Alþýðublaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 5
VERKIN TALA • Átak við byggingu sambýla, verndaðra vinnustaða, meðferðarheimila, sérdeilda í skólum, endurhæfingarstöðva og sumardvalarheimila fatlaðra. • Ný sambýli fyrir geðsjúka. • Ný framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðra í framtíðinni. LOFORÐ; Afnám hafta og einokunar í atvinnu- og viöskiptalífi EFNPIR: • Alþýðuflokkurinn kom því ákvæði inn í 1. gr. fiskveiðistjórnarlaganna að fiskistofnarnir væru sameign þjóðarinnar. Það mun í framtíðinni tryggja að arðurinn af sameiginlegri auðlind renni til þjóðarinnar allrar. • Vönduð löggjöf um fjármagnsmarkaðinn utan bankakerfis (verðbréfa- og eignaleigufyrirtæki) tryggir nú rétt og hagsmuni sparifjár- eigenda. • Með afnámi á skömmtun í gjaldeyrisviðskiptum var forréttindum hinna fáu breytt í rétt hinna mörgu. • Frelsi í útflutningi á frystum fiskafurðum og saltfiski á markaði í Ameríku færir vald írá einokunarfyrirtækjum til smáatvinnurekenda. • Ný löggjöf um greiðslukortastarfsemi og neytendavernd hefur verið mótuð. • Einkavæðing í bankakerfinu með samruna og fækkun banka stuðlar að minni rekstrarkostnaði og lægri vöxtum í framtíðinni. • Með lagaheimildum fyrir erlendri eignaraðila f bönkum og opnun fjármagnsmarkaðarins með samningum um EES er innlendu bankakerfi veitt aðhald með samkeppni og almenningi og fyrirtækjum tryggður aðgangur að fjármagni á heimsmarkaðskjörum. LOFORÐs Virkjun vannýttra orkulinda EFNPIR: • Undirbúningur hafinn að stórvirkjunum á Austur- og Suðurlandi og styrkingu dreifikerfis — eftir 15 ára kyrrstöðu. • Samningar við Atlants-ál fyrirtækin á lokastigi. • Staðsetning álvers á Keilisnesi ákveðin. • 5000 ársverk verða til á framkvæmdatímanum. Þar með er bægt frá hættu á atvinnuleysi og landflótta. • Eitt tonn af áli jafngildir í verðmætum 1 tonni af þorski upp úr sjó. • Framleiðslugeta álvers við Keilisnes er 210 þús. tonn á ári. • Viðræður eru hafnar við Evrópubandalagið um samstarfsverkefni um nýtingu orkulinda svo sem um vetnisframleiðslu sem hreint eldsneyti fyrir farartæki framtíðarinnar. LOFORP: Umhverfisvernd EFNPIR: • ísland beitti sér á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir nýjum alþjóðasáttmála, í líkingu við hafréttarsáttmálann, sem skilgreini réttindi og skyldur þjóða varðandi mengunarvarnir og umgengni við náttúruna. • íslendingar hafa tekið frumkvæði á alþjóðavettvangi að undirbúningi afvopnunarsamninga er taki til hafsins, sérstaklega um fækkun kjarnaknúinna skipa, sem búin eru kjarnavopnum. • Iðnaðarráðherra beitti sér fyrir stofnun fyrirtækja til söfnunar og endurvinnslu einnota umbúða og málma. • Með breytingum á búvörusamningsdrögum, sem lögð verða fyrir Alþingi í haust má gera ráðstafanir til fækkunar búfjár, þar sem gróðurlendi er viðkvæmast fyrir ofbeit. LOFORP: Island og Evrópa EFNPIRs • íslendingar höfðu á hendi verkstjórn við undirbúning samninga fyrir hönd EFTA- ríkjanna allra um stofnun Evrópsks efnahagssvæðis., • Tollfrjáls aðgangur að Evrópumörkuðum fyrir sjávarafurðir og afnám tolla á unnar afurðir skapar innlendri fiskvinnslu ný vaxtarskilyrði í framtíðinni, eykur virðisauka í höndum íslendinga og færir vinnuna heim. • Með tilboði ríkisstjórnarinnar í GATT-samningunum skuldbatt ríkisstjórnin sig til að lækka byrðar skattgreiðenda vegna stuðnings við landbúnað, að afnema útflutningsbætur og heimila í takmörkuðum mæli innflutning unninna landbúnaðarafurða, til þess að stuðla að samkeppni á innanlandsmarkaði er geti leitt til lækkunar framleiðslukostnaðar og lægra verðs til neytenda. LOFORP: Sjálfstæöi í utanríkismálum EFNPIR: • Fastheldni á grundvallaratriði farsællar utanríkisstefnu um samstarf vestrænna lýðræðisríkja á sviði öryggis- og varnarmála. • Sjálfstætt frumkvæði til að varðveita þá lífshagsmuni íslendinga að ná fram alþjóða- samningum um traustvekjandi aðgerðir og afvopnun á höfunum. • Frumkvæði að virkum stuðningi vestrænna ríkja við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða. • Aðalverktökum breytt að meirihluta í ríkisfyrirtæki — arðurinn af varnarliðs- framkvæmdum rennur fram- vegis til þjóðarinnar en ekki forréttindaaðila. • Stofnun samstarfsfyrirtækis hugbúnaðarmanna, sem tryggir þeim viðamikil verkefni á sviði hátækni við endurnýjun ratsjárkerfis bandalagsþjóðanna í Atlantshafsbandalaginu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.