Alþýðublaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 17. janúar 1991 Fólk Deilur um bœjarstjórn í Kópavogi á byriunarreit Aftur Eins og greint var frá i Alþýðublaðinu i gær er ólga i bæjarstjórn i Kópavogi og meðal bæjarstarfs- manna vegna uppsagnar forstöðumanns við sund- laug bæjarins og ráðningar annars manns i hans stað. Mál þetta er þó aðeins angi af stærri ágrein- ingi sem meðal annars varð til þess i gær að oddviti Alþýðuflokksins i bæjarstjórn sagði af sér sem full- trúi i stjórnsýslunefnd Kópavogskaupstaðar. ÞORLÁKUR HELGASON SKRIFAR Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag höfðu stjórnað bæjarfélaginu um árabil, ýmist með framsókn eða án. Síð- asta kjörtímabil var Framsóknar- flokkur utan stjórnar. Að loknum kosningum í vor gekk Sjálfstæðis- flokkur að skilyrðum Framsókn- arflokks um að embætti bæjar- stjóra félli framsókn í skaut. Framsóknarmennska eða fagleg vinnubrögð? Eitt fyrsta verk nýja meirihlut- ans var að endurskoða ýmislegt í stjórnkerfi bæjarins. Fyrir dyrum standa veigamiklar breytingar á verkaskiptingu — einkum milli æðstu embættismanna bæjarins. Ráðning nýs forstjóra við sundlaug er einn angi þess máls. Minnihluti telur farið með offorsi og pólitíska ólykt af málinu. Starfsmannafélag bæjarins mótmælti harðlega og segir að hæfum starfsmanni hafi verið vikið úr starfi ,,án nokkurrar ástæðu." Guðmundur Oddsson, oddviti Alþýðuflokks, sagði á fundi bæjar- stjórnar í fyrradag, þegar gengið var frá ráðningu nýs forstöðu- manns sundlaugarinnar, að leitað hafi verið að framsóknarmanni og hann fundist um síðir. Las Guð- mundur úr fundargerð þar sem fram kemur m.a. að talsmenn meirihluta hafi bókað: „.. . ekki er pólitískur meirihluti fyrir áframhaldandi starfi forstjórans." Valþór Hlöðversson, oddviti Al- þýðubandalags, segir vegið að starfsheiðri manna og atvinnuör- yggi starfsmanna Kópavogskaup- staðar ógnað í máli sundlaugarfor- stjórans. Meirihlutinn í Kópavogi á í vanda. Guðmundur Odds- son, oddviti Alþýöuflokks- ins í bæjarstjórn, hefur sagt sig úr stjórnsýslunefnd og samstarf um bœjar- stjórn er í hœttu. j sundlaug eða upp i Blófjöll_____________________ Málsatvik eru þau að fyrir ára- mót var ákveðið að ráða nýjan for- stöðumann að sundlaug bæjarins og skipta fyrra starfi forstöðu- manns upp. Um árabil hefur sund- laug verið í byggingu í Kópavogi, en Steinar Lúðvíksson forstöðu- maður, sem starfað hefur við sundlaugina í 23 ár hefur jafn- framt haft umsjón með mannvirkj- um Kópavogskaupstaðar í Bláfjöll- um. Nú á sundlaugarstarfiö að vera á einni hendi. Við þá ákvörð- un var Steinari sagt upp störfum. Guðni Stefánsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks sagði á bæjar- stjórnarfundi á þriðjudag, að að- eins væri verið að segja Steinari upp „einu starfi." Talsmenn minni- hluta segja engan vafa ieika á því að um hreina uppsögn hafi verið að ræða og í því tilviki hljóti að hafa verið bornar einhverjar ávirðingar á forstöðumanninum, ella sæti hann áfram. Þessu neitar Sigurður Geirdal bæjarstjóri og segir faglega að öllu staðið. Um