Alþýðublaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 7
7
Fimmtudagur 31. janúar 1991
UMRÆÐA
llndir
nafni
rósarinnar
Stjórnmálin eru heillandi vegna þess að þau eru
vettvangur umbéta i þjóðfélaginu. Kjörin, eins og lif
okkar er kallað, ráðast af skiptingu tekna. Þess
vegna er stjórnmálaþátttaka i minum huga barátt-
an um að deila kostinum þannig að fáir éti sér til
óbóta á kostnað hinna sem svelta.
Það hefur verið hlutskipti mitt
fram að þessu að fylgjast með
þjóðmálaumræðu án þess að sjá
sannleikann allan á einum stað.
Það var ekki fyrr en ég skipaði
mér undir merki hinnar rauðu rós-
ar sem ég fann hinn eina rétta tón
jafnaðarstefnunnar sem felur í sér
samhljóm þeirra skoðana sem ég
stend fyrir. Forleikur að þeirri sin-
fóníu var leikinn á liðnu vori þegar
gott fólk kom saman í þeirri við-
leitni að sameina jafnaðarmenn
undir nýjum leiðarljósum. Það var
ekki okkar sök í Nýjum vettvangi
hvernig sú tilraun tókst. Of margir
hugsuðu of mikið um eigin hags-
muni og báru ekki gæfu til þess að
sjá skóginn fyrir trjánum. Að mínu
viti rugluðust þeir í ríminu og átt-
uðu sig ekki á að stefna stjórn-
málaflokks breytist í tímans rás og
tekur mið af breyttum þjóðfélags-
háttum. Leiðin hlýtur að liggja
áfram hvort sem straumurinn er í
fangið eöa logn á jörðu. Eina er-
indi okkar við fortíðina er því að
læra af henni og vinsa úr það góða
en láta annað eiga sig. Við megum
um fram allt ekki tvístíga eða
hjakka í sama farinu.
Við jafnaðarmenn höfum fylkt
okkur undir nafni rósarinnar. En
rósin stingur ef fruntalega er að
henni farið. Við þurfum að læra þá
íþrótt að vinna í anda þeirra sam-
taka sem við teljum réttan vett-
vang góðra málefna. Þau eiga því
að sameina okkur fyrst og fremst.
Alþýðuflokkurinn þarf því á þeim
liðsmönnum að halda sem komnir
eru til starfa fyrir fólkið og vegna
fólksins.
Frambjóðendur hafa þá sér-
stöðu að setja einstök mál á odd-
inn og telja sig þannig málsvara
þeirra umfram annað fólk. Þar er
ég engin undantekning. Mitt hjart-
ans mál er sú krafa að ótímabær-
um fórnum á samborgurunum
linni á götum og vegum. Af sum-
um heimsfrelsurum er andófið
gegn því að þessum ósköpum linni
kallað „mjúkt mál“. En hvort sem
málið er mjúkt eða hart er víst að
krafan um bætta umferðarmenn-
ingu getur aldrei talist annað en
tiilit til náungans. Kannski nú sem
aldrei fyrr mitt í djöfulgangi stríðs
og ógna í heiminum.
Alþýðuflokkurinn boðar m.a.
stefnu í efnahagsmálum og hvar
og hvernig íslendingar eiga að
skipa sér í flokk með öðrum þjóð-
um. Víst erum við fámenn þjóð en
það er stórt orð að vera sjálfstæð-
ur og sjálfbjarga. í þeirri umræðu
gefur komið upp sú spurning
hvernig stórþjóðum gengur að
skilja hagsmuni þjóðar sem telur
fjórðung úr milljón. Þar er vissu-
lega vel að hugsa stórt en allir út-
reikningar og tölulegu staðreynd-
irnar vega þó ekki þungt þegar
manneskjur eiga í hlut nema þær
leiði af sér betri tíð. í mínum huga
er það hin eina sanna jafnaðar-
stefna og jafnframt skylda okkar,
sem heil erum, að styðja það fólk
sem orðið hefur undir í baráttunni
fyrir brauðinu eða slegið hefur
verið niður af völdum sjúkdóma
eða slysa. Til þeirra verka býð ég
mig m.a. fram til starfa undir nafni
rósarinnar góðu. Trú mín er að sú
rós muni springa út og dafna sem
aldrei fyrr að vori.
skrífar
OFT SEST
EKKERT NEMA
ENDURSKINSMERKIN!
yUMFERÐAR
RÁÐ
1
• -V . ->
'# #
„í mínum huga er það hin eina sanna jafnaðarstefna og jafnframt skylda okkar, sem heil erum, að styðja það fólk
sem orðið hefur undir í baráttunni fyrir brauðinu eða slegið hefur verið niður af völdum sjúkdóma eða slysa," segir
Ragnheiður Davíðsdóttir m.a. i umræðugrein sinni.
ÞRÖSTUR ÓLAFSSON
hefur á fjölbreyttum starfsferli og með framlagi sínu til þjóðmálaumrœðunnar
áunnið sér mikið traust og álit langt útfyrir raðir pólitískra samherja.
Við undirrituð berum mikið traust til Þrastar og teljum að á Alþingi íslendinga
muni kraftar hans og þekking nýtast þjóðinni vel.
Hörður Zóphaníasson skólastjóri, Ásgeir Jóhannesson
stjórnarformaður KRON forstjóri, í stjórn KRON
Guðmundur J. Guðmundsson Davíð Scheving Thorsteinsson
formaður Dagsbrúnar forstjóri Smjörlíki-Sól hf.
Halldór Bjömsson Óli Kr. Sigurðsson
varaformaður Dagsbrúnar forstjóri OLÍS hf.
Leifur Guðjónsson Víglundur Þorsteinsson
í stjórn Dagsbrúnar formaður Félags íslenskra iðnrekenda
Ragna Bergmann Ámi Kr. Einarsson
formaður
Verkakvennafélagsins Framsóknar framkvæmdastjóri Máls og menningar
Örlygur Geirsson
skrifstofustjóri, Guðjón B. Ólafsson
fyrrv. varaformaður BSRB forstjóri Sambands íslenskra Samvinnufélaga
Hildur Kjartansdóttir
varaformaður Iðju, Þórður Sigurðsson
félags verksmiðjufólks verslunarstjóri Miklagarði
Lára V. Júlíusdóttir Sigurður E. Guðmundsson
framkvæmdastjóri ASI framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar rikisins
Bjarni P. Magnússon
sveitarstjóri, Magnús H. Magnússon
fyrrverandi borgarfulltrúi fyrrverandi ráðherra
Björgvin Guðmundsson Elías Kristjánsson
framkvæmdastjóri, fyrrv. borgarfulltrúi forstjóri KEMIS
OPIÐ PRÓFKJÖR
ALÞÝÐUFLOKKSINS í REYKJAVÍK
2.-3. FEBRÚAR 1991