Alþýðublaðið - 22.03.1991, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 22.03.1991, Qupperneq 8
• ••• •••• • •••••••••• •••• • •• •••• •• •••• •••• • • • •••• •••• • •• •••• •• • • •••• ••• • •••• • • NÝ RÍKISSTJÓRN í KÚVEIT: í nýrri ríkisstjórn í Kú- veit, sem líklega verður mynduð á næstunni eftir að sú fyrri sagði af sér í kjölfar þess að hún var sökuð um van- hæfni, ættu að sitja menn sem skipulögðu andspyrnuna gegn innrásarhermönnum iraka, sagði einn fráfarandi ráð- herra. Skipulagsráðherrann, Suleiman al-Mutawa, sagði að nýja stjórnin ætti einnig að vera skipuð hæfum tæknik- rötum. Hann var ráðherra í stjórninni sem sagði af sér á mánudaginn eftir að hafa mistekist að endurbyggja þjón- ustukerfi landsins þremur vikum eftir að Kúveit var frelsað af fjölþjóðahernum. FJÖLDA KÚVEITA SLEPPT: írakar hafa látið um 1,500 Kúveita lausa, en þeir voru handteknir á meðan á hernámi Kúveits stóð. Mennirnir verða fluttir til Saúdí-Ar- abíu í dag, föstudag, að sögn talsmanna Kúveithers. Tals- maður Alþjóða Rauða krossins sagði að allir Kúveitarnir væru hermenn. Hingað til hafa írakar aðeins látið einn kú- veiskan hermann lausan. PALESTÍNUMENN DREPNIR í KÚVEIT: Mannrétt- indasamtök segja að 30 til 40 manns, aðallega Palestínu- menn, hafi verið drepnir og 2 þúsund fangelsaðir og marg- ir pyntaðir í hefndaraðgerðum kúveiska hersins og and- spyrnuhreyfingarinnar á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá lokum Persaflóastríðsins. HURD VISS UM SAMVINNU RÚSSA: Utanríkis- ráðherra Bretlands, Douglas Hurd, sagði að yfirvöld í Moskvu væru reiðubúin til að styðja friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum og einnig viljug til að ná samkomulagi í deilum við Vesturlönd um afvopnunarmál. Hurd lét þessi orð falla að loknum viðræðum við Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtoga og Alexander Bessmertnykh, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna. BAKER í JAPAN: James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti jap- anska utanríkisráðherrann til að ræða samvinnu við Japana að loknu Persaflóa- stríðinu , en ýmsir hafa ver- ið óánægðir með framlag Japana til hernaðarins. MÓTMÆLI í A-ÞÝSKALANDI: Nærri hundrað þús- und manns efndu til mótmæla og verkfalla í austurhluta Þýskalands í gær til að krefjast atvinnu og betri lífskjara. Þetta eru önnur fjöldamótmælin í gamla Austur-Þýska- landi á undanförnum þremur dögum, að sögn talsmanns verkalýðsfélaganna á svæðinu. Mótmælendur fordæmdu stefnu stjórnvalda, sem þeir líktu við frumskógalögmálið um að þeir hæfari lifðu af. OEIRÐIR I S-AFRIKU: Fjöldi manns slasaðist þegar efnt var til afmælisgöngu til að minnast fjöldamorðanna í Sharpeville fyrir 31 ári, þegar lögreglan skaut 69 svertingja til bana er þeir mótmæltu aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Þúsundir mættu ekki til vinnu í gær til að minnast atburð- arins sem mótaði álit manna um allan heim á minnihluta- stjórn hvítra í Suður-Afríku. TOMBA VANN: ítalski skíðakappinn Alberto Tomba sigraði í síðustu svigkeppni sem haldin var í heimsbikar- mótinu á skíðum í vetur. Hann vann þar með heimsbikar- inn í svigi en Lúxemborgarinn Marc Cirardelli sigraði í heimsbikarkeppninni samanlagt. Júgóslavía Rambar á barmi borgarastríis Forsætisráðið í Júgó- slavíu kom í gær saman til neyðarfundar til þess að reyna að forða þessu Balk- anríki hinna mörgu þjóða frá uppiausn og borgara- stríði. Forsætisráðið, sem skipað er átta mönnum, er marg- klofið í afstöðu sinni nú þegar ástandið í Júgóslavíu er verra en nokkru sinni frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Boris- av Jovic, hinn serbneski for- maður ráðsins, sagði að að- skilnaðaröfl reyndu að mis- nota lýðræðið til að reyna að sundra ríkinu. Gífurleg mót- mæli hafa farið fram undan- farið, sérstaklega í Serbíu, og hafa mótmælendur m.a. kraf- ist afsagnar kommúnista- stjórnarinnar. Jovic féllst á að segja af sér sl. föstudag en að beiðni forseta Serbíu, Slobo- dans Milosevic, dró hann af- sögn sína til baka á miðviku- dag. Þrír aðrir meðlimir for- sætisráðsins, sem fer með æðsta valdið í landinu