Alþýðublaðið - 13.08.1991, Síða 3
Þriðiudaqur 13. áqúst 1991
3
MINNING
Grímur E. Thorarensen
Selfoss var mitt annað æskuheim-
ili. Þar bjuggu Grímur og Dísa með
alla krakkana, Gunna í Ingólfi og Ól-
afur, Bagga og strákarnir, Dúa,
Danni, Grétar og Gulli ásamt fjölda
frænda og ástvina. Selfoss sogaði
allt til sín. Þangað var farið í bíltúra,
á leið í sumarbústaðinn og í sveit-
ina. Fyrir ungan strák var Selfoss
ein stór paradís.
Grímur var óaðskiljanlegur hluti
Selfoss. Elsta barn Egils í Sigtúnum,
innkaupastjóri kaupfélagsins og
kaupfélagsstjóri, kunningi allra í
héraðinu, bridgespilari og veiði-
maður. Fóstbróðir mjólkurbússtjór-
ans, reglubróðir sláturhússtjórans,
náfrændi bankastjórans og bróðir
forstjóra Meitilsins í Þorlákshöfn,
sem byrjaði nánast sem útibú frá
kaupfélaginu. Allt fyrirtæki og
stofnanir sem pabbi hans hafði sett
á laggirnar.
Grímur var rammíslenskari flest-
um mönnum, sem ég hef þekkt. Fas-
mikill, hreinn og beinn, glaðvær og
hjartagóður. Fyrir nær fimmtíu ár-
um giftist hann móðursystur minni
og hefur aldrei brugðið skugga þar
á. Mamma sagði oft, að ekki væru
frá Sigtúnum
mörg vandamálin í henni veröld ef
allir væru jafn góðir fjölskyldufeður
og Grímur. Annars var þetta ramm-
pólitískt hjónaband. Afi minn í
Tryggvaskála var nefnilega einn
mesti sjálfstæðismaður á Suður-
landi en Egill í Sigtúnum auðvitað
einn mesti framsóknarmaður hér-
aðsins. Þegar vatnsveitan var lögð
um Selfoss neitaði gamli maðurinn
alfarið að leggja vatnsveitu í
Tryggvaskála, vegna þess að hann
hafði heyrt að Egill ætlaði að taka
vatnið í Sigtún. Sigurður Óli og aðrir
félagar hans í flokknum fóru þá með
hann á fund Jóns Þorlákssonar,
landsverkfræðings og formanns
Sjálfstæðisflokksins, sem fullyrti að
vatnsveitur væru ekki framsóknar-
fyrirbrigði. Þá fyrst kom vatnsveita
í Tryggvaskála. Nokkrum árum
seinna gifti svo afi dóttur sína elsta
syni Egils, Grími.
Grímur stofnaði Alþýðuflokksfé-
lag Selfoss með Guðmundi heitnum
skósmið á Selfossiog fleiri höfðingj-
um. Gekk þetta allt mjög vel í byrjun
og Grímur leit á sig sem sanna
verkalýðshetju. Þá datt mönnum í
hug að fara í verkfall, auðvitað gegn
kaupfélaginu, sem átti staðinn og
mannfólkið nánast líka. Var mikil
stemmning á fundinum enda verka-
lýðsfélögin og Alþýðuflokkurinn
eitt. Þá litu menn á Grím, son kaup-
félagsstjórans, sem öllu réð. Grímur
dró augað í pung og sagðist þurfa að
víkja sér frá. Eftir það var hann
heiðursfélagi í Alþýðuflokknum.
Grímur var einn bónbesti maður
sem ég hef kynnst. Þegar pabbi dó
buðust Grímur og Dísa til þess að
taka stráklinginn austur, meðan
mamma var að jafna sig. Systir mín
vann hjá honum. Þegar mamma
missti vinnuna við lát frænda síns
var Grímur óðara kominn með
vinnu. Þegar vantaði pening fyrir
námi erlendis var Grímur óðara
mættur með fé.
Um áratugi var atvinnuuppbygg-
ingu á Suðurlandi stjórnað frá Sig-
túnum. Kaupfélag Arnesinga var
stofnað og tryggði framleiðslu,
verslun og þjónustu í héraðinu.
