27. júní 1990 Ný menntamál: Óhugnanleg frásögn af EINELTI, — Uppstillt og leikin mynd eftir Halldór Karl Valdimarsson í Nýjum menntamélum. Fólk Þú skalt ekki eitra feitmeti náunga þins Halldór Arnason fisk- matsstjóri, sem senn hverfur til annnarra starfa, segir frá því að sag- an sýni að menn hafi á öllum tímum reynt að framleiða góð matvæli úr góðum hráefnum. Til séu ævafornir staðlar um matvæli, sem settir voru bæði af heilsufarslegum og efnahagslegum ástæð- um. Hittíar, sem voru her- skár þjóðílokkur í Litlu-Asíu á annarri öld fyrir Kristsburð settu í löggjöf sína atriði eins og þetta: Þú skalt ekki eitra feitmeti náungans; þú skalt ekki beita feitmeti náungans göldrum. Sjald- an er góð vísa of oft kveð- in. Bo veit hvað hann syngur í byrjun mánaðarins, rétt áður en HM í knattspyrnu hófst, kom Bo Johans- son, landsliðsþjálfarinn sænski til Eyja. í viðtali sem birtist í nýútkomnu mótsblaði Tommaham- borgaramótsins, sem hefst á morgun í Eyjum, er hann að sjálfsögðu spurður um hverjir verði heimsmeistarar. Hann tel- ur 4—5 lið koma til greina að vinna keppnina. „Það hefur sýnt sig að heima- völlur er mjög mikilvæg- ur svo Italir eiga góða möguleika, það er aldrei hægt að afskrifa Þjóð- verja. Nú, svo gætu t.d. Englendingar komið á óvart, hver veit?“ segir Bo Johansson og virðist sannarlega hafa séð langt fram í tímann. Tappagjaid til menningar- söguiegra safna Félagið Minjar og saga beindi því til mennta- mála- og fjármálaráð- herra að beita sér fyrir því að tekið yrði upp eins- konar „tappagjald" af bjórumbúðum, ekki lægra en 5 krónur af hverri einingu. Fjármun- um þessum yrði síðan varið til að styrkja menn- ingarsöguleg söfn í land- inu. Katrín Fjeldsted, læknir og borgarfulltrúi gaf ekki kost á sér til end- urkjörs sem formaður á síðasta aðalfundi, en við henni tók Sverrir Kristins- son, fasteignasali og bókaútgefandi. Með hon- um í stjórn: Ólafur Ragn- arsson, Sigrídur Th. Er- lendsdóttir, Guörún Þor- bergsdóttir, Sverrir Sch.Thorsteinsson, Gud- jón Friöriksson og Katrín Fjeldsteö. „Hér sýnist mér um að ræða skort á fagmennsku. Þar á ég við að skólastjóri og kennarar hafa af ein- hverjum ástæðum ekki nýtt sér sína uppeldislegu menntun og reynslu,“ seg- ir Bergþóra Gísladóttir sérkennslufulltrúi í viðtali í Nýjum menntamálum í tengslum við frásögn ungs manns sem hafði verið lagður í einelti í skóla. I Nýjum menntamálum er rakin frásögn ungs manns sem hafði verið lagður í ein- elti í skóla. Það hófst í fjórða bekk grunnskóla og varði svo lengi sem hann var í skyldu- námi. Það hlýtur að vekja skólamenn og foreldra til um- hugsunar um þessi mál. Það hlýtur að teljast alvarlegur hlutur ef einstaklingur er lagður í einelti langtímum saman í skólakerfinu án þess að lítið eða ekkert sé gert í málinu. En grípum niður í frásögn unga mannsins. „Þegar ég brotnaði svona breyttust við- brögð mín og ég fór að grenja yfir minnsta hrekk. Bekkjar- félagar mínir og krakkar úr öðrum bekkjum, bæði eldri og yngri gengu á lagið. Ég hafði orðið engan frið í frí- mínútum né á leið heim úr skólanum. Ég fór ekkert út en reyndi þó að vera í fótboltan- um. Það gekk til fjórtán ára aldurs en þá gafst ég upp.“ Um busavígslu í 7. bekk segir hann. „Til að hafa þetta sem ógeðslegast migu nokkr- ir í pollinn og fleygðu mér svo ofan í hann. Háðið og niður- lægingin sem þeir létu falla í minn garð var ógeðfeld; þeir virtust njóta þess til hins ýtr- asta að kvelja mig. Þarna veltu þeir mér upp úr pollin- um dágóðan tíma sem mér fannst vera heil eilífð. Hjartað í mér hefur aldrei siegið eins hratt og ég hef aldrei á æv- inni verið eins hræddur. Eftir að ég var orðin nægilega Laun munu væntanlega hækka til samræmis við þær verðlagshækkanir sem kunna að verða um- fram rauða strikið 1. sept- ember. Ogmundur Jónas- son formaður BSRB segir í viðtali við nýútkomið fréttabréf samtakanna að ógeðslegur að þeim fannst var mér skipað að fara upp úr pollinum. Þá gerðist nokkuð sem verður það síðasta sem ég gleymi og mér finnst ekki hægt að niðurlæga menn meira. Þeir hræktu fram í mig." Bergþóra Gísladóttir segir m.a. aðspurð um hvað hefði verið hægt að gera í skólan- um. „Það eru vart aðrir en skólastjóri eða umsjónar- kennari betur til þess fallnir það sé grjóthörð afstaða að sækja allar hækkanir umfram rauða strikið. Ögmundur hefur kynnt þessa afstöðu BSRB á fund- um sem fulltrúar BSRB og ASI hafa að undanförnu átt með einbættismönnum og fulltrúum atvinnurekenda. að taka á svona máli. Hér hefði þurft að taka einn og einn í viðtal og fara svo að vinna með hópinn. Það er hegðunin sem er slæm en það þarf ekki að þýða að þessir unglingar séu það. Það er reyndar furðulegt að ekki virðist hafa verið leitað til ráðgjafar- og sálfræðiþjón- ustu um aðstoð í þessu til- viki." Hér er um heldur óhugnan- legt dæmi að ræða og hlýtur Þjóðhagsstofnun spáir því nú að framfærsluvísitala muni hækka nokkru meira en áður var gert ráð fyrir og fara yfir rauða strikið í september. Ögmundur segir þessa af- stöðu BSRB í góðu samræmi við þær skyldur sem verka- lýðshreyfingin hefur tekist á að vekja upp spurningar um hversu skólakerfið er fært um að taka á málum sem þess- um. Það ætti ekki að fara fram hjá nokkrum kennara þegar börn eru lögð í einelti þó svo að þeir séu ekki alltaf í aðstöðu til að geta metið hversu alvarlegl ástandið er hverju sinni. Eflaust þekkja flestir dæmi þess úr skóla og/eða vinnu að einstakling- ar hafa verið lagðir í einelti í lengri eða skemmri tíma. herðar fyrir sitt leyti til að halda aftur af verðhækkun- um. „Atvinnurekendur, hvort sem þeir eru opinberir eða í einkarekstri, verða að átta sig á því að þeir sem stjórna verðlagningunni, stýra jafn- framt verðbólgunni," segir formaður BSRB. Ögmundur Jónassori: Allar hækkanir verda sóttar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.