Alþýðublaðið - 08.02.1991, Page 4

Alþýðublaðið - 08.02.1991, Page 4
4 Föstudagur 8. febrúar 1991 MWIIIIHIÍ Dlll HVERFISGÖTU 8-10- REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. SÍMI625566 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 FORELDRAGREIÐSLUR ERU GERVILAUSN Olína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi ritar athyglis- verða grein í Alþýðublaðið í gær, fimmtudag, þar sem hún fjallar um þá hugmynd sjálfstæðismanna að greiða foreldrum fyrir að vera heima með börn sín. Ólína bendir réttilega á, að þessi hugmynd er hvorki útfærð né rökstudd, heldur meira í ætt við ógrundað kosningaslagorð. Það er hins vegar umhugsunarefni að hugmyndin um greiðslur til foreldra hefur verið sett inn í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar án þess að rök eða greiðsluáætlun fylgdu hinum 50 milljónum króna sem ætlaðar hafa verið foreldrum. Davíð Odds- son borgarstjóri hefur sagt að hann renni blint í sjóinn með umrædda fjárhæð í fjárhagsáætlun borgarinnar. Fyrir utan ringulreiðina sem hlýtur að fylgja óskil- greindri upphæð sem tengd er jafnstórum málaflokki og foreldragreiðslum, verður spurt um félagslegt og siðferðilegt réttlæti þess að halda börnum heima hjá sér með greiðslum til foreldra. Ólína Þorvarðardóttir bendir á kjarna þessa máls er hún segir í grein sinni: „ Þeir sem búa í efnuðu hjónabandi og hafa börn sín heima eru í fæstum tilfellum með börn sín á dagvist- arheimilum. Þeim myndu sjálfsagt nýtast fjögur þús- und krónur sem tekjuviðbót (andvirði þokkalegrar vinnuskyrtu). En hinir, sem vinna úti og verða að sjá fyrir sér og sínum, ættu ekkert val. Allt tal um „viðbót- arvalkost" hljómar því eins og hreint öfugmæli — því þeim hinum sömu væri ekki gefinn kostur á þessum tekjuauka, svo framarlega sem þeir þyrftu að leita vistunar fyrir börn sín utan heimilis. Það er þess vegna Ijóst, þegar grannt er skoðað, að þessar illa út- færðu hugmyndir um foreldragreiðslur sem „viðbót- arvalkost" eru blekking ein, og nýtast síst þeim ein- staklingum sem helst þyrftu á slíkum greiðslum að halda. Sú viðleitni að gera fólki kleift að vera heima með börnum sínum á viðkvæmu aldursskeiði er vissulega virðingarverð — ef hún er sett fram á ein- hvern raunhæfan hátt." Gervilausn sjálfstæðismanna um að greiða foreldr- um laun er dæmi um félagslega mismunun. Það er dæmigert skrum til að veifa framan í fólk en tekur ekki á samfélagsgerðinni sem slíkri til að bæta almenningi lífsafkomu. Ölína Þorvarðardóttir bendir réttilega á, að hinn raunverulegi grunnur að betra fjölskyldulífi sé styttri vinnutími, mannsæmandi laun og aukinn kaupmáttur. „Þættir á borð við lengra fæðingarorlof, barnabætur, leikskóla fyrir öll börn og í framhaldi af því einsetinn skóli eru dæmi um nútímaþjónustu sem veitt gæti börnum og foreldrum það öryggi sem þau þarfnast, ekki síst á meðan vinnutími er langur og launin lág," segir Ólína réttilega í grein sinni. Annar mikilvægur þáttur í umræðunni um foreldra- laun er jafnréttismálin. Tillaga sjálfstæðismanna um foreldralaun er í raun tillaga um mæðralaun; tilraun til að taka konur af vinnumarkaði og fela þeim hefð- bundið uppeldishlutverk barna á heimilum fyrir nokkrar krónur. Lausnin á hinum langa vinnudegi