Alþýðublaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27. júní 1990 NÆSTAFTASTA SÍÐAN 7 Hér er Nelson Mandela ásamt Winnie konu sinni en bandarískir öfgamenn segja hann úlf t sauöagæru. Bandarískir hægrímenn skipuleggja mótmæli gegn Mandela Bandarískir hægrimenn, sem hafa harðlega gagnrýnt Nelson Mandela, hyggjast standa fyrir öflugri auglýsingaherferð gegn honum og Afríska þjóðarráðinu sem þeir telja hryðjuverkasam- tök sem stjórnað er af kommún- istum. Nú nýlega prentuðu þeir heilsíðu auglýsingu í blaðinu Atlanta Cons- titution og birtist hún tveimur dög- um fyrir komu Mandela til Atl- anta-borgar. Þar sagði: „Það er rangt að veita höfðinglegar móttök- ur þeim manni sem vill eyðileggja land sitt með kommúnísk-ættuðum sósíalsisma." Þessir sömu hægri- menn hafa skipulagt fundaferð með Tamsanqa Linda, en hann er að þeirra sögn fyrrverandi bæjarstjóri í blökkumannaþorpinu Ibhayi sem liggur nálægt Port Elizabeth í Suð- ur-Afríku. Linda þessi hefur gagn- rýnt Afríska þjóðarráðið harðlega og segir það ekkert annað en skálkaskjól fyrir suður-afríska kommúnistaflokkinn. Hann heldur því einnig statt og stöðugt fram að Mandela ljúgi visvítandi að fólki. Einn hluti auglýsingaherferðar- innar er fólginn í því að birt er mynd af Mandela, leiðtoga Afríska þjóðar- ráðsins, þar sem hann stendur við hlið Joe Slovo, formanns Suður-Afr- íska kommúnistaflokksins, og í bak- grunni er borði sem ber mynd af hamri og sigð. Leiðtogarnir hafa báðir kreppta hnefa á lofti sem merki um baráttu sína. Bandarísk áhríf fíæða yfír Kúbu Þrátt fyrir að fjandskapur hafi ríkt milli ríkjanna tveggja í þrjá áratugi eru Kúbanir sólgnir í bandaríska menningu og gildir það jafnt um hornabolta, kvik- myndastjörnur og poppgoð. Ólíkt mörgum öðrum heimshlut- um er amerísk menning ekki á hverju götuhorni þannig að McDon- alds hamborgarastaður dregur ekki athyglina frá stóru myndinni af bylt- ingarmanninum Che Guevara á Plaza de la Revolucion eða Bylting- artorginu. Aftur á móti vekur það athygli ferðamanna hve mikið er um bandarískar bækur, kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Þetta vekur nokkra furðu þar sem óvild hefur ríkt milli landanna tveggja allt frá árinu 1961 er Bandaríkin slitu stjórnmálasambandi við Kúbu. En hvernig stendur þá á þessum miklu amerísku áhrifum? Jú, þannig er mál með vexti að í Bandaríkjunum er starfandi útvarps- og sjónvarps- stöð sem senda skemmtiefni með spænsku tali yfir til Kúbu. Þessum útsendingum geta Kúbanir hæglega náð og láta ekki segja sér það tvisv- ar. Kúbönsk yfirvöld hafa harðlega mótmælt þessum sendingum og segja þær brot á alþjóðalögum. Bandarísk stjórnvöld eru hvergi bangin og segjast flytja þeim 10 milljónum manna sem búa á Kúbu fréttir af umheiminum. Þrátt fyrir að kúbönsk stjórnvöld reyni að trufla þessar útsendingar geta íbú- arnir auðveldlega náð þeim á venju- legum útvarpstækjum. Þegar veður og vindar eru hagstæðir geta Ha- vanabúar einnig fylgst með sjón- varpi frá Flórída og eru þeir alætur á sjónvarpsefni. Nú mætti ætla að þessar útsendingar væru einu inn- flytjendur bandarískrar menningar til Kúbu en svo er alls ekki. Á Kúbu starfa tvær sjónvarpstöðvar, sem báðar eru í ríkiseign, en þær sýna alltaf af og til bandarískt efni og auk þess eru bandarískar myndir mjög algengar í kúbönskum bíóum. Este- ban Morales, en hann er sérfræðing- ur í málefnum Bandaríkjanna á Kúbu, segir ástæðuna liggja í sögu landsins. „Bandaríkin eru hluti af sögu okkar. Rússarnir eru að austan. Hvað varðar hugmyndaheim og smekk erum við líkari Bandaríkja- mönnum en