Alþýðublaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 8. februar 1991 Fólk Ráðinn atvinnumálatuHtrúi Arnaldur Mar Bjarnason, 48 ára, fyrrum bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, hefur veriö ráðinn atvinnumálafulltrúi Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins, Landbún- aðarráðuneytisins og Stéttar- sambands bænda. Meðal verk- efna hans verður að hjálpa sveitafólki að koma auga á möguleika á nýrri atvinnustarf- semi, auka fjölbreytnina í at- vinnu í sveitum, og þá ekki síst meðal kvenna. Hnakktaska i dragnótina Árni Tryggvason, leikarinn og trillukarlinn, sem gerir út frá Hrísey á sumrum, er mikill bar- áttumaður fyrir verndun heima- miða þeirra Hríseyinga. Honum ofbýður hvernig dragnótin er látin skafa botninn nánast upp í kálgarða eyjarskeggja. Það gerðist reyndar fyrir ekkert svo mörgum árum að Jóhann Jó- hannsson, hríseyskur skipstjóri sem nú býr á Akureyri, fékk hnakktösku í dragnótina! Og þessi saga mun vera dagsönn Liens styður greiningarstöðista Sjö Lions-klúbbar hafa samein- ast í átaki. Þeir hafa ákveðið að styðja við bakið á starfsemi Greiningarstödvar ríkisins í Kópavogi. Núna nýlega afhentu Lionsmenn stöðinni gjöf upp á eina milljón króna, ýmis hjálpar- tæki fyrir fötluð börn. Á mynd- inni er Gudjón Jónsson, svæðis- stjóri Lions, að afhenda Stefám Hreiðarssyni, forstöðumanni Greiningarstöðvarinnar, gjöfina. ísland sækir inn i Evrépu Þau eru fleiri dæmin að undan- förnu, að íslensk fyrirtæki sæki inn á Evrópumarkaðinn og komi sér þar fyrir, en að Evrópumenn komi með fyrirtæki sín til að stunda hér viðskipti. Fyrir skömmu tók íslenskur fram- kvæmdastjóri við fyrirtækinu Nord Morue í Frakklandi, Sig- Iwatur Bjarnason, sem tók við af Gilles Mercier. Fyrirtækið sér- hæfir sig í saltfiskréttum fyrir franskan neytendamarkað og selur saltfisk frá SÍF. SÍF keypli fyrirtækið á síðasta ári. Nord Morue er öflugt fyrirtæki og var með 1,4 milljarða króna í veltu á síðasta ári. Reiknað er með að það skili SÍF hagnaði þegar á þessu ári. Varla vill nokkur maður viðhalda gamla laginu við losun á sorpi? Bætt meðferð og betri frágangur kostar hins vegar meira. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Mikil áhorsle or nú lögð á að halda verðlagi niðri og viðhalda með þvi móti þjóðarsáttinni. Eftirlit með hœkkunum er talsvert og heffur launþegahreyffingin fylgrt grannt með þeím Ssr eyfingum sem átt hafa eg eiga sór stað. Nú stendur styrr um hvort eðlilegt sé að innhelmta gjalr* vegna nýrra aðfferða <sg betri ff^ágaesgs á serpi. TRYGGVI HARÐARSON SKRIFAR Það er ekki verðstöðvun í gildi í landinu. Reyndin hefur verið sú aö verðstöðvanir hafa fyrst og fremst frestað vanda en ekki leyst. Við verðstöðvun myndast þrýstingur til hækkunar hvers konar og eykst þar til allt springur og verðbólgan fer á fulla ferð. Því hafa menn kos- ið að fara þá leið að róa að því öll- um árum að halda verðiagi niðri rneð aðhaldi og eftirliti í stað verð- hafta. Aðhald en ekkl verðstöðvun_____________ Eins ber að líta til þess að þörf fyrir hækkanir á einstökum vör- um, vöruflokkum eða þjónustu getur verið mjög mismunandi. Það gengur ekki að segja að í ár sé stefnt að þvi að halda verðbólg- unni í 8% og því megi allir hækka sitt um 8% og enginn meira. Óþarfi getur veriö að hækka nokkra þætti um nokkurn skapað- an hlut meðan aðrir hlutir krefjast meiri hækkunar. Menn verða þvi að taka tillit til og meta aðstæður i hverju tilviki. Verðlagseftirlit er því mjög vandmeðfarinn hlutur. Ekki dugir að líta eingöngu á prósentulegar hækkanir um áramót á einum tíma heldur verður aö skoða dæmið yfir lengra tímabil. Hafi t.d rakari boöið upp á klippingu á síð- asta ári fyrir 800 kr. og annar fyrir 1100 kr. er hæpið að segja að ódýr- ari rakarinn hafi brotið þjóðarsátt þegar hanri hæklcar sitt verð í 900 kr. en sá dýrari haldi sig innan hennar af því hann hækki sitt verð aðeins í 1150 kr. Þá eru ýtnis fyrirtæki með margþættan rekstur. Hjá trygg- ingafélagi getur t.d. verði tap á ákveðnum flokki trygginga en heildarafkoma þess engu að síður mjög góð. Þótt þeir kunni að hafa réttlætingu fyrir hækkun á þessu ákveðna sviði ætti samsvarandi lækkun að koma fram á öðrum sviðum að því gefnu að heildaraf- koman sé mjög góð. Sama á reynd- ar við um t.d. bankastofnarnir sem hafa margar hverjar skilað mikl- um hagnaði að undanförnu. Það er eðlilegt að hinum almenna launamanni gremjist að horfa upp á svo og svo mikinn gróða hjá slík- um fyrirtækjum á sama tíma og sultarólin hjá honum er hert. Bara ékeypls _____ •»áttÚMWM©r«*l?