Alþýðublaðið - 05.01.1991, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 05.01.1991, Qupperneq 8
Iiftryggbngar lll rM\\> VXtlZ/v' ALÞIÓÐA LIFTRYGGINGARFÉLAGIÐ HF. LÁCMÍIU 5 - REYKIAVtX símjí 681644 GEVAUA Pai er kaffið 687510 • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •••••••• •••• • • • • • •••• •••• • • • • • • • • • • • 42 NATO ÞOTUR TIL TYRKLANDS F-104 STARFIGHTER (sex frá Italíu) 20mm sexhlaupa fallbyssa, allt aö fjórar Sidewinder flaugar og til viðbótar 20mm byssur fyrir skotmörk á jörðu niðri m ALPHA ÞOTA (18 frá Þýskalandi) Getur beitt vopnum á meira en 75 vegu og getur borið allt að 2.500 kg af sprengjum IVIIRAGE 5 (18 frá Belgíu) Tvær 30mm byssur með 125 skotum hvor oog getur borið 4.000 kg af sprengjum ^ Heimild: Jane’s All The World’s Aircraft BUSH: GAGNLEGT SKREF: Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann vonáði að með því að Irakar hafa nú sam- þykkt að koma til viðræðna í Genf í næstu viku væru þau teikn á lofti að Saddam Hussein gerði sér nú loks ljósa al- vöru ástandsins. Bush sagði að ekki yrði hægt að koma að neins konar málamiðlun eða samningaumleitunum, þegar hann ræddi stuttlega við blaðamenn á flöt Hvíta hússins, þar sem hann sté um borð i þyriu sína, sem flutti hann í sveitasæluna í Camp David. ELDFLAUGAR VERÐA EKKI STÖÐVAÐAR: yuz- hak Rabin, fyrrum varnarmálaráðherra ísraels, sagði í gær í samtali við Visnews-fréttastofuna að eldflaugar íraka yrðu ekki stöðvaðar, yrði þeim hleypt af. Sagði hann að hvorki Bandaríkin né heldur ísrael réði yfir neinni þeirri tækni sem gæti hindrað eldflaugaskotin, eða varist þeim. Hins vegar sagði hann að ísraelar væru i stakk búnir að svara kröftuglega fyrir sig, ef á þá yrði ráðist. VINNUVÉL HINDRAÐI FLUGUMFERÐ: Vinnu- flokkur að störfum í grennd við New York og New Jersey mun hafa verið valdur að töfum á lendingum flugvéla á flugvöllum við New York í eina tvo tíma í gær. Símastreng- ur var eyðilagður með þeim afleiðingum að erfiðlega gekk að ná símasambandi við útlönd um tíma, auk þess sem rat- sjárkerfi flugvallanna varð óvirkt. Simaleysið hafði og þau áhrif að hinir stóru, alþjóðlegu sölumarkaðir í World Trade Center urðu að hætta starfsemi. ÓÐAVERÐBÓLGA í RÚMENÍU: Rúmenska hagstof- an lýsti verðbólguþróuninni í landinu í nóvember sl. sem „ótrúlega lágri“. Verðbólgustigið í þeim mánuði var 23,4%. Orðið verðbólga var ekki til í orðabókum austan gamla járntjaldsins, — fyrirbærið var sagt einungis eiga við lönd kapítalistanna. „G0RBATSJ0V" RÆNDIBANKA: Þjófur með and- litsgrímu sovéska forsetans, Mihkails Gorbastjovs, rétti við efnahagsmál sín á sinn hátt í Stokkhólmi í gær, segir Reut- er. Hann rændi banka í Stokkhólmi ásamt náunga sem bar grimu gamals manns. Létu þeir félagar, Gorbi og sá gamli, greipar sópa um 100 öryggishólf í kjallara bankans. Talið er að meira en einni milljón sænskra króna kunni að hafa verið rænt, sögðu heimildir í Stokkhólmi. Öryggismynda- vél tók myndir af ræningjunum. Þeir komust undan, og hleyptu af skotum, þegar reynt var að stöðva þá á flóttan- um með því að leggja bíl í veg fyrir þá, en honum ók sá þriðji í þessum hópi. MITTERRAND VILL D0KAVIÐ: Frakklandsforseti, Francois Mitterrand, sagði i gær í París að Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna ætti að koma saman til fundar um ástandið við Persaflóa enn á ný fyrir 15. janúar ef írakar hundsa síðustu aðvörun um að fara frá Kúvæt og stríð virð- ist óhjákvæmilegt. OLÍUELDAR Í SEX MÁNUÐI: Fari svo að olíueldar verði kveiktir í Kúvæt, kynnu þeir að loga í allt að hálft ár, sögðu heimildarmenn Reuter-fréttastofunnar í gær í Lond- on. Sömu aðilar drógu þó mjög úr hættunni af vistfræði- legri ógn af eldum sem þessum. ERLENDAR FRÉTTIR Nýr forsœtisráöherra Póllands: Bielecki fékk yfirgnæf- andi stuðning þingsins Hinn róttæki hagfræð- ingur, Jan Krzysztof Bi- elecki, var samþykktur sem næsti forsætisráð- herra Póllands af þingi landsins. Hann hlaut stuðning 276 þingmanna gegn 58 og 52 sátu hjá. Hinn nýkjörni forseti Pól- lands, Lech Walesa, út- nefndi Bielecki sem for- sætisráðherra iandsins. Bielecki, fulltrúi Samstöðu, hafði áður gert þinginu grein fyrir að hann ætlaði að halda áfram breytingum fyrirrenn- ara síns í átt til frjáls markaðs- kerfis. „Ég er Samstöðumað- ur,“ sagði Bielecki. „Ég held að frjálst markaðskerfi sé grunnurinn að því frelsi sem þessi öflugu samtök börðust fyrir.