Rússum". Þrátt fyrir að yfirvöld hafi yfirumsjón með flest- um menningarviðburðum í landinu hafa þeir leyft flæði bandarísku popp- menningarinnar inn í landið. Tónlist eftir Stevie Wonder berst út úr hátölurum á skemmtistöðum og mjög mikið er um bandarískar vör- ur, allt frá sápu til stórra mynda af Michael Jackson. Mikið af þessum varningi berst frá „la comunidad" en svo kalla Kúbumenn flótta- mannabúðirnar á Miami. Mjög al- gengt er að börn klæðist stutterma- bolum sem bera myndir banda- rískra teiknimyndapersóna, en eins og kúbönsk kona sagði nýlega er hún sá smábarn í bol sem bar mynd af Rambó: „Þetta er nú kannski ein- um of.“ DAGFINNUR Beðið eftir boði Þá er hennar hátígn Bretadrottn- ing stödd á landinu í opinberri heimsókn. Ég hef alltaf verið hrifinn af Bretadrottningu og breska kon- ungshúsinu yfirleitt. Eg hef fylgst með uppgangi kon- ungsfjölskyldunnar, tekið þátt í sigrum hennar og mótlæti og þekki flesta meðlimi konungsfjöl- skyldunnar með nafni og númeri. Mitt fólk, sem sagt. Þess vegna þætti mér tilhlýðiiegt, að ég fengi að nálgast drottning- una með einhverju móti. í fyrstu var ég alveg viss um að ritstjórinn myndi senda mig sem „royal reporter" til að taka einka- viðtal við drottninguna. Ritstjór- inn sagöi að vísu við mig að drottningin gæfi ekki einkaviðtöl en hins vegar yrði blaðamanna- fundur í upphafi heimsóknar. Ég var ekki sendur þangað. t*ar sem ég þóttist viss um að ég yrði ekki sendur á drottningar- fund fyrir hönd blaðsins, gerði ég mér þó vonir um að þekking mín á málefnum bresku konungsfjöl- skyldunnar væri orðin það víg- fræg að opinberir aðilar myndu bjóða mér í eitthvert hinna fjöl- mörgu boða sem haldin eru til heiðurs drottningunni. Þar sem fjölmiðlar eru farnir að birta nöfn boðsgesta fyrirfram, fletti ég spenntur gegnum gesta- listana, í von um að sjá nafn mitt. Einhverra hluta vegna hafði ég ekki fengið boðskort. Ég breytti um heimilisfang um 1975 og má vera að pósturinn hafi enn ekki áttað sig á breytingunni og borið kortið í vitlaust hús. * Eg var ekki á gestalista forseta ís- lands á Hótel Sögu. Nafn mitt var ekki á hádegis- verðarboðslista forsætisráðherra á Þingvöllum. Ég var ekki heldur skráður í boð hennar hátígnar í drottningarfley- inu sem liggur í Reykjavíkurhöfn. Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur; blöðin eru jú full af prentvillum. Mér sýndist til að mynda að mörg nöfnin sem þarna voru skráð, hlytu að vera prentvill- ur. Ég ætla að hringja í gamla heim- ilisfangið. Það hlýtur að liggja boðskort einhvers staðar þar í tröppunum. God save the Queen. Kastró útlistar úrkynjun kapítalismans Fídel Kastró, byltingarleiðtogi og æðstráðandi á Kúbu, er þekktur fyrir flest annað en pjatt í klæðaburði en dags dag- lega klæðist hann grænum skæruliðabúningi. Nú nýverið sá hann ástæðu til að fræða þjóð sína um úrkynjun kapítalist- anna og máli sínu til stuðnings tók hann þetta dæmi: „Þegar einhver hefur efni á að klæða sig sómasamlega vill hann skipta um föt daglega. Þegar hann hefur efni á að skifta um föt daglega vill hann ólmur skifta um föt á morgnana, um hádegið og áður en hann leggst til svefns". Fidel Castro er síður en svo pjattaður hvað varðar klæðaburð. Eyðing regnskógarins i Amazon eykst hröðum skrefum Brasilísk yfirvöld hafa stað- fest að nú þegar sé búið að eyða um 8% af hinum mikla regn- skógi á Amzon-svæðinu og eyði- leggingin eykst hröðum skref- um. Samkvæmt nýlegri könnun yfir- valda voru um 46.000 ferkílómetr- um af skógi eytt á tímabilinu 1988 til 1989. Þetta er landssvæði er stærra að flatarmáli en Sviss. Til