Alþýðublaðið - 08.03.1991, Síða 7

Alþýðublaðið - 08.03.1991, Síða 7
Föstudagur 8. mars 1991 • t • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • FLÓTTASTRAUMUR FRÁ ALBANÍU: Kommúnistastjórn Alban- íu, sem reynir nú eftir mætti að hamla gegn fólksflótta úr landinu, hef- ur komið fyrir herliði á helstu höfnum iandsins og bannað fjöldasam- komur í fjölmörgum bæjum. UMBÓTAPAKKIGORBATSJOVS: Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleið- togi sagði að allsherjar efnahagsumbótapakki væri nú í undirbúningi sem gilda á í öllum lýðveldum landsins og að hann yrði kynntur bráð- lega. Leiðtogi Rússlands, Boris Jeltsín, vísaði á bug aðvörunum Gorbat- sjovs um að herferð róttæklinga gegn sér gæti ýtt undir borgarastrið í landinu. AFVOPNUNARSAMNINGAR í HNÚT: Bandarískir embættis- menn sögðu að samningur milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna um að eyða mestu af efnavopnum sínum innan 11 ára væri kominn í hnút. WALESA HVETUR TIL KOSNINGA: Lech Walesa, forseti Pól- lands, hvatti þingið til að leysa sjálft sig upp og efna til kosninga fljót- lega til að auðvelda umskipti Póllands til lýðræðis. BUSH UM PALESTÍNUVAND- ANN: George Bush Bandaríkjaforseti er reiðubúinn til að taka að nýju upp til- raunir til að koma á friði milli Israela og Palestínumanna, sem átt hafa í árutuga- löngum erjum og deilum um lands- svæði. ISRAELAR SARIR BUSH ísrelar vísuðu ræðu Bush varðandi Pal- estínuvandann á bug og sögðu hana ekki fela neitt nýtt í sér, en Ieiðtogi Palestinumanna, Faisal al-Husseini, fagnaði ræðunni. Utanríkisráð- herrar Evrópubandalagsins sem nú eru í heimsókn í ísrael hvöttu stjórnvöld þar til að grípa tækifærið til að vinna að friði við araba og lögðu til að haldin yrði ráðstefna um málefni Mið-Austurlanda í líkingu við þá sem haldin var í Helsinki 1975. ÍRANIR VILJA VERA í ÖRYGG- ISGÆSLUNNI: íranir eru óánægðir með drög að öryggissamningi araba- ríkja, sem eru aðilar að bandalaginu gegn írak. íranir sendu nefnd til Sýr- lands sem ganga á úr skugga um að þeir verði ekki skildir út undan. PALESTINU VANDINN Hershöfdingjar bandamanna og íraka gerðu med sér samning I í gær um að senda heim þúsund- ir íraskra stríðsfanga og kú- veiska borgara eins fljótt og mögulegt er, að sögn talsmanna Rauða Krossins. Samningavið- ræður fara fram í Riyadh, höfuð- borg Saúdí-Arabíu. U.þ.b. 40 þúsund Kúveitar voru teknir á brott af íröskum hermönn- um á meðan á hernámi Kúveits stóð. Forsvarsmenn Rauða Krossins segja að þeir 40 vestrænu blaðamenn sem saknað er í suðurhluta íraks, þar sem þeir reyndu að fylgjast með uppreisninni í landinu, verði afhent- ir bandamönnum i dag ásamt Kú- veitunum. Bardagar milli uppreisnarmanna og hersveita Saddams Hussein halda áfram í Suður-írak og banda- menn sögðu í fyrradag að þeir síðar- nefndu væru að ná yfirhöndinni. í gær bárust þær fregnir frá uppreisn- armönnunum, sem flestir eru shíta-múslímar, að þeir hefðu borg- ina Basra enn á sínu valdi og að þús- undir íraskra stjórnarhermanna hafi gefist upp. Einnig berjast Kúrd- ar við liðsmenn Saddams í Norð- ur-írak og fregnir herma að margir íraskir hermenn hafi gengið í lið með Kúrdunum, sem hafa náð mörgum bæjum og borgum á sitt vald. ísraelar eru gramir út í George Bush, Bandaríkjaforseta, vegna ræðu sem hann hélt snemma í gær. Þar sagði hann m.a. að ísraelar yrðu að gefa eftir land til handa Palest- ínumönnum svo að friður geti kom- ist á í Mið-Austurlöndum. Hann sagði að nú þegar Persaflóastríðinu væri lokið yrði næsta mál á dagskrá Palestínumálið. ísraelar vísuðu þess- um orðum Bush á bug og sögðu að það væri ekkert nýtt í tillögum hans. Von er á James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna til ísraels í næstu viku og má búast við að hann þrýsti á þá um að sýna friðarvilja. Skilja má á stjórnvöldum í ísrael að þeir vilji ekki breyta í neinu fyrra friðartilboði sínu, sem Shamir lagði fram fyrir tveimur árum. Þeir ætla eingöngu að dusta rykið af þessu til- boði en það hafnar helstu kröfu Pal- estínumanna um sjálfstætt ríki á hernumdu svæðunum. Samskipti ísraela og Bandaríkja- manna höfðu kólnað verulega á síð- ustu tveimur árum en þau hlýnuðu Evrópubandalagið Svíar gætu oröiö meðlimir í Evrópubandalaginu árið 1995 ef þeir sækja um aðild í sumar, sagði sænski fjármálaráðherr- ann, Allan Larsson í gær. Larsson sagði í ræðu að forseti EB, Jacques Delors, hefði gefið til kynna á fundi á miðvikudag að fram- kvæmdavald EB gæti brugðist