Alþýðublaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. janúar 1991 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR IHNOTSKURN ROCKY HORROR í HAMRAHLÍÐ: Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir söngleikinn Roc- ky Horror Picture Show eftir Richard O’Brien á sunnudag- inn í Iðnó kl. 20.30. Alls taka þátt í sýningunni 84 mennta- skólanemar, en auk þeirra hafa fjölmargir nemendur lagt sýningunni lið á ýmsan hátt. Að sjálfsögðu hefur þurft að leita út fyrir skólann um sérfræðiaðstoð: Veturliði Gunn- arsson þýddi leikinn, Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrir, Jón Ólafsson stýrir tónlistarflutningi, leikmynd er gerð af nemendum undir stjórn Gudrúnar Sigríðar Haralds- dóttur, dansa samdi Ástrós Gunarsdóttir, lýsingu hann- aði Egill Ingibergsson, hljóðstjórn annast Sigurður Bjóla Garðarsson. Aðalhlutverk: Páll Óskar Hjálmtýs- son, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Guðjón Bergmann, Steinunn Þórhallsdóttir, Katrín Kristjánsdóttir, Jón Atli Jónasson, Bergur Már Bernburg, Dofri Jónsson, Guðlaugur Ingi Harðarson og Gestur Svavarsson. Sýningarstjóri er Breki Karlsson, aðstoðarleikstjóri Ás- dís Sigmundsdóttir. SÁRSAUKAFULL SAMEINING: Eins og stundum vill verða við sameiningu fyrirtækja, virðist sameining Bí- ró hf. og Steinars hf. í Kópavogi flokkast undir þá gerð sem telja verður sársaukafulla. Rafn Ben. Rafnsson, fram- kvæmdastjóri Bíró-Steinars hf. hefur sent viðskiptaaðilum prentað bréf þar sem gerð er grein fyrir lögbanni fógeta á að Guðni Jónsson, fyrrverandi eigandi og framkvæmda- stjóri Steinars — Stálhúsgagnagerðar og núverandi starfs- maður hjá húsgagnafyrirtækinu Sess, nýti í eigin þágu eða annarra viðskiptasambönd sem voru til staðar við sölu á Steinari Stálhúsgagnagerð. Er Guðni borinn þeim sökum að hafa komið undan álitlegum erlendum umboðum. FORVAL ALÞÝÐUBANDALAGSINS: Fjórtán hafa gefið kost á sér í forvali Alþýðubandalagsins i Reykjavík. Þeir eru: Árni Þór Sigurðsson, hagfræðingur, Arnór Þórir Sigfússon, dýrafræðingur, Auður Sveinsdóttir, landslags- arkitekt, Birna Þórðardóttir, blaðamaður, Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, Guðrún Helgadóttir, forseti sam- einaðs Alþingis, Haraldur Jóhannesson, hagfræðingur, Már Guðmundsson, hagfræðingur, Margrét Ríkharðsdótt- ir, formaður Þroskaþjálfafélagsins, Matthías Matthíasson, háskólanemi, Sigurrós M. Sigurjónsdóttir, fulltrúi, Steinar Harðarson, tæknifræðingur, Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra og Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiður. RAUÐU PENNARNIR: Mál og menning hefur gef- ið út ritið Rauðu pennarn- ir — bókmenntahreyfing á 2. fjórðungi 20. aldar eftir dr. Orn Olafsson. I bókinni er fjallað um þessa áhrifaríku bókmennta- hreyfingu sósíalista. Þar koma við sögu menn eins og Halldór Laxness, Steinn Steinarr, Halldór Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum og Kristinn E. Andrésson. SÁÁ ÚTI Á LANDSBYGGÐINNI: Um 3500 einstak- lingar nutu góðs af starfi Landsbyggðarþjónustu SÁÁ sem hófst á síðasta ári. Mikill áhugi er því fyrir þessu starfi og er það að hefjast á nýjan leik og stendur fram á vor. Nám- skeið verða haldin, 3—5 daga á hverjum stað, hið fyrsta hefst á Hornafirði 21. janúar og síðan haldið áfram um Austfirði og Norðausturland. 40 ARNARPÖR HELGA SÉR ÓÐAL: Fuglaverndun- arfélagið segir 40 arnarpör hafa helgað sér varpstaði (óðal) á síðasta ári. Þar af komu 12 pör upp 19 ungum, en varp misfórst hjá 28 pörum af ýmsum orsökum. í sumum tilfell- um var annar örninn ekki kynþroska og eggin þar af leið- andi ófrjó. Auk þess sáust 21 stakur örn víðsvegar um land- ið. GIFTINGAR 0G SKILNAÐIR: Borgardómarar gáfu saman 114 hjón á síðasta ári. Þeir veittu líka 170 leyfi til skilnaðar að borði og sæng. Hjá embættinu komu fyrir 534 skilnaðarmál og yfirlýsingar um sambúðarslit voru 190. Allar eru þessar tölur svipaðar og verið hefur undanfarin ár, en fara þó heldur lækkandi. Heimsmarkadsverd á áli: Batncmdi horfur komi ekki til stryrjaldar Verði styrjöld fyrir botni Persaflóa má búast við að heimsmarkaðs- verð á áli lækki í kjölfar verra efnahagsástands í heiminum almennt, kom fram í máli Ingvar Páls- sonar verkfræðings hjá ÍSAL við Alþýðublaðið í gær. Ingvar segir að álverð sé nú lágt, eða um 1.550 bandaríkjadalir tonnið en hafði farið upp í 1.950 doll- ara í september á síðasta ári. Meðalverð á