Alþýðublaðið - 25.06.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.06.1991, Blaðsíða 2
MÞY9UBLMD HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 Mikilvægur áfangi í EES samningunum Þrátt fyrir látlausa gagnrýni hrakspár og efasemdir um að sjónarmið okkar myndu aldrei hljóta náð fyrir augum Evrópubandalagsins hafa málin þróast á annan veg. Flestum sem kynnt hafa sér samningsdrögin sem nú liggja fyrir ber saman um að íslenska sendinefndin undir forystu Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra hafi náð betri árangri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Evrópubandalagið hefur nú fallið frá þeirri grundvallarkröfu sinni að krefjast einhliða fiskveiðiheimilda í staðin fyrir tollaívilnanir og frjálsan markaðsaðgang. Þessi breytta afstaða bandalagsins sem fengist hefur fram vegna þrautseigju íslensku samningamannanna gjörbreytir í raun allri stöðu íslands í þessum samningaviðræðum. í öðru lagi má nefna að Evrópubandalagið hefur fallist á að veita tollfrjálsan aðgang fyrir allar sjávarafurðir án þess að slakað sé á kröfunni um það að útlendingum sé óheimilt að fjárfesta í veiðum eða frumvinnslu. Nokkra efasemda hefur gætt um það ákvæði en sá ótti er ástæðulaus þvf það er í okkar höndum að búa þannig um hnútanna að slíkar fjárfestingar séu útilokaðar. Þetta merkir með öðrum orðum að meginmarkmið okkar að fá tollfrjálsan aðgang að mörkuðum Evrópubandalagsins með fiskafurðir eins og um aðrar iðnaðarvörur væri að ræða hefur náðst, án þess að láta í staðin veiðiheimildir eða fallast á fjárfestingarrétt erlendra aðila í sjávarútvegi. Utanríkisráðherra hefur sagt að þessir samningar geti sparað okkur 1,5—2 milljarða f tollum sem við höfum hingað til greitt til landa Evrópubanda- lagsins. Auk þess sem þetta samkomulag gjörbreyti öllum möguleikum fisk- vinnslumar til að keppa á hinum stóra og harða neytendamarkaði Evrópu. Hér á landi mun þá loks skapast grundvöllur til að reka háþróaðan matvælaiðnað sem hefur tollfrjálsan aðgang að 360 milljónum manna sem vilja kaupa ómengaða gæðavöru. Það hefur nokkuð farið fyrir brjóstið á mönnum að þessir samningar gætu hugsanlega leitt til þess að erlend fiskiskip fengju að veiða eitthvað í íslenskri fiskveiðilögsögu. Þessar áhyggjur eru líka ástæðulausar. íslenska sendinefndin hefur vissulega ekki lokað þeim möguleika að skipti á veiðiheimildum gætu komið til greina. En í því sambandi er rétt að benda á að við vissar kring- umstæður gæti það orðið okkur til mikilla hagsbóta að fá aðgang að fiskistofnum t.d. loðnu og rækju sem Evrópubandalagið hefur yfir að ráð í staðin fyrir vannýtta fiskistofna hér við land. Af öllu samanlögðu er niðurstaðan sú að við erum hluti af Evrópu, heimurinn er sífellt að skreppa saman og það er okkur nauðsyn að vera í nánu og góðu samstarfi við nágranna okkar. Allur hugsanagangur sem lýtur að því að halda landinu í einangrun er úr takt við vilja samtímans. Nú þegar þjóðhátíðardagur okkar er nýliðin ættu menn að minnast þess að einangrun og skortur á samgöngum og samskiptum við nágranna okkar kostaði okkur sjálfstæðið á þrettándu öldinni. Það má aldrei gerast aftur að við látum einangrun dæma okkur úr samfélagi við aðrar þjóðir og tapa þar með hinu ciginlega sjálfsstæði sem fellst ekki síst í því að taka þátt í samstarfi við aðra á jafnréttisgrundvelli. íslendingar eru þjóð með sjálfstæða menningu sem á sér djúpar rætur í vitund almennings, við þurfum að hlúa að því sem er íslenskt. menningar- starfinu, mentuninni og æsku landsins. Þá þurfum við engu að kvíða í samkeppninni við erlendar stórþjóðir. Það er futl ástæða til bjartsýni urn framhald samninganna um Evrópu án landamæra. íslendingar hafa sýnt það einu sinni enn að þeir munu aldrei fallast á að hleypa útlendingum inn í landhelgi okkar án þess að við höfum algerlega í hendi okkar á hvem veg það verður. Blindrqfélagið TIIE ICEI.ANmC ASSOCIATION Ol TIIE HI.INI) HAPPDRÆTTI BLINDRAFÉLAGSINS 1991 DREGIÐ 19. JIJNÍ Vinningsnúmer eru: 14463, 12761, 13399, 20016, 821, 7708, 11559, 19149, 20883, 4930, 10982, 18453, 20666, 23473, 6996, 8007, 10148, 19254, 7532, 9844, 15281, 20909, 3769, 14619. BLINDRAFÉLAGIÐ, samtök blindra og sjónskertra, Hamrahlíð 17 Símsvarinn er 38181. llamrahliA |7 Kt'vk|.i\ik lccl.iml lcl (,'M IJ- AK7U.1 16,7% skerðing -16,7% hœkkun Stjóm Lánasjóðs íslenskra náms- manna samþykkti í byrjun þessa mánaðar breytingar á útlánareglum sjóðsins. Allar breytingamar sem þá vom gerðar miða að niðurskurði, nema ein breyting. sem hlýtur að kalla á talsverða hækkun. Meginbreyting nýju úthlutunar- reglanna er sú. að grunnframfærsla einhleyps námsmanns lækkar úr kr. 56.106 