Alþýðublaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 4
4 VIÐHORF Miðvikudagur 27. júní 1990 AMMMÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Siguröur Jónsson Leturval, Ármúla 36 Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið HEIMSÖKN BRETADROTTNINGAR Á ENDA Opinberri heimsókn hennar hátígnar Elísabetar annarar Bretadrottn- ingar og eiginmanns hennar Filipusar hertoga af Edinborg lýkur í dag. íslendingar hafa átt kost á því aö kynnast hinu geðþekka breska kon- ungsfólki undanfarna daga gegnum íslenska fjölmiðla og á annan hátt en gegnum heföbundnar alþjóðlegar fréttastofur. Samskipti Breta og íslendinga hafa ávallt veriö mikil. Þessar tvær þjóð- ir eru nágrannaþjóðir í Atlantshafi; eyþjóöir sem standa á svipuðum menningargrunni. Bretland var áður heimsveldi sem teygði völd sín og áhrif um heim allan. Saga íslands tengist ekki tímabili heimsveldis Breta á neinn neikvæðan hátt og er það efalítið ein ástæða þess að Bretar hafa ávallt verið litnir jákvæðum eða hlutlausum augum á Islandi. Hernám Breta í síðari heimstyrjöldinni var að mörgu leyti velþegið hernám; ótt- inn við blóðugt hernám þýskra nasista var mikill enda ekki ástæðulaus. Örlög bræðraþjóða okkar, Noregs og Danmerkur á stríðsárunum voru ólíkt harðneskjulegri en hernám Bandamanna á íslandi. Þorskastríðin við Bretland heyra nú minningunni til. íslendingar líta oft- ast á sig sem sigurvegara í þeim stríðum, ekki síst vegna hins góða mál- staðar. En við skulum heldur ekki gleyma því, að farsæll endir deilna okk- ar við Breta vegna landhelginnar, ereinnig Bretum að þakka; þeim öflum í Bretlandi sem virtu meir vinsamlega sambúð við íslendinga og eftir- gjöf en sigur í skjóli ofurvalds breska flotans. r Islenskir jafnaðarmenn hafa sótt mikið af sínum hugmyndum til Bret- lands. Að mörgu leyti stendur vagga jafnaðarstefnunnar í Bretlandi. Breski Verkamannaflokkurinn er með sterkustu stjórnmálahreyfingum í Evrópu og hefur mótað hugsun jafnaðarmanna um víða veröld á þess- ari öld. Skoðanakannanir í Bretlandi sýna nú, að Verkamannaflokkurinn ynni sigur á íhaldsflokknum ef kosið yrði í dag. Bretland er þekkt fyrir lýðræði, mannréttindi og baráttu fyrir réttlæti. Hugmyndafræði jafnað- armanna er grunnurinn að bresku þjóðfélagi. Heimsókn Elísabetu Bretadrottningarog Filipusarhertoga hefurstyrkt tengsl og vináttu Bretlands og íslands. Heimsókn konungsfólksins lýkur í dag en gagnkvæm virðing og vinsemd þjóðanna tveggja heldur áfram. CAMALT SUMAR Á LÁGUM LAUNUM Nýlega var í einu dagblað- anna fjallað um atvinnu- lausa unglinga sem vilja ekki vinna fyrir minna en 60 þús- und á mánuði, gangi frekar tugum og jafnvel hundruðum saman með hendur í vösum heldur en að líta við „illa launuðum" sumarstörf- um. Blaðið ræðir við bónda í Dala- sýslu sem segir að eftir allar frétt- irnar um atvinnuleysi skólafólks hafi ekki hvarflað að sér að ekki væri mögulegt að fá ungan sumar- mann í sveit. Atvinnumiðlun námsmanna tjáði blaðinu að vonlaust væri að leita til miðlunarinnar eftir fólki i vinnu úti á landi og þá ekki bara til sveitastarfa. Þetta fólk framtíðar- innar vill heldur vera upp á náðir foreldra sinna komið. Svona breytist veröldin og maður á mínum aldri, búinn að stökkva af hlaupahjólinu og horfir frekar hlutlausum aug- um á unga ísland, verður alveg undrandi. Hugur hleypur með mig til þess tíma er ég var skólapiltur og þráði tilbreytingu og einhverja aura í vasa. Ég fór í sveit og var snattstrákur og kúasmali, lærði margt gagnlegt og kynntist fólki sem lifði á landsins gæðum og stóð all nokkuð á sama um æði- bunugang Reykvíkinga. Ég lærði að slá með orfi og Ijá og sat auk þess gamaldags sláttuvél sem dregin var af tveimur hestum. Ég gerði engar kaupkröfur. Mér fannst gott að komast af götunum, ég fékk að taka hendur úr vösum og reyna á mig. Þó að ég setti ekki upp kaupkröfur vonaðist ég eftir einhverjum launum. Ég er búinn að vera starfsmaður ríkisins svo lengi, án þess að gera verulega kaupkröfur, að það hvarflar að mér að ég sé eitt hvað bældur hvað það snertir. En ég veit líka að ríkið er hundvont við börnin