Alþýðublaðið - 25.06.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.06.1991, Blaðsíða 1
 Afkoma Vátryggingafélags Islands Tapið f óp upp í 160 milljónir Það virðist ekki hafa ver- ið gæfuleg útkoma af bif- reiðatryggingum Vátrygg- ingafélags Islands á síðasta ári. Þá var tjón af ku- manns- og eigendatrygg- ingum 207,5% af iðgjöldum ársins. Rekstrarhalli félags- ins í heild var 160 milljónir í fyrra á móti 50 milljón króna hagnaði árið áður. Þessar upplýsingar er að finna í grein sem forstjóramir Axel Gíslason og Ingi R. Helgason skrifa í fréttabréf Vátryggingafélagsins. Svo sem menn muna varð það fé- lag til við sameiningu Sam- vinnutrygginga og Bmna- bótafélagsins sem átti að verða til mikilla hagsbóta fyr- ir félögin og þá væntanlega viðskiptavinina líka. Sú sam- eining varð í byrjun febrúar 1989 svo árið í fyrra var fyrsta heila starfsár hins nýja félags. I grein forstjóranna kemur fram, að í fyrra var samtala rekstrarkostnaðar og greiddra umboðslauna 23,4% af iðgjöldum ársins en árið 1988 nam sambærilegur kostnaður stofnfélaganna 27.7% af iðgjöldum. For- stjóramir segja að þessi ár- angur sé ..ánægjulegur" en viðurkenna þó að nauðsyn- legt sé að gera enn betur og draga frekar úr kostnaði. I slysatryggingum öku- manns og eigenda reyndust tjón 302 milljónum hærri en iðgjöld áður en nokkuð tillit var tekið til rekstrarkostnað- ar. Afkoma í húseigenda- tryggingum var einnig sögð mjög slæm. Afkoma í sjó- og farmtryggingum var góð í fyrra og sömuleiðis em stjór- amir ánægðir með ágóða af kaskótryggingum bíla. Alls námu iðgjöld ársins tæpum 3,5 milljöðrum króna og tjón tæpum þremur millj- örðum. Hlutur endurtryggjenda í heildariðgjöldum nam 738 milljónum. Eigin iðgjöld námu því 2,7 milljörðum og eigin tjón tæpum 2,6 millj- örðum. í launagreiðslur og til launatengdra gjalda fóm lið- lega 420 milljónir, liðlega 100 milljónir í umboðslaun og 280 milljónir í annan rekstrarkostnað. Bókfært eig- ið fé var 375 milljónir í árs- lok og forstjórarnir segja Vá- tryggingafélag íslands standa traustum fótum. Willy Brandt í heimsókn Fyrrum formaður þýska jafnaðarmannaflokksins, borgarstjóri Vestur-Berlín- ar og kanslari V-Þýskalands, Willy Brandt, kemur í heim- sókn hingað til lands í vik- unni ásamt eiginkonu sinni. Willy Brandt kemur hingað íboði Germaníu og mun flytja fyrirlestur á vegum félagsins pg Alþjóðastofnunar Háskóla íslands um Evrópumálefni. Fyrirlesturinn verður fluttur í Háskólabíói föstudaginn 28. júní og hefst klukkan 17.00. Þar mun Brandt meðal ann- ars fjalla um sameiningu Þýskalands, breytingamar í Evrópu frá 1989 og framtfð Evrópu í hinu alþjóðlega sam- félagi. Meðan Brandthjónin dvelja hérlendis, daga 27.-30. júní, munu þau sitja boð forseta ís- lands, forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra. Einnig mun Germanfa halda boð til heiðurs Brandt í Viðey. Formaður Germaníu er Þor- varður Alfonsson. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ BALDUR 75 ÁRA Verkalýðsfélagið Baldur á Isafirði hélt nýverið upp á 75 ára afmæli sitt. Baldur er fjölmennasta verkalýðsfél- agið á Vestfjörðum, félags- menn eru í dag um 560, meirihlutinn eru konur í fiskvinnslustörfum. Á síðasta ári var félagsstarf- ið í Baldri með öflugasta móti. Fyrir utan fiskvinnslunám- skeið sem eru orðin fastur lið- ur í starfi félagsins voru haldin kjamanámskeið fyrir starfs- fólk á sjúkrahúsum og stofn- unum aldraðra. Auk þess vom haldin