Alþýðublaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudaqur 15. áqúst 1991
ÁLVER Á KEILISNESI
3
70 MILLJAIIDA FJÁRFESTING
Samningarnir um álverið eru komnir í höfn, segir Jón
Sigurðsson iðnaðarráðherra
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Jóhannes Nordal sem staðið hafa í ströng
um í samningaviðræðum við álfyrirtækin á siðustu misserum.
Nú stefnir allt í að bygging ál-
vers á Keilisnesi geti hafist á
allra næstu mánuðum. Fulltrúar
erlendu álfyrirtækjanna og ís-
lensk stjórnvöld hafa nú náð
samkomulagi um alla megin-
þætti málsins. Jón Sigurðsson
iðnaðarráðherra segir að nú sé
komið að því að fyrirtækin sem
mynda Atlantsál geti af fuilum
krafti snúið sér að því að cifla fjár
til framkvæmdanna. „Þessir
samningar eru sem sagt komnir
í höfn, og kominn er samning-
spakki sem þeir ætla að sýna
væntanlegum lánardrottnum
sínu,“ sagði iðnaðarráðherra í
viðtali við Alþýðublaðið eftir
fund íslensku álviðræðunefnd-
arinnar og forsvarsmanna álfyr-
irtækjanna þriggja nú í vikunni.
Áhrif á þjóðarbúið vegna bygg-
ingar álvers á Keilisnesi og virkjana
sem tengjast þeim framkvæmdum
verða bæði víðtæk og margvísleg.
Fullvíst má telja að fjölmargir aðilar,
bæði stórir og smáir, hefji nú þegar
þá undirbúningsvinnu sem hægt er
að ráðast í til að vera betur í stakk
búnir til að bjóða í þau margbreyti-
legu verk sem bjóðast þegar fram-
kvæmdirnar hefjast að fullu.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
segir að þessar framkvæmdir gætu
varla komið á betri tíma, ,,í fyrsta
lagi verða tilboð í framkvæmdirnar
hagstæð vegna lægðar í efnahags-
málum víða um lönd. í öðru lagi er
okkur mikil þörf á svona viðbót við
útflutning okkar og atvinnu, og hafi
fyrr verið þörf þá er nú nauðsyn á
því að auka fjölbreytni útflutnings.
Þá verða verktakaframkvæmdirnar
og það sem tengist virkjunarfram-
kvæmdum og verksmiðjubyggingu
sannarlega himnasending í íslensku
atvinnulífi'
Heildarfjárfesting__________
og atvinnutækifæri__________
1 greinargerð sem Þjóðhagsstofn-
un skilaði frá sér um áhrif Atlants-
ál-álvers er gert ráð fyrir að heildar-
fjárfesting í álveri sem hefur 210
þúsund tonna framleiðslugetu á ári
verði um 43 milljarðar. Frá því að
þessi greinargerð var lögð fram hafa
orðið nokkrar áherslubreytingar, en
þær breyta ekki grunnforsendunum
sem raktar verða hér á eftir. Fjár-
um framkvæmdum, umfram það
sem ella væri, er áætluð um 27 millj-
arðar króna. Samanlögð fjárfesting
vegna álvers er því um 70 milljarð-
ar. Framkvæmdir gætu hafist af
nokkrum krafti strax á fyrsta árs-
fjórðungi næsta árs og náð til loka
árs 1995. Mestar gætu framkvæmd-
irnar orðið á árunum 1992 og 1993.
Samanlögð ársverk vegna álvers-
ins á framkvæmdatímanum eru tal-
in verða um 5.000 og skiptast þau
nokkurn veginn til helminga milli
framkvæmda við álverið og virkjan-
ir. Miðað við núverandi áætlun má
gera ráð fyrir að flest verkin falli til
á árunum 1992 og 1993, eða á milli
1.500 til 2.000 hvort ár.
UHIutningur, kaupmáttur
og atvinnuástand_____________
Miðað við að álverið verði komið
í fullan rekstur árið 1996 er áætlað
útflutningsverðmæti afurða þess
um 21 milljarður króna miðað við
meðalgengi Bandaríkjadollars
1989. I þessu felst að samanlagður
útflutningur áls verði 21% af heild-
arútflutningi árið 1996.
Með Atlantsál-álverinu er hag-
vöxtur á mælikvarða landsfram-
leiðslu talinn verða um 2,2% á ári á
tímabilinu 1991—1997, samanborið
við 1,6% án álvers. Álverið myndi
því leiða til þess að landsframleiðsla
verði um 4% hærri 1997 en hún yrði
annars. Áhrifin verða minni á mæli-
kvarða þjóðarframleiðslu og þjóð-
artekna, þar sem arðgreiðslur til út-
landa og auknar vaxtagreiðslur af
erlendum greiðslum koma þar til
frádráttar.
Álverið hefur hagstæð áhrif á
kaúpmátt og atvinnuástand. Kaup-
máttur ráðstöfunartekna verður
4—5% hærri í lok tímabilsins en án
álvers og atvinnuleysi 0,1% minna.
Að jafnaði er atvinnuleysi 0,3%
minna í áldæminu á tímabilinu
1991-1997.
