Alþýðublaðið - 20.04.1991, Side 4

Alþýðublaðið - 20.04.1991, Side 4
* 4 Laugardagur 20. apríl 1991 MÐUBLMÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. SÍMI 625566 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 HVERNIG FRAMTÍÐ VILJUM VIÐ? Island er auðugt land. Auðlindir landsins felast bæði í kostum lands og sjávar en ekki síst í mannfólkinu sjálfu. Það er því mikilvægt að þessi fámenna en dug- mikla þjóð skapi sér þá framtíð sem best tryggir hag fólksins. I alltof langan tíma hefur íslenska þjóðin búið við erf- iðar ytri aðstæður sem staðið hafa í vegi fyrir hag- sæld og velferð. Þær ytri aðstæður eru fyrst og fremst pólitískar: Leikreglurnar hafa verið vitlausar og órétt- látar. Höft, boð og bönn, ríkisforsjá og endalaus van- trú á land og þjóð samfara sífelldum þjóðernishroka og fordómum gagnvart erlendum þjóðum: Allt eru þetta einkenni hins lokaða íslenska þjóðfélags á þess- ari öld. Atvinnulífið hefur verið fábrotið á íslandi og gæði landsins lítið nýtt. Sjávarútvegur og landbúnaður hafa lengst af verið undirstöðuatvinnuvegirnir. Þessir atvinnuvegir hafa verið í pólitískum álögum, þar sem ríkisforsjáin og flokkaáhrifin hafa staðið þeim fyrir þrifum. Ofstjórn ríkisins er bein afleiðing af íhlutun stjórnmálaflokka í atvinnulíf og þjóðlífið almennt. Frjáls fyrirtæki hafa verið alltof fá, og atvinnuvegirnir of flæktir í net stjórnmálanna. A undanförnum árum hefur orðið mikil hugarfars- breyting hvað þetta varðar. Menn skilja betur en áður að forsenda framfara og velferðar er öflugt atvinnulíf. Öflugt atvinnulíf byggist á frjálsri samkeppni og sí- minnkandi ríkisafskiptum. Öflugt atvinnulíf byggist einnig á opnun og frelsi, afnámi hafta og hindrana. Og síðast en ekki síst byggjast allar framfarir á eyðingu fordóma. Glöggt dæmi um innbyggðan ótta og for- dóma íslendinga gagnvart útlendingum er hinn fár- ánlegi hræðsluáróður Framsóknar og Alþýðubanda- lags fyrir þessar kosningar um Evrópubandalagið. Slíkur hræðsluáróður hefði að sjálfsögðu ekki gengið í landi þar sem fjöldinn er vel upplýstur. Fordómar og áróður þrífast illa í vel menntuðu og upplýstu þjóðfé- lagi. Þess vegna eru hin einkennilegu viðbrögð ís- lendinga við hræðsluáróðrinum gagnvart EB um- hugsunarefni fyrir skólayfirvöld og fjölmiðla: Er fjöld- inn jafn illa upplýstur um önnur mál eins og hann virð- ist vera um hin mikilvægu Evrópumál? Hefur skólum og fjölmiðlum mistekist að upplýsa fólk? Eða er ís- lenska skólakerfið og íslenskir fjölmiðlar svo vanmátt- ugir og lélegir að þeir standa ekki undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar? Pað er nauðsynlegt að eyða slíkum fordómum. Auð- vitað hlýturframtíð íslendinga að velta að mestu leyti á því, hvort landið verði áfram lokaður hringur hafta, fordóma, klíkuskapar, pólitískrar fyrirgreiðslu og frændskapar eða hvort íslendingum takist að opna landið og gera kjörin meðal þeirra bestu á Vesturlönd- um. Þess vegna snýst f ramtíðin um unga fólkið: H vort við búum til þær aðstæður að ungt fólk flýi ekki land- ið, heldur kjósi að búa á íslandi og nýti menntun sína og starfshæfileika hérlendis. íslenskir stjórnmála- menn verða að hugsa til framtíðar. Það er siðlaust að standa eilífan vörð um sérhagsmuni fárra í von um að tryggja flokki sínum fylgi, en halda þjóðinni einangr- aðri í lokuðu landi. Slíkt kallar á stöðnun og hnignun og mun á endanum reynast þjóðinni dýrkeypt. Við verðum að hugsa til framtíðar, hætta að óttast morg- undaginn, ganga ósmeyk til móts við ný verkefni og tryggja þjóðinni þá hagsæld sem landið og menntun fólksins býður upp á. Stjórnmálamenn mega ekki vera þjóðinni fjötur um fót á ferðinni til framtíðar. veit vindurínn einn" — Um svikin viö Kúrda — // Svarið Enn berast váleg tíðindi frá Austwrlöndum nær. Enn gerir tikarsenurinn frá Tikriti, Saddam Hussein, sig sekan um skelfileg óhœfuverk. Nú lætur hann slátra Kúrdum eins og kvikfénaði fyrir þær sakir einar að una ekki lengur við harðstjóm hans. Þjóð < fh En höfuðskúrkurinn í þessum ljóta leik er vafalítið Bandaríkja- forseti sem hvatti íraka til upp- reisnar gegn Saddam og lyftir svo ekki litlafingri þeim til varnar þeg- ar uppreisnin er brotin á bak aftur. Lítill vafi leikur á því að Kúrdar og Shía-múslímar risu upp gagn Saddam í trausti þess að Kanar kæmu þeim til hjálpar. Og hvernig áttu þeir að trúa öðru eftir áeggjan Bandaríkjaforseta? Bush ber því siðferðileg skylda til að aðstoða uppreisnarmenn hvað sem líður öllum