fljótt við umsókn um aðild. „Ég skil það svo af orðum Delors að umsókn lögð inn næsta sumar yrði hægt að afgreiða á innan við ári,“ sagði Lars- son í yfirlýsingu. Larsson sagði að umsókn yrði aftur þegar Shamir, forsætisráð- herra Israels, ákvað að verða við bón Bandaríkjanna um að halda aft- ur af sér og svara ekki Scud-árásum íraka. Bush sagði bandaríska þinginu á miðvikudag að meiri háttar friðar- samningar yrðu að byggjast á sam- þykktum Sameinuðu þjóðanna, ’ sem kveða á um brotthvarf Israela af landsvæði araba. Einn leiðtoga Palestínumanna, Faisal al-Husseini, fagnaði orðum Bush. Hann sagði marga athyglis- verða punkta hafa komið fram í ræðunni, þ.á m. viðurkenning á pól- itískum réttindum Palestínumanna. lögð fram um það leyti sem samn- ingum milli EB og EFTA, Fríverslun- arbandalagsins, verði að Ijúka en Svíar eru nú meðlimir í EFTA. Mark- mið samninganna er að koma á sameiginlegu evrópsku efnahags- svæði 19 landa, með um 340 millj- ónir íbúa. Samningarnir hafa geng- ið nokkuð snurðulega fyrir sig und- anfarinn mánuð og sumir eru hræddir um að þeir sigli í strand. Ut- anríkisráðherra íslands hefur þó gefið til kynna að takast muni að ljúka þeim næsta haust. Sviar með- limir 1995? I dagskráin SjónvarpiS 1555 HM í frjálsum íþróttum 17.50 Litli víkingurinn 1&25 HM i frjálsum íþróttum 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 TTðarandinn 19.25 Betty og börnin hennar 19.50 Jóki björn 20.00 Fréttir og veður 20.50 Gettu betur 21.50 Bergerac 22.50 Saman í súpunni (Stuck With Each Other) 00.25 Inn- heimtumaðurinn (Le Colector) 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. StM 2 16.45 Nágrannar 17.30 Með Afa og Beggu til Flórída 17.40 Lafði Lokka- prúð 17.55 Trýni og Gosi 18.05 Á dagskrá 18.20 ítalski boltinn 18.40 Bylmingur 19.19 19.19 20.15 Hagg- ard 20.40 MacGyver21.30 Feðgarnir (My Father, My Son) 23.00 Flóttinn frá Alcatraz 00.50 Eins og í sögu (Star Trap) 02.35 CNN. Rós 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Morgunþáttur Rásar 1 08.00 Fréttir 08.10 Veðurfregnir 08.32 Segðu mér sögu 09.00 Fréttir 09.03 Ég man þá tíð 10.00 Fréttir 10.03 Morgunleikfimi 10.10 Veðurfregnir 11.00 Fréttir 11.03 Tónmál 11.53 Dagþókin 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veður- fregnir 12.48 Auðlindin 12.55 Dánar- fregnir 13.05 í dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03 Út- varpssagan: Vefarinn mikli frá Kas- mír 14.30 Miðdegistónlist 15.00 Fréttir 15.03 Meðal annarra orða 16.00 Fréttir 16j05 Völuskrin 16.15 Veðurfregnir 16.20 Á förnum vegi 16.40 Hvunndagsrispa 17.00 Fréttir 17.03 Vita skattu 17.30 Tónlist á síð- degi 18.00 Fréttir 18.03 Þingmál 18.18 Að utan 1830 Auglýsingar 1845 Veðurfregnir 19.0p Kvöldfréttir 19.35 Kviksjá 2000 í tónleikasal 21.30 Söngvaþing 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir 22.20 Lestur Passíusálma 22.30 Úr síðdeg- isútvarpi liðinnar viku 2800 Kvöld- gestir 24.00 Fréttir 00.10 Miðnætur- tónar 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næt- urútvarp á báðum rásum til morg- uns. Rós 2 07.03 Morgunútvarpið 0800 Morg- unfréttir 09.03 Níu fjögur 12.00 Fréttayfirlit og veður 12.20 Hádegis- fréttir 12.45 Níu Ijögur 1803 Dagskrá 1803 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Gullskífan 20.00 Nýjasta nýtt 22.07 Nætursól 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Valdís Gunnarsdóttir 14.00 Snorri Sturlu- son 17.00 ísland í dag 1830 Kvöid- stemmning á Bylgjunni 22.00 Á næt- urvaktinni 03.00 Heimir Jónasson. Stjaman 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni Haukur Þórsson 11.00 Geödeildin — Stofa 102 12.00 Siguröur Helgi Hlöð- versson 14.00 Sigurður Ragnarsson 17.00 Björn Sigurðsson 20.00 ís- lenski danslistinn 22.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir 03.00 Freymóður Sig- urðsson. ASalstöðin 07.00 Á besta aldri. Morgunandakt 09.00 Fram að hádegi 09.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 09.30 Heimil- ispakkinn 10.00 Hver er þetta? 10.30 Morgungestur 11.00 Margt er sér til gamans gert 1130 Á ferð og flugi 12.00 Hádegisspjall 13.00 Strætin úti að aka 13.30 Gluggað í síðdegisblað- ið 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn 14.30 Saga dagsins 1500 Topparnir takast á 1815 Heiðar, heilsan og hamingjan 1830 Alkalinan 1830 Tónaflóð Aðalstöðvarinnar 20.00 Gullöldin 22.00 Grétar Miller 00.00 Næturtónar Aöalstöðvarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.