Alþýðublaðið - 25.06.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.06.1991, Blaðsíða 4
ph<?lti5()g fr 688165] MPYÐMBIMD Fréttir í hnotskum MÓTMÆLA SUMARLOKUN Á SJÚKRAHÚSUM: Heilbrigðishópur BSRB mótmælir harðlega að enn skuli koma til sumar- lokana á sjúkrahúsum í sumar, en þær eru sagðar stafa sumpart af mann- eklu og sumpart af of litlum fjárveitingum. „Sýnt hefur verið fram á að spamaður innan sjúkrahúsanna kemur fram sem aukinn kostnaður annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Þegar upp er staðið verður spamaður hjá opin- bemm aðilum enginn þar sem aðeins er um tilfærslu á fjármagni að ræða. Þjáningar og óþægindi sjúklinga og aðstandenda þeirra vegna þessara að- gerða em aftur á móti ómældar og ófyrirsjáanlegar", segir heilbrigðishóp- urinn. Hópurinn segir mannekluna stafa fyrst og fremst af Iélegum launa- kjömm, miklu vinnuálagi og erfiðri vinnuaðstöðu. A þeim málum verði að taka í samningum í haust. Skorað er á stjómvöld að veita fjármagni til að tryggja eðlilegan rekstur út árið. VÍKINGASKIP LEGGUR Á HAF ÚT: Víkingaskipið með gríska nafnið Gaia heldur af stað frá Reykjavík á há- degi í dag áleiðis til Grænlands. Skipið er við Grófarbryggju í gömlu höfninni í Reykjavík. SÆKJA UM í HÆSTARÉTTI: Þrjú sóttu um embætti hæstaréttardómara, Auður Þorbergsdóttir borgar- dómari, Gunnar M. Guðmundsson hæstaréttarlögmaður og Sveinn Snorrason hæstaréttarlögmaður. Umsóknimar hafa lögum samkvæmt verið sendar Hæstarétti til umsagnar. HAPPDRÆTTIÍSLENSKRA VORDAGA: Iðnrekendur og kaupmenn efndu nýlega til íslenskra vordaga, stórátaks í kynningu íslenskra iðnaðarvara, sem heppnuðust hið besta. Efnt var til happdrættis í tengslum við kynninguna. A myndinni er Heiðrún Rósa Sverrisdóttir í hópi fulltrúa iðnrekenda og kaupmanna. Frá vinstri Júlíus Jónsson, kaupmaður í Nóatúni, Ólafur Davíðsson, formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda, Heiðrún Rósa, Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna, og Kristinn Skúla- son, stjómarmaður í Félagi matvörukaupmanna. FORMLEGT SAMBAND VIÐ ÚRÚGUAY: Stofnað hefur verið til formlegs stjórnmálasambands milli íslands og Úrúguay. Sam- komulag um þetta undirrituðu fastafulltrúar landanna hjá Samein- uðu þjóðunum á þriðjudag. Sendiherra íslands í Washington, Tómas A. Tómasson, mun gegna störfum sendiherra íslands þar syðra. EINAR FÆR LOF í DANMÖRKU: Bækur Einars Kárasonar um Karólínu spákonu og hennar slekti fá mikið lof i helstu blöðum Danmerkur þessa dagana. Þar kom út bókin Lykkens Land í þýð- ingu Peter Söby Kristensen, sem ennfremur fær gott hrós fyrir vinnu sína. í Jyllandsposten segir í fyrirsögn að „íslenskur rithöf- undur geri flatneskjuna að hreinni list”, í Berlingske Tidende er löng og mikil gagnrýni, svo og í Politiken. Greinilegt er að gagnrýn- endum líst vel á bækur Einars, finna honum helst til foráttu að gerast langdreginn á köflum. Þríleikur Einars er nú kominn allur á dönsku, tvær bókanna á sænsku, og senn allar þrjár á norsku, og Finnar eru byrjaðir að lesa Einar. KAUPTAXTAR í SAMRÆMIVIÐ RAUNVERULEG LAUN: Á þingi Landssambands ísienskra verslunarmanna var á það lögð áhersla að launataxtar landssambandsins verði færðir nær greiddum launum. Ennfremur að í samningunum verði skýr ákvæði um kaupmáttartryggingu. Þá var einhugur um að lögð veröi áhersla á aö viðhalda þeim stöðugleika, sem náðst hefur. I sambandi við líf- eyrismál var lögð áhersla á að tvísköttun á lífeyrisgreiðslum veröi hætt, og að greiðslur úr lífeyrissjóðum skerði ekki greiðslur frá al- mannatryggingum. BANKAR FA A BAUKINN: Yfirborðskenndar auglýsingar banka og peningastofnana voru harðlega átaldar á þingi Landssambands ís- lenskra verslunarmanna á Akureyri á dögunum, þ.e. þær auglýsingar sem beinast að svonefndum