Alþýðublaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 2& febrúar 1991
Irakar veita litla mótspyrnu í Kúveit:
7
SIGUR INNAN SEILINGAR: Talsmenn herja bandamanna telja
sigur vísan á nokkrum dögum í stað vikna eins og áður var haldið. Mót-
spyrna íraka er minni en búist var við.
HULDUHERINN AÐ BAKI VÍGLÍNUNNAR: Bandarískar sér-
sveitir eru taldar vera komnar langt inn fyrir víglínu íraka. Þær eru sér-
æfðar í ýmsum bellibrögðum og beita alls kyns tólum til að vinna spell-
virki og afla upplýsinga. Þá eru í sveitunum tungumálamenn og ýmsir
sérfræðingar. Þá ákveða þeir skotmörk með mikilli nákvæmni. A dag-
skrá þeirra eru einnig hvers kyns skemmdarverk og njósnir. Þeir verða
eingöngu að reiða sig á eigin getu. Verndar njóta þeir ekki.
Enginn friður fyrr en
Hussein er farinn frá?
Sókn bandamanna inn í Kúveit
gengur eins og í sögu eftir því
sem takmarkaðar fréttir af
gangi mála herma. Mannfall í
liði bandamanna er sagt sáralít-
ið en allt að 20 þúsund íraskir
hermenn hafa gefist uþp og her-
ir bandamanna hafa eyðilagt um
270 skriðdreka íraka. Hins veg-
ar er talið að sókn bandamanna
muni þyngjast þegar þeir ná
fram til stöðva úrvalssveita
Saddams Hussein norður af Kú-
veit.
Það var klukkan eitt aðfaranótt
sunnudags sem herir bandamanna
hófu innrásina í Kúveit, átta klukku-
stundum eftir að út rann frestur sá
er Bush bandaríkjaforseti gaf Hus-
sein til að fara tafarlaust með her
sinn frá Kúveit án nokkurra skil-
i yrða. Fjölmennur landher hélt inn í
I Kúveit með stuðningi flughers. Her-
skip úti fyrir strönd landsins héldu
uppi skothríð á stöðvar Iraka.
Talsmaður franska herliðsins
sagði í gær að Frakkar hefðu tekið
meira en þrjú þúsund stríðsfanga.
Bandaríkjamenn sögðu í gær að
fjórir menn hefðu fallið og 21 særst
úr liði þeirra til þessa. Saúdí-Arabar
1 sögðust hafa misst sjö menn fallna
og 20 hefðu særðst. Þeir sögðu enn-
fremur að 20 þúsund hermenn íraka
hefðu gefist upp fyrir herjum banda-
manna, en talsmaður Bandaríkj-
anna sagði að 18 þúsund hefðu gef-
ist upp. Bandarískjamenn hafa misst
fjórar flugvélar við Persaflóa síðustu
tvo dagana, en þremur flugmönn-
um hefur verið bjargað. Flugher ír-
aka hefur ekkert látið á sér kræla.
Sagt er að eldar logi á 600 stöðum í
Kúveit, þar af 517 í olíulindum.
Af þeim 270 skriðdrekum íraka
sem búið er að eyðileggja eru 35
sovésk smíði af gerðinni T-72, en
það eru öflugustu skriðdrekarnir
sem her Iraka ræður yfir. Sagt er að
íraskir hermenn haldi áfram að
myrða óbreytta borgara í Kúveit og
nauðga konum. Yfirmaður hers
Saúdí-Arabíu segir að hermenn ír-
aka í Kúveit megi eiga von á að
verða dregnir fyrir dómstóla sökum
stríðsglæpa.
Bush forseti Bandaríkjanna sagði
í gær að frelsun Kúveits gengi sam-
kvæmt áætlun.
Irakar skutu kínverskri eldflaug,
Silkiormi, að bandaríska risaher-
skipinu Missouri á Persaflóa í gær.
Breska herskipið Gloucester var
Missouri til verndar og skaut Silki-
orminn niöur með Dart-eldflaug ör-
fáum sekúndum áður en hún hefði
getað hæft skipið.
