Alþýðublaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 12. febrúar 1991 Ný samskiptatækni Ný samskiptatækni sem vakið hefur mikla athygli í Bandaríkj- unum, svokölluð Neuro-Lingu- isting Programming, verður kynrít hér á landi á námskeiði Stjórnunarfélags Islands þann 18. febrúar. Félagið fær hingað sérfræðinga til að kenna, J. Drue Isacs, rithöfund og kennara, Ju- dy Durbin, yfirleiðbeinanda og ræðusérfræðing — auk Gardars Garöarssonar, sem útskrifaður er í NLP-fræðum eftir nám í Bandaríkjunum og starfar nú sem stjórnunarráðgjafi. Nám- skeiðið hentar fólki í viðskiptalíf- inu við samningagerð, sölu- mennsku og stjórnun. Fanný Jónmundsdóttir hjá Stjórnunar- félaginu veitir frekari upplýsing- ar. Nýr formaður stórkaupmanna Stórkaupmenn, i daglegu tali kallaðir heildsalar, völdu sér nýj- an formann á dögunum. Birgir Rafn Jónsson, eigandi innflutn- ingsfyrirtækisins Magnús Kjaran hf., var kjörinn formaður í stað Haralds Haraldssonar í Andra hf.. Með Birgi Rafni eru í stjórn þeir Jón Siguröarson, Fiskafurð- um hf., Kristján Skarphéöisson, Amaró, Sigmar Jónsson, faðir Jóns Páls, hjá S. Ármann Magn- ússon hf. og Vilhjálmur Fenger hjá Nathan & Olsen. Á fundinum var fyrirheiti utanríkisráðherra um aukið frelsi í útflutningi sjáv- arafurða og afnámi einokunar SIF á viðskiptum með saltfisk fagnað. Þá var lögð áhersla á mikilvægi samkeppni í flutning- um til og frá landinu. Nýir útibússtjórar Búnaðarbanka Búnaðarbankinn hefur ráðið tvo nýja útibússtjóra. Karl E. Lofts- son, 53 ára, kemur frá Vík í Mýr- dal og mun ráða ríkjum í banka- útibúinu í Mosfellsbæ. Karl var í meira en tvo áratugi í hrepps- nefnd Hóimavíkurhrepps, lengst af oddviti og sýslunefndarmaður Strandasýslu. Hann er kvæntur Valdísi Ragnarsdóttur og eiga þau þrjár dætur. Anna Sigrídur Pálsdóttir, 44 ára, tekur við úti- búinu í Vík af Karli. Hún hefur starfað í 13 ár hjá bankanum. Anna Sigríður er gift Audberti Vigfússyni og eiga þau tvö börn. Lyfjakostnaður á hvern íslending er tvöfalt meiri en annarra Norðurlandabúa. Lyfjakostnadur 19 þúsund á mann: Lyfjastofnun ríkisins nýtibákn? Lyfjalcostnaður á hvern einstakling á íslandi er nserri 19 þúsund krónur á ári. Á hinum Norðurlönd- unum er sambserilegur kostnaður rwmar 10 þwsund. Heiibrigðis- eg tryggingamálaráðherra hefur kynnt nýtt frumvarp til lyf jalaga, ráðherra gerir sér vonir um að frumvarpið nái að verða að legum fyrir þing- slit. Ný stefnwn____________________ I frumvarpinu er gert ráð fyrir að yfirstjórn iyfjamála verði ein- földuð og samræmd með því að setja á laggirnar Lyfjastofnun rík- isins. Þessari nýju stofnun er ætlað það hlutverk að annast stjórn lyfjamála í umboði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Lyfjastofnuninni er ætlað að hafa yfirumsjón með innkaupum, verðmyndun, og lyfjastreymi á markaðinn. Gert er ráð fyrir að þeir aðilar sem hingað til hafa haft umsjón með þessum málum verði allir sameinaðir undir einni stjórn. Broytt ferm iwwkawpa Segja má að í frumvarpinu sé ekki gert ráð fyrir að mikil breyt- ing verði á lyfjaheildsölukerfinu. Þó er lagt til að Lyfjastofnunin sjái um samninga vegna lyfjakaupa og annist útboð vegna lyfjakaupa í heildsölu. Lyfjastofnuninni mun síðan ætlað að sjá um að