______________ Nú þykir óvíst hvort umhverfis- ráðherra staðfestir gjaldskrá ým- issa sveitarfélaga vegna sorpeyð- ingar. Með þvi er umhverfisráð- herra í raun að segja að umhverfis- vernd sé vond, kosti hún peninga. Það ætti hins vegar að vera hverj- um manni Ijóst að náttúruvernd og mengunarvarnir kosta sitt. Ailt hjal um auknn náttúruvernd verð- ur marklaust séu menn ekki til- búnir að leggja fram fjármagn í slíkt. Þar fyrir utan er það móðgun við sveitarstjórnir ef ráðherrann ætlar ekki að staðfesta þær gjald- skrár sem ýmis sveitarfélög hafa samþykkt vegna sorpeyðingar. Þeiin hefði flestum verið í lófa lag- ið að afla sömu tekna innan mark- aðra tekjustofna. Sum sveitarfé- laganna sem sækja um að inn- heiinta sorpevðingargjald leggja á lægsta leyfilegt fasteignagjald og með hækkun á því hefðu þau get- að náð samsvarandi tekjum og með sorpeyðingargjaldinu. Um- hverfisráðherra kæmi því illa í bakið á sveitarfélögunum núna ef hann ætlar að neita að staðfesta gjaldskrá um sorpeyðingu. Sveitarffélögiiii____________ Iwnheigwffaaðilaff SOBPIP Þess má einnig geta að hér á höfuðborgarsvæðinu, starfssvæði SORPU bs., voru upphaflega hug- myndir um að SORPA myndi sjálf afla tekna til reksturs fyrirtækisins og sveitarfélögin kæinu bar hvergi nærri. Hins vegar varð ofan á að einstök sveitarfélög sæju um að innheiinta sorpeyðingargjaldið og skila því til SORPU. Því er ekki um það að ræöa að sveitarfélögin séu að auka tekjur sínar. SORPA er sjálfstætt fyrirtæki sem sér um móttöku, flokkun, pressun og urðun sorps. Fyrirtæk- ið verður ekki rekið án tekna og varla er það hugsun umhverfisráð- tierra að sveitarfélög skeri niður til dagvistarmála, öldrunarmála eða menntamála til bess að koma inegi sorpi fyrir á viðunandi hátt. Það hlýtur að teljast mjög óeðli- legt ef ríkisvaldið ætlar í þessu efni aö koma í bakið á sveitarfé- lögunum. Umhverfisráðherra hlýtur aö vera bæði blindur og heyrnarlaus hafi hann ekki vitað fyrir löngu að til stóð að taka gjald vegna aukins kostnaðar samfara nýjum og betri aðferðum við frá- gang á sorpi. Það hefði því verið lágmarjc að láta sveilarfélögin vita af því ef til stæði að neita sveitarfé- lögunum að innheiinta sorpeyð- ingargjald. Þá hefðu þau getað tekið mið af því við gerð fjárhags- áætlana sinna en inörg sveitarfé- lög eru með vannýtta tekjustofna sem nemur margföldu sorpeyð- ingargjaldi. Retra væri ef ríkis- valdið nýtti sína tekjustofna af samsvarandi Varúð. bjónustugjöM mjög misiiá________ í framhaldi af ofanrituðu er rétt að benda á að auk þess að sveitar- félög nýta tekjustofna sína mjög misinunandi eru ýmis þjónustu- gjöld hjá þeim mjög mishá. Getur munað tugum prósenta milli ein- stakra sveitarfélaga hversu tnikið þau taka fyrir sömu þjónustu. Má þar taka sem dæmi gjöld fyrir dag- vistun og gatnagerðargjöld svo eitthvað sé nefnt. Það er því ekki haigt að setja samaseinmerki á milli hækkana á t.d. dagvistargjöldum þeirra sveit- arfélaga sem eru í neðsta kantin- um og viija nálgast það gjald sem gengur og gerist. Hins vegar væri eðlilegt að fylgjast grannt með þeim sem taka hæstu gjöldin fyrir þjónustu sem þessa. Þá getur ver- ið mjög misjafnt hversu langt er síðan einstök sveitarfélög hækk- uðu gjaldskrár sínar síðast. Það er Ijóst að ýmis sveitarfélög hafa innheimt gatnagerðargjöld sem eru langt umfram það sem nemur tilkostnaði við gatnagerð samfara byggingu nýrra hverfa. Dæmi eru um allt að helmings mun á gatnagerðargjöldum á höf- uðborgarsvæðinu. Svo lág geta gatnagerðargjöld hjá einstaka sveitarfélögum veiið að þau dugi hvergi nærri fyrir þeirri gatnagerð sem beim er ætlað að standa und- ir. Til þessa verða verðlagseftirlits- menn iaiídsins að taka tillit og setja ekki allar hækkanir undir einn og sama hatt. Sorpeyðing og þjóðarsáttin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.