síðasta ári hafi verið um 1.650 dollar- ar tonnið. Álverð var hátt á árinu 1988 og fór um mitt ár í 2.800 dollara en hafði verið mjög lágt áður, eða allt niður í 1.200 dollura í janúar 1987. Ingvar Pálsson sagði hins vegar að ef þau tvö álver sem eru við Persaflóann lokuðust mætti búast við timabundinni meiri eftir- spurn eftir áli. Þetta væru um 200.000 tonna álver í Dubai og í Bahrein. Komi til stríðs má búast við að verð á olíu hækki mjög og þar af leiðandi hækki framleiðslukostnað- ur á iðnaöarvörum al- mennt. Slíkt leiðir til að menn halda frekar að sér höndunum og hætt er við samdrætti. Almennur sam- dráttur mun því væntan- lega leiða til minni eftir- spurnar, t.d. á áli, og þá lægra verði. Að óbreyttu er búist við að álverð verði áfram lágt fyrri hluta ársins en fari hækkandi á seinni hluta þess. Bandaríkin er mjög ráðandi í verðmyndun á áli. Álframleiðendur binda einkum vonir við að aukin eftirspurn eftir áli verði til dósagerðar og bílafram- leiðslu. Áldósir þykja hent- ugar vegna þess hve auð- velt er að endurvinna þær. Þá munu nýjar reglur um bensínnotkun bíla í Banda- ríkjunum væntanlega hafa það i för með sér að ál verð- ur í auknum mæli notað í bílaframleiðslu. Nú eru not- uð um 70 kg af áli í meðal- fólksbíl í Bandaríkjunum en búist er við að það eigi eftir að aukast í 300 kg að sögn Ingvars. Heimsmarkaðsverð á gasoliu: Upp um 46 um síðustu dollara helgi Orkan kann að hækka verulega á markaði á næstunni — nema sú sem hressir hjóireiðamenn fram- leiða. Hér má sjá Jón Rúnar Sveinsson hjá Húsnæðisstofnun á ferð í rysjótti tíð í gærdag. A-mynd: E.ÓI. Verö á gasolíu hækkaði mjög mikið í upphafi þess- arar viku, eða um 46 bandaríkjadaii tonnið. Gasolíutonnið er því kom- ið í um 340 dollara en kost- aði fyrir innrás íraka í Kú- veit um 170—180 dollara. Það hefur því tvöfaldast á þessu tímabili. Hörður Helgason hjá Olís segir að verðið hafi verið um 274 dollarar á tonni af gasolíu og sé nú orðið svipað og það var fyrst eftir innrásina. Bens- ínverð hefur hækkað hlut- fallslega mun minna, eða úr 259 dollurum í um 308 doll- ara nú. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur sveiflast nokk- uð til frá eftir að innrásin var gerð og er nú um 30 dollarar. Fyrir innrás íraka á Kúveit kostaði olíutunnan á heims- markaðsverði um 15 dollara en hefur verið undanfarið verið um 25 dollarar. Búist er við að það verð tvöfaldist eða þrefaldist komi til stríðs. Hækki verðið til lengri tíma má búast við að samsvarandi hækkun komi fram hér á landi, sagði Hörður við Al- þýðublaðið. Hins vegar þurfi verð á unnum olíuvörum ekki hækka að sama skapi og verð á hráolíu. Enn sem komið er þurfa bifreiðaeigendur ekki að ótt- ast sprengingu á bensínverði. Bensínlítrinn er nú á um 57 kr. og hefur því hækkað inn- an við 10% frá því í sumar, eða miklu minna en nemur hækkun á hráolíu á heims- markaði. Húsnœðiskönnun Búseta: Gamla Reykjavik vinsælust Þeim fjölgar um helming sem vilja helst búa í Hafnarfiröi Unga fólkið vill helst búa í gömlu Reykjavík. 662 tóku þátt í húsnæðiskönn- un Búseta, sem var gerð í nóvember sl. 70% vilja að íbúðir í búsetakerfinu séu í fjölbýlishúsum. Meðal- leiga þeirra em svöruðu er 28.200 krónur. Markmiðið með könnun- inni var m.a. að afla grund- vallarupplýsinga um hús- næðisaðstöðu og óskir félags- manna í Búseta. Að undan- förnu hefur fjölgað mjög íbúðum í byggingu á vegum búsetafélaga um allt land. Ungu fólki fjölgar í Búseta. Nú eru 10% fleiri undir 30 ára en í sambærilegri könnun 1988. Þeim fjölgar einnig um 10% sem kjósa að íbúðir í bú- setakerfinu verði parhús eða raðhús. Yfirgnæfandi eru þó óskirnar um fjölbýli. 7 af hverjum 10 kjósa íbúðir i fjöl- býlishúsum. Mið- og vesturbær Reykja- víkur er vinsælasta hverfi þessa hóps. 55% finnst æski- legast að þær rísi á þessu svæði á höfuðborgarsvæð- inu. Önnur hverfi í Reykjavík eru ekki eins ofarlega á óska- listanum og hefur áhugi á Grafarvogi minnkað frá sið- ustu könnun. Vaxandi áhugi er á að búa í Kópavogi, Garðabæ og einkum i Hafn- arfirði. í könnuninni 1988 sögðust 5% vilja helst að bú- setaíbúðir yrðu í Hafnarfirði en nú svara helmingi fleiri á sömu lund. Spurt var hvort viðkom- andi ætti í erfiðleikum með að halda því húsnæði sem hann byggi í og svaraði næst- um þriðji hver því játandi. 52,4% sögðu ástæðuna vera hættuna á að vera sagt upp húsnæði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.