Alþýðublaðið - 13.08.1991, Síða 2
2
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Blaö hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi)
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Oddi hf.
Eftir lokun skiptiborös:
Ritstjórn: 625538
Dreifing: 625539
Tæknideild: 620055
Fax: 627019
Má draga fólk í dilka?
Eftir það mikla fjaðrafok sem breytingarnar á lyfjareglugerðinni
ollu er árangurinn að koma í ljós og margir að átta sig á því að nauð-
synlegt var að spyrna duglega við fótum til að ná fram sparnaði í
lyfjakostnaði. Sparnaðaraðgerðir heilbrigðisráðherra voru tvíþætt-
ar. Annars vegar er um að ræða sparnað ríkissjóðs, sem felst í því
að neytendur greiða stærri hlut í verði lyfja og ríkissjóður að sama
skapi minni hlut. Hins vegar er um að ræða sparnað fyrir þjóðina
í heild með minni lyfjanotkun ogóþarfri, betri nýtingu lyfja og notk-
un ódýrari lyfja. Reynsla af breytingum á lyfjareglugerðinni sýnir að
þessi meginmarkmið hafa náðst. Áætlað er að velta apótekanna í
júlí hafi dregist saman um 40—50% frá því sem áður var, bæði vegna
færri lyfjaávísana og ávísunar á ódýrari lyf. Þótt deila megi um
hversu stóran hlut lyfjakostnaðar rétt sé að láta sjúklingana sjálfa
greiða er það staðreynd að hlutdeild sjúklings í lyfjakostnaði er
óvíða minni en hér á landi.
Þótt júlímánuður sl. einn og sér sé ekki marktækur hvað umfang
lyfsölu varðar gefurlyfsalan í þeim mánuði það sterka vísbendingu
um hvert stefnir að ekki verður um villst. Þeir geta nú glaðst sem
sérlega hafa verið áhugasamir um að sjá gróða lyfsala minnka jafnt
og þeir sem hafa viljað sjá sparnað í lyfjaversluninni í heild. Það sem
skiptir þó mestu máli er að þeir sem hafa þörf fyrir lyf hafa áfram
greiðan aðgang að þeim á viðráðanlegu verði, ef þeir þurfa á annað
borð að greiða fyrir lyfin. Engu að síður geta ávallt komið upp ein-
stök tilvik þar sem greiðslubyrði einstaklinga er misboðið en á því
þarf að taka sérstaklega. Það er engin ástæða til að ríkið greiði rán-
dýr sýklalyf ofan í vellríkan Iyfsala á þeirri forsendu að til séu þeir
sem mjög lítið hafa handa á milli. Það er jafn heimskulegt og að
krefjast þess að ríkið greiði niður húsnæðisvexti fyrir stóreignafólk
og hátekjumenn á þeirri forsendu að láglaunafólk eigi þess ekki kost
að eignast húsnæðián aðstoðar í einu eða öðru formi. Með almenn-
um sparnaði í velferðarkerfinu hljóta að aukast möguleikar til að
sinna þeim betur sem verst eru staddir og hafa mesta þörf fyrir að-
stoð.
Reyndar geta menn velt þeirri spurningu fyrirsér hvort rétt sé að
draga fólk í dilka þegar að þjónustu hins opinbera kemur og velferð-
arkerfinu. Fólk er dregið í dilka þegar komið er að hinu félagslega
íbúðakerfi þannig að þeir sem eru yfir ákveðnum tekjum eða eiga
húseignir eru þar ekki gjaldgengir. Fólk er dregið í dilka þegar kom-
ið er að barnabótum þar sem fólk þarf að vera innan ákveðinna
tekjumarka til að fá barnabætur. Þar er réttur fólks sértækur, þ.e.a.s.
menn verða að uppfylla ákveðin skilyrði til að njóta hans. Er þá út
í hött að rétturinn, sem kostnaðarhlutdeild ríkisins í þátttöku vegna
heilbrigðismála er, sé að einhverju marki sértækur? Er rétt að heil-
brigðiskerfi taki mið af þörfum hins fátækasta og allir aðrir njóti þar
góðs af? Þetta eru spurningar sem menn eru að velta fyrir sér hjá
þeim þjóðum sem búa við til þess að gera gott og öflugt velferðar-
kerfi. Menn standa frammi fyrir hinum óhjákvæmilegu spurningum:
Hversu langt á velferðarkerfið að ná? Hversu dýrt má það vera? Þeir
sem neita að leita svara við þeim eiga ekkert erindi í pólitík.
— TH
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG ÍSAFJARÐAR
Fjölskylduferð í Aðalvík
Alþýöuflokksfélag ísafjaröar efnir til síðsumarferðar
í Aöalvík um næstu helgi. Fariö veröur meö Fagra -
nesi aö morgni laugardagsins 17. ágúst og komið til
baka á sunnudag.
Fararstjóri er Gísli Hjartarson.
Hér er um fjölskylduferð að ræöa og er ailt alþýöu-
flokksfólk hvar sem er á landinu hvatt til að slást í
hópinn.