hafi verið að ræða nýtt starf og ekkert athugavert við ráðningu nýs manns í það starf. I bréfi meirihlutans til Steinars er honum „boðið áframhaldandi starf við nýju sundlaugina með breyttu starfsfyrirkomulagi." Bragi Michaelsson, Sjálfstæðis- flokki, sagði á fundi bæjarstjórnar að Steinari hefði verið boðið for- stöðumannsstarf í Bláfjöllum, enda um mikið áhugamál hans að ræða. Samkomulag um_______________ Smárahvammsland_____________ Sundlaugarmálið virðist aðeins angi af stærra máli. Mikið er enn á kafi en annað hefur komið upp á yfirborðið. Fyrir kosningar í vor vændu sjálfstæðismenn meiri- hlutastjórn Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags um óheiðarleg vinnubrögð við bæjarstjórnunina. „Smárahvammsmálið" var eitt þessara mál og nú dregur það verulegan dilk á eftir sér. Guð- mundur Oddsson hefur ákveðið að segja af sér í svokallaðri Stjórn- sýslunefnd Kópavogskaupstaðar. Þeirri nefnd er falið að gera tillög- ur að breyttu stjórnfyrirkomulagi í bænum og taka á ýmsum skipu- lagsatriðum. Oddviti Sjálfstæðisflokks í bæj- arstjórn Kópavogs, Gunnar Birgis- son, gagnrýndi harkalega hvernig fyrrverandi meirihluti bæjarins hefði staðið að verki, er fyrirtæk- inu Frjálsu framtaki var úthlutað landi í Smárahvammi til að byggja á. í Morgunblaðinu 28. des. sl. er haft eftir Gunnari að þeir sem stóðu að samningum fyrir bæinn hafi hvorki haft reynslu né þekk- ingu og aö vinnubrögðin hafi ver- ið með öllu óverjandi. „Erlendis, ef menn hefðu gert slíkar „bomm- ertur," yrði stjórnmálaferill þeirra ekki lengri," sagði Gunnar. Ummæli Gunnars kölluðu á sterk viðbrögð forystumanna minnihlutans. Farið var ofan í samningagerðina alla og til þess kvaddir sérfræðingar. 8. janúar, þegar skýrsla þeirra lá fyrir, var sérstök ályktun samþykkt á fundi bæjarstjórnar, en með henni átti að gera Smárahvammslandið upp endanlega. Að heiðursmannasam- komulagi var ekki gert ráð fyrir neinum bakreikningum. I ályktun bæjarstjórnar segir m.a.: „Eftir að hafa farið ítarlega yfir alla samninga, er málið varða, skiluðu ráðgjafarnir bæjarráði greinargerð, dags. 21. nóvember sl. Þar kemur fram það álit að til þess tíma hafi báðir aðilar staðið við gerða samninga, og ekki séu efni til frekari endurskoðunar á þeim." Ennfremur segir í sömu ályktun bæjarstjórnar Kópavogs: „Bæjar- stjórn Kópavogs lýsir fullu trausti á ráðgjöfum bæjarráðs ... og mikil- vægt að bæjarstjórn sem heild standi einhuga að baki þeim áformum sem þar eru uppi." í framhaldi þess drógu Guðmundur Oddsson og Valþór Hlöðversson til baka tillögu um að fram færi op- inber rannsókn vegna Smára- hvammssamninga við Frjálst framtak. Guðmundur Oddsson hættir i stjórnsýslunefnd Héldu allir að þar með væri Smárahvammsmáli lokið og munu Guðmundur og Valþór hafa lýst því yfir að eftirleikur yrði enginn. Yrði hins vegar því enn haldið fram að ekki hefði heiðarlega ver- ið staðið að málum, mun Guð- mundur a.m.k. hafa tjáð meiri- hlutanum að þá væri samstarf meiri- og minnihluta um stjórnun- armál í hættu. I Morgunblaðinu í gær er svo haft eftir Gunnari