semja við heildsala um birgðahald og dreif- ingu. Heilbrigðisráðherra segir að það sem helst gæti leitt til sparn- aðar væri breytt form á innkaup- um. Nú er mest keypt af lyfjum frá Danmörku en með því að beita út- boðum og leita til þeirra landa sem bjóða besta verðið megi spara umtalsvert. Ráðherra segir að það færist sífellt í vöxt að boðið sé upp á ódýrari eftirlíkingalyf og einka- leyfi einstakra framleiðenda séu ekki eins varin og tíðkast hefur. Verðsamkeppni meðal framleið- anda fer vaxandi og það á einnig að koma okkur til góða. ►éknun qpétekawna Breyting verður einnig á þókn- un smásalanna, þ.e. apótekanna. Gert er ráð fyrir að apótekin og aðrir þeir sem dreifa lyfjum fái ákveðna þóknun fyrir verk sitt í stað þess álagningarkerfis sem nú er í gildi. Þessari breytingu er ætl- að að draga úr því sambandi sem er á milli afkomu apótekanna og lyfjaverðs , þetta á jafnframt að bæta hag litlu apótekanna á lands- byggðinni, en að sama skapi að draga úr hagnaði þeirra stóru. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sjúkrahúsin geti sjálf rekið lyfsölu. Þetta er gert til að koma til móts við t.d. sjúkiinga sem fara heim um helgar og þurfa að taka með sér lyf. Ný hlutverk qpétakanna Heilbrigðisráðherra reifaði ýms- ar hugmyndir um nýja þjónustu sem apótekin gætu tekið að sér. Þar má nefna t.d. að lyfjataka geti farið fram í apótekinu, að þar yrðu geymdir lyfseðlar fyrir þá sem oft þurfa að fá sama lyfið, í stað þess að lyfjanotandi þurfi að fá útgef- inn nýjan lyfseðil í hvert skipti sem kaupa þarf lyfið. Tilraunir í þessa veru hafa farið fram í Hafnarfirði um nokkurt skeið og gefið góða raun. Inwkaup»vré lyfja__________ Fram kom í máii ráðherra að innkfupsverð lyfja hér á landi er 10% hærra en í Svíþjóð, og endan- legt útsöluverð oft allt að 50% hærra. Með þessari nýskipan lyfja- sölu gerir ráðherra ráð fyrir að lyfjakostnaður lækki um 5—10%. Ríkið greiðir 80% af lyfjakostnaði landsmanna og er því um veruleg- ar fjárhæðir að ræða, eða á milli 250—500 miljónir. Ekki gat þó ráð- herra fyllilega gert grein fyrir í hverju þessi sparnaður yrði fólgin. Reynsla annarra sem tekið hefðu upp svipað fyrirkomulag gæfi fyr- irheit um sparnað, en nánari sund- urliðun lægi ekki fyrir. Afstaða lyfsölwmanna Þeim lyfsölum sem Alþýðublað- ið hafði samband við bar saman um að hér væri bara verið að búa til enn eitt miðstýringarbáknið. Það að fjölga afhendingarstöðum lyfja getur hæglega ýtt undir meiri notkun, og hlýtur að auka kostnað. Lyfsalarnir bentu á að í bæði Bandaríkjunum og í Evrópu væri það orðið verulegt vandamál að eftirlíkingalyf sem nú væru á markaðnum væru oft alls ekki nógu góð. Því gæti óvönduð lyf komið á markaðinn væru aðeins keypt þau ódýrustu, eins og frum- varpið gerði ráð fyrir. Lyfsölum bar saman um að það sem væri líklega hvað alvarlegast væri að stjórnvöld hefðu ekki notað þær leiðir sem eru í núverandi kerfi til að ná betri tökum á þróun lyfja- verðs. Ný frumvörp og reglugerðir eru ekki til neins ef fyrir eru reglur sem ekki er fylgt eftir. Apótekarar sögðust eiga eftir að skoða þessar hugmyndir betur og því gætu enn átt eftir að koma upp atriði sem þeim litist ekki á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.