samþykkt- um Sameinuðu þjóðanna. En spekingurinn ypptir bara öxlum og fer í veiðitúr. Og ég spyr eins og meistari Bob Dylan í laginu „Blowin’ in the wind “. „how many ears musl one man haue before he can hear peopte cry?" heita þótt þeir mæli á tungu sem ekki er einu sinni fjarskyld tyrkn- esku. Það var Kemal Atatúrk, þjóðhetja Tyrkja, sem kom í veg fyrir að Kúrdistan fengi sjálfstæði en Bretar höfðu lofað Kúrdum eig- in ríki eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hvða eftir annað hafa Kúrdar risið upp gegn kúgurum sínum en ár- angurslaust. Kúrdum í írak gekk á tímabili vel skæruhernaður gegn Bagdadstjórninni enda nutu þeir þá fuiltingis íranskeisara. En fant- urinn sá seldi þá fyrir þrjátíu silfur- peninga, gerði hagstæða samn- inga við Iraka og snarhætti að- stoðinni við Kúrdana sem biðu skelfilegan ósigur. Og enn kemur upp í hugann vísubrot úr „Blowin’ in the wind”: „how many years musl some people exisl before they're allowed lo go free?" Ekki er Bush eini heyrnleysing- inn á jarðkringlunni, Sovétmenn eiga sinn eigin kúrdíska minni- hluta og vilja því allt til vinna að hindra stofnun Kúrdaríkis í Norð- ur-írak. Og Bandaríkin og Bretar vilja fyrir alla muni ekki styggja bandamenn sína Tyrki. Þeir síðast- nefndu meðhöndla „síná' Kúrda eins og hunda, þeim er bannað að tala móðurmál sitt og það varðar við tyrknesk lög að nota orðið „Kúrdi”. „Fjalla-Tyrkir skulu þeir Kúrdisk saga og En hverjir eru þá þessir maka- lausu Kúrdar? Því er til að svara að Kúrdar er mæltir á indóevrópska tungu sem er skyld persnesku og fjarskyld patsjó, máli Afgana. Skyldust kúrdísku mun medeska hafa verið en Medear voru stór- veldi í Miðausturlöndum á sjö- undu og sjöttu öld fyrir Krist. Kúrdar geta rekið ættir sínar til íranskra þjóða sem settust að á þessum slóðum fyrir þrem þús- undum og gamalla menningar- þjóða í Mesópótamíu og Litlu-As- íu. Þeir hafa verið þekktir fyrir sjálfstæðisþrá og þrjósku, furstar þeirra lutu oft persneskum eða tyrkneskum konungum að nafn- inu til en fóru í reynd sínu fram. Nefna má sértrúarsöfnuð á borð við Pálíkana sem voru meinlæta- samir tvíhyggjumenn. Þeir börð- ust upp á líf og dauða við gríska keisarann í Konstantínópel og mun mega heyra bergmál frá þeirri baráttu í gríska hetjukvæð- inu um Digenis Akritas. Og enn þann dag í dag eru til kúrdískir sértrúarsöfnuðir sem ekki játa ísl- am, t.d. Ahl-i- Hakk (þjóð guðs) og Jazídar. Jazídar trúa því að Guð og sá í neðra hafi samið frið sín á milli, a.m.k. verður ekki betur séð en að Bush hafi friðmælst við Saddam hinn djöfulóða! „Þjóð guðs”, Ahl-i Hakk, trúir á sálna- flakk og er auk þess tvíhyggjusinn- uð. Verður ekki annað séð en að allir þessir kúrdísku söfnuðir hafi tekið lán úr hugmyndabanka Zaraþústratrúar en íranskar þjóðir játuðu hana fyrir margt löngu. Hennar megineinkenni er einmitt ströng tvíhyggja og er talið að gyð- ingdómur hafi orðið fyrir varan- legum áhrifum af kenningum Zaraþústra. Bókmenntir Kúrda standa á gömium merg íranskrar þjóð- sagnahefðar. I nútíma útgáfum hringjast vesírar og emírar á, og goðlegar hetjur gera upp sín mál með handsprengjukasti! Þjóð- skáld Kúrda er sautjándu aldar maðurinn Ahmed-i Khani sem er þekktastur fyrir að hafa klætt gamlar þjóðsögur í hábókmennta- legan búning. Þess má geta að tyrkneski rithöfundurinn Yasir Kemal er Kúrdi og einnig munu þeira Harún al-Rashid og Saladin hafa verið kúrdískrar ættar. Það er kaldhæðni örlaganna að böðull Kúrda, Saddam Hussein, líkir sjálfum sér við Saladin! Svo skal tekið fram áður en lengra er haldið að ég hef mest alla mína visku um kúrdiska menningu úr grein eftir þann fjöl- vísa Friðrik Þórðarson sem er lekt- or í grísku við Háskólann í Osló auk þess að vera sérfræðingur í írönskum málum og georgísku. Lokaorð_______________________ A meðan handlangarar Sadd- ams eru önnum kafnir við að út- rýma þessari merku menningar- þjóð situr George Bush í hægu sæti og óskar sjálfum sér til ham- ingju með sigurinn í Persaflóa- stríðinu. Honum finnst hann sjálf- sagt mikill mannvinur sem hefur frelsað Kúvæta úr höndum óvættsins. En Kúrdar eru kannski ekki menn að hans áliti eða hvað? Nær mun hann skiija að blóðbað- inu verður að linna og að hann einn getur stöðvað það? „How many dealhs will it lake 'till he knows Ihal too many people have died?" Svarið, vinur minn, veit vindur- inn einn, svarið veit vindurinn einn. Stelán Snævarr skrifar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.