Birgissyni m.a. að „allar mínar fullyrðingar standa eftir sem áður um að þetta hafi verið lélegir samningar fyrir bæjarfélagið ..Guðmundur Oddsson tilkynnti bæjarstjóranum í Kópavogi að hann segði af sér sem fulltrúi í Stjórnsýslunefnd Kópavogs vegna þessara ummæla Birgis. Einn fulltrúi situr í stjórn- sýslunefndinni frá hverjum bæjar- stjórnarflokki. Guðmundur segir að ekki sé hægt að sitja undir þvílíkum áburði sem hann telji koma fram hjá Gunnari. Niðurstaða bæjar- stjórnar 8. janúar hafi verið sátta- gerð. „Með yfirlýsingu sinni í Morgunblaöinu nú lýsir oddviti sjálfstæðismanna yfir áframhald- andi stríði við minnihlutann. Þar með sé ég ekki ástæðu til frekara samstarfs," sagði Guðmundur Oddsson í gær. Hlegið að ríkissjónvarpinu Það vakti hlátur margra, þegar Ríkissjónvarpið fór að segja frá því góða framtaki Stöðvar 2 að senda út CNN-fréttir á öllum tím- um utan dagskrárinnar. Frétta- maður var sendur út af örkinni og reyndi allt hvað hann gat til að fá slæmar hliðar á málinu. Hvorki gekk né rak. Viðmæl- endur, Þorbjörn Broddason og Svauar Gestsson , virtust báðir hrifnir af framtaki Stöðvar 2 og Svavar tók af öll tvímæli um það að fréttaflutningurinn yrði ekki stöðvaður með ráöherravaldi! Menn spyrja hins vegar þeirrar spurningar hvers vegna RÚV hristir ekki af sér doðann og ger- ir stóra hluti eins og Stöð 2 nú. Fyrsti prófessorinn i heimilislækningum Jóhann Ágúst Sigurdsson, 42 ára heilsugæslulæknir í Hafnarfirði hefur verið ráðinn í stöðu fyrsta prófessorsins í heimilislækning- um. Frá 1976 hefur verið til staða lektors í þessari grein lækninga við Læknadeild Há- skóla Islands og gegndi Örn Bjarnason því starfi fyrstur lækna. Jóhann Agúst er fæddur á Siglufirði og varð stúdent frá MR 1968, en lauk embættisprófi 1975 og hélt til framhaldsnáms í heimilislækningum í Gautaborg að námi hér loknu. Doktorsrit- gerð um háan blóðþrýsting hjá miðaldra konum varði hann við Gautaborgarháskóla 1982. Frá 1981 starfaði dr. Jóhann við Heilsugæslustöð Hafnarfjarðar og jafnframt sem héraðslæknir Reykjaneshéraðs. Við síðar- nefnda embættinu tekur Sveinn Magnússon, heilsugæslulæknir í Garðabæ. Jóhann er sonur Gydu Jóhannsdóttur og Sigurdar Jónssonar, fyrrum fram- kvæmdastjóra Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, síðar for- stjóra Sjóvá. Kona Jóhanns er Edda Benediktsdóttir og eiga þau þrjú börn. Lísbet sýnir i Nýhöfn Á laugardaginn opnar Lísbet Sveinsdóttir, 38 ára, málverka- sýningu í Listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti. Lísbet er þekkt leirlistarkona auk þess sem hún hefur unnið að gerð steindra glugga. Nú sýnir hún á sér nýja hlið, á sýningunni eru málverk, sem hún hefur málað síðustu 2 árin í portúgölsku sólskini. Verk Lísbetar prýða marga staði, m.a. má nefna þann fræga sænska banka, Enskildabanken, og stofnanir Reykjavíkurborgar, sem keypt hafa verk hennar. FRtTTASK ÝRING Af síðasta bæjarstjórnarfundi: Guðni Stefánsson t.v. og Sigurður Geirdal bæjarstjóri. Á bak við Sigurð sér i Birnu Friðriksdóttur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.