Alþýðublaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 1
\
IÁUGARDAGUR
13. APRÍL 1991
ALÞÝÐUFLOKKUR MEÐ 22% ATKVÆÐA: í skoð-
anakönnun meðal starfsmanna Skýrr, sem fram fór í gær,
hlaut Alþýðuflokkurinn 21,8% atkvæða. í könnun sem
gerð var 2. apríl sl. hafði Alþýðuflokkurinn 11% fylgi. Sjálf-
stæðisflokkurinn hafði þá 56,5% atkvæða en í gær 39,7%.
FRAKKLANDSFORSETISTYÐUR ÍSLENDINGA:
Ríkissjónvarpið greindi frá því í gærkvöldi að Frakklands-
forseti hefði gefið samningamönnum sínum fyrirmæli um
að semja ekki um neitt á vettvangi Evrópska efnahags-
svæðisins sem gengi gegn hagsmunum íslendinga.
FAGNAÐARFUNDUR Á BORGINNI: á morgun,
sunnudag, klukkan 15 verður Fagnaðarfundur á Hótel
Borg. Þar munu Jón Baldvin Hannibalsson formaður Al-
þýðuflokksins og Valgerður Gunnarsdóttir sem skipar 5.
sæti A-listans í Reykjavík flytja ávörp. Þeir Eyjólfur Krist-
jánsson og Stefán Hilmarsson syngja tvísöng. Ennfremur
verða eftirhermur fluttar og boðið uppá óperusöng. Þá
verður síðdegisrokk í flutningi hljómsveitarinnar Ný-
danskrar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
NORRÆNA JAFNLAUNAVERKEFNIÐ: Félags-
málaráðuneytið hefur í samvinnu við norrænu jafnréttis-
nefndina hleypt norrænu verkefni af stokkunum í þeim til-
gangi að leita leiða til að draga úr launamun kynja. Kallast
það Norræna jafnlaunaverkefnið og er áætlað að því ljúki
í árslok 1993. Þetta er stærsta verkefnið á fimm ára fram-
kvæmdaáætlun norrænu jafnréttisnefndarinnar sem nær
til áranna 1989-1993. í verkefnisstjórn á fslandi sitja fulltrú-
ar ASÍ, VSÍ, BSRB, Vinnumálasambands samvinnufélag-
anna, félagsmálaráðuneytisins og Jafnréttisráðs auk full-
trúa íslands í norrænu jafnréttisnefndinni. Verkefnisstjóri
er Hildur Jónsdóttir.
HÁTÍÐ ELDRI BORGARA: Alþýðuflokkurinn í Reykja-
vík býður eldri borgurum til fagnaðar í Ártúni, Vagnhöfða
11, í dag, laugardag, klukkan 15-18. Þar flytja Jón Baidvin
Hannibalsson og Jóhanna Sigurðardóttir ávörp. Kaffiveit-
ingar og heitar vöfflur í boði og Haukur Morthens og
hljómsveit leika og syngja fyrir dansi. Rútuferðir eru frá
dvalarheimilum aldraðra í Reykjavík og aðrir geta pantað
bíla í símum 83149, 84086 og 83023.
SENDIHERRANN KALLAÐUR FYRIR RÁÐ-
HERRA: Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
kallaði sendiherra Sovétríkjanna Igor N. Krasavin á sinn
fund í gær. Þar afhenti ráðherrann sendiherranum greinar-
gerð íslenskra stjórnvalda um ákvörðun íslensku ríkis-
stjórnarinnar sem tilkynnt var 23. janúar að hefja viðræð-
ur við ríkisstjórn Litháens um að taka upp stjórnmálasam-
band milli íslands og Litháens. í greinargerðinni eru færð
ítarleg lagarök fyrir afstöðu ríkisstjórnar fslands. Sendi-
herrann mun koma greinargerðinni á framfæri við ríkis-
stjórn Sovétríkjanna.
A-STÖÐINILOFTIÐIDAG: Samband ungra jafnaðar-
manna fékk í gær leyfi útvarpsréttarnefndar til þess að
reka útvarp til 22. apríl. Hefjast útsendingar í dag.
LEIDARINN I DAG
Verkin tala heitir leiðari Alþýðublaðsins í dag. í leið-
aranum segir m.a.: „Alþýðuflokkurinn reynir ekki að
Ijúga að kjósendum sinum, þegja þá í hel eða nýta
sér vankunnáttu kjósenda með skrumi og hræðslu-
áróðri. Alþýðuflokkurinn lofaði og hann efndi. Og Al-
þýðuflokkurinn gefur ný fyrirheit fyrir komandi
kosningar og mun berjast af alefli fyrir að koma þeim
fyrirheitum í verk, ef kjósendur gefa flokknum um-
boð til stjórnarþátttöku eftir kosningar."
VERKIN TALA
Alþýðublaðið gefur út í dag, laugardag,
aukaútgáfu sem helguð er að mestu leyti
samantekt blaðsins á loforðum Alþýðu-
flokksins fyrir kosningar 1987 og efndum
á nýloknu kjörtímabili.
Samantektin nær yfir helstu mála-
flokka, svo sem efnahagsmál, vaxta- og
fjármagnsmarkað, skattamál og ríkisfjár-
mál, atvinnumál, verslun og viðskipti,
húsnæðismál, stjórnkerfi, málefni fatl-
aðra, orkumál og iðnaðarmál, umhverf-
ismál, utanríkisverslun og utanríkismál.
SJÁ BLS. 3-5 : LOFORÐ OG EFNDIR.
Forseti ASÍum kjarasamningana í haust
Stöðugleika ekki
gloprað niður
Ásmundur Stefánsson,
forseti ASÍ, segir aö kjara-
samningar í haust verði að
miða að því að stöðugleika
í þjóðfélaginu verði ekki
gloprað niður. Ásmundur
segir þaö ekki verkefni
verkalýðshreyfingarinnar
einnar. „Öli hagstjórn
verður að miða að því að
tryggja stöðugleikann.
Allir aðilar verða að gera
sér grein fyrir því að þetta er
langtímamarkmið. Og að það
hefst ekki með áhlaupi,” segir
forseti ASÍ. Sveitarfélög og
ríki eigi hlut að máli og nú sé
stóra verkefni ríkisins að ná.
betra jafnvægi í ríkisfjármál-
um.
Forseti ASÍ segir að eigi
verkalýðshreyfingin að gera
sér vonir um að lyfta launun-
um þurfi stöðugleika í samfé-
laginu. Það séu hættumerki á
lofti en að kjarasamningar í
haust verði að verja það jafn-
vægi sem náðist með síðustu
kjarasamningum. Þá hafi fólk
ekki trúað því að verðbólgan
gæti farið niöur — en að það
hafi tekist.
Fjörugur fundur í Sundakaffí
Þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Össur Skarphéðinsson fóru á kostum á framboðsfundi í Sundakaffi i Reykjavík i gærdag.
Jón Baldvin sýndi meðal annars fram á að Davið Oddsson hefur sem borgarstjóri gjörsigrað Ólaf Ragnar í skattheimtu og
minnti á að Framsóknarflokkurinn var ekki skapaður til að vera í fararbroddi framfara og nýjunga. Össur fjallaði meðal annars
um nýja þjóðarsátt um aukinn kaupmátt sem forgangsverkefni næstu rikisstjórnar. A-mynd: GTK
ísland / A-flokk I