Alþýðublaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 4
Fréttir í hnotskum ÚRBÆTUR Á FERÐAMANNASTÖÐUM: Ferðamálaráð hef- ur í sumar staðið í verklegum framkvæmdum til verndar náttúrunni á viðkvæmum en vinsælum ferðamannastöðum. Umhverfisfulltrúi ráðsins, Jóhanna B. Magnúsdóttir, hefur umsjón með framkvæmd- um. Lagfærðir hafa verið stígar við Hraunfossa í Borgarfirði. Þá hefur Ferðamálaráð í samstarfi við sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd og Kvenfélag Ljósvetninga tekið þátt í að leggja stíga við Goðafoss, en þar voru óskipulagðir troðningar um allt svæðið. í sumar verður unnið við Dettifoss, Dverghamra og Eldgjá. Myndirnar sýna Goða- foss — fyrir og eftir stígalagningu. Breytingin er ótrúlega góð. HREIÐRIN FÁIFRIÐ: Umhverfisráðuneytið beinir því til fólks að láta í friði hreiður fugla, ekki síst þeirra sjaldgæfu, fálka, haf- arna, snæugla og haftyrðla. Dvöl manna við hreiður þessara fugla, svo og öll myndataka, er óheimil nema með leyfi Umhverfis- ráðuneytisins að fenginni umsögn fuglafriðunarnefndar. Umhverfis- ráðuneytið væntir góðrar samvinnu við almenning um þessi mál. RÁÐGJÖFUM AKSTUR ERLENDIS: Félag íslenskra bifreiða- eigenda veitir félagsmönnum sem hyggjast aka erlendis, góða þjón- ustu, ráðgjöf og leiðbeiningar um skipulagningu ferðarinnar, ásamt nytsömum ferðagögnum, kortum, leiðabókum, tjaldbúðaskírteinum og alþjóða ökuskírteinum. FIB er aðili að alþjóða ferðasamtökum bif- reiðaeigenda, sem tryggir félagsmönnum margháttaða þjónustu og neyðarhjálp erlendis. GAMUR MEISTARAR í GALLERÍ BORG: Nú stendur yfir sumarsýning í Gallerí Borg í Pósthússtræti. Þar getur að líta nokkra af stórmeisturunum: Þórarin B. Þorláksson, Snorra Arinbjarn- ar, Jóhann Briem, Þorvald Skúlason, Kjarval, Mugg, Nínu Tryggvadóttur, Gunnlaug Blöndal, Kristínu Jónsdóttur og marga fleiri. Opið virka daga 14—18, lokað um TJALDSTÆÐI Á GARÐ- SKAGA Gerðahreppur hefur gert átak í þágu náttúruskoð- ara með því að taka i notkun tjaldstæði á Garðskaga og koma upp hreinlætisaðstöðu fyrir þá fjölmörgu sem gaman hafa af að skoða fuglalíf skag- ans, það er fjöibreyttara en venjulegt er víðast hvar hér á landi. 1 Garðinum búa nú um 1100 manns og flestir þekkja fegurðina sem við blasir frá Garðskagavita, einum stærsta vita lands- ins, ekki síst í miðnætursólinni. VALSMENN LEGGJA LANDSLIÐIN! Frá Peramo á Ítalíu ber- ast skemmtilegar fréttir af 2. flokks leikmönnum Váls í handknatt- leik. Þeir eru með harðsnúið lið, Valsmenn, og hafa unnið fjóra leiki og eru komnir í undanúrslit í keppni 390 liða hvaðanæva úr heimin- um, en keppt er á 36 völlum samtímis. Meðal keppenda eru tíu lands- lið 21 árs og yngri. Valur hefur unnið Dani 23:2, borgun fyrir 14:2 í fótboltanum um árið(!), Ungverja unnu þeir 20:4, Austurríki 17:6 og Ítalíu 17:3. Ótrúlegir yfirburðir strákanna frá Hlíðarenda. HEIMSKULEGAR AUGLYSINGAR: Ferðaskrifstofur á íslandi auglýsa á alveg einstaklega heimskulegan hátt. Settar eru fram vill- andi og nánast móðgandi upplýsingar um verð í auglýsingarnar. Stundum munar tugum þúsunda á auglýstu verði og því sem ferðin kostar í raun. Nú hefur Verðlagsstofnun sett ofan í við ferðaskrif- stofurnar sem svona haga sér. Gefinn er vikufrestur til að skrifstof- urnar fari að