Mjólkurbú Flóamanna var stofnað
og tryggði streymi hvíta lífdrykkjar-
ins vestur yfir heiði í ört vaxandi
byggðarlög við Faxaflóann. Slátur-
félag Suðurlands var sett niður á
Selfossi og átti sinn þátt í að bægja
hungurvofunni frá, sem ógnað hafði
þjóðinni í kreppunni miklu. Ríkis-
stofnanir og fjármálastofnanir hér-
aðsins voru í seilingarfjarlægð frá
Sigtúnum og ráðist var gegn æðandi
haföldunni á fjögurhundruð kíló-
metra hafnlausri sunnlenskri
strönd, sem boðað hafði sæfarend-
um grand allt frá landnámsöld, með
uppbyggingu hafnar í Þorlákshöfn.
Þessi hugsjónabarátta var veganesti
Gríms útí Íífið.
Enginn verður óbarinn biskup.
Grímur tók ótrauður við hugsjóna-
starfi föður síns, sem lést 1961,
dyggilega studdur af Sambandinu.
En Þorlákshöfn reyndist of dýr,
kaupfélagið var í erfiðleikum og ör-
lögin mótdræg. Grímur lét af kaup-
félagsstjórastarfinu 1966 og hefur
búið í Kópavogi síðan. Aidrei heyrði
ég æðruorð, en það kostaði eldgos í
Vestmannaeyjum að Sunnlendingar
fengju boðlega höfn í Þorlákshöfn,
sem jafnframt tryggir samgöngur
við mestu verstöð landsins, Vest-
mannaeyjar.
Skólasystur Systu, einnar dóttur
Gríms og Dísu, höfðu stundum á
orði við hana í MR, að hann væri illa
bónaður bíllinn pabba hennar, þeg-
ar hann var í bænum kominn frá
Selfossi yfir Hellisheiði. Langafi
Gríms var Skúli Thorarensen, lækn-
ir og alþingismaður Rangæinga að
Móheiðarhvoli, bróðir Bjarna Thor-
arensen, skálds og amtmanns. Afi
þeirra var Bjarni Pálsson, fyrsti
landlæknir íslendinga. Hugsjónir
læknastéttarinnar eru heilbrigði og
vellíðan mannfólksins, ekki ytra
prjál og skraut. „Læpuskaps
ódyggðir" voru Grími jafn fjarlægar
og innantóm skrautmynd. Hann var
maður hjartalagsins, félagsskapar-
ins og hefði farið veröldina á enda
fyrir vin sinn, þótt reiðskjótinn yrði
svitastorkinn. Grímur og Dísa áttu
átta börn, en misstu tvö. Þá aðeins
hef ég sé Grími mínum brugðið,
þegar þau háðu sitt dauðastríð.
Yndislegri móðursystur votta ég
mína dýpstu samúð, börnum,
barnabörnum og barnabarnabörn-
um sem ög öllum ættingjum og vin-
um. Alvaldur og algóður Guð ræður
og gaf, því erum við hans, hvort sem
við lifum eða deyjum.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
Fóstrur - þroska-
þjálfar
Víðivellir er fjögurra deilda leikskóli í Hafnar-
firði. Hann er vel mannaður fagfólki, hefur
börn, á aldrinum 6 mán. til 6 ára, á þremur
aldurskiptum deildum, auk sérdeildar.
Okkur vantar nú fóstru á almenna deild og
þroskaþjálfa á sérdeild. Einnig vantar uppeld-
ismenntað fólk til stuðnings við börn með
þroskafrávik.
Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma
52004 og deildarþroskaþjálfi á sérdeild í síma
54835.
Hvammur er þriggja deilda leikskóli fyrir
börn á aldrinum 2ja til 6 ára þar af er ein
dagskóladeild og tvær hálfsdagsdeildir. Önn-
ur þeirra er Montessori-deild. Sérstakt þró-
unarstarf er unnið innan leikskólans. Okkur
vantar fóstrur eða starfsfólk með aðra upp-
eldismenntun. Einnig vantar okkur uppeldis-
menntað fólk til stuðnings við börn með
þroskafrávik.
Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma
650499.
Smáralundur er þriggja deilda leikskóli fyrir
börn á aldrinum 2ja til 6 ára, þar af er ein
dagskóladeild og tvær hálfsdagsdeildir. Okk-
ur vantar nú fóstrur bæði fyrir og eftir hádegi.
Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma
54493.
Álfaberg er lítill leikskóli miðsvæðis í bæn-
um. Okkur vantar tvær fóstrur í 50% starf
eftir hádegi. Komið á staðinn eða hringið og
ræðið við leikskólastjóra í síma 53021.
Arnarberg er einnar deildar leikskóli fyrir 3ja
til 6 ára börn. Okkur vantar nú fóstru í fullt
starf eða í hlutastarf eftir samkomulagi. Jafn-
framt vantar starfsmann í 50% starf eftir
hádegi.
Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 53443
og 54403.
Norðurberg er tveggja deilda leikskóli. Okkur
vantar nú fóstru í fullt starf og aðra í 50%
starf eftir hádegi. Einnig vantar okkur uppeld-
ismenntað fólk til stuðningsstarfa.
Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma
53484.
Skóladagheimilið, Kirkjuvegi 7, vantar fós-
tru í fullt starf.
Upplýsingar veita leikskólastjórar í síma
54720 eða á staðnum.
HEILSUGÆSLAN í REYKJAVÍK
auglýsir eftir:
hjúkrunardeildarstjóra við barnadeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur.
móttökuritara í 50% starf við sömu deild.
hjúkrunarfræðingi í hlutastarf.
Upplýsingar um störfin gefur hjúkrunarforstjóri í
síma 22400.
læknaritara í 80% starf við Heilsugæslustöðina í
Árbæ. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma
22400.
læknaritara í 50% starf við Heilsugæslustöð Mið-
bæjar, Vesturgötu 7. Upplýsingar gefur hjúkrunar-
forstjóri í síma 625070.
hjúkrunarfræðingi í hlutastarf við Heilsugæslu-
stöðina í Mjódd. Upplýsingar gefur hjúkrunarfor-
stjóri í síma 670440.
hjúkrunarfræðingi í 70% starf við Heilsugæslu-
stöðina í Fossvogi. Upplýsingargefur hjúkrunarfor-
stjóri í síma 696780.
hjúkrunarfræðingi í hlutastarf við Heilsugæslu-
stöðina í Efra-Breiðholti. Upplýsingar gefur hjúkr-
unarforstjóri í síma 670200.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu
Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg.
Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra heilsu-
gæslustöðva í Reykjavík, Barónsstíg 47, fyrir kl. 16
mánudaginn 19. ágúst nk.
Útboð
Austurlandsvegur um Teigará
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð Austur-
landsvegar um Teigará á Jökuldal.
Lengd kafla 0,46 km, fylling og burðarlag 7.000 rúm-
metrar og stálplöturæsi 3,5 m í þvermál og 30 m að
lengd.
Verki skal lokið 15. október 1991.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á
Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera), Borgar-
túni 5, frá og með 13. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 26. ágúst 1991.
Vegamálastjóri.
Baðvarsla
Laus er til umsóknar 70% staða baðvarðar við
íþróttahús Lækjarskóla í Hafnarfirði. Staðan veitist
frá og með 1. september nk.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf berist skólaskrifstofu Hafnarfjarðar,
Strandgötu 4, eigi síðar en 20. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar um starfið fást á sama stað í
síma 53444.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði
Þjónustuíbúðir aldraðra
Dalbraut 27, Reykjavík
óska að ráða starfsfólk í heimilisaðstoð, 75% starf.
Vinnutími frá kl. 8 til kl. 14 og kl. 16 til kl. 22, alla virka
daga.
Einnig vantar starfsfólk til starfa í eldhúsi, 75%
starf. Vinnutími frá kl. 8 til kl. 14, unnið aðra hverja
helgi.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377
milli kl. 10 og kl. 12, alla virka daga.