Alþýðublaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. janúar 1991
INNLENDAR FRETTIR
3
FRÉTTIR
í HNOTSKURN
TIL MINNINGAR UM VILHJÁLM: Breiðvangur
frumsýnir á laugardagskvöldið söng- og skemmtidag-
skrána Vid eigum samleið, dagskrá sem byggð er á söng-
ferli Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, sem lést í bílslysi í
Lúxembúrg í blóma lífsins árið 1976. Tólf ára litríkur ferill
Vilhjálms verður rifjaður upp af mörgum okkar bestu
söngvurum, og þar koma við sögu margir okkar bestu
krafta. Egill Eðvarðsson setur sýninguna upp. Á mynd-
inni eru þeir sem við sögu koma í sýningunni.
GOLFMÓT Á ÞORRANUM: Það er skammt öfganna
á milli í veðurfarinu hér á landi. Dagur á Akureyri greinir
frá því á þriðjudaginn að þar í bæ hafi farið fram þorramót
í golfi helgina á undan. Um 20 kylfingar tóku þátt í mótinu
á Jaðarsvelli. Á sunnudag léku golf á vellinum einir hundr-
að félagar í Golfklúbbi Akureyrar. Gísli Bragi Hjartar-
son, formaður GA segir: „Ég man nú ekki eftir að hér hafi
verið haldið mót á þorranum fyrr og elstu menn ekki held-
ur.“ Hann segist vona að vorið sé komið. Búast má við að
þeim norðanmenn setji á mót með stuttum fyrirvara hald-
ist „vorið“ áfram.
UMHVERFISÍMYND 0G HAGSÆLD: Ingvi Þor-
steinsson, náttúrufræðingur, stýrir málþingi íslands-
nefndar Norræna umhverfisársins í Norræna húsinu á
laugardaginn kl. 14. Málþingið heitir Umhverfisímynd
og hagsæld á Islandi. Málshefjendur eru sjö, Júlíus Sól-
nes, ráðherra umhverfismála, Kristín Halldórsdóttir,
formaður Ferðamálaráðs, Haukur Halldórsson, formað-
ur Stéttarsambands bænda, dr. Alda Möller, matvæla-
fræðingur hjá SH, Jakob Björnsson orkumálastjóri, dr.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor, og Sigþrúður
Gunnarsdóttir menntaskólanemi. Málþingið er öllum op-
ið.
Persaflóastríðid og ferdamannastraumurinn:
LÍTIL ÁHRIF
Á ÍSLANDI
Sáralítid hefur dregid
úr ferðum útlendinga til
landsins á síðustu dög-
um að því er virðist —
gagnstætt því sem nú er
að gerast í mörgum lönd-
um heims.
„Lítið hefur verið um að
fólk afbóki gistingu," segir
Jónas Hvannberg, hótel-
stjóri á Hótel Sögu. Hann
sagði að fólk væri hikandi
og spyrðist fyrir um með
hve löngum fyrirvara þyrfti
að afbóka gistingu. Jónas
sagði að ekki hefði borið á
því að fólk frá Norðurlönd-
unum hefði afbókað, og
nýting á hótelinu væri eðli-
leg miðað við árstíma,
reyndar nokkru betri en
þeir hefðu gert ráð fyrir í
áætlunum sínum.
Evrópubúar lelja
sig ttruggq á Islandi
Helgi Jóhannsson, for-
stjóri hjá Samvinnuferð-
um-Landsýn, sagði að eitt-
hvað hefði verið um að
menn afpöntuðu ferðir en
það væri ekki mikið. Hann
sagði að ekki væri að sjá að
munur væri á því hvort um
ferðir frá Ameríku eða Evr-
ópu væri að ræða í þessum
afbókunum. „Það sem er
mest áberandi er að menn
eru að doka við og færa
bókanir aftur í tímann.
Pantanir sem gerðar hafa
verið fyrir sumarið eru síst
minni en áður, það er
greinilegt að Evrópubúar
telja það mjög öruggt að
fara í sumarfrí til íslands,"
sagði Helgi.
Ekki verður hægt með
góðu móti að átta sig á því
hvort Islendingar sem
hyggja á ferðir til útlanda
láta ástandið hafa áhrif á
sig fyrr en nokkuð verður
liðið á febrúar og ferða-
skrifstofurnar byrjaðar af
krafti að bóka fyrir sumar-
ferðir. Helgi sagði að áætl-
anir um vetrarsólarferðir
hefðu ekkert breyst. Eitt-
hvað mun hafa verið um
það að ferðum erlendra
starfshópa, sem koma áttu
til íslands í stuttar skemmti-
ferðir, hafi verið aflýst.
Meg Minsloff, flugfreyja: Á
allt eins von á aö þurfa aö
fljúga meö vopn til Persa-
flóa. A-myndir: E.ÓI.
