Alþýðublaðið - 12.02.1991, Page 4

Alþýðublaðið - 12.02.1991, Page 4
4 Þriðjudagur 12. febrúar 1991 Mi'Yiiimmiin HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. SÍMI 625566 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 SAMSIAÐA UM LITHÁEN Samstaða hefur nú náðst meðal allra stjórnmála- flokka að styðja þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 23. janúar síðastliðnum að taka upp viðræður við Litháen um formlegt stjórnmálasamband. Það er einkar ánægjulegt að íslenskir stjórnmálaflokkar skuli bera gæfu til þess að vera samstiga í þessu veigamikla máli. ísland hefur tekið af skarið í fullri viðurkenningu á sjálfstæði Litháens og gengið fram fyrir skjöldu á al- þjóðavettvangi. Önnur lönd hafa látið sér nægja að lýsa yfir samstöðu með sjálfstæðisbaráttu Eystra- saltsríkja og þegar best lætur lýst yfir óbreyttu við- horfi að hafa aldrei viðurkennt innlimun Eystrasalts- ríkjanna í Sovétríkin með griðasáttmála Molotovs og Ribbentrops í seinni heimsstyrjöldinni. Þessar stuðn- ingsyfirlýsingar eru hliðhollar Litháum og öðrum Eystrasaltsþjóðum en eru ekki nægjanlegar. Verk ís- lands: Að taka fyrsta skrefið á alþjóðavettvangi og taka upp viðræður um formlegt stjórnmálasamband er hins vegar steinninn sem gæti komið alþjóðlegri skriðu af stað. Samstaða Alþingis um málið er því ekki aðeins mikilvæg samstaða innanlands heldur upp- hafið á alþjóðlegri viðurkenningu á sjálfstæði og fulL veldi Eystrasaltsríkjanna; viðurkenning sem Sovét- stjórnin mun lenda í miklum erfiðleikum með að hunsa. Urslitin í þjóðaratkvæðagreiðslu Litháa um sjálf- stæði landsins liggja nú fyrir: Um 90 % þjóðarinnar er því fylgjandi að Litháen verði sjálfstætt ríki. Vilji þjóð- arinnar er því ótvíræður. Vafalítið verða úrslit áþekk í þjóðaratkvæðagreiðslu um sama mál í hinum Eystra- saltsríkjunum tveimur. Sem smáþjóð gerir ísland rétt, bæði siðferðislega og stjórnmálalega, að viðurkenna sjálfstæði Litháens og efna til stjórnmálasambands við ríkið sem nýunnið hefur sjálfstæði sitt, ekki síst með tilliti til hinnar blóðugu sögu sovéskrar nýlendu- kúgunar frá dögum Stalíns. Við eigum að vera óhrædd að taka reiði Sovétmanna. Þýði hin formlegu stjórnmálatengsl við Litháen viðskiptahnekki við Sovétríkin, þá verður að hafa það. Samstaða íslands með sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna er mikil- vægari en glataðir markaðir fyrir ull og síld í Sovétríkj- unum. Og kannski erum við að gera Sovétmönnum upp skoðanir í þessum efnum. Hver segir að Sovét- menn munu höggva á öll viðskipti milli landanna? Vilja Sovétmenn minnka öll viðskipti við ísland? Vilja, þeir minnka sendiráð sitt og fækka starfsmönnum? Vilja þeir missa aðstöðu sína á hinni hernaðarlegai mikilvægu eyju í N-Atlantshafi; aðstöðu sem þeir- hafa aðallega byggt upp í skjóli viðskipta milli land- anna? U ndirbúningur og vinna Litháens-málsins hef ur ver- ið með miklum sóma. Vönduð undirbúningsvinna er forsenda þess að ísland geti tekið upp stjórnmála- samaþand við Litháen. Þetta er einkum mikilvægt vegna þess að þær þjóðir sem kunna að fylgja í kjölfar íslendinga, geta gert það á mörkuðum og traustum grunni. Sú gagnrýni sem heyrst hefur, að íslensk stjórnvöld séu hikandi í málinu og leiti flóttaleiða er bæði ósanngjörn og heimskuleg. Stjórnmálamenn sem vinna heimavinnu sína af kostgæfni til að geta fylgt málinu eftir alla leið, eru ekki að leita að flótta- leiðum, heldur að leiða flókið og viðkvæmt mál til lykta. Við megum ekki gleyma því að hið íslenska for- dæmi í Litháen-málinu hefur alþjóðlegan tilgang: Að aðrar þjóðir fylgi á eftir. Frammistaða Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra í Litháens-málinu hefur einkennst af staðfestu og hugrekki. Ferð utan- ríkisráðherra til Litháen, þrátt fyrir augljósa sovéska andstöðu, ruddi málinu braut og vakti alþjóðlega at- hygli. Formlegt stjórnmálasamband íslendinga við Litháen mun ekki vekja síður virðingu og eftirtekt á al- þjóöíegum vettvangi. IÖNNUR SJÓNARMIÐI Dýrkun fjölmiðla á alls kyns boltamennsku er byggð á sandi. Þrátt fyrir að aðsókn að íþróttum hafi stórum dregist saman er bolt- anum dengt