gefa almenningi réttar upplýsingar í auglýsingum sin- um. Þær hafa ekki áttað sig á því að bannað er að Ijúga að fólki á þennan hátt. Stöðug aukning fjársvikamála I ársskýrslu Rannsóknarlögreglu ríkisins kemur fram aö fjölgun brota af öllum geröum er mikil. Harka og notkun vopna verða sífellt meira áberandi Á síðasta ári komu til kasta Rannsóknarlögreglu ríkisins rúmar 1400 kærur vegna þjófn- aða. Þá voru til meðferðar 64 mál vegna falsaðra víxla, 114 vegna falsaðra skuldabréfa og rúmlega 2100 falsaðar ávísanir voru gefnar út. Þá bárust til lög- reglunnar kærur vegna tæplega 700 þúsund innstæðulausra tékka að upphæð rúmlega 21 milljónar króna. Awkin harkq og notkun vopna áberqndi_______________ Rannsóknarlögreglan sendi í gær frá sér ársskýrslu þar sem fjall';' er um helstu verkefni stofnunarii..iar og breytingar á viðfangsefnum milli ára. Ymislegt hefur breyst í þeim efnum en lögreglumenn virðast sammála um að aukin harka og notkun vopna verði sífellt stærra vandamál. Á síðasta ári hefur dregið úr fjölda þeirra mála sem koma til kasta Rannsóknarlögreglu ríkisins ef mið- að er við árið 1989, en þá náði fjöld- inn hámarki frá því nákvæmar skráningar hófust. Árið 1989 voru mál sem rannsóknarlögreglan þurfti að hafa afskipti af um 5200 en á síðasta ári voru þau rúmlega 4900, þrjú síðustu ár hafa nokkuð skorið sig úr. Ef skoðuð er þróun þessara mála kemur í ljós að nokkuð stöðug aukning hefur átt sér stað hvað varðar fjölda þeirra mála sem rann- sóknarlögreglan hefur haft afskipti af á síðustu tíu árum. Aukning kynferðisafbrota - —" " ............ A siðasta ári varð nokkur aukning á minniháttar ofbeldisverkum og sömu sögu er að segja af sifja- og skírlífisbrotum, en ekki er þó talið að um marktækan mun sé að ræða frá næstu árum á undan. Tvö mál sem rannsóknarlögregl- an hafði til rannsóknar vöktu þjóð- arathygli. Fyrra málið var nauðgun- armál sem kom upp síðla árs 1989. Þá var í fyrsta sinn beitt hér á landi svokallaðri DNA-rannsókn á sæði afbrotamanns. Blóðsýni frá 61 manni, sem flestir höfðu einhver tengsl við brotavettvang, voru send á rannsóknarstofu í Englandi. Rann- sókn sýndi að einn þessara manna var brotamaðurinn og að fenginni þeirri niðurstöðu játaði maðurinn brot sitt. Hann hlaut 4 ára fangelsis- dóm. Hitt málið fjallaði um atburð sem átti sér stað í apríl 1990 er tveir menn réðu bensínafgreiðslumanni bana og rændu fjármunum að upp- hæð um hálfri milljón úr peninga- skáp bensínstöðvarinnar. Mikil vinna var strax lögð í rannsóknina. Fyrsta sólarhringinn var eftir litlu að fara og því allt kapp lagt á að afla upplýsinga um hinn látna, nánasta umhverfi og fyrrverandi og þáver- andi samstarfsmenn. Upplýsingar bárust um tvo menn og rannsókn leiddi til þess að þeir voru hand- teknir ásamt sambýliskonum sín- um. Mennirnir viðurkenndu brot sín og voru dæmdir í langa fangavist. Skuldabréf, tékkar og sfolinn vamingur______________ Við skoðun á málafjölda er áber- andi aukning á kærum vegna fals- aðra skuldabréfa á árunum 1989 og 1990. Rannsóknarlögreglan segir þetta stafa af gáleysi þeirra sem taka við skuldabréfum er þeir láta undir höfuð leggjast að kanna hvort ábyrgðarmenn eða greiðendur hafi í raun skrifað undir þessi bréf. Þá hefur orðið veruleg aukning frá