Alþýðublaðið - 08.02.1991, Page 5

Alþýðublaðið - 08.02.1991, Page 5
Föstudagur 8. febrúar 1991 5 GALLUP-könnun um uinsœldir fyrirtœkja í Frjálsri uerslun: FLUGLEIÐIR VINSÆLAST SAMBANDIÐ ÓVINSÆLAST febrúar Frestur til að skila skattframtali rennur út 10. febrúar Síðasti skiladagur skattframtals vegna tekna og eigna á árinu 1990 nálgast nú óðum. ítarlegur leiðbein- ingabæklingur hefur verið sendur til framteljenda sem kemur að góðum notum við útfyllingu framtalsins. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafn- framt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varð- veiti launaseðla áfram eftir að fram- talinu hefur verið skilað. Ef þörf krefur eiga launaseðlarnir að sanna að staðgreiðsla hefur verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skatt- stjóra í viðkomandi umdæmi. Forðist álag vegna síðbúinna skila! RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI Flugleiðir eru samkvæmt Gall- up-könnun Frjáisrar verslunar, vinsælasta fyrirtæki ísiands. En jafnframt eru Flugleiðir annað óvinsælasta fyrirtækid. Samband íslenskra samvinnufé- laga fær þann vafasama heiður að vera tilnefnt óvinsælast fyrirtækja hér á landi. Áður hafa fyrirtækin Sól hf. og Hagkaup hf. orðið vinsælust í samskonar könnunum í blaðinu. Bónus-búðirnar nutu greinilega vinsælda í könnuninni, en svo furðulegt sem það er hefur blaðið látið undir höfuð leggjast að taka Bónus með í hóp 14 fyrirtækja sem valin voru, þegar endanleg viðhorf aðspurðra voru könnuð. Helgi Magnússon, ritstjóri Frjálsrar verslunar sagði að einhvers staðar hefði orðið að draga mörkin, en vissulega hefði verið freistandi að hafa Bónus með í lokahópnum, það yrði áreiðanlega gert síðar. Þá kannaði Frjáls verslun viðhorf fólks til vörumerkja á íslenskum markaði. Þar var Coca-Cola með mikia yfirburði, hlaut sex sinnum fleiri tilnefningar en næsta vöru- merki, sem var Philips, í þriðja sæti var Adidas. íslensk mjólk kom í 6. sæti á eftir AEG og Siemens. Fyrirvarar Alþýdubanda- lags í Evrópusamningum meiri en áöur: Vilja varnar- linur Ragnar Arnalds, þingmaður Alþýðubandalagsins, sagði í um- ræðuni á Alþingi í fyrradag að koma yrði upp sérstökum varnarlínum til þess að vænt- anlegir samningar Islands á vettvangi EFTA-ríkja og Evr- ópubandalagsins gengju ekki lengra en Alþýdubandalagið gæti sætt sig við. Fyrirvarar al- þýðubandalagsmanna í Evr- ópusamningunum virðast mun meiri en áður hefur komið fram. Á Alþingi er til umræðu stjórnar- tillaga um fjárfestingu erlendra að- ila í atvinnurekstri á Islandi. Hafa væntanlegir samningar EFTA-ríkja við Evrópubandalagið um hið svo- kallaða Evrópska efnahagssvæði (EEIS) fléttast inn í umræðuna. Frið- rik Sophusson, Sjálfstæðisflokki, spurði forsætisráðherra hvort hann væri fylgjandi viðræðum íslands á vettvangi EFTA, og þá sérstaklega hvort hann gæti fallist á að ýmsir fyrirvarar íslands féllu brott. Ragnar Arnalds .Alþýðubanda- lagi, kvað sýnt að lögin um erlenda fjárfestingu gengju lengra en þau býti sem við fengjum í samningum um Evrópska efnahagssvæðið. Sagði hann að nauðsynlegt að varn- arlínur yrðu dregnar með frum- varpinu, og mátti skilja á honum að yrðu lögin samþykkt gætu íslend- ingar ekki fallist á sum ákvæði, sem samningar fslendinga um EES gerðu ráð fyrir. Kristín Einarsdóttir innti forsætis- ráðherra eftir svörum við þvi hvort lagafrumvarpið um erlendar fjár- festingar væri það plagg sem geng- ið væri út frá í viðræðum við Evr- ópubandalagið á núverandi stigum þess máls. Forsætisráðherra náði ekki að svara fyrirspurninni í fyrra- dag og verður framhald á umræðunni á Alþingi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.