Alþýðublaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 1
FOSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991 HNÖTTÓTTUR DAGUR Á MÁNUDAG: Bolludagur er á mánudag, og bakararnir strax farnir að selja varning- inn, girnilegan að sjá. Þessi mánudagur verður að venju með allra hnöttóttasta móti. Fólk borðar að meðaltali 3—4 bollur, en auk rjóma og súkkulaðibolla hafa margir iagt í vana sinn að borða fisk- eða kjötbollur þennan dag. Á myndinni er hún Nína Ingadóttir í Austurveri með kræs- ingarnar. A-mynd: E.Ól. ENGINN SPARNAÐ- UR AÐ LOKUN SJÚKRAHÚSÆTaliðer að sparnaður í heilbrigðis- kerfinu vegna sumarlok- ana á stofnunum sé um 1% af kostnaði. BSRB-tíðindi draga sparnaðinn mjög í efa. Heimilishjálp hjá Reykjavíkurborg stóraukist þegar stofnunum sé lokað. Sama sé uppi á teningnum með heimahjúkrun. Kvöld- og helgarvitjanir aukist og átalið sé það álag sem legg- ist á aðstandendur (auk vinnutaps þeirra), auk meiri útgjalda Trygginga- stofnunar. 20 ÞÚSUND KRÓNA BÚBÓT Útflutningur sjávaraf- urða jókst um 13 milljarða í fyrra miðað við árið áður. Það svarar til þess að hver fjögurra manna fjölskylda hafi feng- ið 20 þúsundum krónum meira milii handanna. LEGGST GEGN HÆKKUN: Kristján Jónsson, raf- magnsveitustjóri ríkisins leggst gegn hækkun á rafmagni til neytenda til að mæta áföllum í ofviðrinu mikla um dag- inn. LEIDARINNIDAG Leiðari Alþýðublaðsins í dag fjallar um þá gervilausn sjálfstaeðismanna að greiða foreldrum fé fyrir að vera heima með börnum sínum. „Tillaga sjálfstæðis- manna um foreldralaun er í raun tillaga um mæðra- laun; tilraun til að taka konur af vinnumarkaði og fela þeim hefðbundið uppeldishlutverk barna á heimil- um fyrir nokkrar krónur," segir m.a. í leiðara blaðsins. SJÁ BLS. 4: FORELDRAGREIÐSLUR ERU GERVI- LAUSN. Efnahagsmálum útrýmt Guðmundur Einarsson bendir á í skemmtilegri grein sinni í dag að ríkisstjórnin hafi fengið því áorkað að „útrýma efnahagsmálunum". Þau eru ekki lengur jafnheiftarlega í umræðunni nú og áður var. Tónaflóðinu mótmælt íbúar í næsta húsi við Tón- listarskóla Félags íslenskra hljóðfæraleikara við Rauða- gerði hafa kvartað yfir tóna- flóðinu. Borgin ætlar að koma til bjargar. RÚV og PRESSAN í auglýsingastríði Auglýsingadeild Ríkisút- varpsins neitaði í gær að birta leikna auglýsingu Pressunnar. Markaðsstjóri Pressunnar kall- ar þetta ritskoðun, útvarps- stjóri stendur með sínu fólki. Akvöröun um blöndun Nesjavalla og hitaveituvatns: Án samráðs við borgarstjora Þad var ekki haft samráð við borgarstjóra, þegar upphituðu vatni úr Þing- vallavatni var blandað saman við hitaveituvatn á höfuðborgarsvæðinu 1987. Það var þáverandi hitaveitustjóri sem tók ákvörðun um blöndunina. ,,Ég tek ákvörðunina sjálf- ur árið 1987, en byggi á at- hugunum sérstakra kunn- áttu- og fagmanna," segir Jó- hannes Zoega fyrrverandi hitaveitustjóri í viðtali við Al- þýðublaðið. Jóhannes segir að vatnið hafi verið hitað upp á Nesja- völlum og flutt í tönkum til Reykjavíkur þar sem það hafi verið blandað hitaveituvatni í leiðslum. Erfitt hafi reynst að líkja eftir raunveruleika á til- raunastofu. „Jafnvel vönduð- ustu tilraunir geta brugðist," segir Jóhannes. „Þetta er ekki óviðráðan- legt dæmi. Útfellingarnar eru tiltölulega lausar en þetta getur valdið óþægindum í nokkra mánuði," segir Jó- hannes Zoega. Stjórnmálasamband viö Litháen í fullum undirbuninm: Visa öllum efasemdum á bug Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra vís- ar á bug öllum efasemdum um að íslenska ríkisstjórn- |in muni standa við ákvörð- un sína um að taka upp viðræður um stjórnmáls- amband við Litháen. Und- irbúningsvinna er nú í fullum gangi og m.a. hefur verið rætt fimm sinnum á undanförnum dögum við utanríkismálaráðherra Litháa um undirbúning málsins. Utanríkisráð- herra segir við Alþýðu- blaðið að vönduð undir- búningsvinna sé forsenda þess að íslenska ríkis- stjórnin taki upp stjórn- málasamband við Litháen, svo aðrar þjóðir megi fara óhikað að fordæmi Islend- inga. „Það er verið að vinna af fullum krafti að því að taka upp stjórnmálasamband við Litháen, en gögn frá Litháum hafa nýlega borist og ekki öll legið fyrir í íslenskri þýðingu fyrr en nú, þ.