sín, borg- ar illa og metur enn minna góða starfsmenn. Bóndinn borgaði. að er svo langt síðan að það tók tvo og hálfan dag að komast norður í land. Það var farið með rútu og farþegar á öllum aldri sungu og trölluðu lát- laust, einraddað, stundum marg- radda og rúður titruðu þegar keðjusöngurinn um spóann og ló- una sem syngur úti í móa hleypti hellu fyrir eyrun. Vorið gerði túnin að fæðingar- heimili og nýútsprungin lömbin réðu sér ekki fyrir lífsgleði, enda sól og blíðir sunnanvindar sem ekki létu laust leyndarmálið um sláturhús. Farþegar veifuðu vinn- andi fólki sem var líka að hreinsa túnin og búa undir sprettu. Blönduós var áningastaður. Það var óskaplega spennandi þegar rútan næstum því datt niður í þetta litla þorp. Þar var kaupfélag í löngu lágu húsi og lyktin þar inni göldrótt og spennandi. Myndar- legt hótel hýsti okkur og maður svaf undir gríðarstórri dúnsæng, kynntist servanti í fyrsta sinn, með þvottakönnu úr kostulegu postu- iíni og þvottaskál sem geymdi ferðarykið til morguns. A þriðja degi komst ég loks í sveitina. Enginn samningur var gerður, fæði og húsnæði frítt, vinnudagur langur, skemmtanir fáar, frí á sunnudögum. Borgarbarn fékk hæfilega áreynslu til að herða líkama og gleðja sál, en á kvöldin grét hver taug líkamans. Það var mikil raun að fara á fætur fyrstu vikurnar, en með hvatningu heimafólks og du- litlu gríni tókst að hafa sig upp. Vorið kom svo alveg með allt hið fegursta í lífinu, sauðburði var lokið farsæl- lega og svo kom sumarið með hey- skap og hátíð sem nefndist töðu- gjöld. Þá var líka hlaðan full af ilmandi heyi, en margur svita- dropinn perlaði á stráum þegar maður lokaði hlöðuhlerum og allt var tilbúið fyrir veturinn. Þá kall- aði bóndi mig inn í sparistofu, þakkaði mér fyrir sumarið og von- aði að mér hefði líkað dvölin. Síð- an sagðist hann vilja launa mér eitthvað og borgaði mér 800 krón- ur. Þetta var rétt eftir stríð. Ég fann til undarlegs trega þeg- ar bóndi fylgdi mér yfir heiðina í veg fyrir rútuna. Við fórum ríð- andi snemma morguns, síðsumar- sólin að rísa bak við fjöllin og sló birtu sinni á rauða slikju gróðurs- ins í heiðinni. Fuglarnir voru búnir með ástarleiki sumarsins og börn- in þeirra með vængi. egar ég hripa þetta er ilmur heiðarinnar enn í vitum og ég undrast þá breyttu tíma, þegar ungt fólk vill ekki þiggja lág laun fyrir sumarvinnu en kýs að sníkja af pabba og mömmu. Eitt af því sem jók mér stolt í þá gömlu daga var sú staðreynd að af laun- um mínum sem þingsveinn borg- aði ég heim. Sá háttur þótti sjálf- sagður þá en virðist horfinn niður í fljót tímans. Hverju er um að kenna að ungt fólk vill ekki vinna? Ruglað verð- mætamat og kolvitlaus gildi. Við erum að ofdekra börnin okkar og höfum illa búið þau undir það hlut- verk sem bíður þeirra; að taka hendur úr vösum og halda lífinu áfram. MÍN SKOÐUN Jónas Jónasson skrífar RADDIR Eru langtímavidskiptasamningar milli ríkja, eins og milli íslands og Sovétríkjanna, úreltir vidskiptahœttir? Helga Kristín Gunnarsdóttir, 33 ára bókavörður: „Ég veit ekki hvort það er úrelt. En ég held við þurfum að endur- skoða afstöðuna með tilliti til þess sem er að gerast í Sovétríkjunum." ■ir Sæmundur Vigfússon, 64 ára kaþólskur prestur: „Stjórnmálin eru auðvitað mjög tvísýn. Ég held þó að Sovétríkin standi sameinuð út á við í við- skiptum sínum. Fullveldi er nefni- lega ekki það sama og sjálfstæði." Eyþór Þórðarson, 65 ára safn- vöcður: „Nei alls ekki, mjög æskilegir. Breytingarnar gætu haft neikvæð áhrif en ég vona að svo verði ekki. Það kemur margt til að breytast með hruninu í Austur-Evrópu. Þetta voru bestu kostirnir." Brynhildur Bjarnason, 62 ára skrifstofumaður: „Ég mundi nú halda það svona frekar. Það hlýtur ýmislegt að breytast. Ég er þó frekar bjartsýn fyrir okkar hönd og held að við eigum ekki eftir að tapa á þessum breytingum." Sveinn Ágúst Björnsson, 47 ára viðskiptafræðingur, sendifulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu. „Nei, þeir eru langt frá því úrelt- ir. Én hins vegar má segja að þýð- ing þeirra hafi minnkað."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.