Alþýðublaðið - 23.04.1991, Page 5

Alþýðublaðið - 23.04.1991, Page 5
Þriðjudagur 23. apríl 1991 5 Hinn nýi þingflokkur Alþýöuflokksins kom saman til fyrsta fundar um hádegisbil. Frá vinstri: Gunnlaugur Stefánsson, Össur Skarphéðinsson, Sighvatur Björgvinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Eiður Guðnason, Jón Baldvin Hannibalsson, Karl Steinar Guðnason, Sigbjörn Gunnarsson og Jón Sigurðsson. Fimmta hvert atkvæði dautt í Norðurlandi vestra varð fimmta hvert atkvæði dautt, þar sem þau nýttust engum lista til að koma manni að. Áttundi hver kjósandi í' kjördæminu kaus Alþýðuflokkinn, en Jón Sæmundur Sigurjónsson, frambjóðandi flokksins, hlaut ekki kosningu. Jón Sæmundur hafði hlutfallslega mest fylgi þeirra fram- bjóðenda sem ekki hlutu kosningu, eða 11,7%. Næstur honum kon einnig frambjóðandi Alþýðuflokks- ins, Arni Gunnarsson. Alþýðuflokk- urinn fékk 8,6% fylgi á Suðurlandi en Árni náði ekki kjöri. Kvennalist- inn á Vesturlandi fékk 6,8% fylgi en kom konu ekki að og Þjóðarflokkur- inn á Norðurlandi eystra hafði sama fylgishlutfall en fékk ekki mann kjörinn. Á Reykjanesi voru aðeins 2,4% atkvæða ,,dauð“. Þau skiptust á fimm framboð. Alþingiskosningarnar 20. apríl STJÓRNIN HÉLT VELLI Stjórnin hélt velli í Alþingiskosn- ingunum sl. sunnudag, þrátt fyrir að einn flokkur og einn stuðningsmað- ur stjórnarinnar hefði horfið af þingi. Alþýðuflokkur, Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag hafa samtals 32 þingmenn, en Sjálfstæð- isflokkur og Samtök um kvennalista hafa 31 þingmann (og — konur). Heildarúrslit urðu þessi: Sjálfstæðisflokkur: Alþýðuflokkur: 24 454 atkv., eða 15,5%. Framsóknarflokkur: 29.861 atkv., eða 18,9%. Sjálfstæðisflokkur: 60.826 atkv., eða 38,6%. Alþýðubandalag: 22.705 atkv., eða 14,4%. Kvennalisti: 13.068 atkv., eða 8,3%. Önnur framboð: 6.832 atkv., eða 4,3%. Framsókn minnst Kvennalisti mest Samtök um kvennalista hafa flest atkvæði að baki hverri þingkonu sem flokkurinn hlaut. Hver fram- sóknarþingmaður hefur hins vegar fæst atkvæði á bak við sig. Atkvæði að baki hverjum þing- jöfnunarmaður (gamla uppbótar- sætið), hefði frambjóðandi Fram- unarsæti. Rv Rn VI Vf Nv Ne Au Su % % % % % % % % Alþýðuflokkur 14,8 23,3 14,1 15,8 11,7 9,7 10,2 8,6 Framsóknarfl. 10,1 13,9 28,5 27,9 32,3 34,4 40,8 27,6 Sjálfstæðisfl. 46,3 40,8 28,9 34,7 28,1 23,7 21,3 36,5 Alþýðubandalag 13,3 11,5 17,3 10,9 19,2 17,8 19,2 18,5 Kvennalisti 12,0 7,0 6,8 7,8 5,2 4,8 4,4 3,7 Önnur framboð 3,5 3,5 4,4 2,9 3,5 9,6 4,1 5,1 Borgaraflokkurinn skildi 17 þúsund afkvæði ef tir manni: Alþýðuflokkur: 2.445 Framsóknarflokkur: 2.297 Sjálfstæðisflokkur: 2.339 Alþýðubandalag: 2.523 Kvennalisti: 2.614 Alþýðubandalag hefði átt næsta jöfnunarsæti sem hefði komið til skiptanna. Minnsta hreyfing í kjör- fylgi hefði riðlað væntanlegu þing- liði. Til dæmis vantaði Alþýðuflokk 29 atkvæði í Norðurlandi eystra til að fá kjördæmakosinn þingmann. Hefði jafnaðarmaðurinn komist að sem kjördæmakosinn og ekki sem Kusu ekki I Alþingiskosningunum 1987 neyttu 90,1% atkvæðisréttar síns. Um 27 þúsund íslendingar sem voru á kjörskrá nú kusu ekki eða skiluðu auðu. kjörstöðum var lokað klukku- tíma fyrr nú en í kosningunum 1987 og kann það að vera nokkur skýring á dræmri kosningaþátttöku. Gömlu flokkarnir fjórir — að Framsóknarflokknum undanskild- um — nutu þess að Borgaraflokkur- inn hvarf af sjónarsviðinu og skildi eftir sig um sautján þúsund atkvæði. Flest runnu þau beint til Sjálfstæðis- flokksins sem jók fylgi sitt um 40% frá kosningunum 1987. Sjálfstæðisflokkur bætti mest við sig allra frá kosningunum 1987, fékk fylgi 38,6% kjósenda, 26 þingmenn og er stærsti flokkurinn í fimm af átta kjördæmum landsins. Fram- sóknarflokkurinn hlaut 18,9% fylgi, eða sama hlutfall og 1987. Þing- menn Framsóknarflokksins eru 13, þar af eru 11 samtals í 6 kjördæmum landsins. Framsókn er stærsti flokk- urinn í Norðurlandskjördæmunum báðum og á Austfjörðum. Alþýðuflokkurinn hefur 15,5% fylgi og bætti 0,3% við sig frá kosn- ingum 1987. Þingmannatalan er óbreytt, eða 10. Langmest varð aukningin í Reykjanesi, þar sem tvö þúsund atkvæði bættust við í hreinni fylgisaukningu miðað við kosningarnar 1987. Alþýðuflokkur- inn hafði 18,2% á Reykjanesi 1987 en fékk nú 23,3%. Alþýðuflokkur- inn hampar nú þingmanni á Austur- landi og er það í fyrsta skipti eftir að kjördæmaskipan var breytt árið 1959. Alþýðubandalagið bætti við sig einu prósenti og einum þingmanni, hlaut nú 14,4% fylgi og níu þing- menn kosna. Flokkurinn bætti mest við sig á Suðurlandi og á Vestur- landi og á nú þingmenn í öllum kjör- dæmum landsins. Samtök um kvennalista voru einu frambjóðendurnir sem töpuðu fylgi nú miðað við síðustu kosningar. Hlutu nú 8,3% á iandsvísu en höfðu 10,1% við Alþingiskosningarnar 1983. Fimm konur sitja á þingi fyrir Kvennalistann en voru sex á síðasta þingi. Aðrir flokkar og framboð höfðu ekki erindi sem erfiði og fengu enga fulltrúa á löggjafarsamkomuna. 6832 atkvæði féllu þeim í skaut sam- tals. Það hefði nægt til tveggja þing- manna ef atkvæðin hefði nýst þeim álíka vel og framsókn, en Fram- sóknarflokkurinn hefur fæst at- kvæði að baki hverjum þingmanni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.