Alþýðublaðið - 08.01.1991, Síða 5
Þriðjudagur 8. janúar 1991
UMRÆÐA}
Uppstokkun i atvinnulifi
Fyrsta grein
Átak gegn afíurför
Það eru þunnar traktéringar, segir einhvers stað-
ar i Sölku Völku, að láta menn þræla nótt og dag alla
sina »vi, hafa hvorki i sig né á og fara s vo til helvitis
á eftir.
Áratugurinn, sem þjóðin skaut á gamlárskvöld
upp i nœturhiminn var henni að mörgu leyti þungur
i skauti. Og þrátt fyrir þann efnahagslega bjarg-
hring, sem hún fleygði til sjálfrar sin i formi þjóðar-
sáttar og hefur að minnsta kosti reynst fyrirtækjun-
um vel, þá eru spár sérf rœðinga heldur á þá lund, að
traktéringarnar framundan séu fremur þunnar.
Bölsýnar spá
Efnahagsbrekkur Þjóðhags-
stofnunar og OECD eru til dæmis
samdóma í því áliti, að á næsta ári
verði í versta falli samdráttur
áfram og í besta falli lítils háttar
bati. Til langs tíma eru hinir bestu
menn hins vegar enn svartsýnni.
Þráinn Eggertsson, prófessor í
hagfræði, lét þannig í ljósi eftirfar-
andi framtíðarsýn í viðtali við
tímaritið Þjóðlíf á dögunum:
„Það eru töluveröar líkur á því,
að um næstu aldamót verði Is-
land eitt fátækasta ríkið í Evr-
ópu, og þótt víðar væri leitað.“
Við þessar aðstæður sker það úr
um erindi stjórnmálaflokka við
samtíðina, hvort þeir eiga í búri
sínu vopn sem duga þjóðinni til að
brjótast úr þvílíkri herkví. Eftir því
— og því einkum — verður spurt,
þegar dregur að kosningum í vor.
Þunginn í áherslum Alþýðu-
flokksins á vori komanda hlýtur
því ekki síst að liggja á uppstokk-
un og nýjungum í atvinnumálum.
Aðeins þannig getum við umskap-
að athafnalíf okkar með þeim
hætti, að hin bölsýna framtíðar-
sýn sérfræðinganna fái ekki stað-
ist. Heldur takist okkur þvert á
móti að auka verðmætasköpun í
þvílíkum mæli, að saman fari hag-
sæld fyrirtækja, full atvinna og
þéttriðið öryggisnet velferðar-
kerfis fyrir þegnana.
Uppslokkun — nýjungur
Forsendurnar fyrir þessu eru
ekki síst ný og fersk tök á sjávarút-
vegi og landbúnaði, sem verða að
leiða til gagngerra breytinga á
þessum hefðbundnu greinum. í
orkumálum verður að leita nýrra
leiða til að breyta óbeislaðri orku
fallvatnanna í beinharðan gjald-
eyri sem fyrst, og jafnframt halda
óhikað áfram undirbúningi að
frekari stóriðju, — svo fremi
mengunarvarnir séu í fullkomnu
lagi.
Við þurfum líka sérstakar að-
gerðir til að létta smáum iðnfyrir-
tækjum lífið og gætum í þeim efn-
um gert margt verra en ganga í
smiðju íhaldsmanna í Bretlandi og
Kanada. En ef til vill skiptir mestu
máli að skapa fyrirtækjunum rétt
umhverfi, þar sem þau ná að
dafna og vaxa, öllum til farsældar.
Stundum eru jafnaðarmenn svo
uppteknir af jöfnuðinum, að þeir
gleyma því að hann kostar pen-
inga. Herkostnaðinum við vel-
ferðina er hins vegar einungis
hægt að mæta með blómlegu at-
hafnalífi. í þessum pistli og örfáum
í viðbót hér í Alþýðublaðinu vil ég
sem áhugamaður um nýjungar í
atvinnulífi skýra mínar hugmynd-
ir um hvaða áherslur sé heillavæn-
legast fyrir jafnaðarmenn að
leggja i þeim efnum í komandi
vorkosningum.
Kýrin helgq_________________
Einhver mesta sóun sem í dag á
sér stað hjá okkur er hið stein-
runna kerfi landbúnaðarins og
hvergi er jafnmikil þörf fyrir gagn-
gera uppstokkun og einmitt þar.