frekari viðmiðunar má geta þess að Island er rúmlega 103.000 ferkílómetrar að stærð. Sérfræðingar segja eyði- legginguna aukast svo hröðum skrefum að engu sé líklegra en hún margfaldist stöðugt líkt og gildir um fólksfjölgun. Þó brasilískir fræði- menn séu uggandi yfir eyðingu regnskógarins segja þeir rangt að orsaka gróðurhúsaáhrifanna sé ein- ungis að leita þar. Þeir benda á að ástæðunnar fyrir hlýnandi veður- fari á jörðinni sé ekki síður að leita hjá Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Brasilía er einungis ábyrg fyrir um 5,1% af þeim koltvísýringi sem fer út í andrúmsloftið meðan Bandaríkin eru ábyrg fyrir 20%, Sovétríkin 16% og Kína fyrir 14%. DAGSKRAiN Sjónvarpið 17.50 Síðasta risaeðlan 18.20 Þvottabirnirnir 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Úrskurður kviðdóms (4) 19.50 Maurinn og jarðsvínið 20.00 Fréttir og veður 20.30 Grænir fingur 20.45 Orkugjafar framtíðarinnar 21.30 Drepum drekann 23.00 Ellefufréttir 23.10 Drepum drekann. Framhald 23.25 Dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Fimm félagar 17.55 Albert feiti 18.20 Funi 18.45 í sviðsljósinu 19.19 19.19 20.30 Murphy Brown 21.00 Okkar maður 21.15 Bjargvætturinn 22.00 Aspel 22.45 Umhverfis jörðina á 15 mínút- um 23.00 Svefnherbergisglugginn (The Bedroomwindow) 00.30 Dag- skrárlok. Rás 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 í morgunsárið 09.00 Fréttir 09.03 Litli barnatíminn: Kátir krakkar eftir Þóri S. Guðbergsson 09.20 Morgunleikfimi 09.30 Landpóstur- inn 10.00 Fréttir 10.03 Þjónustu- og neytendahornið 10.10 Veðurfregnir 10.30 Úr bókaskápnum 11.00 Fréttir 11.03 Samhljómur 11.53 Á dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.01 Úrfuglabók- inni 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Dánarfregnir. Auglýs- ingar 13.00 í dagsins önn 13.30 Miðdegissagan: „Vatn á myllu Kölska" eftir Ólaf Hauk Símonarson 14.00 Fréttir 14.03 Harmonikkuþátt- ur 15.00 Fréttir 15.03 Sumarspjall 16.00 Fréttir 16.03 Að utan 16.10 Dagbókin 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist eftir Beethoven 18.00 Fréttir 18.03 Sumaraftann 18.30 Tónlist 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Kviksjá 20.00 Fágæti 20.15 Samtímatónlist 21.00 Fósturbörn 21.30 Sumarsagan: „Manntafl" eftir Stefan Zweig 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins 22.30 Birtu brugðið á samtímann 23.10 Sjónaukinn 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp. Rás 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03 Sólarsumar 12.00 Fréttayfirlit. Aug- lýsingar 12.20 Hádegisfréttir 14.03 HM-hornið 14.10 Brot úr degi 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Zikk Zakk 20.00 íþróttasálin 22.07 Landið og miðin 23.10 Fyrirmyndarfólk 00.101 háttinn 01.00 Næturútvarp. Bylgjan 07.00 Hallur Magnússon og Kristín Jónsdóttir 09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Ólafur Már Björnsson 14.00 Helgi RúnarÓskars- son 17.00 Síðdegisfréttir 17.15 Reykjavík síðdegis 18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson 22.00 Ágúst Héðinsson 02.00 Freymóður T. Sig- urðsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Á bakinu i dýragarðinum 10.00 Bjarni Haukur Þórsson 12.00 Hörður Arnarsson 15.00 Snorri Sturluson 18.00 Kristó- fer Helgason 21.00 Ólöf Marin Úlf- arsdóttir 01.00 Björn Sigurðsson. Aðalstöðin 07.00 Á nýjum degi 10.00 Kominn tími til 13.00 Með bros á vör 16.00 í dag, í kvöld 19.00 Við kvöldverðar- borðið 20.00 Á yfirborðinu 22.00 í lífsins ólgusjó 24.00 Næturtónar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.