Alþýðublaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. febrúar 1991 INNLENDAR FRETTIR 3 FRÉTTIR IHNOTSKURN HVERAGERÐI LAGT í RÚST, SEGIR SÆNSKT BLAÐ: í sænsku blaði var fyrir skömmu frétt ein um óveðrið sem geisaði yfir okkur frónbúa þann 3. febrúar. Var þar fjallað um að þök hefðu fokið af hús- um, og að í Hveragerði hafi hús jafnvel jafnast við jörðu. En það er nú svo með erlenda fjölmiðla að þeir hafa atburðina stund- um svolítið stærri en þeir eru. Storm över Islond lá by —j . ruiner vVindár >med^orkanstyrka drog fram över Island pá söndagen. Elíörsörjningen bröts i Reykja- vikt> hustak slets. loss och folk vid'kusten uppraanades att dra sig inát ön. Samhallet f Hveragerdi,. dár grönsakpr odlas i stor skala i drivhus medhjalp avjordvarme, rápporterades ligga i 'J ruiner. Men det var p& söndagskvállen ánnu för tidigt att bedöma den totala omfáttningen av skador som ovádret orsakat, sade de is- lándska myndigheterna. Vindar pá över 230 km i tim- men bl&ste över ön i Nordatlan- ten hela dagen. Islands fiskein- dustri hann dock ta skydd och det fanns inga rapporter om bá- UMHVERFISDAGAR I KRINGLUNNI: Núna þessa dagana er kynning á umhverfismálum og útiveru í Kringl- unni. Hafa verslanir á boðstólum ýmsar „umhverfisvæn- ar“ vörur. Einnig eru hópar og félög með kynningar þar sem kynntar eru úrbætur í umhverfismálum og útivera. Þátttakendur í kynningunni eru ýmis umhverfis- og nátt- úruverndarsamtök. FUNDAÐ UM FÓSTUREYÐINGAR: f dag ki.17.00 verður stjórnmálafundur á Hótel Borg um fóstureyðingar og réttinn til lífsins. Munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna koma og gera grein fyrir stefnu sinna flokka. Það er félagið lífsvon sem stendur fyrir fundinum og mun verða fjallað um fóstureyðingar frá ýmsum sjónarmiðum t.d. trúarleg- um, lagalegum og mannúðlegum. Verður fundurinn opinn öllum sem vilja á hann mæta. Myndin er af leikhopnum Þíbilju. ÞÍBILJA 0G „HEIMUR HINNA BLINDU": Leikhóp- urinn Þíbilja er nú að æfa leikverk sem mun að ölium lik- indum verða frumsýnt fyrri hluta marsmánaðar. Verkið sem heitir „Heimur hinna blindu" fjallar í stuttu máli um fólk sem er hrakið frá heimkynnum sínum inn í dal einn. Jarðskjálftar valda því að dalurinn lokast og upp kemur sjúkdómur sem verður til þess að allir íbúarnir verða blind- ir. En eftir 400 ár koma 2 nútímamenn inn í dalinn og verð- ur þá breyting í lífi íbúa dalsins. Er sýningin gerð að hluta til í samvinnu við blindrafélagið. VÉR MÓTMÆLUM ALLIR: Formenn aðildarfélaga Alþýðusambands Suðurlands mótmæltu harðlega hækk- unum fasteignagjalda á sambandssvæðinu. Fundarmenn telja óþolandi að álögur á íbúana stórhækki á sama tíma og launahækkanir eru í lágmarki. Skora þeir á viðkomandi sveitarstjórnir að endurskoða álagningu slíkra gjalda. 50 AF 800 FÁ AÐ FLJÚGA: Mikii aðsókn er í sumar- störf flugþjóna og flugfreyja hjá Flugleiðum. Það voru um 800 manns sem sóttu um að fá að komast i sumarvinnu en aðeins 50 komust að. Gert er ráð fyrir að 90 verði ráðnir i sumarstörf hjá félaginu. Tæpur helmingur af þeim hefur verið í launalausu leyfi hjá Flugleiðum en verða þeir að lik- indum ráðnir aftur. HVALIR DREKKJA ÞJÁLFARA SÍNUM: Þann 20. febrúar gerðist sá hræðilegi atburður í Kanada að þrír hvalir drekktu þjálfara sínum, ungri stúlku, eftir að hún datt út í laugina til þeirra. Toguðu hvalirnir hana niður með sér og þeyttu á milli sín þar til hún iést. Talið er að minnsta kosti einn hvalanna af þremur hafi verið íslenskur. OMEGA-HOLLUSTUBRAUÐ: Fyrirtækið Kjarni hf. bakar nú nýja brauðategund, Omega-brauð, en þau inni- halda Omega-3 fitusýrur, þær hinar sömu sem gera lýsið að eftirsóttum heilsubótardrykk. Brauð þessi hafa þegar eignast markað í Danmörku og þykja bæði bragðgóð og heilsusamleg. Omega-3 er fjölómettuð fitusýra og sýna vís- indalegar rannsóknir að þær draga úr hjarta- og æðasjúk- dómum. ERU IÐGJÖLDIN MARGSKÖTTUÐ? Guðmundur H. Garðarsson þingmaður leggur til að iðgjöld lífeyris- sjóða verði afnumin. í Evrópubandalagsríkjum séu iðgjöld launþega og atvinnurekenda skattfrjáls. Taka verði af öll tvímæli um það hvort 4% iðgjöld sjóðfélaga á Islandi séu þegar í persónuafslætti staðgreiðslunnar. Meirihluti ríkisstjórnar á Nordurlandaráðsþingi: Þrír heima átta utan Þrír ráðherrar ríkis- stjórnarinnar munu ekki