Offramleiðsla er landlæg, vöru-
verð er úr öllu hófi, samkeppni við
erlendar matvörur er ekki til stað-
ar, milliliðakostnaður er fáheyrð-
ur, stór gróðursvæði eru meira og
minna ónýt vegna ofbeitar, og lög-
fest skipulagsleysi og óhagræði
ríkir á flestum sviðum. Kerfið er
svo ga-ga að það er næstum lífs-
spursmál fyrir vissa milliliði að
selja ekki landbúnaðarvörur fyrr
en eftir að hafa legið með þær í
frystihúsum í tiltekinn tíma til að
fá geymslugjald!
Geysilegum upphæðum er só-
lundað í meira og minna tilgangs-
lausar útflutningsbætur, sem
ásamt niðurgreiðslum nema allt
að 6—7 milljörðiun króna.
Þegar upp er staðið er það vita-
skuld alltaf neytandinn sem borg-
ar brúsann, annaðhvort gegnum
skatta eða alltof hátt vöruverð.
Guðmundur Ólafsson, hagfræð-
ingur, hefur haldið þvi fram, að
hægt sé að spara neytendum allt
að 15 milljörðum króna með því
að heimila innflutning á landbún-
aðarvörum, eða um 3 milljónir
króna á hvert lögbýli í landinu.
Blýantsbændurnir við Hágatorg
ráku upp ramakvein þegar þessar
tölur birtust, en þeim tókst ekki að
hrekja þær með sannfærandi
hætti.
Gæslumenn óbreytts ástands í
landbúnaðarmálum hafa stundum
beitt þeirri nauðvörn, að landbún-
aður á íslandi sé þrátt fyrir allt
gjaldeyrissparandi. í ítarlegri um-
fjöllun um efnahagsmál í tímarit-
inu Þjóðlífi dregur Guðmundur
þetta mjög í efa. Hann upplýsir, að
kostnaður innlends landbúnaðar
vegna erlendra aðfanga sé stund-
um álíka og greiða þyrfti fyrir vör-
una, — væri hún keypt fullbúin
erlendis frá. Sparnaður í gjaldeyri
er samkvæmt þessu enginn, mið-
að við að innflutningur á vörunni
væri heimilaður.
Það þarf því ekki neina sérstaka
hagfræðivikinga til að skilja, að
ein helsta forsendan fyrir auknu
hagræði í þjóðarbúinu er gagnger
uppstokkun á landbúnaðinum
eins og hann leggur sig.
Gyfli Þ. Gíslason var í þessum
efnum hrópandinn í eyðimörk-
inni. Málflutningur hans náði um
síðir hljómgrunni langt út fyrir
raðir jafnaðarmanna, og var raun-
ar það atriði sem fyrst vakti at-
hygli fjölmargra okkar, sem löngu
síðar gengum til liðs við Alþýðu-
flokkinn. í seinni tíð hefur hins
vegar tónninn sem Gylfi sló svo
kröftuglega hljómað alltof dauf-
lega úr búðum flokksins. Það er
engu líkara en landbúnaðurinn sé
aftur orðin kýrin helga, sem eng-
inn þorir að stugga við.
í dag er það hins vegar enn
brýnna en áður að jafnaðarmenn
hafi forgöngu um þessar breyting-
ar. Þess vegna hlýtur uppskurður
á landbúnaðarkerfinu að vera ein
helsta forsendan fyrir þátttöku Al-
þýðuflokksins í nýjum ríkisstjórn-
um.
Innflutningsfrelsi_____________
Meginatriðin ættu að mínum
dómi að vera þessi:
(1) Afnám allra útflutnings-
bóta. Með því spöruðust miklar
upphæðir sem mætti meðal ann-
ars nota tímabundið til að styrkja
stöðu bænda í samkeppni við
væntanlegan innflutning á mat-
vöru af landbúnaðartoga, eins og
reifað er hér að neðan.