trún- aðarmannanámskeið, hús- bréfanámskeið. námskeið um félagsstörf og fleira. í kjaramálaályktun sem gerð var á aðalfundi félagsins sem haldin var fyrir skömmu segir m.a.: Fundurinn varar við þeim tilburðum sem nú ný- lega hafa komið fram. í vaxta- hækkun og hækkun opinberrar þjónustu, sem valdið geta verðhækkunarskriðu og eyði- lagt þann mikilsverða árangur sem þó hefur náðst í efnahags- málum. Ef stjómvöld taka ekki strax í taumana með betra fordæmi en sýnt hefur verið undanfamar vikur hafa þau slitið friðinn og hrifsað til sín og fjármagnseiganda hagnað þann sem átti að vera til skipta við kjarasamninga í haust. Kjarasamningamir i' haust þurfa að byggjast á efnahags- umhverfi sem framlengir þann stöðugleika sem ríkt hefur og sem skilar verkafólki auknum kaupmætti með launajöfnun í þjóðfélaginu og skattleysi á framfærslulaun. Núverandi formaður Bald- urs er Pétur Sigurðsson sem jafnframt er formaður Alþýðu- sambands Vestfjarða. Bilun í björgunarþvrlu Landhelgisgœslunnar Beðið dögum saman eftir varahlut „Það munaði því að vara- hluturinn var ekki til hjá umboðinu í Englandi og þurfti því að fá hann frá Frakklandi sem tekur mun lengri tíma. En nú er stykkið komið og þyrlan fer í loftið í dag,“ sagði Sigurður Steinar Ketilsson stýrimaður í stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Stóra þyrla Gæslunnar hefur verið biluð frá því fyrir helgi. Af þeim sökum var ekki hægt að grípa til hennar þegar hjón slösuðust snemma á laug- ardagsmorgun er þau óku vél- sleða ofan í djúpa spningu á Snæfellsjökli. Þyrla frá Vamarliðinu var send til hjálpar en lenti harka- lega á jöklinum og skemmdist. Önnur bandarísk þyrla var þá send eftir hinum slösuðu. Þá var leitað til Landhelgisgæsl- unnar á sunnudaginn þegar maður hrapaði í Krísuvíkur- bjargi og slasaðist. Það tókst að koma honum upp á bjarg- brúnina og þaðan var hann fluttur til Reykjavíkur með litlu þyrlu Gæslunnar sem tek- ur eina sjúkrakörfu. Ýmsum hefur þótt einkennilegt að stóra þyrlan skuli veraónothæf í fjóra eða fimm sólarhringa vegna þess eins að einn vara- hlut vantaði. Sigurður Steinar sagði að það hefði verið ljóst á föstu- dagsmorgun að skipta þurfti um stykki í hreyfilbúnaði stóru þyrlunnar. Það hefði ekki verið til á varahlutalager Landhelg- isgæslunnar og svo óheppilega hefði viljað til að það hefði ekki heldur verið til hjá um- boðinu í Englandi. Ef sú hefði verið raunin hefði varahlutur- inn komið samdægurs til landsins. Enska umboðið cr mcð að- setur skammt frá Heathrow- flugvelli og menn þar alltaf skotfijótir að koma yarahlutum á næstu fiugvél til Islands. En nú hefði þurft að leita til Frakklands, helgi að ganga í garð og ekki þýddi að fá Frakka til að breyta helgar- venjum sínum. Varahluturinn var loks kominn í hendur fiug- virkja Gæslunnar í gær og þá hafist handa um að ganga frá viðgerðinni. Að sögn Sigurðar Steinars er jafnan til hér nokkur lager af varahlutum í þyrluna. En það kostaði sitt að liggja með stór- an lager. Hins vegar hefði tækifærið verið notað meðan þyrlan var úr leik að skipta um gfrbox sem hefði átt að gcra innan skamms. Sigurður sagði þetta sýna enn einu sinni nauðsyn þess að nnur fullkomin björgunarþyrla yrði keypt til landsins. Björgunarþyrlan fer í loftið eftir hádegi í gær að aflokinni viðgerð. A-mynd E.Ól. RITSTJÓRN © 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR 0 625566

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.