lífeyrisinnlánsreikningum. Samkvæmt auglýsingum þessum eiga þessir reikningar að skila betri trygginga- legum árangri en lögbundnir lífeyrissjóðir landsmanna. Bent er á að hér er ekki um sambærilegar tryggingar að ræða. Lífeyrissjóðir fela í sér gagnkvæmar tryggingar á viðtækum grundvelli, upp á það bjóða bankarnir ekki. Telur LÍV-þingið að bankarnir eigi að halda sig við sitt rekstrarsvið, en ástunda jákvæð samskipti við lífeyrissjóöi sem og aðra viðskiptavini. MOGGINN BOLGNAR: Póstkassar á venjulegum heimilum eru að verða of litlir fyrir „blað allra landsmanna", Morgunblaðið, sem belgist út og bólgnar með hverju árinu. Um leið gerist það að upplag blaðsins eykst. Upplagseftirlit Verslunarráðsins segir að blaöið hafi í feb.-apríl í ár verið í 52.649 eintaka meðaltalssölu, eintökum hefur fjölgað um nær tvö þúsund blöð á einu ári. Aðeins Pravda hin sov- éska mun slá Moggann út í útbreiðsiu. S Islenska krónan verður tengd ECU Kallar á aaa í peningamalum Tenging íslensku krónunnar við ECU, gjaldmiðilseiningu Evrópu- bandalagsins, verður að líkindum að veruleika innan tveggja ára. Þetta mun hafa í fór með sér mikl- ar breytingar í þjóðarbúskap okk- ar og stjórn peningamála verður allt nnur og agaðri en verið hefur undanfarna áratugi. Vextir, verð- lags- og kostnaðarþróun verður þá í samræmi við það sem gerist í ríkj- um Evrópubandalagsins. Á fundi fjármálaráðherra Norður- landa á dögunum kom fram af hálfu Friðriks Sophussonar fjármálaráð- herra að stjómvöld hér létu nú kanna kosti og galla þess að íslenska krónan tengdist ECU. Hann taldi að slík tenging myndi stuðla að auknum stöðugleika í efnahagslífinu og því væri þetta aðeins spurning um tíma- setningu. Tenging krónunnar við ECU yrði líklega framkvæmd á næstu einu til tveimur árum. Mikilvægasta verkefni ríkisstjómarinnar væri að tryggja það að verðbólga yrði ekki meiri en í öðrum ríkjum OECD. Til að ná því markmiði verði að halda genginu sem stöðugustu. Norðurlönd og ECU Norðurlönd hafa öll nema ísland tengt gjaldmiðla sína við ECU. Nú síðast Finnar fyrir skömmu. Á fundi fjármálaráðherra Norðurlandanna í Stokkhólmi í fyrri viku kom fram að tenging finnska marksins og sænsku krónunnar við ECU væri liður í að styrkja hagstjómina heima fyrir og koma á betra jafnvægi í efnahagsmál- um landanna. Viðbrögðin í Svíþjóð hafa meðal annars komið fram í því að gjaldeyrisstreymi úr landi hefur stöðvast og vextir lækkað. Finnska ríkisstjómin telur ákvörðunina mikil- væga meðal annars vegna þeirra ótví- ræðu tilmæla aðila vinnumarkaðarins um að ekki verði gripið til gengis- breytinga til þess að tryggja gang at- vinnulífsins. Miklor breytingar Frcttabréf um verðbréfaviðskipti Samvinnubankans fjallaði á dögun- um nokkuð um það hvort tímabært væri að tengja íslensku krónuna við ECU. Þar segir meðal annars: Tenging krónunnar við ECU og nánara efnahagssamstarf við Evrópu- bandalagsríkin hefði í för með sér miklar breytingar í íslenskum þjóðar- búskap. Mikilvægustu breytingamar fælust í því að hér á landi yrði verð- lags- og kostnaðarþróun óhjákvæmi- lcga að vera í takt við Evrópubanda- lagsríkin. Þetta þýðir að fjármála- stjórn ríkisins og stjóm peningamála yrði að vera mun agaðri en undan- farna áratugi. Jafnframt yrði að rfkja meiri agi á vinnumarkaði. Hin hefð- bundna leið verðbólgu út úrógöngum líðandi stundar yrði ekki lengur fær. Gengisfelling í kjölfar óraunsærra kjarasamninga yrði út úr ntyndinni. Gcngisfelling vegna aflabrests yrði einnig óhugsandi. Festa og framfarir I greininni er sýnt fram á miklar sveillur á raungengi íslensku krón- unnar undanfarin 20 ár. í hagstæðu árferði hefur raungcngið hækkað vegna meiri verð- og launahækkana innanlands en erlendis mælt í söniu mynt. Þannig hefur góðærið skilað sér til heimila og fyrirtækja. í slæmu árferði oftast vegna allabrests eða verðlækkunar sjávarafurða hefur gengi krónunnar hins vegar verið fellt og raungengið því lækkað. Gengis- felling og verðbólga hafa því jafnað byrðum ytri áfalla á fólk og fyrirtæki. