Alþýðublaðið - 05.01.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.01.1991, Blaðsíða 5
I Snæbjörn Einarsson i Kletlsbúð Hellissandi Fœddur 11. des. 1897 Dáinn 26. des. 1990 Laugardagur 5. janúar 1991 Útför Snæbjarnar Einarssonar Klettsbúð á Hellissandi var gerð frá Ingjaldshólskirkju í gær. Hann kvaddi sitt jarðlíf á spítalanum í Stykkishólmi á annan í jólum. Á þeim spítala hafði hann dvalið við góða umönnun undanfarin átta ár. Hann hafði fótaferð, fullt minni og sjón alveg fram undir það síðasta. Foreldrar Snæbjarnar voru þau hjónin í Klettsbúð, Jónína Sigfríð- ur Jónsdóttir, fædd 1858 í Trölla- tungu við Steingrímsfjörð, og Ein- ar Hákonarson, fæddur 1863 í Flatey. Systkini Snæbjarnar voru, talin eftir aldri, Hákon, átti heima í Flatey, Guðrún, húsmóðir á ísa- firði og síðar í Reykjavík, Guð- mundur, var jafnan heimilismaður í Klettsbúð, Anna húsmóðir á Hell- issandi og Reykjavík, Þórunn, hús- móðir í Reykjavík, og Einar sem dó nýfæddur. Þau Anna og Guð- mundur eru nú vistmenn á Hrafn- istu í Reykjavík. Árið 1919, 2. nóvember, gekk Snæbjörn að eiga Steinunni Val- gerði Bjarnadóttur úr Garði á Reykjanesi, fædda 28. okt. 1895, mikla myndarkonu. Þeim varð tveggja barna auðið. Þau eru Ein- ar, fyrrverandi verslunarstjóri hjá S.K.F. í Reykjavík, og Svanhildur, húsmóðir á Hellu á Hellissandi. Afkomendur Snæbjarnar á lífi eru alls 33. Samvistir þeirra Steinunnar og Snæbjarnar voru styttri en vonir stóðu til um. Steinunn lést 11. nóv- ember 1925 eftir erfið veikindi, frá vordögum það ár. Börn Snæbjarn- ar voru tekin í fóstur. Einar var hjá ömmu sinni í Klettsbúð en Svan- hildur fór til Isaf jarðar til Guðrún- ar föðursystur sinnar. Snæbjörn stundaði sjóinn frá ungdómsárum. Hann varð þó ekki formaður á áraskipum en var margar vertíðir dragreipismaður hjá Jóhanni Jónssyni frá Munaðar- hóli. Snæbjörn aflaði sér skip- stjórnarréttinda og var skipstjóri og stýrimaður á seglskútum og síðar vélbátum frá ísafirði og Dýrafirði. Þegar Karvel Ögmunds- son réðst í fyrsta skipti á skútu árið 1919, þá 16 ára gamall, var það á seglskútuna Mary frá Þingeyri sem Snæbjörn var skipstjóri á. Karvel segir Snæbjörn hafa verið sérstaklega laginn sjómann og sér- stakt snyrtimenni. Föðurbróðir Snæbjarnar, Guðmundur Hákon- arson á Stóru-Hellu og formaður á Rauðseying, var þekktur sem einn af bestu formönnum sem gerðu út frá Keflavík undir Jökli í lok 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. Kannski hefur Snæbjörn lært hjá þessum frænda sínum rétt og ör- ugg handtök við stýri og segl og útsjónarsemi sem að gagni varð, þegar hann sjálfur þurfti að stjórna og bera ábyrgð á skipi og skipshöfn sem honum tókst jafnan giftusamlega. Eftir að Snæbjörn var orðinn ekkjumaður var hann á Isafirði rúman áratug. Þar var hann bæði skipstjóri og stýrimaður á ýmsum bátum, m.a. hjá Samvinnuútgerð- inni. Hann fluttist svo aftur heim í Klettsbúð nokkru eftir að móðir hans hafði fengið slag og orðið eft- ir það rúmliggjandi öryrki. Þeir bræður Snæbjörn og Guð- mundur önnuðust um móður sína heima í Klettsbúð af sérstakri um- hyggju. Jónína lést 1946 en Einar 1920. Guðmundur vann heimilinu út í frá en Snæbjörn tók nú að sér for- sjá heimilisins, heimilishald og umhirðu á bústofni sem á tímabili var þónokkur. Þetta heimilishald var nokkuð sérstakt þar sem venjuleg húsmóðurstörf féllu einn- ig í hendi húsbóndans. Kostir Snæbjarnar sem sjó- manns nýttust hér, einnig lagnin við bústörfin og snyrtimennskan bæði úti sem inni var alla jafna svo sem best mátti vera. Kynni okkar Snæbjarnar í Klettsbúð hófust í desember 1953. Þá hafði hópur vinstrisinnaðs fólks, undirbúið framboð til hreppsnefndarkosninga hér í Nes- hreppi sem fram áttu að fara í jan- úar 1954. Ég haf ði tekið að mér að vera í fyrsta sæti listans og var Snæbjörn í öðru sæti. Þetta var samfylkingarlisti, skipaður þannig í fjögur efstu sætin, í fyrsta og þriðja sæti voru sósíalistar, undir- ritaður og Teitur Þorleifsson, í öðru sæti alþýðuflokksmaðurinn Snæbjörn og í fjórða sæti fram- sóknarmaður, Ársæll Jónsson. Þetta framboð stakk nokkuð í stúf við það sem algengt var í þess- um sveitarstjórnarkosningum. Kalda stríðið var í algleymingi með mikilli fordæmingu á okkur sem töldumst vera með skoðanir vinstra megin við Alþýðuflokkinn. Það gerðist þó að þessi listi fékk Framh. á bls. 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.