Alþýðublaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991 ÍSLAND í A-FLOKK! - AÐ VINNA KOSNINGAR var yfirskriftin á ráðstefnu frambjóðenda, kosningastjóra og formanna kjördæmisráða Alþýðuflokksins sem haldin var í Alþýðuhúsinu í Reykjavík sl. laugardag. Auk fyrir- lestra og kynninga á efni og baráttuaðferðum, fluttu mark- aðsráðgjafar og stjórnmálafræðingur tölu um stöðu Al- þýðuflokksins. Sjá myndir og frásögn á bls. 5. SVÍVIRÐINGAR, KALLAR FORMANNSEFNIÐ UMMÆLI EINARS ODDSl Einar Oddur Kristjáns- son, formaður Vinnuveitendasambandsins og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins, kallar það skemmd- arverk að Davíð Oddsson ákvað í gær að gefa kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Davíð sagði í sjónvarpi í gærkvöldi að Einar Oddur færi með svívirðingar sem væru formanni vinnuveitenda ekki sæmandi. „Hann er enginn hæstaréttardómari. Ég harma það að hann varð sér til minnkunar," sagði Davíð um Einar Odd. ÓRÁÐLEGT AÐSKIPTA UM HEST Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokksins telur óráðlegt að skipta um hest í miðri á. Þess vegna segist hann munu Ieita eftir fulltingi landsfundar og umboði til að lúka því verki að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í komandi kosningum. Þingmenn sjálfstæðismanna vildu lítt tjá sig í gær, en Ólaf- ur G. Einarsson, formaður þingflokksins, telur að framboð Davíðs muni skaða flokkinn. FRJÁLSLYNDIR SKÁKA ÞINGMÖNNUM: aö- standendum hins nýja flokks frjálslyndra kjósenda mun mjög í mun að draga nýtt fólk í framboð. í því skyni hefur verið rætt um að þrir af þingmönnum Borgaraflokksins skipti um kjördæmi. Júlíus Sólnes fari í Norðurland eystra, Guðmundur Ágústsson á Vesturland og Ásgeir Hannes Eiríksson á Austurland. Ákveðið hefur verið að bjóða fram í öllum kjördæmum. Talið er víst að Óli þ. Gud- bjartsson verði í framboði í sínu gamla kjördæmi, Suður- landi. LEIÐARINN Í DAG Framboðsyfirlýsing Daviðs Oddssonar til formanns Sjálfstæðisflokksins er til umræðu í leiðara Alþýðu- blaðsins í dag. „Davíð Oddsson hefur ekki aðeins lagt sjálfan sig að veði með þessu ótímabæra fram- boði sínu, heldur kastað flokknum út í styrjöld sem gæti staðið yfir löngu eftir að landsfundi lýkur," segir m.a. í leiðara dagsins í dag. SJÁ LEIÐARA A BLS. 4: BORGARASTAYRJÖLD í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM. Gagnsiítil plögg Birgir Árnason segir í grein sinni að stjórnarsáttrhálar ríkis- stjórna séu jafnan gagnslítil plögg. Gagnið sem af þeim megi hafa sé yfirleitt þeim mun minna sem þeir séu lengri og ítarlegri. Átta ráðherrar á erlendri grund Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn leiðir til þess að ráðherraskortur verður á ís- landi. Aðeins þrír, eða í hæsta lagi fjórir, ráðherranna verða heima meðan þingið stendur. Undirbúa öfluga sókn IAIþýðuflokkurinn leggur þessa dagana lokahönd á und- irbúning öflugrar sóknar fyrir Alþingiskosningarnar í apríl. Á ráðstefnu um kosningaundir- búninginn á laugardaginn var voru menn sammála um að gera hlut flokksins sem mest- an og bestan. Davíð Oddsson í formannsframboð: VILDIEKKIVERA KOSINN AF SAMÚD Davíd Oddsson, borg- arstjóri og varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti á blaðamanna- fundi í Valhöll í gær að hann hefði ákveðið að „hlýða kalli allmargra sjálfstæðismanna” og verða í kjöri til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem hefst í næstu viku. Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðis- flokksins, hefur lýst því yfir að hans ákvörðun um aö gefa kost á sér til endurkjörs hafi ekkert breyst. Davíð sagðist hafa orðið var við það að sumir hefðu áhyggjur af að kosið yrði með þessum hætti á milli manna. Hann sagði hins vegar að flokkurinn ætti að kjósa á milli manna. Það væri í hans verkahring, ein- mitt á landsfundi, og í því væri engin sérstök áhætta falin. Eðlilegt væri að landsfundarfulltrúar fengju að kjósa þann mann sem þeir teldu liklegastan til að leiða flokkinn til sigurs í kosningum, leiða stjórnar- myndunarviðræður og leiða ríkisstjórn með skap- legum hætti. Davíð sagði jafnframt að ekki ætti að kjósa á öðrum forsendum en efnislegum. ,,Ég að minnsta kosti veit að ekki vildi ég, og ég hygg enginn annar, vera kosinn formaður stærsta og sterk- asta flokks þjóðarinnar af samúöar- eða meðaumkun- arástæðum,” sagði Davíð. ,,Ég geri ráð fyrir að landsfundarfulltrúarnir muni i sínum huga fara yfir feril okkar beggja. Við vor- um skipaðir til áhrifastarfa á flokksins vegum á mjög líkum tíma, rétt upp úr 1980, og menn geta farið yfir þennan feril sem eftir okkur er og dæmt í því framhaldi hvor okkar sé lík- legur til þess að leiða flokk- inn áfram á sigurbraut,” sagði Davíð ennfremur. Aðspurður um hvort hann teldi eðlilegt að Þor- steinn viki úr sæti fyrir honum sagði Davíð: ,,Ég tel Með Ólaf Thors að baki gaf Davið Oddsson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, út þá stríðsyfir- lýsingu að hann byði sig fram gegn Þorsteini Pálssyni, formanni f lokksins, á komandi landsfundi. ekki óeðlilegt að um þetta sé kosið. Það finnst mér meginatriði. Ég hefði út af fyrir sig vel getað hugsað mér að að þessu sinni styddi hann mig eins og ég hef stutt hann fjórum sinn- um og staðið fast við bakið á honum. 1983 þá valdi ég að styðja hann og þó voru í framboði ágætir menn, Friðrik Sophusson, ágætur vinur minn, Birgir ísleifur Gunnarsson, velgjörðar- maður minn, en ég studdi Þorstein Pálsson og hef gert það síðan og gert það fjór- um sinnum. Þannig hefði mér ekki þótt það neitt óeðlilegt í sjálfu sér og alls ekki útilokað að nú þegar hann hefur sjálfur sagt, ekki einu sinni, heldur tvisvar, ekki í einrúmi, heldur opinberlega, að mér bæri að taka við af honum að sínu mati, þó það sé landsfundarins að ákveða það,” sagði Davíð Oddsson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, m.a á blaða- mannafundinum í gær. RITSTJÓRN (Q 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR ® 625566

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.