á ís- landi og ómannúðlegu fjölskyldulífi felst ekki í því að lokka mæðurnar aftur inn í heimilin gegn greiðslu. At- vinnuþátttöku kvenna verður ekki breytt. Það er hættuleg tímaskekkja að ætla að færa þjóðfélagið nokkra mannsaldra aftur í tímann með pólitískri fjár- magnsstýringu. Mun raunhæfari lausn er að hækka laun kvenna og eyða kynjafordómum launaumslag- anna. Ríki, borg og sveitarfélög betrumbæta ekki hag barna og foreldra með því að greiða foreldrum pen- inga fyrir að vera heima. Mun nær er að eyða þeim fjármunum til að byggja upp þá félagslegu þjónustu sem vinnandi foreldra sárvantar til að auðvelda brauðstritið. En það er greinilegt að launþegar með börn á framfæri geta ekki vænst neinna raunhæfra lausna frá sjálfstæðismönnum í þeim málum. Gervi- lausn foreldragreiðslnanna segir sína sögu. „Eina almennilega ruglið i fjármálum í landinu í dag er hjá Reykjavíkurborg þar sem hver glansframkvæmdin á eftir annarri fer tugi prósenta fram úr áætlun og þjónustukerfi borgaranna brenglast af óhreinindum eins og kransæðar af lambafitu," segir Guðmundur Einarsson m.a. í Föstudagsspjalli sínu. skrifar FÖSTUDAGSSPJALL Efnahagsmálum úhyml Mikið ad gerq_______________ i rqðuneytinu_______________ Umræða hefur nú verið um að þingmenn sem taka sæti í ráð- herrastólum ættu að taka inn vara- menn sína. Einn ráðherra, gamal- reyndur og langsetinn í slíkum stóli, lýsti sig jákvæðan þeirri hug- mynd enda væri orðið svo mikið að gera í ráðuneytunum því lands- málin yrðu sífellt flóknari. Eitthvað hefur hann misminnt um grundvallaratriðin því brott- hvarf ráðherra úr þingmennsku við þessar aðstæður hefur ekkert að gera með annir. Þegar þrígreining valdsins var fundin upp var ekkert að gera í ráðuneytum. Ráðherrann önnum kafni verð- ur að vinna lengur fram eftir eða fækka laxveiðidögum sínum ef of mikð er að gera. Er heegt að imynda sór betri eftirskrift? Rikis- stjómin, sem útrýmdi efnahagsmálunum. t*au undur og stórmerki hafa gerst að rikisstjórn Steingrims Hermannssonar er búin að breyta um- rseðuefni stjómmála á íslandi. Það nennir enginn lengur að tala um hagfætur eða tekjujöfnunartceki. Nú tala allir eins og finir menn um horfurnar i þróun Evrópu og stjórnarskrármál. Ekki eru þó allir rólegir yfir gamla lagið með því að tala um þessu? Sjálfstæðisflokknum þykir óðaverðbólgustjórnir. Eina al- að vonum iilt að geta ekki lengur menna ruglið í fjármálum í land- verið í stjórnarandstöðu upp á inu í dag er hjá Reykjavíkurborg' bráðabirgðalögum og BHMR. Það hefur haft með höndum for- mennsku í nefnd um endurskoðun skrárinnar í áratugi, en aldrei mátt vera að því að gera neitt vegna anna við efnahagsmál. Nú þegar ekkert er að gera í þeim er loks tími til að hugsa stórt. Menn virðast misvel búnir undir það að nota heilapartana fyrir grundvallarmálin eftir svo langt notkunarleysi. þar sem hver glansframkvæmdin á eftir annarri fer tugi prósenta fram úr áætlun og þjónustukerfi borgaranna þrengjast af óhrein- indum eins og kransæðar af lambafitu. Notkunarleysi___________ heilapartana Það kom nú reyndar ekki til af skyndilegum áhuga á heimspeki stjórnmálanna, heldur átti að nota það til að klekkja á stjórninni út af

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.