Alþýðublaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. maí 1991 INNLENDAR FRETTIR 3 FRÉTTIR IHNOTSKURN BSRB ÓHRESST MEÐ VAXTAHÆKKANIR: „sú spurning vaknar óhjákvæmilega hvort ríkisstjórnin telur sig óbundna af þeim kjarasamningum sem fyrri stjórn gerði en ein af grundvallarforsendum þeirra var að fjár- magnskostnaður yrði færður niður," segja BSRB-menn og mótmæla harðlega vaxtahækkunum ríkisstjórnarinnar. „Launafólk mótmælir því að sá efnahagsbati sem nú er í þjóðfélaginu verði étinn upp af fjármagnskerfin'u," segir í frétt frá BSRB. NÝRINNANLANDSFLOTIFLUGLEIÐA: Flugleiðir hafa ákveðið að leigja með kauprétti fjórðu Fokker 50 skrúfuþotuna fyrir innanlandsflug félagsins. Ný flugvél af þessu tagi kostar í dag um 900 milljónir króna. Véiarnar fjórar eru leigðar til tíu ára og eiga Flugleiðir þess þá kost að kaupa gripina á fyrirfram ákveðnu verði. Nýju vélarnar koma hingað í mars-maí á næsta ári. Vélarnar eru spar- neytnar, eyða þriðjungi minna eldsneyti en núverandi flug- kostur innanlandsflugsins. Þær taka 50 farþega og hafa mikla flugdrægni og geta því nýst til millilandaflugs. Margt fleira hafa þessar vélar til brunns að bera, þær eru rúm- betri fyrir farþega, hljóðlátari, og með betra loftræsti- og hitakerfi. KRISTINN SÝNIR Á SELFOSSI: Kristinn Mort- hens, listmálari, opnar sýningu á laugardaginn kl. 14 í Safnahúsinu á Selfossi. Kristinn hefur málað um áratuga skeið og er meðal okkar þekktustu alþýðumálara, kunnur fyrir náttúrulífsmyndir sínar. Kristinn er faðir þeirra lista„strákanna“, Tolla listmálara og Bubba, rokksöngv- ara. Myndin af Kristni við málverk frá Suðurlandi. DÁTAVOR AÐ HEFJAST: Ungmeyjar Reykjavíkur eiga von á enn einu dátavorinu. Það hefst í dag, þegar sjóiiðar af breska herskipinu HMS York, ganga á land í Sunda- höfn. Skip þeirra er í kurteisisheimsókn hér og verður í höfn til 20. maí. FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA í N.Y. TIMES: „öðru- vísi“ og ef til vill ódýrari og skemmtilegri ferðalög virðast vera að ná vinsældum meðal ferðamanna. Ferðaþjónusta bænda býður einmitt upp á allt öðruvísi ferðalög en gerist og gengur. Nú nýlega greindi stórblaðið New York Times frá Ferðaþjónustu bænda. Blaðakonan Pamela J. Petro ferðaðist hér um, leist vel á margt, meðal annars bænda- gistinguna, en fannst landið tómt og verðlag hátt. Hún ráð- leggur erlendum ferðamönnum að nota sér íslensku sum- arnóttina — það megi sem hægast sofa þegar heim er kom- ið! ÚTIVIST Á FARTINNI: Ferðalög með Útivist eru í gangi allan ársins hring, en með hækkandi sól, sem að vísu sést einum of lítið þessa dagana, eykst ferðaframboðið. Um hvítasunnuhelgina eru Útivistarmenn með þrjár góð- ar ferðir, Básar-Goðaland, gist í Útivistarskála, setið við varðeld og stiginn dans. Önnur ferð er í Skaftafell og Ör- æfasveit, gist í Hofgörðum. Og loks ferð á Öræfajökul, greiðfær leið á jökulinn verður farin, hlý föt og góðir gönguskór nægja. GUÐJÓN BJARNA- SONÍSLUNKARÍKLís- firðingar halda úti öflugu myndlistariífi í Slunkaríki, en svo heitir sýningarsalur þeirra. Þar er Guðjón Bjarnason, athyglisverð- ur, ungur listamaður, að opna sýningu á laugardag- inn. Myndir hans eru unnar í tré og stál. Guðjón er menntaður frá Bandaríkj- unum, í byggingarlist og myndlist. Sýningar hans undan- farin misseri hafa vakið mikla athygli. SP0RLAUST: Úrvalsbækur senda frá sér spennusöguna Sporlaust eftir K.K. Beck, bandaríska konu af norskum uppruna. Spennandi lesning, ákjósanlegt ef veður verður vont um hvítasunnuna. SPARISJÓÐUR Á H0RNAFIRÐI: Viðskiptaráðu- neytið hefur veitt nýstofnuðum Sparisjóði Hornafjarðar og nágrennis starfsleyfi að fengnum jákvæðum umsögnum Seðlabankans og Tryggingasjóðs sparisjóða. Á Höfn í Hornafirði hafa starfað tvö bankaútibú á undanförnum ár- um. Landsbankans og Samvinnubankans, sem nú eru eitt og hið sama. Sala