Alþýðublaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudaqur 9. iúlí 1991 3 / Þórsmörk í mikilli mannmergd Sumir eiga ekki að gista svo fagran stað — Hugleiding um síðustu helgi í Þórsmörk, m.a. er rætt um fyllerí fram á morgun, leik á jeppum í stórhættulegum ám, þjónustu sem gjarnan mætti vera meiri, vegleysuna inn í Mörkina og spurninguna um þaö hvort reisa mætti kláfferju upp á eitthvert fjallið Hressir bankamenn frá Bunaðarbankanum, Seljaútibui, komnir á topp Heiðarhorns. í baksýn ægifögur sýn yfir skriöjökulinn. Þetta er eins og í Ölpunum, heyrðist einhver segja. A-mynd: JBP. Þórsmerkurferdir eru ein- stakar. Þær eru sérstök upplifun fyrir þá sem þangað fara með op- in skilningarvit. Því miður vird- ast þó einhverjir í stórum ferða- mannahópum fara þangað í öðr- um tiigangi, drekka frá sér allt vit, nótt sem nýtan dag. „Svona fólk á að fara á einhverja ljótari staði,“ sagði nýfermdur ungling- ur í hópi ferðafólks, sem ég var með um helgina í Básum í Þórs- mörkinni. Það eru orð að sönnu. Höskuldur Jónsson, forseti Ferða- félags íslands, er á sömu skoðun og þessi piltur. Honum finnst sárgræti- legt að vita til þess að fólk skuli velja Þórsmörk til að misnota áfengið. Höskuldur sagði ennfremur að sárt væri til þess að vita að tiltölulega fá- ir einstaklingar leyfðu sér að halda vöku fyrir stórum hópum fólks með drykkjurausi fram undir morgun. Þetta gerðist því miður allt of oft. Vegleysan i Mörkina Sem gestur í fyrsta sinn í Þórs- mörk kom mér margt á óvart, — þ.e. annað en hin stórfenglega náttúru- fegurð staðarins og hið blíða veður sem skapast þarna inni í fjalla- hringnum. Mér kom á óvart hversu ófullkomin ferðamannauppbygg- ingin á þessum stað er. Tökum fyrst veginn, sem liggur frá hringvegi inn í Mörkina. Þetta er 25 kílómetra vegleysa, þar sem rán- dýr farartæki eru sett í stórkostlega hættu, þegar aka þarf niður í ár og lækjarfarvegi á leiðinni. Krossá er síðasti farartálminn fyrir þá sem gista vilja í Húsadal og í Langadal. Þeir sem fara í Bása þurfa ekki að fara yfir þessa á. Vissulega ætti að lagfæra veginn, gera hann nokkurn veginn færan farartækjum. Til að svo megi verða þarf varla að verja stórkostiegu fé. Mér sýnist að Þórsmörk sé allt að því heilög í hugum gamalla ferða- garpa í Ferðafélagi íslands. Ekki er annað en gott um það að segja að menn viiji vernda þennan fagra stað. En það er spurning hvort það er ekki einum of langt gengið að gera staðinn illsækjanlegan, og auk þess þjónustulausan að miklu leyti. Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafé- lagsins, sagði að hann mundi fagna því ef leiðin í Þórsmörk yrði að- gengilegri, en Ferðafélagið færi aldrei að stunda pylsu- eða ham- borgarasölu á staðnum. Félagið er með vísi að birgðasölu fyrir ferða- fólk, auk þess sem það hefur reist talsverð mannvirki, þar sem fólk í dagsferðum getur snætt bitann sinn. Mér sýnist að bjóða mætti meiri viðurgerning gegn hóflegu gjaldi í Mörkinni. Slíkt á ekki að spilla staönum, nema síður væri. Staðreynd er að fólk vill komast í Þórsmörk og dvelja þar, flestir koma þangað til að teyga að sér náttúr- una, færri til að drekka áfengi í óhófi. Hvers vegna skyldi fólki ekki vera auðvelduð dvölin á þessum stað? Ekki síst ef það vill dvelja leng- ur en dag eða tvo. Kláfferja upp q fjoll______ Víða erlendis eru reistar kláfferjur upp á fjöll. Nú er ég líklega farinn að særa viðkvæmustu taugar margra ferðagarpa, sem vilja ekki sjá neitt „ónáttúrulegt" í Mörkinni. Og vissu- lega er ekki hægt að telja slík mann- virki neinn fegurðarauka. En lítum á málið. Þyrfti mannvirki sem þetta að vera svo hábölvað? Þarna sá ég marga eldri borgara á ferð. Þeir gátu ekki farið í fjallgöngur, gengið á Heiðarhorn eða önnur fjöll í ná- grenninu. Öryrkjar geta það ekki heldur. Fyrir þá sem þannig hagar um og reyndar fleiri getur slík lyfta vissulega komið að góðum notum. Eg er ekki viss um að slík fram- kvæmd þyrfti í einu eða neinu að eyðileggja landslagið. Víða eru gönguslóðir í fjöllunum nánast eins og sár á landslaginu. Kannski yrði álagið á þeim aðeins minna ef slíku flutningatæki væri komið upp. Höskuldur Jónsson sagði að hann væri ekki andvígur slíkri hugmynd, en standa þyrfti vel að framkvæmd- um. Eins sagði hann að ekki hefði hann nema gott eitt um það að segja ef betri vegir yrðu lagðir í Mörkina. Rútur fullar qf________________ fólki