Erlendar skuldir______________
og þensluhwfq_________________
Erlendar skuldir munu aukast
verulega á framkvæmdaskeiðinu
og ná hámarki 1994, verða þá um
53% af landsframleiðslu, en fara síð-
an lækkandi. Til samanburðar eru
erlendar skuldir í grunndæminu um
40% af landsframleiðslu 1994.
Greiðslubyrðin, sem hlutfall af út-
flutningstekjum, nær einnig vænt-
anlega hámarki 1994 og verður um
20%. Vegna mikillar aukningar út-
flutningstekna 1995—1997 fer
greiðslubyrði ört lækkandi í lokin
og er áætluð um 16% árið 1997.
Framkvæmdir vegna álversins
eru mjög umfangsmiklar í þjóðhags-
legu samhengi. Þess vegna er tölu-
verð hætta á þenslu, sérstaklega á
árunum 1992 og 1993. Brýnt er því
að dregið verði úr öðrum fram-
kvæmdum á þessum tíma og þeim
frestað til áranna 1994 og 1995.
Jafnframt er brýnt að ríkissjóður
noti auknar tekjur af meiri umsvif-
um í efnahagslífinu til að bæta stöðu
sína en ekki til að auka gjöld.
Á þessum nótum eru spár Þjóð-
hagsstofnunar, sem birtar voru í
nóvember síðastliðnum. Þrátt fyrir
lágt verð á áli um þessar mundir er
ekki talin ástæða til að draga í efa
þessar meginniðurstöður, þar sem
m.a. er gert ráð fyrir sveiflum í ál-
verði í áætlunum.
í dag stendur málið þannig að
náðst hefur efnislegt samkomulag
um alla grundvallarþætti málsins.
Næsta skref er að ganga lögform-
lega frá samningunum og ýmiskon-
ar tæknivinnu sem inna þarf af
hendi, og álfyrirtækin þurfa að leita
að vænlegum lánardrottnum. For-
ystumenn álfyrirtækjanna voru
bjartsýnir á dögunum þegar þeir
voru hér á landi og staðfestu að
traustar lánastofnanir í Evrópu
hefðu sýnt málinu áhuga. Flest
bendir því til að brátt fari að sjá fyrir
enda þessa þýðingarmikla máls,
sem mörg undanfarin ár hefur verið
unnið ötullega að.
Björn E Hafberg tók saman
Þegar álverið verður komið í fullan rekstur má gera ráð fyrir að á milli sjö og átta hundruð einstaklingar hafi vinnu í
sjálfri verksmiðjunni.
Matarœði íslendinga
EVRÓPUMET í FISKNEYSLU
OG GOSDRYKKJU
Engin Evrópuþjód borðar
meira af fiski en við Islendingar.
Við hljótum líka þann vafasama
heiður að drekka meira af gos-
drykkjum en nokkur önnur þjóð
í Evrópu. Neysla nýmjólkur og
kindakjöts er líka hér á landi
meiri en víðast annarstaðar í
Evrópu. En þegar röðin kemur
að grænmeti erum við í öðru
sæti.
Fæði íslendinga er greinilega
nokkuð bætiefnaríkt að öllum jafn-
aði og með afbrigðum próteinríkt.
Ástæða þess er fyrst og fremst
óvenjumikil neysla á fæðu úr dýra-
ríkinu, einkum fiski, en einnig mjólk
og mjólkurvörum. Kjötneysla ís-
lendinga er hins vegar svipuð að
magni og í flestum nágrannalönd-
um.
Þetta eru helstu niðurstöður úr
viðamikilli könnun á mataræði ís-
lendinga sem Manneldisráð íslands
stóð fyrir á síðasta ári.
Hlutur kornmatar, grænmetis og
ávaxta er tiltölulega rýr í fæðu
landsmanna, borið saman við aðrar
vestrænar þjóðir. Þar af leiðir að
minna er af trefjaefnum í fæðunni
en víða annars staðar. Einu kol-
vetnaríku fæðutegundirnar sem ís-
lendingar neyta í ríkum mæli eru
gosdrykkir, sætindi, kex og kökur.
Sérstaklega er áberandi hve gos-
drykkjaneysla ungs fólks er mikil.
I niðurstöðum nefndarinnar segir
að of mikil fita sé tvímælalaust
mesti ókosturinn í fæðuvenjum ís-
lendinga og þar vegi þyngst sú fita
sem bætt er við fæðuna við matar-
gerð og bakstur og feiti með mat og
á brauð. Einnig er ostur drjúgur fitu-
gjafi í íslensku fæði, en kjöt og kjöt-
vörur, sem áður voru mikilvægur
fitugjafi, veita nú aðeins 16 af
hundraði heildarfitu.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygging-
ardeildar borgarverkfræöings, óskar eftir tilboöum
í jarðvinnu vegna fyrirhugaðrar frjálsíþróttaaöstöðu
í Laugardal.
Helstu magntölur eru:
Gröftur 8.500 m3
Fylling 12.100 m3
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 5.
september 1991, kl.11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGÁR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800