á opinberum fyrirtœk/um Selja má fyrir milljarða á ári — segir Sigurður B. Stefánsson Raunhæft getur talist að stefna að því að selja opinber fyrirtæki hér á landi fyrir um 20 til 30 milljarða króna fram til aldamóta, eða fyrir tvo til þrjá milljarða á ári, að því er Sigurður B. Stef- ánsson, framkvæmda- stjóri VÍB, sagði í ræðu á aðalfundi vinnuveit- enda. Sigurður sagði markaðs- virði almenningshlutafé- laga á innlendum markaði nú vera liðlega 30 milljarða króna. Útgáfa nýrra hluta- bréfa í fyrra nam 3,6 millj- örðum en áætluö sala nýrra hlutabréfa á yfirstandandi ári er um 4 milljarðar. „Með frekari eflingu inn- lends hlutabréfamarkaðar og hugsanlegri þátttöku er- lendra fjárfesta virðist ekki óraunhæft að áætla að sala nýrra hlutabréfa geti orðið um 7—8 milljarðar króna árlega en þar af væri um þriðjungur vegna einka- væðingar opinberra fyrir- tækja," sagði Sigurður. Hann sagði að ekki virtist óeðlilegt að um 15—20 milljarðar króna af 20—30 milljarða heildarverðmæti söluandvirðis hlutabréfa gæti runnið til ríkissjóðs, eða einn og hálfur til tveir milljarðar á ári. Sigurður telur unnt að selja og einkavæða flestan þann rekstur sem ríki og sveitarfélög annast í dag. Húsbréf happdrœtti en vaxtalaus eftir innlausnardag Geta gefið alltað 155% raunávöxtun — sumir gleyma að innleysa bréfin mimm Annar útdráttur í l.flokki húsbréfa 1989. Innlausnardagur 15. maí 1991. Ö0HOI5G QOU3Z1I 09i 11204 115) 111 f»:vi 89110215 ODII'704 09111473 H'JU 107(1 091102G2 0011(008 091*1539 «9112055 "9110274 001IMI10 09111592 “<)t tWl 'M15- úo, «911240!. «9112542 09112547 H'MUfiir «9| 191107 UÍM133' 09111"'07 091130.": Útdráttur er aöeins auglýstur í Lögbirtingablaöinu og vissara aö fylgjast meö því blaði. Ekki er víst að allir hafi áttað sig á því að kaup á húsbréfum eru líka happ- drætti. Þannig geta menn fengið allt að 155% raun- ávöxtun með því að kaupa húsbréf ef þeir eru heppn- ir, þ.e. detta í lukkupott- inn. Annar útdráttur í 1. flokki húsbréfa hefur farið fram og var innlausnardagur þeirra í gær. Frá og með deginum í dag bera þau því enga vexti. Eitthvað er um það að hús- bréf sem dregin hafa verið út séu ekki innleyst. Þannig hafa 19 húsbréf sem auglýst voru til innlausnar 15. febrú- ar síðastliðinn ekki verið inn- leyst og bera því enga vexti frá þeim tíma. Húsbréf eru dregin út tveimur mánuðum fyrir innlausnardag. Til að eiga möguleika á há- marksávöxtun með húsbréf þarf maður að vera heppinn og lenda í fyrsta útdrætti eftir að bréfin eru keypt. Hafi ein- hver keypt húsbréf þann 14. mars sl. og lent í útdrætti degi síðar með innlausnardegi 15. maí hefur viðkomandi fengið 155% raunávöxtun. Ávöxtun- arkrafan á húsbréfum var þá 7,5% en hefur nú hækkað upp í 8,3%. Söluverð á 500 þúsund króna húsbréfi þann 14. mars var 518.750 kr. og hafi það lent í útdrætti 15. mars, fengust í gær 619.859 kr. fyrir bréfið. Það er ávöxt- un upp á 186% en sé miðað 12% verðbólgu verður raun- ávöxtunin 155% á ársgrund- velli. Hér er tekið dæmi um hæstu mögulegu ávöxtun vegna húsbréfaviðskipta eins og staðan er. Aðeins lítill hluti húsbréfa er dreginn út svo að hér er um happdrætti að ræða. Þeir sem eiga húsbréf og hafa gleymt að innleysa þau ættu því að gera það í hvelli og koma andvirði þeirra í arðbæra ávöxtun. Hálfur banki er horfínn Fólki sem átti leið um Hamraborg í Kópavogi í gær varð ekki um sel. Hálfur Búnaðar- banki Islands, Kópavogsútibú, var horfinn af sjónarsviöinu. Skýring á þessu er ekki al- mennur samdráttur hjá þessum ágæta banka. Hún er sú að þarna var verið aö rifa æva- gamla og óþénuga byggingu, en í stað hennar á aö rísa mun meira og veglegra banka- hús við hliö hins helmings bankans, sem byggður var fyrir ekki mörgum árum. Á meðan verða viðskiptavinir og starfsfólk að þjappa sér saman. A-mynd E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.