Allarnánari upplýsingargefurÓðinn ísíma 94-4707
eða 94-4770.
Þriðjudaqur 13. ágúst 1991
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að nú sé komið að því að útvega fjármagn, en gengið hafi verið frá öllu öðru sem
máli skipti. Til vinstri við ráðherrann er Jóhannes Nordal, formaður íslensku viðræðunefndarinnar, en honum á hægri
hönd sitja forystumenn álfyrirtækjanna.
S
Alversbygging á Keilisnesi
Efnislegt samkomu-
lag í álversmálinu
Náðst hefur samkomulag í öll-
um meginatriðum varðandi
byggingu álvers á Keilisnesi.
Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra sagði í viðtali við Alþýðu-
blaðið að fundurinn nú hefði
verið mjög árangursríkur og
það hefði verið staðfest að niður-
staða sé fengin í öllum atriðum
sem máli skipti.
„Þess vegna geta nú álfélögin þrjú
sem ætla að mynda Atlantsál snúið
sér að því af fullum krafti að afla fjár
til framkvæmdanna. Það er í raun
það sem eftir stendur og allir hljóta
að skilja að ekki verður í fram-
kvæmdina ráðist án þess að fjár-
magn fáist á viðunandi kjörum.
Þessir samningar eru sem sagt
komnir í höfn, og kominn samn-
ingapakki sem þeir ætla að sýna
lánardrottnum væntanlegum."
Fram kom í máli forystumanna
Atlantsálshópsins að virtir bankar á
meginlandi Evrópu hefðu sýnt mál-
inu áhuga og gefið góða von um að
viöunandi samningar gætu náðst.
Og þegar forystumennirnir voru
spurðir hvort það væri sannfæring
þeirra að álverið myndi rísa á Keilis-
nesi svöruðu þeir spurningunni allir
játandi.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
sagði að þessi framkvæmd gæti
varla komið á betri tíma. ,,í fyrsta
lagi verða tilboð í framkvæmdirnar
hagstæð vegna lægðar í efnahags-
málum víða um lönd. í öðru lagi er
okkur mikil þörf á svona viðbót við
útflutning okkar og atvinnu, og hafi
fyrr verið þörf þá er nú nauðsyn á
því að auka fjölbreytni útflutnings-
ins. Þá verða verktakaframkvæmd-
irnar og það sem tengist virkjana-
framkvæmdum og verksmiðjubygg-
ingu sannarlega himnasending í ís-
lensku atvinnulífi," sagði iðnaðar-
ráðherra.
,,Ég vona því að niðurstaða fáist
sem allra fyrst í þessar fjármögnun-
arviðræður þannig að menn geti
tekið til óspilltra málanna og ég
vona svo sannarlega að þessu máli
verði ekki spillt."
Iðnaðarráðherra segir að hugsan-
lega geti einhverjar undirbúnings-
framkvæmdir hafist strax í vetur og
síðan af fullum krafti næsta vor. ,.Aö
því er stefnt að fá heimildir stjórna
félaganna og Alþingis til að ljúka
þessum samningum á vetrinum og
þannig stendur málið núna. Það er
að vísu eftir töluverð tæknileg
vinna við að ganga frá lögformleg-
um textum um sumt af því sem við
urðum sammála um í dag á grund-
velli margra vikna og mánaða starfs
undirnefnda og samningahópa, en
efnisatriðin eru í höfn,“ sagði iðnað-
arráðherra að lokum.
í viðtali við Alþýðublaðið segir
Karl Steinar Guðnason alþingismað-
ur að niðurstaðan sýni að haldið
hafi verið vel og rétt á málum. Þetta
sé nauðsynleg viðbót við atvinnulíf-
ið á Suðurnesjum og komi á hentug-
um tíma, m.a. vegna aflasamdráttar
og fækkunar starfa á vegum varnar-
liðsins.
IMfJt IfiLVSIVft/l K
Útboð
Lýsing Óshlíðar 1991
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lýsingu á
Djúpvegi (61) milli Hnífsdals og Bolungarvíkur.
Helstu magntölur: Ljósastaurar 68 stk., tengikassar
8 stk., lengd lagnaskurða 3.000 metrar og frágangur
axla 2.200 ferm.
Verki skal lokið 15. nóvember 1991.
Útboðsgögn veröa afhent hjá Vegagerö ríkisins á
ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera), Borgartúni 5,
frá og með 12. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stööum fyrir kl. 14.00
þann 26. ágúst 1991.
Vegamálastjóri.
Kennarar athugið
Kennara vantar í Víðistaðaskóla, Hafnarfirði,
í almenna kennslu, fullt starf. Einnig vantar
forfallakennara vegna barnseignarleyfis.
Æskilegt í báðum tilvikum að viðkomandi
geti kennt stærðfr. í 8. og 9. bekk. Þá vant-
ar einnig myndmenntakennara í hálft starf.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma
52911 eða 651511 og skólaskrifstofa Hafn-
arfjarðar í síma 53444.
Skólafulltrúinn íHafnarfirði.