Alþýðublaðið - 22.03.1991, Page 6

Alþýðublaðið - 22.03.1991, Page 6
6 Föstudagur 22. mars 1991 Baráttngleði iafnaðarmaniia í kvöld, föstudaginn 22. mars í Fóstbræðraheimilinu y/Langholtsveg. Gleðin hefst kl 21.00. Boðið upp á hanastél og pinna. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Aðgangseyrir kr. 500.- Dundrandi fjör. Övæntar uppákomur. Kaupmenn vilja öliði búðirnar „Starfsmönnum almennra verslana er ekkert síður treyst- andi en afgreiðslumönnum hjá ÁTVR til þess að krefjast skil- ríkja um aldur viðkomandi kaupanda, ef vafi leikur þar á um,“ segir í ályktun aðaifundar Félags matvörukaupmanna í Reykjavík. Félag matvörukaupmanna í Reykjavík og nágrenni hefur marg- sinnis á undanförnum árum áréttað þá skoðun sína að matvöruverslanir ættu að fá að selja bjór og jafnvel borðvín eins og aðrar neysluvörur. Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtak- anna, sagði í gær að mál þessi hefðu ítrekað verið reifuð við rétt yfirvöld, en án árangurs. „Við bendum á að kaupmenn hafa til umráða gott og viðurkennt hús- næði til sölu á hverskonar matvæl- um. I verslunum kaupmanna starfar þjálfað verslunarfólk og starfsemi búðanna er undir eftirliti heilbrigð- isyfirvalda. Við teljum að starfsfólki okkar verslana sé ekkert síður treystandi í þessum efnum en starfs- mönnum Áfengisverslunar ríkisins," sagði Magnús. Á aðalfundi matvörukaupmanna var skorað á yfirvöld af fella úr gildi aðstöðugjöld á matvöruverslunum. Slíkt gjald telja kaupmenn óeðlilegt og úr samræmi við nútímann og um of íþyngjandi fyrir starfsemina. Getraunaspá fjölmiðlanna ro LEIKVIKA NR.: 12 Chelsea Southampton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X Coventry ManchesterC X 1 X 1 1 2 X 2 X X Derby Liverpool 2 2 2 2 2 2 2 X 2 2 Everton Nott.Forest 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Leeds C.Palace 1 1 1 1 X X 1 1 1 X Manchester Ut... Luton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Norwich Arsenal 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 Sunderland Aston Villa X X X 1 X 1 X X X 2 Tottenham Q.P.R 1 1 1 1 1 1 1 2 1 1 Wimbledon Sheffield Utd 1 1 1 1 1 1 1 X X 1 Blackburn .:....Oldham 2 2 X 2 2 2 2 X 2 1 Portsmouth Newcastle 1 1 2 2 X 1 2 1 X 2 Árangur eftir tiu vikur.: 43 53 39 52 45 50 50 39 42 39 Stefnum á 12 rétia Fjölmiðlarnir tippa á að toppliðin vinni sína leiki um helgina, þ.e. Ar- senal og Liverpool. Eina undantekningin er Stöð 2 sem spáir að Derby nái jafntefli við Liverpool, en bæði Arsenal og Liverpool leika á útivelli um helgina. Þessi tvö lið hafa talsvert forskot á næstu lið og heyja nú einvígi um Englandsmeistaratitilinn. Arsenal hefur 61 stig, eða stigi betur en Liverpool. Það er enginn ástæða til að fjölyrða um frammistöðu okkar á Al- þýðublaðinu að þessu sinni. Við vorum ekki meðal þeirra fjögurra sem voru með 12 rétta um síðustu helgi. Við stefnum hins vegar að því að ná tólfunni nú um helgina. Erfiðasti leikurinn er hins vegar sjónvarps- leikurinn milli Sunderland og Aston Villa. Við spáum jafntefli í þeim leik en maður veit aldrei upp á hverjum andsk... ensku liðin kunna taka á þessum seinustu og verstu tímum. Annars er okkar spá svohljóðandi: 1X2/111/2X1/X2X. Rauður: þríhymingur = Viðvörun Gera aukaverkanir lyfsins sem þú tekur þig hættulegan í umferöinni? Félagsfundur veröur haldinn mánudaginn 25. mars 1991, kl. 20.00 aö Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál — starfsnefndir félagsins. 2. Atvinnumál og launaþróun. 3. Önnur mál. Mætið stundvíslega. Stjórnin. JT Alver og atvinna Opinn fundur með Jóni Sigurðssyni, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, í Glaðheimum í Vogum, föstudaginn 22. mars kl. 20.30. Fundarstjóri: Jón Gunnarsson oddviti. S.U.J. - Tungumálanámskeið Umsóknareyðublöð um tungumálanámskeiðin er- lendis á vegum Æ.S.Í. fyrir æskulýðsleiðtoga eru komin. Skilyrði til þátttöku: 1. Aldur 18 til 30 ára. 2. Grunnþekking á viðkomandi tungumáli. 3. Vera virkur þáttakandi í æskulýðsstarfi og vel upplýst(ur) um starfsemi síns félags/sambands. 4. Hafa áhuga á alþjóðlegu samstarfi. Tungumálanámskeiðin fara fram á eftirfarandi tungumálum: Þýsku, ítölsku, spænsku, portú- gölsku, ensku og frönsku. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 25. mars. Nánari upplýsingar eru gefnar hjá Gylfa í síma 29244. Kratar til Cuxhaven Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði hafa ákveðið að endurgjalda heimsókn flokkssystkina sinna frá Cuxhaven frá því sl. vor og fara í hópferð til Cuxhav- en um mánaðamótin maí-júní. Áætlað er að ferðin standi í viku og að í hópnum verði 30 manns. Örfá sæti enn laus. Þeir sem áhuga hafa á þessari skemmtilegu ferð, hafi samband við Ingvar í síma 52609 eða 50499 eða Valgerði í síma 51920 eða 52615. Alþýðuflokksfélagön í Hafnarfirði. Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 25. mars kl. 20.30 í Al- þýðuhúsinu við Strandgötu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Áhersluatriði í kosningabaráttunni. Guðmundur Einarsson flytur framsögn. Stjórnin. í fararbroddi framfara Verkalýðs- og stjórnmálanefnd S.U.J. og Alþýðu- flokksfélag Reykjavíkur boða til opins fundar mið- vikudaginn 27. mars nk. kl. 20.15 í Félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Reykjavík (Rósinni). Gestur fundarins og framsögumaður verður Jón Sigurðsson ráðherra og efsti maður á lista Alþýðu- flokksins í Reykjaneskjördæmi. Fundarstjóri verður Jón Baldur Lorange, form. Verkalýðs- og stjórnmálanefndar S.U.J. Allir jafnaðarmenn velkomnir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.