Bandamenn segja að ekki leiki
vafi á að þeir muni fara með sigur af
hólmi í Persaflóastríðinu og úrslit-
anna sé skammt að bíða. Hins vegar
geti reynst erfitt að ná samningum
við íraka um frelsun gísla og skipti á
stríðsföngum. James Baker, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, hefur
sagt að í þessu sambandi skipti máli
hve lengi Saddam Hussein verði við
völd eftir að her hans hafi verið
hrakinn frá Kúveit. Utanríkisráð-
herra Breta, Douglas Hurd, sagði í
gær að hernaðaraðgerðir gegn
Irökum gætu haldið áfram eftir að
búið væri að reka her þeirra út úr
Kúveit. Sumir fréttaskýrendur telja
að ekki verði hægt að ganga frá frið-
arskilmálum meðan Hussein er við
völd. Bent er á að vart sé hægt að
ljúka stríðinu meðan Hussein haldi
áfram að skjóta Scud-
eldflaugum á ísrael og Saúdí-Arab-
íu,
í gærkvöldi bárust fréttir um að ír-
ösk Scud-eldflaug hefði hæft banda-
ríska herstöð í Saúdí-Arabíu og
a.m.k. tólf hermenn hefðu farist.
ALGJ0R EYÐILEGGING: Kúveiskir útlagar segja að íraskir her-
menn leggi allt í rúst í Kúveit. Þeir skjóti á opinberar byggingar með
skriðdrekafallbyssum og eiri engu. Hermennirnir hafi tekið á rás úr
fremstu víglínum og stefnt til höfuðborgar Kúveit, þar sem líf Kúveita
sé orðið óbærilegt. Eldar brunnu á um 600 stöðum í borginni og er
kveikt í bönkum og opinberum skrifstofum í viðskiptahverfinu. Irösku
hermennirnir handtaka hundruð óbreyttra borgara og taka af lífi.
HEFÐIBETUR N0TAÐ PILLUNA:
Carl Bildt, formður Hægri flokksins í
Svíþjóð, hefur neitað að koma fram í
sjónvarpsþætti vegna komandi kosn-
inga í Svþjóð. Ástæðan er að stjórnandi
þáttarins viðhafði þau orð er Bildt tók
við Hægri flokknum, að það hefði verið
slæmt að pillan hefði ekki verið komin
til sögunnar, þegar Bildt kom undir.
0KKARMAL : Talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins sagði í gær
að stjórnmálamenn á Norðurlandaráðsþinginu í Kaupmannahöfn
ynnu að því að fá þingfulltrúa til að taka slíka afstöðu í málefnum
Eystrasaltsríkjanna, að túlka mætti sem afskipti af innri málum Sovét-
ríkjanna. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vísaði ummæl-
um Sovétmanna bug. „Norðurlandaráð ræður því hvað er á dagskrá,"
sagði Carlsson við fréttamenn.
Enn sefur Sjórwarpiö á veröinum:
Stillimyndin enn á ný
í síðustu fréttum útvarpsins á
laugardagskvöld var sagt frá því
að allt benti til þess að innrásin
í Kúveit væri að hefjast. Upp úr
eitt var tekið að endurvarpa frá
Sky-stöðinni í sjónvarpi allra
landsmanna, en rúmlega tvö,
rétt eftir að sagt hafði verið frá
því að orrustan væri hafin og um
45 mínútum áður en opinber til-
kynning var væntanleg, birtist
enn einu sinni stillimyndin
fræga, rétt eins og ekkert væri
til að segja frá.
Menn áttu ekki orð. Hvenær átti
þá að endurvarpa ef ekki núna þeg-
ar einhver mesta orrusta sögunnar
var að hefjast? Kannski var bara
kominn háttatími fyrir alla lands-
menn, enginn hafði neitt að gera
með að vera á fótum lengur til að
glápa á stríðsfréttir. Hvað er að
gerast á fréttastofu Sjónvarps?
Hvað fór úrskeiðis eða var þetta
samkvæmt áætlun og stefnu
stjórnenda7 ' Mynd sú sem áhorfendur Ríkisútvarpsins Sjónvarps hafa fyrir augum meðan
Á Stöð tvö var hins vegar sýnt frá meStu stórviðburöir sögunnar gerast.
CNN eins og venjulega. En nokkru
eftir að RÚV lokaði á fréttasending-
ar brá svo við að ákveðið var á Stöð
2 að hætta að rugla sendingar frá
CNN svo allir gætu fylgst með og
jafnframt flutti fréttamaður skýring-
ar á íslensku inn á milli. Þar er
greinilega reynt að koma til móts
við áhorfendur, jafnvel þá sem ekki
hafa myndlykil og eru því háðir
duttlungum stjórnenda RUV.
iDACSKRAINl
Sjónvarpið
17.50 Einu sinni var 18.15 íþrótta-
spegill 18.50 Táknmálsfréttir 18.55
Fjölskyldulíf 19.20 Brauðstrit 19.50
Jóki björn 20.00 Fréttir og veður
20.35 Neytandinn 21.00 l.jóðið mitt
21.10 Ófúst vitni (2) 22.00 Kvik-
myndasjóður — til hvers? 23.00
Ellefufréttir 23.10 Úf frændgarði
(Norden rundt) 23.40 SKY.