Sumir eigq' alltaf
von q hinu versta
Að því best verður séð
hefur stríðið við Persaflóa
og hræðsla fólks við
hryðjuverk ekki haft veru-
leg áhrif á ferðir til eða frá
íslandi. Alþýðublaðið hafði
samband við útlendinga
sem voru staddir hér á
landi og bar þeim saman
um að það hefði ekki breytt
þeirra ferðaáætlunum þótt
stríð geysaði við Persaflóa.
Meg Minsloff, flugfreyja
frá Chicago, sagði að þegar
staðið hefði til að hún færi
til íslands hefðu henni síst
af öllu dottið í hug hryðju-
verk. Hún sagði að í Banda-
ríkjunum væri mikil við-
búnaður á flugvöllum og
það skapaði öryggistilfinn-
ingu hjá fólki. Hún sagðist í
starfi sínu allt eins eiga von
á því að þurfa að fljúga með
vopn til Saúdí-Arabíu og
hún hefði engar áhyggjur.
McKinloch-hjónin
bresku, sem blaðamaður
Alþýðublaðsins rakst á í
snjómuggunni fyrir utan
Hótel Loftleiðir, sögðu að
fólk mætti alltaf eiga von á
því að eitthvað kæmi fyrir á
ferðalögum. Ef menn væru
alltaf að ímynda sér allt það
versta, færu engir í ferða-
lög. Þau sögðust hafa kom-
ið til íslands til þess að kom-
ast í snjó og kulda og
draumar þeirra hefðu full-
komlega ræst.
McKinloch-hjónin sögðust hafa komið til að fá kulda og snjó
— draumar þeirra rættust fullkomlega.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN Á ALÞJÓÐAMARK-
AÐ: Svo kann að fara að geisladiskar og hljómplötur með
leik Sinfóníuhljómsveitar ísiands fari á alþjóðlegan
markað. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu mennta-
málaráðherra um að tryggja Sinfóníuhljómsveitinni allt að
3 milljónir króna á ári í þrjú ár til að unnt verði að standa
við samning við hið virta útgáfufyrirtæki Chandos um
upptökur. Gert er ráð fyrir að gefa út þrjár plötur eða diska
með hljómsveitinni á ári, alls 9 á samningstímanum. Fyrir-
tækið ræður yfir öflugu sölukerfi í 32 löndum. Fyrsta upp-
taka verður í lok febrúar.
PÓSTUR 0G SÍMI HÆKKAR: Sími og póstburðar-
gjöld hækka um 3,5% til jafnaðar um mánaðamótin. Póst-
ur & sími segir að þetta sé nauðsynlegt til þess að stofnunin
geti staðið undir rekstri, þ.e. fjárfestingum ársins og
greiðslu 550 milljón króna framlags til ríkissjóðs sam-
kvæmt forsendum fjárlaga ársins. Þriggja mínútna símtal
til Egilsstaða mun nú kosta 20 krónur og 55 aura en kostaði
áður 19,80 krónur,- á nóttunni kostar sama símtal 11,80
krónur í stað 11,40 kr. áður.
SKÆÐAR PESTIR í GANGI: Héraðslæknirinn í
Reykjavík gefur út tilkynningu um farsóttir í umdæmi höf-
uðborgarinnar. I síðasta mánuði kvað rammt að kvefi og
veirusýkingum í efri loftvegum eins og læknar orða það.
Blaðið hefur fregnir af að enn kveður mjög að sjúkdómum
sem þessum. Fólki er ráðlagt að fara varlega, fái það slíkar
pestir, eftirköst hafa orðið slæm hjá mörgum sem fara of
snemma af stað eftir legu.
HÆKKUNUM MÓTMÆLT: Miðstjórn Alþýðusam-
ísland í A-flo
bands íslands lýsir yfir vonbrigðum með að sjá einstaka
aðila ganga fram með stórfelldar hækkanir eins og nú ger-
ist, fasteignagjöld, fasteignatryggingar hjá tryggingafélög-
unum og fleira. Varað er við afleiðingum slíkra hækkana
og þeim mótmælt. Áframhald þjóðarsáttar ráðist af því að
samstaða haldist. Miðstjórnin ályktaði ennfremur um
ástandið við Persaflóa og vildi láta reyna enn frekar á frið-
samlega lausn.
Ísland i A-flokk!
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra, heldur ræðu á fjölmennum og líflegum
fundi norður á Akureyri. Sigbjörn Gunnarsson sem skipar fyrsta sæti A-lista Alþýðuflokksins í norðurlandskjördæmi —
eystra stýrið fundi. Jóahanna Sigurðardóttir, varaformaður Alþýðuflokksins og félagsmálaráðherra, flutti einnig ræðu
á fundinum og sátu ráðherrarnir síðan fyrir svörum. Fundurinn var upphaf á fundarherferð Alþýðuflokksins undir kjör-
orðinu ísland í A-flokk!