fastar i Krossá I Krossá mátti um helgina sjá alls- konar uppákomur, sem komu mér satt að segja á óvart, og raunar blöskraði mér sú fifldirfska sem þar kom fram. Rútur fullar af fólki fastar í þessari gríðarlega straumþungu á fannst mér satt að segja ógnvekj- andi sjón. Er ekki verið að leika sér að mannslífum, þegar ekið er út í ána svo vatnsmikla, sem hún var í veðurblíðunni um helgina? Ég held að þarna gæti orðið stórslys, ef rútu- bíl hvolfdi. Þarna hafa orðið hryggi- leg slys, og þau gætu orðið miklu stærri ef ekki er gripið í taumana. Þarna voru líka milijónajeppar á ferð og flugi yfir ána, aftur og aftur, gjörsamlega að ástæðulausu. Þarna voru á ferð ungir menn á glæsibíl- um (væntanlega feðra sinna), og storkuðu örlögum sínum og farþega sinna. Ekki virtist nein löggæsla á staðnum, og sagt var að sumir þess- ara ökuþóra væru ekki alveg lausir við áfengi, hvað sem hæft er í því. Ferðafélag íslands er einn frum- kvöðlanna í Þórsmörk. Þangað fóru ekki nema reyndustu ferðagarpar í eina tið. En allt er breytingum háð, líka þetta. Jeppamenn fara allra sinna ferða, og í dag er enginn mað- ur með mönnum nema hann eigi jeppa. Margir þessara jeppamanna eru afskaplega náttúrufjandsamleg- ir og sá maður það gjörla í Mörkinni um helgina. Betri umgengni um móður náttúru__________________ En svo jákvæðu hlutirnir séu skoðaðir, þá verður að segja að í Básum í það minnsta, þar sem Uti- 'vist ræður ríkjum, og án efa einnig handan árinnar, var umgengni al- mennt góð. Ég sá að fólk henti ekki frá sér rusli á fjallgöngum, né heldur á tjaldstæðum, nema þessir sem voru í óminni áfengis allan tímann. A umgengni í náttúrunni er að verða mikil og góð breyting til batn- aðar. í lok hugleiðingar um þessa ein- stæðu náttúruperlu, Þórsmörk, vil ég leyfa mér að fullyrða að þau ferðafélög og aðrir ferðamálaaðilar, sem í Mörkina fara með ferðafólk, bjóða góða þjónustu, bílstjóra og leiðsögufólk. Landverðir eru líka greinilega starfa sínum vaxnir og vinna gott starf. A þessu fólki veltur það hvernig Merkurtúrinn heppn- ast. Félagar í deild lífeyrisþega innan Hjúkrunarfélags íslands Fariö veröur í skemmtiferð fimmtudaginn 18. júlí nk. kl. 13.00 frá Suðurlandsbraut 22 — komið til baka um kl. 19.00. Farið verður austur í sveitir, drukkið kaffi á Laugar- vatni og ekin Lyngdalsheiðin um Þingvelli til baka. Tilkynnið þátttöku til skrifstofu HFÍ í síma 687575 — í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 15. júlí. Á nýju Ijósi Breiðfylking jafnaðarmanna í nýju Ijósi Miðvikudaginn 10. júlí nk. verður fundur í Naustinu (efti hæð) kl. 20.30. Gestir fundarins: Ellert B. Schram, ritstjóri DV, og Guðmundur Ólafs- son hagfræðingur. Umræðuefnið: Flverjar eru hinar nýju fylkingar í íslenskum stjórn- málum? Flvar eiga jafnaðarmenn og frjálslynt fólk samherja? Flvað er að frétta af breiðfylkingu jafnað- armanna? Allir velkomnir. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna. Auglýsing um styrkveitingu úr Þróunarsjóði leikskóla Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunarverkefn- um í leikskólum/skóladagheimilum. Með þróunarverkefnum er átt vð nýjungar, tilraunir og nýbreytni í uppeldisstarfi. Um styrk geta sótt sveitarstjórnir/leikskólastjórar/ fóstruhópar/einstakar fóstrur. Sækja má um styrk til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru hafin. Umsókn fóstru skal fylgja umsögn viðkomandi rekstraraðila. Styrkumsóknir skulu berast menntamálaráðu- neytinu fyrir 10. sept. 1991 á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi í afgreiðslu mennta- málaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík. Skrifstofa Alþýðuflokksins verður opin frá kl. 10—15 út júlímánuð vegna sum- arleyfa. Skrifstofa Alþýðuflokksins. Dagsbrúnarmenn Enn eru laus sæti í ferðina um Breiðafjörð dagana 12.—14. júlí nk. Skráning á skrifstofu í síma 25633. Stjórn Dagsbrúnar. Get Yourself a European Passport! Europe is growing and coming more and more to- gether. Europe unites and uses symbols. Now you can get a genuine Symbolic European Passport which reveals the solidarity and sympathy to the Europ- ean idea. Send your name and adress TODAY for FREE IN- FORMATION to: EUROPASS, P.O. Box 2104 Hana, N-4301 Sandnes, Norway. PS / Include 5 US dollar or equal in your own curr- ency, for postage and handling.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.