Steð 2
16.45 Nágrannar 17.30 Besta bókin
17.55 Fimm félagar 18.20 Á dagskrá
18.35 Eðaltónar 19.19 19:19 20.10
Neyðarlínan 21.00 Sjónaukinn 21.30
Hunter 22.20 Hundaheppni 23.10
Reikningsskil (Stay Lucky) 00.45
CNN.
Rás 1
06.45 Veðurfregnir 07.00 Fréttir
07.03 Morgunþáttur rásar 1 08.00
Fréttir og Morgunauki 08.15 Veður-
fregnir 08.30 Fréttayfirlit 09.00 Frétt-
ir 09.03 Laufskálinn 09.45 Laufskála-
sagan 10.00 Fréttir 10.03 Morgun-
leikfimi 10.10 Veðurfregnir 10.20VÍÖ
leik og störf 11.00 Fréttir 11.03 Tón-
mál 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfir-
lit á hádegi 12.01 Endurtekinn morg-
unauki 12.20 Hádegisfréttir 12.45
Veðurfregnir 12.48 Auðlindin 12.55
Dánarfregnir 13.05 í dagsins önn
13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03
Útvarpssagan: Göngin 14.30 Mið-
degistónlist 15.00 Fréttir 15.03 Kikt
út um kýraugað 16.00 Fréttir 16.05
Völuskrín 16.15 Veðurfregnir 16.20 Á
förnum vegi 16.40 Ég man þá tíð
17.00 Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30
Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03
Hér og nú 18.18 Að utan 18.30 Aug-
lýsingar 18.45 Veðurfregnir 19.00
Kvöldfréttir 19.35 Kviksjá 19.55 Dag-
legt mál 20.00 í tónleikasal 21.10
Stundarkorn í dúr og moll 22.00
Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veður-
fregnir 22.20 Lestur Passíusálma
22.30 Leikrit vikunnar 23.20 Djass-
þáttur 24.00 Fréttir 00.10 Miðnætur-
tónar 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næt-
urútvarp á báðum rásum til morg-
uns.
Rás 2
07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg-
unfréttir 09.03 Níufjögur 11.30 Þarfa-
þing 12.00 Fréttayfirlit og veður
12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu fjögur
16.00 Fréttir 16.03 Dagskrá 18.03
Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32
Gullskífan 20.00 Lausa rásin 21.00 Á
tónleikum með The Electric Light
Orchestra 22.07 Landið og miðin
00.10 I háttinn 01.00 Næturútvarp á
báðum rásum til morguns.
Bylgjan
07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Páll Þor-
steinsson 11.00 ValdísGunnarsdóttir
14.00 Snorri Sturluson 17.00 ísland í
dag 18.30 Kristófer Helgason 21.00
Góðgangur 22.00 Hafþór Freyr Sig-
mundsson 23.00 Kvöldsögur 00.00
Hafþór heldur áfram 02.00 Þráinn
Brjánsson.
Stjarnan
07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni
Haukur Þórsson 11.00 Geðdeildin
stofa 102 12.00 Sigurður Helgi Hlöð-
versson 14.00 Sigurður Ragnarsson
17.00 Björn Sigurðsson 20.00 Lista-
popp 22.00 Jóhannes B. Skúlason
02.00 Næturpopp á Stjörnunni.
Aðaistöðin
07.00 Á besta aldri. Morgunandakt
09.00 Fram að hádegi 09.15 Heiðar,
heilsan og hamingjan 09.30 Heimil-
ispakkinn 10.00 Hver er þetta? 10.30
Morgungestur 11.00 Margt er sér til
gamans gert 11.30 Á ferð og flugi
12.00 Hádegisspjall 13.00 Strætin úti1
að aka 13.30 Gluggað í síðdegisblað-
ið 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn
14.30 Saga dagsins 15.00 Topparnir
takast á 15.30 Efst á baugi vestan-
hafs 16.15 Heiðar, heilsan og ham-
ingjan 16.30 Akademían 18.30 Smá-
saga Aðalstöðvarinnar 19.00 Grétar
Miller 22.00 Vinafundur 24.00 Næt-
urtónar