sækja þing Norður- landaráðs í Kaupmanna- höfn. Það eru Jón Bald- vin Hannibalsson utan- ríkisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra og Óli Þ. Guðbjartsson - dóms- málaráðherra. í gær lá ekki ljóst fyrir hvort Ól- afur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra færi á þing Norðurlandaráðs eða ekki. Um helgina fóru utan þeir Steingrímur Her- mannsson forsætisráð- herra, Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Halldór Asgrímsson sjávar- útvegsráðherra, Steingrim- ur J. Sigfússon landbúnað- arráðherra og Júlíus Sólnes utanríkisráðherra. í morg- un ætluðu þeir Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra og Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra til Kaupmannahafnar, en Ól- afur Ragnar var ekki ákveðinn í gær eins og áð- ur sagði. Auk ráðherranna fóru sjö alþingismenn utan til að sitja þing Norðurlandaráðs og ennfremur nokkur fjöldi embættismanna og fulltrú- ar stjórnmálaflokkanna. Þinginu lýkur á föstudag- inn. Þau verða heima: Jón Baldvin — heima. Jóhanna — heima. Óli — heima. Þau verða í Kaupmannahöfn Steingrímur — erlendis Jón — erlendis Guðmundur — erlendis Júlíus — erlendis Stofnar Júlíus nýjan flokk? Samkrull með Stefán Val- geirssyni fyrir norðan „Mér skilst að Júlíus Sól- nes hafi verið að kynna einhyern nýjan frjálsiynd- an flokk á fundi úti í Kaup- mannahöfn. Ég hefi ekki heyrt um þennan flokk fyrr og dettur helst í hug að hann hafi verið stofnað- ur þarna í Kaupmanna- höfn. En það er algjör mis- skilningur að ég komi þar nærri þótt sú saga virðist hafa komist á kreik,“ sagði Stefán Valgeirsson alþing- ismaður í samtaii við Al- þýðublaðið. í útvarpsfréttum um helg- ina var sagt frá því að Júlíus Sólnes hafi vikiö að hinum nýja flokki á fundi með ís- lenskum stúdentum í Kaup- mannahöfn og var svo að skilja sem ýmis minni pólitísk samtök stæðu að þessum flokki sem ætlaði að bjóða fram í öllum kjördæmum. Sem fyrr segir kannast Stefán Valgeirsson ekki við þennan flokk. Þegar Stefán var spurð- ur hvort hann ætlaði að bjóða sig fram til þings í komandi kosningum vildi hann lítið gefa út um það. Hann sagði að enn væri verið að skoða það mál. Akvörðun hefði dregist vegna hræringa í öðr- um flokkum, en þessi mál færu að skýrast. Stefán sagð- ist hafa haft þá skoðun í þau 50 ár sem hann hefði haft af- skipti af pólitík, að þeir sem treystu sér til að ná lengst ættu að fara í framboð. Borgaraflokksmaður sem Alþýðublaðið ræddi við í gær taldi lítið mark takandi á orð- um Júlíusar Sólnes um nýjan Almennur skilningur á skólastarfi er forsenda þess að skólinn geti þjón- aö hlutverki sínu. Til að svo megi verða, þarf að gefa foreldrum kost á og hvetja þá til að taka þátt í starfi skólans, sagði menntamálaráðherra þeg- ar hann kynnti fundaher- ferð sem ráðuneytið hyggst standa fyrir á næst- unni. A næstu vikum mun menntamálaráðuneytið í samráði við samtök foreldra frjálslyndan flokk. Hér væri enn verið að reyna að sam- eina smáflokka og samtök en ekkert nýtt væri að frétta af þeim vettvangi. Þó lægi það fyrir að Borgaraflokkurinn og flokkur Stefáns Valgeirs- sonar, Samtök um jafnrétti og barna í grunn- og leikskólum gangast fyrir fundaherferð um allt land til aö kynna nýj- ar hugmyndir um aukið sam- starf foreldra og skóla. Full- trúi frá ráðuneytinu mun verða á öllum fundunum og fjalla um það sem efst er á baugi í þessum efnum. Samtals er búiö að skipu- leggja 13 fundi á næstu vik- um í öllum umdæmum nema Reykjavík en fundarhöld verða tilkynnt þar síðar. Á menntamálaþingisem haldið var í haust var lögð mikil félagshyggju, myndu standa saman að framboði í Norður- landskjördæmi eystra. Inn í það framboð blandaðist eitt- hvað af gömlum fylgismönn- um Jóns heitins Sólnes, svo sem Gunnar bróðir Júlíusar. áhersla á að efla samstarf for- eldra og skólayfirvalda eins og kostur væri. í frumvarpi til grunnskólalaga sem lagt verður fram á Alþingi á næstu dögum er lögð áhersla á að gera hlut foreldra stærri i stjórn grunnskólakerfisins og tryggt sé að rödd foreldra heyrist sem víðast þegar ákvarðanir eru teknar um skólamál. Gert er í auknum mæli ráð fyrir fulltrúum for- eldra í nefndum og ráðum á vegum ráðuneytisins. Foreldrafundir í skólum: Nýjar hug- myndir kynntar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.