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra telur að við tengjumst ECU innan tveggja ára. Með tengingu við ECU yrði óhjá- kvæmilega breyting á þessu. Raun- gengi krónunnar yrði að halda innan tiltölulega þröngra marka. í þessu felst að sveiflumar í þjóðarbúskapn- um kæmu mun meira fram í afkomu útflutnings- og samkeppnisgreina en áður og minna í afkomu heimilanna. Fyrirtækin yrðu að safna í sjóði í góðu árferði og ganga á þá þegar illa áraði. Jafnframt yrði ríkissjóður að Á glæsilegu útisvæði við Hótel Örk. Hveragerði. hefur nú verið sett- ur upp 9 holu golfvöllur og 18 holu púttvöllur. Golfbrautirnar em allar „par þrír“, sú stysta er 40 m en sú lengsta er 140 m. Golfvöllurinn er hentugur fyrir alla en sérstaklega fyrir þá sem em að taka sín fyrstu skref í íþróttinni. Hægt er að fá kylfur og annað sem til þarf á staðnum. Brautunum er haganlega komið fyrir í stómm garði hótelsins og tré verið gróðursett og sandgryfjur gerð- ar til að skapa viðeigandi umgjörð. Þá hafa vcrið sett upp borð og bekkir auk blómakerja víða um svæðið. Golfvöllurinn var formlega opnað- ur um helgina og sló frantkvæmda- stjóri GSI Frímann Gunnlaugsson fyrsta höggið. Síðan voru spilaðar 18 holur og náði Frímann bestum ár- angri allra kylfmga sem þar vom saman komnir í tilefni opnunarinnar. Óhætt er að fullyrða að þeim félögum Magnúsi Thorvaldssyni og Viktori Sigurbjörnssyni hafi tekist vel upp við hönnun golfsvæðisins. Tekið skal fram að golfvöllurinn er öllum opinn. Útivistarparadís Golfvöllurinn er liður í áætlun Hótels Arkar að skapa sannkallaða útivistarparadís við hótelið og hafa nú þegar verið útbúnir tennisvellir og skokkbrautir auk glæsilegrar sund- laugar með vatnsrennibraut. bama- vera rekinn með afgangi á uppgangs- tímum og halla á samdráttartímum - en ekki stöðugt með halla. Þetta gerir auðvitað mun meiri kröfur tii stjórn- valda og fyrirtækja en gamla hag- stjómarlagið sem oft hefur magnað hagsveiflur í stað þess að draga úr þeim. Fréttabréfið telur að sú festa sem gæti fylgt tengingu við ECU væri mun betur til þess fallin að stuðla að framfömm og hagvexti heldur en sveiflukennd verðbólga og óvissa í gengismálum. Myntsvaeðin þrjú I aðalatriðum em myntsvæðin í heiminum þrjú. í Ameríku er Banda- ríkjadollar ráðandi gjaldmiðill, í Asíu erjapanskajenið leiðandi og íEvrópu er evrópska myntsamstarfið með þýska markið í fararbroddi í aðalhlut- verki. Gengi þessara gjaldmiðla inn- byrðis ræðst síðan að mestu af fram- boði og eftirspurn þótt samstarf stór- veldanna í þessum efnum gegni stöð- ugt mikilvægara hlutverki. Aðrar myntir tengjast meira og minna þess- um gjaldmiðlum. ECU- tenging felur í sér að vægi Bandaríkjadollars og japanska jensins er fellt niður og ein- göngu miðað við gjaldmiðil Evrópu- bandalagsríkjanna. ECU. sundlaug og heitum pottum. Þá er einnig á sundlaugarsvæðinu trampó- lín dýna og góð aðstaða til útivcru almennt. Þá má ekki gleyma aðstöð- unni innan dyra því boðið er upp á líkamsræktarsal, gufubað. auk þess sem starfrækt er nudd- og sólbaðs- stofa. Þá er einnig góð aðstaða til þess að horfa saman á kappleiki eða sportmyndbönd á stóru tjaldi. Vmning 22. júní 91 ÓlÍJUs) (20) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5aí 5 0 2.151.007 2. 4^ W 5 74.734 3. 4af5 161 4.003 4„ 3af5 4.326 347 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.670,282 Með því að binda ECU-slaufu á íslensku myntina verður hún fvsilegri öðrum þjóð- um. Golfvöllur við Hótel Örk

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.