árinu 1988 á kærum vegna inn- stæðulausra tékka. Hluti þessa vandamáls eru þeir sem jafnan eru nefndir „góðkunningjar lögregl- unnar“, menn sem stofna tékka- reikninga með lágmarksinnleggi og gefa síðan út í skyndingu fjölda tékka, stundum úr fleiri en einu hefti, að andvirði mörg hundruð þúsunda króna. Lögreglan leggur til að bankarnir kanni betur hagi og aðstæður umsækjenda áður en menn fá hefti í hendurnar. Þá hefur orðið nokkur aukning á því að stunduð séu viðskipti með færst í vöxt notkun svokallaðra kortakassa í verslunum. Tékkafals var allt árið mjög áber- andi svo sem undanfarin ár. Mikill tími fer í að sinna þessum mála- flokki. Enn sem fyrr er áberandi hve mörg börn og unglingar komu við sögu í þessum málum. SkaHa- og efnahagsbro* Sérstök deild innan rannsóknar- lögreglunnar fer með mál sem varða skatta- og efnahagsbrot. Með efnahagsbroti er átt við lögbrot, sem framin eru í hagnaðarskyni, oftast kerfisbundið og reglulega, innan löglegrar atvinnustarfsemi lögaðila og eða einstaklinga. Mál í þessum málaflokki taka oft langan tíma og kemur þar margt til. Gagnasöfnun er tímafrek, en góður undirbúningur áður en yfirheyrslur Á síðasta ári voru gefnar út 2100 falsaðar ávísanir. Þá bárust lögreglunni kær ur vegna tæplega 700 þúsund innstæðulausra tékka. varning sem er stolinn eða svikinn út úr verslunum. Nýlega féll dómur í máli manns sem hafði svikið bygg- ingarefni út úr nokkrum verslunum. Maðurinn hafði oft komið við sögu lögreglu áður og var dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Mikil aukning hefur orðið á kær- um vegna ætlaðra svika í viðskipt- um fólks. í mörgum tilfellum virðist fyrst og fremst vera kært til að skapa þrýsting í einkamálum. Sé krafan sem sett er fram greidd eða sam- komulag gert er kæran jafnan dreg- in til baka. Að mati lögreglunnar fer alltof mikill tími í svona mál og dreg- ur úr þeim tíma sem hægt er að gefa alvarlegri málum. Innbrot, greidslukor* og tékkafals í ársskýrslu rannsóknarlögregl- unnar segir að mjög aukin tíðni sé í innbrotum og þjófnuðum úr bifreið- um, en vegna umfjöllunar í fjölmiðl- um hafi nokkuð tekist að draga úr þeim brotum á síðustu mánuðum. Þá var aukning á innbrotum í mannlaus hús þar sem stolið var umtalsverðum verðmætum og pen- ingum. Innbrotin voru jafnan fram- in um miðjan dag þegar húsin voru mannlaus. í flestum þessara tilfella var um að ræða hópa unglinga, en að minnsta kosti einu sinni tókst að upplýsa að fullorðinn maður keypti þýfið af unglingunum. Á síðasta ári varð marktæk breyt- ing til batnaðar varðandi notkun stolinna greiðslukorta. Ástæðan er ekki síst talin sú að verulega hefur hefjast er mikið atriði í þessum mál- um. Rannsóknarlögreglan segir að tekist hafi góð samvinna við ríkis- saksóknara og spari það mikla vinnu og tíma. Á síðasta ári komu 76 mál af þessu tagi til meðhöndlunar hjá rannsókn- arlögreglunni og 66 málum var hægt að ljúka. Meðal þessara mála voru málefni Hafskips hf. og Þýsk-ís- lenska hf. Björn E Hafberg tók saman Vinningstölur laugardaginn VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 2.184.254 2.4*5^ «f 7 54.178 3. 4af5 111 5893 4. 3af 5 3.612 122 Heildarvinningsupphæð þessa viku: ‘ 4.741587

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.