‘ Bielecki hefur hvatt til hraðari einkavæðingar og nánari samskipta við Vestur- lönd. Hann tekur við af Mazowiecki sem sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að hafa beðið lægri hlut í fyrri umferð forsetakosninganna í nóvember fyrir Walesa og at- hafnamanninum Tyminski sem búið hafði í Bandaríkjun- um. Þingheimur fagnaði því þegar Bielecki gekk yfir þing- salinn til þess að setjast á ráð- herrabekkinn við hliðina á Leszek Balcerowicz fjármála- ráðherra. Balcerowicz er sá sem hefur lagt drögin að hin- um róttæku efnahagsbreyt- ingum í Póllandi og þykir lík- legur til að sitja áfram sem fjármálaráðherra og varafor- sætisráðherra þegar Bielecki kynnir nýja ríkisstjórn sína. Farþegaflug til Persaflóaríkja: FERÐUM FJÖLGAÐ — og flugi síðan hætt Styrjaldarhættan við Persaflóa hefur orðið til þess að mörg flugfélög hafa orðið að breyta áætl- unarleiðum til og frá Mið-Austurlöndum vegna stórhækkunar á trygg- ingagjöldum. Þetta á við um stærstu flugfélögin í Evrópu, Mið-Austurlönd- um og Asíu. Mörg félög hafa sett upp aukaferðir til að anna eftirspurn eftir ferðum frá löndum við Persaflóa fram aö 15. janú- ar þegar frestur Samein- uðu þjóðanna rennur út sem Irak fékk til að draga lið sitt til baka frá Kúvæt. Mikill fjöldi fólks hyggst koma sér burt af hættu- svæðinu fyrir þann tíma. Flugfélagið Gulf Air, sem er í eigu Bahrain, Oman, Abu Dhabi og Qatar, hefur ákveð- ið sex aukaferðir til London, 10 til Bombay og þrjár til Kar- achi fyrir I5.janúar. British Airways, sem er stærsta er- lenda flugfélagið sem heldur uppi flugi á þessar slóðir, hef- ur ákveðið fimm aukaferðir og Saudi Arabian Airlines ætiar einnig að fjölga ferðum í næstu viku. British Airways hefur jafnframt ákveðið að fækka áætlunarferðum til og frá ísrael úr sex í fjórar á viku eftir 15. janúar. Talsmaður bandaríska flug- félagsins Pan Am segir að tryggingagjöld hafi tífaldast til Riyadh í Saúdi-Arabíu og hafi farið upp í 162.500 doll- ara fyrir hverja flugferð. Það sé því ekki lengur fjárhags- legur grundvöllur til að halda þessu flugi áfram. Félagið hefur einnig hætt flugi til Tel Aviv í ísrael eftir að trygg- ingagjöld á þeirri flugleið tuttugufölduðust. Þá hefur hollenska fiugfélagið KLM hætt vikulegu áætlunarflugi milli Amsterdam og Amman og fækkað ferðum til Tel Av- iv. Eini viðkomustaður SAS í Mið-Austurlöndum er Tel Av- iv og hefur SAS ákveðið að hætta því flugi frá 9. janúar. Swissair hefur hækkað far- gjöld til áfangastaða við Persaflóa vegna hækkunar tryggingagjalda. Egypska flugfélagið Egypt Air ætlar hins vegar að halda uppi áframhaldandi áætlun- arflugi til ríkja við Persaflóa og í Mið-Austurlöndum með- an flugvöllum þar er haldið opnum að því er forseti fé- lagsins sagði í gær í viðtali við dagblaðið al-Akbar. Utanríkisráöherra ír- aks, Tareq Aziz, tilkynnti í gær að hann mundi fara til Genfar þriðjudaginn 8. janúar og eiga viðræöur við James Baker utanrík- isráðherra Bandaríkjanna um Persaflóadeiluna dag- inn eftir. Áður höfðu sviss- nesk yfirvöld sagt að bor- ist hefði tilkynning frá Hvíta húsinu um aö James Baker kæmi til Genfar síð- Hið ríkisrekna flugfélag í ír- ak hefur tapað milljónum dollara eftir að landið var ein- angrað eftir innrásina í Kú- væt. Hins vegar hefur félagið degis á þriðjudag og dveldi þar í sólarhring. Fyrir nokkru hafði Georg Bush forseti Bandaríkjanna lagt til að viðræður utanríkis- ráðherranna færu fram á fimmtudag. Fundur utanrík- isráðherra íraks og Banda- ríkjanna verður haldinn að- eins sex dögum áður en frest- ur sá er Sameinuðu þjóðirnar gáfu Saddam Hussein til að draga innrásarlið sitt til baka haft nokkrar tekjur af ieigu- flugi með erlenda gísla úr landinu þar sem erlendum flugfélögum var bannað að senda vélar eftir fólkinu. frá Kdvæt rennur út. Utanríkisráðherrar Efna- hagsbandalagsins sam- þykktu á fundi sínum í gær að leggja til að utanríkisráð- herra Lúxemborgar, Jacques Poos og Aziz ættu með sér fund í Lúxemborg fimmtu- daginn 10. janúar. Hins vegar hafði ekki borist svar frá Aziz seint í gærdag varðandi fund- arboð Efnahagsbandalags- ins. BAKER OG AZIZ HITTAST Í GENF

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.