yfir þjóðina. Þetta er álit myndlistarrýnis Morgunblaðsins, en pistill hans birtist í Mogga um helgina. Eirík- ur Þortáksson, en svo heitir rýn- irinn, segist hafa minnt á þetta fyr- ir ári, en verið hunsaður. Nú hefur Eiríkur gert betur og lagst í kann- anir á fyrirbærum á sviði bolta- mennsku (fótamennta og hand- lagni) annars vegar og mynd- menntar hins vegar. Staðreynd er (segir Eiríkur) að um eitt hundrað þúsund manns horfðu samanlagt á boltamennt á íslandi í fyrra. Eru þá taldir lands- leikir hvers konar — og áhorfend- um snarfækkar. Síðan heldur Ei- ríkur áfram: „Á sama tíma á sér stad stöd- ug aukning í aðsókn að menn- ingaratburðum, sem kemur vel fram í adsókn að myndlistar- sýningum. 1989 komu um 350.000 manns á myndlistar- sýningar, og adsóknin jókst enn frekar á nýliðnu ári: Yfir 480.000 áhorfendur komu á myndlistarsýningar á höfuð- borgarsvæðinu árið 1990 — og eru útisýningar þá ekki taldar með.“ Eiríkur Þorláksson segir að „bilið milii áhugans á listunum og íþróttunum“ aukist enn. Það sé ekkert sérstakt við ísland, því að sama sé uppi á teningnum er- lendis. Menningaráhugi Vestur- landabúa muni aukast næsta ára- tuginn, en iþróttafíkn dragast sam- an. Fjölmiðlum er vorkunn, segir Eiríkur, en furðulegt með atvinnu- lífið með allar sínar markaðskann- anir og auglýsingastofur að hafa ekki brugðist við. „Þetta yrði einfaldlega gert með því að beina almenningstengslum og styrktarfé sínu að eínhverju leyti frá fallandi íþróttum til rísandi menningarþátta." Myndrýnir Mogga bendir á eitt fyrirtæki sem skynji sinn vitjunar- tíma. IBM hafi flutt sig úr fóta- menntinni, sem það hafi styrkt um árabil, yfir í menninguna. „Það er ef til vill erfiðara að styðja menninguna en að styðja íþróttir. Til þess þarf meiri smekkvísi og næma tilfinningu fyrir umhverfinu," segir Eiríkur í lokin, og heldur að listamenn eigi erfitt með að klæðast auglýsinga- búningum. IDAGFINNUR ] Myndlist i beina útsendingu Eg er hjartanlega sammála Eiríki Þorlákssyni í Mogganum og vil fá beinar lýsingar frá myndlistarsýn- ingum á Rás 2. Það er hreint óþol- andi að þurfa sýknt og heilagt að hlusta á beinar lýsingar á knatt- leikjum hvers konar. Ekki má íþróttamaður bregða á skeið eða varpa lóði án þess að útvarp og sjónvarp séu mætt á staðinn. Ég hef aldrei getað skilið hvernig menn nenna ár eftir ár að horfa á 100 metra hlaup. Þegar maður hefur séð hundrað metra hlaupna einu sinni er maður búinn að sjá hvernig það er því hlaupið er alltaf eins eða að minnsta kosti mjög svipað. Aldrei færi ég á málverka- sýningu til að horfa alltaf á sama málverkið. Eins og Eiríkur bendir réttilega á eru þeir miklu fleiri sem sækja myndlistarsýningar en knattleiki, eða þrefalt fleiri. Hann fer að vísu ekki að reikna út hversu margir áhorfendur eru á mínútu, annars vegar á boltaleik og hins vegar á myndlistarsýningu. Fjölmiðla- ósómar landsins ættu því að sjá sóma sinn í að lýsa beint eða segja frá myndlistarsýningum í auknum mæli. Vissulega hafa íþróttaunnendur notað þau rök að ekki sé ástæða til að segja frá sýningum sem rúm- lega öll þjóðin hefur séð og sé þá nær að sýna þá atburði í sjónvarpi sem enginn nennir út úr húsi til að sjá. Vissulega gæti fólk bæði spar- að sér tíma og fyrirhöfn fengi það lýsingar af myndlistarsýningum og þyrfti þá ekki að mæta á stað- inn til að njóta listsköpunar inn- lendra og stundum erlendra lista- manna. Annars er í mínum huga listin sjálf ekki aðalatriðið á myndlistar- sýningum. Ekki síður nýt ég þess að hitta fólk, njóta samvista við aðra og sötra kaffi með heimspeki- legum vangaveltum um hversu af- bragðsgóður eða afspyrnulélegur viðkomandi listamaður sé. Ég vil sem sagt ekki að fjölmiðlarnir ræni mig þeirri ánægju af því að sækja myndlistarsýningar. I*á er rétt að drepa á það hversu miklu skemmtilegra og líflegra sjónvarpsefni myndlistarsýning er en t.d. spark út í loftið. Það verður ákaflega þreytandi að sækja myndlistarsýningar til lengdar þegar enginn fær að sjá þær í sjón- varpinu. Það er svo spennandi að sjá hverjir mæta á slíkar sýningar og hverjir láta sig vanta.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.