á mánuði í kr. 46.716. Hér er því um að ræða 16,7% skerðingu. Eflaust má segja, að námsmenn haft í seinni tíð síðustu ríkisstjómar verið sérstakur forréttindahópur sem naut hækkana síns framfærslugmnns langt umfram það sem t.d. verkamenn og verkakonur á tíma þjóðarsáttar urðu að sætta sig við. Því hafi ekki verið við öðm að búast, en að þama yrði niðurskurðarhnífnum bmgðið á loft, þegar fyrirsjáanlegt var að draga yrði úr ríkisútgjöldum eftir stjóm- arskiptin. En á sama tíma og þetta er gert bregður svo við, að námsmaðurinn sem nýtur þeirra forréttinda, að geta stundað sitt nám á heimaslóðum og búið í foreldrahúsum er verðlaunað- ur. Hann fær nú 70% af gmnnfram- færslunni í stað 50% áður. Sem þýðir að hann fær nú eftir breytingu kr. 32.701, en hafði áður kr. 28.053, þama er um að ræða 16,7% hækkun. Sem sagt námsmaðurinn sem stundar nám í Háskóla íslands og á heima hjá foreldrum sínum í Laug- arásnum í Reykjavík fær hækkun upp á kr. 4.648 á meðan námsmaðurinn norðan af Langanesi verður að una lækkun upp á kr. 9.390. Jafnframt verður að telja líklegra að náms- maðurinn úr Reykjavík hafi betri möguleika til tekjuöflunar með námi ef nauðsyn krefur og aðstæður leyfa. Og einhvemtíma hefur verið talað um svartan vinnumarkað í þeim efnum, ef ég man rétt. Menntamálaráðherra hefur sagt. að þessar umræddu breytingar á úthlut- unarreglum LÍN eigi að spara ríkissjóði 300 milljónir króna á þessu ári. Öll sú upphæð að viðbættri hækkuninni til þeirra sem búa í for- eldrahúsum hlýtur því að nást með skerðingu á lánum þeirra sem stunda þurfa sitt nám fjarri heimahögum. Hefði ekki verið sanngjarnara og eðlilegra að lækka framfærslugrunn- inn eitthvað minna, t.d. um u.þ.b. 10%, halda sama hlutfalli (100%- 50%) og ná á þann hátt sama spamaði fyrir ríkissjóð? I ritinu „Átján rauðar rósir", sem Alþýðuflokkurinn gaf út fyrir al- þingiskosningamar í apríl sl. segir m.a. „Námslán em mikilvæg til að jafna aðstöðu til menntunar. Þau eiga að taka mið af aðstæðum námsmanna og tekjum en einnig af almennum kjömm í samfélaginu." Þessi mismunun sem hér er vakin athygli á gengur því þvert á stefnu Aljjýðuflokksins. Gera verður þá kröfu til þingmanna flokksins og ráðherra, að þetta atriði í nýjum útlánareglum verði þegar í stað rætt við menntamálaráðherra og gerð krafa um leiðréttingu. Perlan vígð GAMALL DRAUMUR RÆTTIST Perlan, útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur, var formlega vígð um helgina. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar voru tæpir 13 milijarðar króna. Arkitekt var Ingimundur Sveinsson og helstu verktakar voru Hagvirki sem sá um uppsteypu, SH-verktakar sem sáu um innanhússfrágang, útsýnis- palla og lóð og loks Josef Garner og Co. sem annaðist gerð hvolfþaks- ins. Árið 1985 hófust umræður um að gera hugmyndina um útsýnishús á Öskjuhlíð að veruleika. Þann 5. maí 1988 samþykkti borgarstjóm að hefja byggingu hússins, sem varð síðan fokhelt í árslok 1989. Forsögu þess að byggja útsýnishús á Öskjuhlíð má rekja að minnsta kosti aftur til ársins 1930. Jóhannes Kjar- val listmálari segir í bók sinni Grjót sem kom út 1930 þegar hann rekur hugleiðingar smiðs nokkurs sem hann var kunnugur: „Merkilegasta hugmyndin var að byggja höll eða musteri inn áÖskjuhlíð. Atti að þekja musterishliðarnar spegilhellum. svo norðurljósin gætu nálgast fætur mannanna - átti að skreyta þakið kristöllum allavega litum, og ljós- kastari átti að vera efst á mæninum, sem lýsti út um alla geima." Þegar hitaveitugeymamir á Öskju- hlíð voru reistir 1938 var efnt til sam- keppni um fyrirkomulag gcymanna. I þessari samkeppni komu fram tillög- ur um útsýnis- og veitingahús á milli gcymanna. Ekkert varð úr þeim framkvæmd- um, en umræðan um útsýnishúsið lifði og er nú orðin að veruleika 53 ár- um seinna. Þó útsýnishúsið sé byggt við hita- veitugeymana er f raun um sjálfstæða byggingu að ræða. Megingólf hússins hvílir á sérstökum stöplum og er í raun ekki tengt lönkunum nema að því leyti að þeir mynda útveggi jarð- hæðarinnar. í húsinu eru veitingastaðir af ýms- um gerðum og á efstu hæðinni er vandaður salur sem snýst í einn hring á klukkustund. Það er veitingamaðurinn Bjarni Ámason sem leigt hcfur starfsemina í húsinu sem verður opið almenningi alla daga frá kl.10-18 en veitingasal- urinn á efstu hæðinni verður einnig opinn á kvöldin. Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og jarðarför Benedikts Blöndals og virðingu sýnda minningu hans Guðrún Karlsdóttir Anna Blöndal Einar Þorvaldsson Lárus Blöndal Anna Kristín Jónsdóttir Karl Blöndal Stefanía Þorgeirsdóttir Lárus H. Blöndal

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.