Alþýðublaðið - 22.03.1991, Síða 1

Alþýðublaðið - 22.03.1991, Síða 1
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991 Stjórn Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur í Baðstofunni í gamia iönskólahúsinu eftir að hún var endurgerð. Formaður félagsins, Gissur Símonarson, stendur að baki Sigríðar Bjarnadóttur, Sigurodds Magnússonar, Helga Hallgrímsson- ar varaformanns og Guðmundar J. Kristjánssonar gjaldkera. ENDURBORIN BAÐSTOFA: Lokið hefur verið við að gera upp Baðstofu iðnaðarmanna í gamla iðnskólahúsinu við Lækjargötu sem varð fyrir bruna í júní 1986. Hún hefur nú verið færið í sína upprunalegu mynd. Mikill útskurður skreytti baðstofuna sem Ríkharður Jónsson myndhöggv- ari hafði teiknað og skorið út. Þegar búið var að endurnýja burðarviði, einangra þak og ganga frá gólfi eftir brunann ákvað stjórn Iðnaðarmannafélagsins að Baðstofan skyldi byggð upp alveg eins og hún var fyrir brunann. Við það verk var stuðst við Ijósmyndir og það af þiljum, öndvegis- súlum og burðarviðum sem bjargaðist úr brunanum. FORSTJÓRI EIMSKIPS STJÓRNARFORM. FLUGLEIÐA ! Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips var kjörinn formaður stjórnar Flugleiða á fyrsta stjórnar- fundi félagsins að aflokn- um aðalfundi í gær. Á aðal- fundinum var kosið um fimm af níu sætum í stjórn Flugleiða. Allir voru endur- kjörnir í stjórnina nema Sigurður Helgason sem ekki gaf kost á sér áfram eftir 38 ára starf að íslensk- um flugrekstri. I hans stað var kosinn í stjórnina Benedikt Sveinsson. Á aðalfundinum var sam- þykkt að auka hlutafé Flug- leiða um 400 milljónir króna að nafnvirði. Auk þess samþykkti fundurinn tillögu umútgáfu 10%jöfnunarhlutabréfaogum 10% arðgreiðslu til hluthafa. EKKI LEIKNAR AUGLÝSINGAR: Flokkarnir munu ekki birta leiknar stjórnmála- eða kynningarauglýsingar í sjónvarpi eða útvarpi fram að kjördegi. í sjónvarpi er hins vegar heimilt að birta skjáauglýsingar um fundi og samkomur flokkanna vegna kosninganna og þar mega koma fram merki og/eða vígorð flokkanna. 1 hljóðvarpi er heimilt að flytja auglýsingar lesnar af þul og þeim auglýsingum má fylgja bakgrunnstónlist viðkom- andi hljóðvarpsstöðvar eða bakgrunnsstef að vali auglýs- anda. Þetta er ákveðið samkvæmt samkomulagi sem formenn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Borgaraflokks, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa undirritað sem og fulltrúi Kvennalistans. LEIDARINN I DAG Leiðarinn í dag fjallar um þá möguleika sem íslendingum er búnir með virkjun orkulinda landsins og raforkusölu. Þá er sagt frá hugmyndum iðnaðar- ráðherra um mögulega einkavæðingu orkufram- leiðslu- og orkusölufyrirtækja. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4. HIÐ NÝJA LANDNÁM. Hraður heimur og hægur Bjarni Þorsteinsson skrifar um þá tvo ólíku heima sem byggja jörðina. Þann harða heim og kannski hamingju- sama — og hinn sem er hægari og fátækari. Fróðleg grein. Afgreiðsluþingið 113. löggjafarþinginu er lokið — sannkölluðu afgreiðsluþingi þar sem einstakir þingmenn máttu sín lítils, en ráðherrarnir þeim mun meira. Þorlákur Helgason skoðar þingstörfin í vetur. Á tali í þinginu Meira um þingstörfin frá Guðmundi Einarsyni. Hann skrifar á sinn skemmtilega hátt um Alþingi og alþingismenn — það er greinilega á tali hjá fleir- um en Hemma Gunn. Orkuvinnsla Islendinga stefnir í óþekktar hœöir. Iönadarráöherra vill EINKAVÆÐA RAFORKUVER Tjörnin í Reykjavík minnkar nú ár frá ári og haldi áfram sem horfir verúur hún ekki annað en lítill andapollur að lokum. Nú er verið að fylla upp i hana frá Iðnó að nýja ráðhúsinu sem tók sinn skerf af Tjörninni. Unga stúlkan á myndinni lætur það þó ekki á sig fá en ekki verður betur séð en endurnar standi á öndinni yfir ósköpunum og að gæsirnar séu komnar með gæsahúð. Eflaust verður þessi uppfyll.ng dúfnaveisla fyrir dúfurnar meðan svanirnir syngia sinn svanasöng. A-mynd: E.Ól. Sala á raforku gæti veitt þjóðinni 30—40 miiljarða króna á ári í hreinar tekjur á næstu öld. Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra vill að lífeyrissjóðum verði gert kleift að fjárfesta í raf- orkuvinnslu og að stofnað verði sérstakt fyrirtæki um næstu virkjanir. Jón Sigurðsson sagði á árs- fundi Orkustofnunar að reynslan hefði kennt mönn- um að það væru alvarlegir gallar á skipulagi orkuiðnað- arins og að athugandi væri að stofna sérstakt fyrirtæki um næstu stórvirkjanir á eftir þeim sem væru á dagskrá. Verðmyndun á raforku væri meingölluð, og æskilegra að einkavæða „einokunarfyrir- tæki orkuiðnaðarins." Frjáls samkeppni veitti æskilegra aðhald en opinberar eftirlits- og verðlagsnefndir, sem venjulega framreiknuðu kostnað út frá löngu úreltum forsendum. Jakob Björnsson orku- málastjóri dró upp mynd af framtíðarorkubúskap íslend- inga. Sagði hann að gengju áform eftir um nýtingu raf- orkunnar í nánustu framtíð mætti gera ráð fyrir allt að tí- földun raforkuframleiðslunn- ar til ársins 2030 og að á síð- asta þriðjungi 21.aldar yrðu hreinar tekjur þjóðarbúsins 30—40 milljarðar króna á nú- verandi verðlagi. Reiknað er með að árið 2030 verði þriðj- ungur raforkuframleiðslunn- ar fluttur út, raforkufrekur iðnaður nýti 53,9% rafork- unnar, en aðeins 11,2% fari til einkanota. Dómur í Töggsmáli Fyrrverandi stjórnarfor- maður Töggs hf. var dæmdur í 18 mánaða fang- elsi í Sakadómi Reykjavík- ur í gær og til sviptingar verslunarleyfis ævilangt fyrir að hafa haft fé úr fyr- irtækinu fyrir gjaldþrot þess. Þá var lögmaður Töggs dæmdur til skilorðsbundins fangelsis í þrjá mánuði og sviptur leyfi til málflutnings í sex mánuði fyrir að hafa mis- notað aðstöðu sína. Ákæru á hendur fyrrverandi deildar- stjóra Töggs og tveggja stjórnarmanna verður frest- að og fellur niður eftir þrjú ár ef þeir gera ekkert af sér á meðan. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og deildarstjóri Sparisjóðsins voru líka ákærð í málinu en sýknuð í Sakadómi. Tjörnin að verða andapollur RITSTJÓRN © 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.