Alþýðublaðið - 05.01.1991, Síða 4

Alþýðublaðið - 05.01.1991, Síða 4
Laugardagur 5. janúar 1991 MÞYÐVBIIBIÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. AFVOPNUN - FYRIR HVERJA Umfangsmiklir afvopnunarsamningar voru undirritaðir á síð- asta ári. Þar ber hæst CFE-samninginn, samkomulag aðildar- þjóða Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu. Með þeim samningi hefur almennt verið talið að kalda stríðið heyri sögunni til. í næsta mán- uði munu Bush Bandaríkjaforseti og Gorbatsjov Sovétleiðtogi hittast á leiðtogafundi í Moskvu til að undirrita START-sam- komulag um fækkun kjarnaflauga. Andi afvopnunar og batnandi sambúðar milli stórveldanna virðist því svífa yfir vötnunum. IFÓSTUDAGSGREINI Kysst og kjaftað Strákar gorta sig stundum af því að hafa kysst steipur í laumi og gefa í skyn jafnvel enn meiri land- vinninga. Þessháttar hegðun kalla enskumælandi þjóðir „kiss and tell“, þ.e. að kyssa og kjafta frá! Þetta þykir ekki heiðursmanna- legt og varla karlmannlegt að segja frá fundum þar sem engin vitni eru til frásagnar, enda hægt að ljúga upp hverju sem er um at- burði og samtöl. Ný tegund bókmennta skaut upp kollinum fyrir nokkrum árum þar sem fólk lét hafa eftir sér í tímaritsviðtölum og jafnvel heil- um bókum allskonar yfirlýsingar um persónuleg samskipti undir fjögur augu. Þessi listgrein fékk á ensku heitið „kysst og kjaftað" því margt þótti líkt með henni og strákagortinu. Hún þótti merki- legt framlag til mannkynssögunn- ar í upphafi, því að frásagnirnar voru oft mjög hispurslausar um menn og máiefni. Munurinn á þessum skrifum og venjulegum sjálfsævisögum er að nýja bókmenntagreinin fjallar um samtímaatburði og er oftast í áróð- urstilgangi. Viðtölin eða bækurn- ar eru þá innlegg inn í umræðu sem er í gangi og þeim er ætlað að stýra almenningsálitinu inn á ákveðnar brautir. Fjölmiðlamenn létu gjarnan gabba sig með þessum skrifum er þeir tóku upp tilvitnanir úr eins manns frásögnunum og settu fram sem fréttir. Það var hápunkturinn á áróðursgildi skrifanna. Þá höfðu óstaðfestanlegar yfirlýsingar ein- staklinga fengið á sig hjúp trúverð- ugleikans, sem ætíð er yfir frétta- skrifum. Nú hafa flestir áttað sig á því hve varasamar og oft óheiðarlegar þessar bókmenntir eru. í útlönd- um kaupa menn þær þó öðru hvoru enn í ódýrum kiljum þegar þeir eru að leita að einhverju ómerkilegu til að deyfa hugann í flugvélum eða hótelherbergjum í bland við pínuflöskubrennivínið. íslendingar hafa hins vegar þann háttinn á að kaupa ruglið innbundið og þrykkt á fínan papp- ír með litprentuðum glæsikápum og gefa hver öðrum á jólunum. Þannig er hátíð friðarins notuð til að dreifa þessum ófriðarlittera- túr og í skini jólastjörnunnar frá Betlehem hnýta menn gyllta borða um bókapakkana með meinfýsnu bulli, ergelsi og firru. Gvðmundur Einarsson skrifar En blikur eru á lofti. Afsögn Shevardnadzes, utanríkisráöherra Sovétríkjanna, kom í kjölfar mikillar gagnrýni á störf hans aö hernaðar- og varnarmálum. Þaö voru einkum afturhaldssinnar og haukar í Rauöa hernum sem gagnrýnt hafa Shevardnadze, ekki síst