á.m. stjórnar- skrá Litháa, sjálfstæðisyfir- lýsing landsins og samstarfs- samningur Litháens við lýð- veldið Rússland. íslenska rík- isstjórnin mun standa fast við |ákvörðun sína um að hefja viðræður við Litháa um stjórnmálasamband. Þær viðræður eru reyndar í full- um gangi og t.d. hefur verið rætt fimm sinnum við Saud- argas, utanríkisráðherra Lit- háens, um undirbúning máls- ins,“ segir Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra. í gær hittust formenn stjórnmálaflokkanna og ræddu Litháen-málið og ut- anríkismálanefnd Alþingis fundaði einnig um Litháen. Utanríkismálanefnd mun funda aftur í dag síðdegis og formenn stjórnmálaflokk- anna einnig og er að myndast breið pólitísk samstaða um málið. Búist er við að utanrík- ismálanefnd muni senda frá sér tillögu eða ályktun sem styðji ákvörðun ríkisstjórnar- innar frá 23. janúar sl. um að taka upp viðræður við Lithá- en um stjórnmálsamband. Litháar hafa lýst því yfir við íslensku þingmannanefndina sem heimsótti Litháen í fyrri viku, að ef ísland taki upp stjórnmálasamband við Lit- háen muni fleiri þjóðir sigla í kjölfarið og hefur verið nefnt vilyrði frá Tékkóslóvakíu og Póllandi og einnig Danmörku og Kanada í því sambandi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Alþýðublaðsins eiga þessar yfirlýsingar sér ekki stoð í veruleikanum og hefur íslenska utanríkisráðu- neytið fengið það staðfest. Jón Baldvin Hannibalsson vildi ekki tjá sig um þetta er Alþýðublaðið bar fréttina undir utanríkisráðherra en segir að það sé afar mikil- vægt að rétt sé staðið að mál- um þegar ísland taki upp stjórnmálasamband við Lit- háen: „Stjórnmálasamband íslands við Litháen gagnast ekki Litháum nema aðrar þjóðir fylgi eftir og geri slíkt hið sama. Þess vegna er mik- ilvægt að við gerum þetta á hárréttan hátt og verðum ekki aðhlátursefni annarra þjóða, heldur geti þær fyigt fordæmi okkar á öruggan hátt. Þess vegna er undirbún- ingsvinnan afar þýðingar- mikil." Utanríkisráðherra segir við Alþýðublaðið, að hann hafi endurmetið afstöðu sína til beins stjórnmálasambands við Litháen eftir að ljóst var að Sovétmenn höfðu ekki staðið við samningaviðræður við Litháen er þjóðin lýsti yfir sjálfstæði sínu, og höfðu þar að auki beitt vopnavaldi í Lit- háen. Ekkert eftirlit — med síbrotamönnum, sem hafa afplánad refsingu Fangar sem afplána refs- ingu eru aldrei undir eftir- liti eftir að afpiánun lýkur. Innan örfárra daga mun þekktur síbrotamadur ganga laus, en verið er að reyna að finna viðunandi lausn í málinu. Þetta koma fram í gær í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Málmfríðar Sig- urðardóttur um eftirlit með síbrotamönnum. Fangar sem afplána refsingu að fullu eru aldrei undir eftirliti eftir að af- plánun lýkur. í máli Málmfríðar kom fram að eftirlit með síbrota- mönnum er of takmarkað, og þó að ekki kæmi fram í um- ræðum á Alþingi, þá er ástæða fyrispurnar þingkon- unnar tvímælalaust sú stað- reynd að innan fáeinna daga er laus úr haldi þekktur af- brotamaður, sem ítrekað hef- ur gerst brotlegur fyrir ósið- legt athæfi gegn ungum drengjum. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins er verið að vinna að lausn í máli um- rædds síbrotamanns, en fjöl- margir bera ugg í brjósti vegna þess að hann mun ganga laus innan örfárra daga. RITSTJORN <c 625566 — 83320 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLYSINGAR r 625566

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.