og hef- ur gert allt frá því að Tito féll frá, sögðu af sér eða voru látnir hætta í kjölfar afsagnar Jovics. Jovic sagði að tiiraun- ir til að gera ráðið hlutlaust gætu ýtt undir þjóðernisróst- ur og borgarastríð, en nú hafa sex lýðveldi og tvö héruð þar fulltrúa. Lýðveldin Serbía og Króa- tía hafa átt í blóðugum deil- um um iangan aldur og deilur milli þeirra eru helsta orsök þess óskaparástands sem nú hefur skapast í landinu. Kommúnistar fara með völd- in í Serbíu en andkommúnist- ar í Króatíu. Eftir að alríkis- kommúnistaflokkurinn, sem ráðið hafði ríkjum í Júgóslav- íu síðustu 45 árin, var leystur upp á síðasta ári hafa deilur milli þessara lýðvelda farið vaxandi. Milosevic, leiðtogi Serbíu, vill koma á aftur sterkri mið- stýringu í landinu og hefur þrýst á um að herinn verði til kallaður til að bæla niður mótmæli og að halda ríkinu saman. Tudjman, leiðtogi Króatíu, er harður andstæð- ingur kommúnista og átti stóran þátt í að Kommúnista- flokkurinn var lagður niður. Hann er hlynntur auknu sjálf- stæði til handa lýðveldunum og vill draga úr völdum ríkis- stjórnarinnar í Belgrad. Vestrænir stjórnarerind- rekar telja að ekki verði hægt að leysa málið án mikilla árekstra og átaka og spá því að ástandið muni fara versn- andi í Júgóslavíu á næstunni. Stefnubreyting bresku ríkisstjórnarinnar Nefskattur- inn burt Sá merki atburður átti sér stað í breskum stjórn- málum að ríkisstjórn Ihaldsflokksins söðlaði gjörsamlega um í gær þeg- ar hún ákvað að fella úr gildi hinn hataða nefskatt, sem svo var nefndur og var hornsteinninn í félags- og efnahagsstefnu Margr- étar Thatcher, fyrrum for- sætisráðherra. Umhverfismálaráðherr- ann, Michael Heseltine, sagði að nýjum skatti yrði komið á laggirnar til að afla fjár til þeirrar félagslegu þjónustu sem sveitarfélögin veita og yrði þeim falið að innheimta hann. Tekið verður upp það skattkerfi sem í gildi var fyrir tíma nefskattsins, þ.e. skattur- inn verður byggður á verð- mæti fasteigna. Heseltine sagði að tekið yrði mið af fjölda fullorðna sem búa í húsi og verðmæti þess. Nefskatturinn var talinn ósanngjarn vegna þess að innheimt var jafnt af ríkum sem fátækum. Þetta kerfi olli uppþotum og var ekki líklegt til að hala inn atkvæði til handa John Major, hinum nýja forsætisráðherra, og Ihaldsflokki hans svona stuttu fyrir kosningar, en þær eiga að fara fram ekki seinna en um mitt næsta ár. Margir telja að nefskatturinn hafi öðru fremur orðið Margréti Thatcher að falli. Miklar deilur urðu á breska þinginu þegar ríkisstjórnin tilkynnti þessa ákvörðun sina. Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að með nefskattinum hefðu 14 milljarðar punda farið í súginn og hann hvatti Major til að biðja bresku þjóðina af- sökunar. Major vísaði þessu á bug og sakaði Kinnock um að hvetja borgara til að brjóta lögin og borga ekki. Talsmaður Verkamanna- flokksins, Bryan Gould, sagði þessa ákvörðun bera vott um Heseltine umhverfismálaráðherrann er helsti hönnuður nýja skattsins sem kemur í stað nefskattsins. stefnu- og ráðaleysi ríkis- stjórnarinnar og sagði þess engin dæmi í gjörvallri stjórnmálasögunni. Saúdí-Arabía 91 LÉST I FLUGSLYSI Saúdí-arabísk herflutn- ingavél með hermenn frá Senegal innanborðs hrap- aði í gær í norðurhluta Saúdí-Arabíu með þeim af- leiðingum að 91 lét lífið, að sögn talsmanna herja bandamanna í höfuðborg landsins. Ekkert er vitað um orsakir slyssins en vitað er að fimm manns lifðu af. Senegal var ein af 33 þjóðum sem sendu herlið til stuðnings banda- mönnum undir forystu Bandaríkjanna í stríðið gegn írökum. Ekki er ljóst hvort verið var að flytja hermenn- ina heim þegar flugvélin hrapaði. Fleiri slys urðu í háloftun- um í gær. Tvær bandarískar herflugvélar af P-3 Orion gerð, sem sérhæfðar eru til kafbátaleitar, rákust á við æf- ingar yfir Kyrrahafinu og þeirra 26 manna sem um borð voru er saknað og ekki taldir iífs, að sögn talsmanns bandaríska sjóhersins. Engin opinber skýring hef- ur verið gefin á þessu slysi. Að sögn talsmannsins var mjög hvassviðrasamt á svæð- inu þar sem æfingarnar fóru fram.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.