Alþýðublaðið - 23.04.1991, Page 8

Alþýðublaðið - 23.04.1991, Page 8
ÍIWÍMIIIÍ GEVAUA liLJP 1IIU DLilimi Pað er kaffið 687510 Jón Sigurðsson idnaðarráð- herra leiddi listann á Reykjanesi þar sem Alþýðuflokkurinn náði hvað bestum árangri. „Þessi sigur í Reykjaneskjördæmi, sem er einhver sá allra besti sem flokkurinn hefur þar unnið, er at- hyglisverður ekki síst með tilliti til þess, að keppt er við flokka sem leiddir voru af forsætisráðherra, fjármálaráðherra og umhverfisráð- herra, sem allir töpuðu í þessum kosningum. En við Alþýðuflokksmenn unnum einhvern allra besta sigur okkar, bættum við fyigið um 5% og náðum hlutfalli sem flokkurinn hefur sjald- an haft undanfarna áratugi, þ.e.a.s. á mijli 23 og 24 prósent atkvæða. Ég þakka þennan sigur þrennu, skýrri stefnu, góðum framboðslista, og öflugu starfi fórnfúsra starfs- manna að þessu kjöri og ég vildi sér- staklega nefna þátt þeirra sem stóðu að vandaðri og öflugri blaðaútgáfu og öðru birtingarefni á okkar veg- um. Við áttum líka geysimarga fundi á vinnustöðum. Alit var þetta sam- stillt, við hófum okkar kosningabar- áttu snemma. En síðast en ekki síst vil ég nefna að þessi sigur vannst á þeim trausta grunni sem sveitar- stjórnarstarf alþýðuflokksmanna í kjördæminu er. Við eigum þarna þéttan kjarna, fjölmennan hóp manna sem vinna fórnfúst starf og eru vel metnir hver í sínu byggðar- lagi. Þannig þyrfti Alþýðuflokkur- inn alls staðar að vera.“ Þingið yngt upp Ovenjulegur þingfundur var settur á Alþingi í gær. Þar kom saman nýkjörið þing æskunnar. Ekki var þó um að ræða sigurvegara úr kosningum stjórnmálaflokkanna heldur var þingfundur liður í dagskrá á Listahátíð æskunnar sem nú stendur yfir. A-mynd: E.ÓI. „Tímamót i stjórn- mólasögunni" — sagöi Gunnlaugur Stefánsson, nýr þing- maöur Alþýöuflokksins á Austurlandi Það sem vakti hvað mesta at- hygli í þessum kosningum var að nú eftir langt hlé eignaðist Al- þýðuflokkurinn á Austurlandi þingmann að nýju. Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum, sat á þingi á árunum 1978—1979, en Gunnlaugur hef- ur ekki verið áberandi í stjórn- málastarfi síðan. „Úrslit kosninganna marka tíma- mót í stjórnmálasögu Austurlands. Ég vona að þessi úrslit eigi eftir að styrkja lífskjör og búsetu fólks á Austurlandi. Búsetan á í vök að verj- ast, það þarf að koma til öflugt at- vinnuátak og það þarf að tryggja þarna traustan landbúnað og sjávar- útveg og efla fullvinnslu sjávaraf- urða og horfa til samgöngumála. Stuðningsfólki mínu sendi ég bar- áttukveðjur og við höldum áfram að starfa saman, sigurinn byggist á þessu fólki. Sigurinn er sigur fólks- ins sem ætlar að halda áfram að starfa eftir kosningar líka en bíða ekki eftir næstu kosningum." Jón Sigurösson ráöherra og frú Laufey Þorbjarnardóttir mættu snemma á kjörstað á Seltjarnarnesi á kjördag. Jón leiddi lista jafnaðarmanna á Reykjanesi, en tvö þúsund kjosendur bættust viö fyrra fylgi A-listans í kjördæminu og er þaö nú 23,3% en var 18,2% í kosningunum 1987. „Sveitarstjórnar- starfið mikilvægt — sagöi Jón Sigurösson iönaöarráöherra, sem leiddi listann á Reykjanesi þar sem árangur Alþýöuflokksins er hvaö bestur Vorum of sigurvissir — segir Árni Gunnarsson, sem bauð sig fram í Suðurlandskjördœmi en náði ekki kosningu. Árni Gunnarsson, sem hefur um langa hríð verið í forystu- sveit Alþýðuflokksins, bauð sig fram í Suðurlandskjördæmi þar sem flokkurinn hefur ekki átt þingmann í átta ár. „Ég held að meginmálið sé það að við gerðum mistök í því að vera of sigurviss. Við fengum góðar undir- tektir og fljótlega fór af stað mikið starf. En þrjár vikur fyrir kjördæmi sem hefur verið þingmannslaust í átta ár það er fullskammur tími. Við flöskuðum líka á því að vera ekki á varðbergi gagnvart hræðsluáróðri sem var rekin gegn okkur bæði af Sjálfstæðisflokki og Alþýðubanda- lagi. Því er heldur ekki að leyna að landbúnaðarstefna Alþýðuflokksins var okkur þung í skauti í kjördæmi þar sem 80% íbúanna lifa af land- búnaði beint eða óbeint. Eins mætti nefna að umræður um þilplötuverk- smiðju sem Sunnlendingar höfðu augastað á beindist í þá átt að verk- smiðjan færi til Reykjavíkur eða á Reykjanes. Það mætti einnig nefna að ýms- um tókst að túlka sjávarútvegs- stefnu okkar á þann veg að við vild- um skattleggja útgerðina þannig að sjómenn fengju skertan hlut. En úr- slitin liggja fyrir og þá er bara að taka því. Það var stórkostlegt hvernig fólk brást við í upphafi kosningabarátt- unnar og hvað fólk lagði á sig fyrir okkur. Þetta fólk á miklar þakkir skilið. Þarna voru bundin mörg vina- bönd sem ég vona að haldi þegar til lengri tíma er litið." Vinningstölur laugardaginn 20. apríl 1991 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 1 6.829.033 2. 4^1® 6 118.329 3. 4af 5 192 6.378 4. 3af 5 6.837 417 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 11.614.612 kr. í Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustööum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.