Alþýðublaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. janúar 1991 5 „Þegar allt kemur til alls er kannski hin órökrétta hugsun sem á sér stað í mannsheilanum ekki tákn um neins konar rökleysu heldur æðri tegund af rökhugsun," segir Bjarni Þorsteinsson m.a. i grein sinni um tauganet, rökhugsun og fordóma. Fordómar og tauganet Rökræn hugsun telst til gæfusamlegra dyggða og er hornsteinn skynsamlegra ákvarðanna. En er það rökræn hugsun sem liggur að baki öllum þeim ákvörðunum sem við tökum i hinu daglega lifi? Get- ur verið að flestar ákvarðanir okkar séu byggðar á einhverju öðru en rökhugsun? Götótt gervigreind Undanfarna aratugi hafa rann- sóknir á gervigreind verið byggð- ar á þeirri skoðun að það sé fyrir tilstilli rökhugsunar að við tökum ákvarðanir. Tölvufræðingar, verk- fræðingar og sálfræðingar hafa því reynt að hanna kerfi sem vinna rökrétt; ef A gildir þá gildir líka B og C. í upphafi ríkti mikil bjartsýni meðal vísindamanna um möguleika gervigreindar og sem dæmi má nefna að bandaríski tölvufræðingurinn Herbert Simon lýsti því yfir árið 1965 að eftir 20 ár gætu tölvur unnið öll þau störf sem menn vinna. Smám saman dofnaði bjartsýnin og uppskeran eftir allar rannsóknirnar reyndist vera ansi mögur. Þau kerfi sem hafa sýnt góðan árangur hafa ver- ið hönnuð til að leysa verkefni þar sem mjög ákveðnar og ófrávíkjan- legar reglur gilda, eins og t.d. í skák. Flest önnur kerfi hafa verið meira eða minna óhæf til að vinna þau störf sem þeim hafa verið ætl- uð. En það táknar samt ekki að vísindin hafi gefist upp fyrir hin- um erfiða raunveruleika. Bankastarfsmqdurinn Linda Undanfarin ár hafa átt sér staö rannsóknir á svokölluðum tauga- netum. í stað þess að mata tölvu- kerfin á rökrænum reglum eins og áður tíðkaðist, hafa þeir sem fást við tauganet reynt að hanna kerfi sem starfa á svipaðan hátt og mannsheilinn. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er ansi margt sem bendir til að við hugs- um órökrétt. Bandarísku sálfræð- ingarnir Amos Tversky og Daniel Kahneman benda á dæmið um Lindu til skýringar á órökréttri hugsun. Linda er 31 árs, greind og á auðvelt með að tjá sig. Hún stundaði heimspekinám á há- skólastigi og var samhliða því mjög virk í baráttu gegn kynþátta- misrétti og tók þátt í mótmælum gegn kjarnorku. Hvor þessara tveggja fullyrðinga um Lindu er líklegri til að vera rétt: (a) Linda er bankastarfsmaður. (b) Linda er bankastarfsmaður og virk í kvennabaráttunni. Flestir þeirra sem sálfræðing- arnir lögðu þessa spurningu fyrir töldu (b) mun líklegri fullyrðingu, og bentu á að fortíð Lindu benti til þess. í raun réttri er (a) líklegri en (b). Það er líklegra að ákveðinn at- burður gerist en að sami atburður auk annars eigi sér stað; sé teningi kastað er t.d. líklegra að sexa komi upp en að bæði sexa og tvistur komi upp sé tveimur teningum kastað. Nauösynlegir fordómar Astæðuna fyrir því að flestir velja ranga fullyrðingu í dæminu um Lindu telur bandaríski vísinda- maðurinn Jeremy Campbell vera að við byggjum ekki mat okkar á reglum rökfræðinnar. Til að geta þrifist í þeim raunveruleika sem sí- fellt herjar á skynjanir okkar hefur heilinn skipulagt þá þekkingu sem við búum yfir, þannig að fyrirbæri og eiginleikar sem yfirleitt heyra saman mynda hópa af þekkingar- molum. Þegar við skynjum ný fyr- irbæri reynum við að fá þau til að falla inn í það kerfi sem heilinn hefur komið sér upp. Mjög margir skynja kvenréttindakonur sem fé- lagslega meðvitaðar og óhræddar við að tjá sig. Þar sem lýsingin á Lindu fellur mjög vel að þeirri mynd ákveða flestir að fullyrðing (b) sé líklegri en (a). Það er m.