(2) Frjáls innflutningur á
landbúnaðarvörum. Fyrsta stig-
ið tæki einungis til unninna land-
búnaðarvara, en í kjölfarið sigldi
samsvarandi frelsi í innflutningi á
svokallaðri iðnframleiddri land-
búnaðarvöru, — eggjum, kjúkling-
um, svínakjöti og smjörlíki. í upp-
hafi er nauðsynlegt að hafa háa
verndartolla á innflutningnum til
að minnka umskiptin fyrir bænd-
ur en tollarnir myndu hins vegar
hverfa yfir langan tíma. I þessu
nýja frelsi fælist stórkostleg kjara-
bót fyrir neytendur, ekki síst ungt
fólk með stórar fjölskyldur. Sjálfur
er ég þeirrar skoðunar að þetta
mál sé svo tímabært — og svo
langþráð af þorra kjósenda, að Al-
þýðuflokkurinn á að segja það á
oddinn í komandi kosningum.
Samhliða innflutningi jaarf svo
að stefna að því að afnema niður-
greiðslur í áföngum, þannig að um
síðir ríki fullt markaðsfrelsi í við-
skiptum með landbúnaðarvörur.
(3) Átak til stuðnings bænd-
um. Ég tel hins vegar óverjandi að
leggja í uppstokkun á landbúnaði
án þess að jafnhliða sé lagt í
kröftugt átak til að styðja bændur
meðan aðlögun að hinu nýja kerfi
gengur yfir. Þessi þáttur hefur hins
vegar yfirleitt orðið út undan í um-
ræðunni um hagræðingu í land-
búnaði, — menn hafa einfaldlega
gleymt bændunum í alltof ríkum
mæli. Hluti af átakinu fælist í að
efla samkeppnisstöðu íslenskra
bænda gagnvart innfluttum land-
búnaðarvörum með því að fella
niður alla tolla af aðföngum. Sam-
hliða yrðu settir tímabundnir
verndartollar á innfluttar matvör-
ur eins og aður er sagt, sem enn
frekar ykju hæfni innlendu fram-
leiðslunnar í samkeppni við inn-
flutninginn.
Pjörf nýbreytni______________
Einn mikilvægasti þáttur átaks-
ins yrði þó að mínum dómi að
örva bændur til að bregða búi fyrr
en áður, með því að búa svo um
hnúta að næstu 25 árin komist
þeir á full eftirlaun 55 ára.
Til að það sé kleift þarf að efla
Lífeyrissjóð bænda, og sjálfsagt
að verja til þess hluta sparnaðar-
ins sem myndast við afnám út-
flutningsbóta, auk tekna af tolli á
væntanleguin innflutningi á mat-
vörum. Hér er um djarfa nýbreytni
að ræða, sem örvar bændur til að
hætta búskap fyrr en ella.
Sömuleiðis er brýnt að stofna
sérstakan jarðakaupasjóð sem
keypti á markaðsverði jarðir af
bændum, er kjósa að hætta bú-
skap, og draga þannig úr offram-
leiðslu. Vitaskuld yrði slíkur sjóð-
ur dýr. Fjármagn til hans mætti
hins vegar sækja á sömu mið og í
lífeyrissjóðinn.
Það er því alveg ljóst, að það er
hægt að koma í kring mikilvægri
uppstokkun í landbúnaði, og
halda um leið dyggilega utan um
velferð bænda. Hitt er jafnljóst, að
endurskipulagning greinarinnar
mun mæta harðri mótspyrnu
margra, ekki síst annarra stjórn-
málaflokka sem hafa læst saman
klóm til að varðveita óbreytt
ástand.
En stjórnmál snúast líka um að
þora, og í þessum efnum er það
hlutverk Alþýðuflokksins að
ganga fram fyrir skjöldu, — og
þora.
„Þunginn i aherslum Alþýðu-
flokksins á vori komanda hlýtur
því að liggja á uppstokkun og
nýjungum í atvinnumálum.
Aðeins þannig getum við
umskapað athafnalíf okkar með
þeim hætti, að hin bölsýna
framtiðarsýn sérfræðinganna fái
ekki staðist," segir dr. Ossur
Skarphéðinsson m.a. i grein sinni.
Dr. Össur Skarphéðinsson
skrífar
Vinningstölur laugardaginn
5. jan. 1991
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 2.927.356
2.4 TÆ 3 168.530
3. 4af5 111 7.857
4. 3af 5 3.760 541
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
6.339.233 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002