fyrir aö hafa látið Austur- og Mið-Evrópu af hendi, en þar hefur kommúnismi meö hervaldi Sovétmanna ríkt frá stríðslok- um. Shevardnadze varaði við í afsaganarræðu sinni, að einræði væri að festa rætur á nýjan leik í Sovétríkjunum. Aukin völd Gor- batsjovs hafa oftsinnis verið útskýrð sem nauðsyn þess að tryggja umbótunum farsæla framtíð, en hvað ef einræðisherra af Stalínskólanum sest í sæti Sovétleiðtogans? Það er röng aðferð til að tryggja lýðræðinu framgöngu, að styrkja einræðisvöld ráða- manna. Slíkt fær aldrei staðist. GÓÐ HUGMYND VERÐUR OFT AD ENGU UEGNA PENINGALEYSIS Bandaríska stórblaðið Wall Street Journal fjallar um afvopnun- armálin og afsögn Shevardnadzes í leiðara í fyrri viku. Þar spyr blaðið: „Við hverja erum við að semja eftir afsögn Shevardnadz- es? Með áframhaldandi upplausn lýðvelda Sovétríkjanna og við hrun raunverulegra valda Gorbatsjovs, sem nú krefst nýrra valda á pappírnum, hver er það í Sovétríkjunum sem getur skipað Rauða hernum að leggja niður vopn?" Blaðið bendir ennfremur á, að CFE-samningurinn sem Gorbatsjov undirritaði í nóvember sl. hafi verið þverbrotinn af hálfu Sovétmanna. Blaðið segir að Sovétmenn hafi flutt stóra hluta hersins frá umsömdu svæði, en ekki eytt vopnunum eins og samið var um, Sovétmenn neiti að- ildarþjóðum NATO að hafa eftirlit með að samningnum sé fram- fylgt og að enn sé verið að framleiða vopn sem búið sé að semja um að verði lögð niður. Þannig séu Sovétríkin enn að auka á hern- aðarlegt forskot sitt yfir heri NATO þrátt fyrir undirritun samn- inga. Þetta eru alvarlegar fréttir. Það hefur verið löngu Ijóst, að hið hrunda efnahagskerfi Sovétríkjanna, sem ekki getur lengur séð þegnum sínum fyrir mat, getur engan veginn staðið undir hinum gríðarlegu útgjöldum til hernaðarmála. Eina leið Sovétmanna til að halda hlutfallslegum styrk sínum og forskoti yfir heri Atlants- hafsbandalagsins, var að teyma Vesturveldin að samningaborð- inu. Það hefur verið hinn stóri sigur Gorbatsjovs heima fyrir og tryggt honum friðarverðlaun Nóbels. Ef tilgangur umbótastefn- unnar er raunverulega sá, að minnka spennuna í heiminum og tryggja heimsfriðinn er markmiðið háleitt. Ef umbótastefnan er hins vegar forleikur þess að tryggja Sovétmönnum áfaramhald- andi forskot í hernaðarmálum, þrátt fyrir efnahagslegt hrun, horf- ir málið öðruvísi við. Og afvopnunarmálin komast í enn annað Ijós, þegar Ijóst er að utanríkisráðherra umbótastefnunnar hefur sagt af sér vegna aukinnar hættu á einræði í Sovétríkjunum og hinn aðþrengdi Gorbatsjov hefur smíðað stærsta kerfi einræðis- valds frá byltingu kommúnista 1917 í Sovétríkjunum. Það er því tími til kominn að menn spyrji: Afvopnun — fyrir hverja? Það er hægt að verða ríkur á góðri hugmynd - en það kostar peninga að hrinda jafnvel arðvænlegustu hugmyndum í framkvæmd. Þú gætir stytt þér leið! í Happdrætti Háskóla íslands eru vinningslíkur sem þekkjast hvergi annars staðar í heimi og þar eru vinningar - í beinhörðum og skattfrjálsum peningum - sem geta breytt hugmyndum í veruleika. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.