ö.o. ekki rökhugsun sem stjórnar ákvörðuninni heldur einfaldlega fordómar. Þó svo fordómar séu yfirleitt taldir af hinu illa telur Campbell þá vera nauðsynlega. Án þeirra gætum við einfaldlega ekki hugs- að. Fordómar, sem í sjálfu sér eru samansafn af allri okkar reynslu, eru auk þess mjög hagkvæmt fyr- irbæri. Þeir spara okkur tíma og orku, þannig að við losnum við að skoða ýmis smáatriði við hvert fyrirbæri eða hvern atburð sem við skynjum. En hvað hefur gervi- greind og tauganet að gera með fordóma? Svarið er einfalt: tauga- net eru full af fordómum. Taugane* tfull gf__________ fordómum___________________ Mannsheilinn inniheldur um 100 milljarða af taugafrumum sem eru innbyrðis tengdar og mynda þannig net af taugafrumum. Hver taugafruma er tengd 1.000— 10.000 öðrum taugafrumum. Það er í þessu flókna tauganeti sem hugsanir okkar fara fram. Tauga- netin sem gervigreindarmenn hafa undanfarin ár verið að byggja upp og rannsaka eru grundvölluð á hundruðum eða þúsundum af reiknieiningum, sem eru innbyrð- is tengdar líkt og taugafrumur heilans. i stað þess að forrita kerfi með formúlum og rökfærðilega réttri þekkingu eins og tíðkast hef- ur um eldri kerfi, er tauganetið fóðrað með aragrúa af spurning- um og réttum svörum. Þegar búið er að þjálfa tauganetið eins og spurninga- og svarafóðrunin er kölluð, getur tauganetið svarað spurningum sem það hefur ekki verið kynnt fyrir áður. Tauganetið hefur við þjálfunina öðlast reynslu sem það byggir vinnslu sína á. Dönsku eðlisfræðingarnir Soren Brunak og Benny Lautrup hafa stundað viðamiklar rannsóknir á tauganetum og hafa í tilrauna- skyni hannað tauganet sem þjálf- að hefur verið til að skipta orðum milli lína. 1 stað þess að forrita ýmsar málfræðireglur um orð- skiptingu var tauganetið þjálfað með því að fóðra það með upplýs- ingum hvernig skipta megi yfir 17.000 orðum milli lína. Að lok- inni þjálfuninni var tauganetið beðið um að skipta á milli lína orð- um sem það hafði aldrei verið kynnt fyrir og reyndist skiptingin rétt í 98,6% tiifellanna. Ef tauganet eru ekki nægilega vel þjálfuð fyrir ákveðin verkefni gefa þau röng svör sem byggjast á þeim fordómum sem þau hafa skapað sér. Ef tauganet sem t.d. hefur verið þjálfað til að þekkja ýhmis form og aðallega verið fóðr- að með hyrndum formum, t.d. frá þríhyrningum til átthyrninga, er kynnt fyrir tíhyrningi myndi það skilgreina tíhyrninginn sem átt- hyrning. Á sama hátt myndi tauganet sem aðallega hefur verið fóðrað með mjúkum formum skil- greina tíhyrninginn sem hring. Tauganetið virðist „horfa" fram hjá þeim iitla mun sem annars vegar er á átthyrningi og tíhyrn- ingi og hins vegar á tíhyrningi og hring. ffiiri tegund________________ rökhugsunar__________________ Ef litið er aftur til dæmisins um Lindu virðist í grundvallaratriðum margt líkt með fordómum þeirra sem völdu ranga fullyrðingu sem þá líklegri um Lindu og fordómum tauganetsins sem telur tíhyrning hring; í báum tilfellum byggjast lausnirnar á fyrirfram skapaðri mynd sem viðfangsefnið er borið saman við. Ef stórir hlutar við- fangsefnisins líkjast ákveðinni frummynd er dómurinn felldur og viðfangsefnið skilgreint sem hið sama og hin fyrirfram skapaða mynd. Það er því ekki nóg með að okkar fullkomnu heilar séu fullir af fordómum, heldur sköpum við okkur einnig verkfæri sem við fyllum af fordómum til að það skili sem bestum árangri. En þegar allt kemur til alls er kannski hin órök- rétta hugsun sem á sér stað í mannsheilanum ekki tákn um neins konar rökleysu heldur æðri tegund af rökhugsun, þar sem hinn flókni mannsheili notar ógrynni af upplýsingum frá hinum flókna og margbreytilega veru- leika. Bjarni Þorsleinsson skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.